Þjóðmál - 01.03.2011, Side 92

Þjóðmál - 01.03.2011, Side 92
90 Þjóðmál VOR 2011 þess ágætis að verða handgenginn Assange . Vefsíðan Eyjan sagði 1 . febrúar 2010 frá frétt í Stöð 2 þann sama dag um að sautján ára piltur hefði verið handtekinn og yfir heyrður í vikunni á undan og húsleit gerð heima hjá honum vegna gruns um að hann hefði stolið trúnaðargögnum úr tölvu Gunnars Gunnarssonar lögmanns . Stöð 2 hefði hafn að boði um að kaupa gögnin en svo virtist sem þau væru uppspretta að frétta skrifum DV . Gögnin snertu meðal annars mál efni Sjóvár og eignarhaldsfélags ins Vafnings, bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona, Eiðs Smára Guðjohnsens og fleiri . DB segir að Assange hafi sent Kristin og Inga til Íraks til að ræða við vitni að atburðunum sem sýndir voru á mynd­ bandinu . Þeir hafi síðar haft samband við sig þegar hann hafi verið í einkaerindum á Íslandi og beðið um að fá flugfargjaldið til Bagdad endurgreitt . Assange hafi neitað að greiða miðana og sagt að þeir gætu stofnað sinn eigin styrktarsjóð á Íslandi . „Collateral Murder“ fór á netið 5 . apríl 2010 . DB segir að meira en 10 milljónir manna hafi horft á myndbandið aðeins á YouTube . Hinn 20 . ágúst 2010, þegar sænskur sak­ sóknari gaf út ákæru á hendur Assange fyrir að hafa gert tvær tilraunir til nauðgunar, var DB í fríi á Íslandi með eiginkonu sinni og stjúpsyni . Þau tóku þátt í menningarnótt í Reykjavík en DB fór einn um kvöldið til að hitta Kristin og Inga við Hallgrímskirkju og ræða við þá vandann vegna ákærunnar . Þeir fóru inn í Listasafn Einars Jónssonar, ekki til að skoða listaverkin heldur til að geta talað saman í friði, vissir um að enginn elti þá . Úr safnhúsinu fóru þeir út í garð þess og þar slóst Birgitta í hópinn . Samkvæmt frásögn DB vissu þau ekki sitt rjúkandi ráð . Þá hringdi farsími Kristins sem að samtali loknu sagði þeim að ákæran hefði verið dregin tímabundið til baka . DB segir að Assange hafi verið smitandi hrifinn af konum, einkum yngri en 22 ára . Hann segist um tíma hafi haldið að eitthvað væri byrjað að myndast á milli Assange og Birgittu, þótt hún væri eldri en 22 . Assange hafi einu sinni sagt sér að Birgitta væri draumadísin sín . Hann hafi kannski aðeins látið þau orð falla af því að honum þótti stundum nauðsynlegt að segja eitthvað einstaklega merkilegt . DB segist hafa talið að Assange gæti aldrei samþykkt konu sem væri raunverulegur jafnoki hans . Að kvöldi 26 . ágúst 2010 efndi Assange til netfundar með þátttöku Birgittu, Kristins og Herberts sem síðar sendi DB afrit af því sem sagt var . DB og tveimur tæknimönnum WikiLeaks var bannað að taka þátt í fundinum, enda hafði Assange rekið DB fyrr þennan sama dag fyrir „óhollustu, óhlýðni og upphlaup á hættutímum“ . Skömmu síðar ræddi Birgitta við blaða­ mann frá The Daily Beast og sagði þar meðal annars að Assange ætti í „karlrembulegu sambandi“ við konur og hún hefði ráðlagt honum að draga sig tímabundið í hlé . Assange brást hinn versti við þessu og taldi sig svikinn . Hann var sannfærður um að DB hefði fengið Birgittu til að tala á þennan veg . Birgitta neitaði að biðjast afsökunar á orðum sínum í The Daily Beast . Í september 2010 slitnaði samband DB og Assange endanlega . Hér skal þessi ekki saga frekar rakin . Frásögn DB og blaðamannanna ber að sama brunni . Julian Assange er sérkennilegur hugsjónamaður sem hefur komið sér í mikinn vanda . Hann vill annars vegar hafa stöðu þess sem miðlar upplýsingum, opnar aðgang almennings að því sem stjórnvöld eða aðrar stofnanir vilja að sé lokað, en hins vegar vill hann sjálfur vera í sviðsljósinu og stjórna öllu eða öllum í kringum sig . Allt má segja um aðra en þegar að honum sjálfum kemur þolir hann ekki að annað sé um sig sagt en hann samþykkir .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.