Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 93

Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 93
 Þjóðmál VOR 2011 91 Óráðin framtíð WikiLeaks – Tekur Kristinn við af Assange? Framtíð WikiLeaks er óráðin vegna óvissunnar um sekt eða sakleysi Julians Assange . Laugardaginn 5 . mars birti Dylan Welch blaðamaður við The Sydney Morning Herald frásögn af því þegar hann hitti Kristin Hrafnsson, talsmann vefsíðunnar, í Frontline­klúbbnum í London . Welch lýsti Kristni sem „öðrum frægasta starfsmanni“ WikiLeaks . Welch segir að Kristinn hafi verið spurður hvort hann verði aðalritstjóri WikiLeaks verði Assange dæmdur í fangesli . „Ég mun ekki sækjast eftir því,“ er svarið, klippt og skorið . Fær einhver annar stöðuna? „Hugsanlega .“ Kristni er lýst sem fyrrverandi rannsóknar blaða­ manni með 20 ára reynslu og þrí­verðlaunuðum sem blaðamanni ársins á Íslandi . Hann sé ekki fús að spá, einkum þar sem hann sé nú opinber talsmaður einna for vitnilegasta félagskapar heims gegn viðteknum venjum . Kristinn segist vera gamaldags blaðamaður, hann vilji heldur halda sér til hlés en verða fréttin sjálfur . Hann lýsir WikiLeaks sem hugmynd sem muni lifa, vefsíðan hafi öðlast eigið líf . Birt ing á skeytum bandaríska utanríkisráðuneytisins hafi þegar haft óbein áhrif í Mið­Austurlöndum, þess vegna sjái heimurinn nú eitthvað nýtt í fjölmiðlun sem rétt sé að fara af stað . Segist Kristinn mjög stoltur af því að vera þátttakandi í þessari þróun . Kristinn rekur kynni sín af WikiLeaks til þess tíma þegar lánabók Kaupþings birtist á netinu í ágúst 2009 en þá hafi hann verið fréttamaður á RÚV og fylgst með því þegar bankinn gerði örvæntingarfulla tilraun til að ná lánabókinni af netinu . Bandarískir lögfræðingar hefðu ekki fundið neinn til að lögsækja en hins vegar hefði verið sett lögbann á birtingu upplýsinga úr bókinni . „Það virtist ógjörningur að komast inn fyrir múra WikiLeaks . Það var ekki unnt að fjarlægja efni þaðan, jafnvel þótt hefðbundnum fjölmiðlum væri bannað að segja frá því,“ segir Kristinn . Hann segist einnig hafa hrifist af því að vefsíðan hafi náð allri lánabókinni á sama tíma og honum hefði eftir margra mánaða vinnu aðeins tekist að þefa uppi smábrot af henni . Hann segist hafa hitt Assange á Íslandi, sem hafi á þeim tíma verið að íhuga að setjast að á landinu . Skömmu síðar hafi hann tekið að sér aukavinnu fyrir WikiLeaks og aðstoðað við að setja saman mynd um skotárás Bandaríkjamanna í Bagdad . Hann hafi meðal annars farið til Bagdad til að ræða við fjölskyldur fórnarlamba árásarinnar og efnið hafi verið flutt á RÚV og WikiLeaks . Á hinn bóginn hafi dræm viðbrögð við efninu – frá því hafi varla verið sagt – aðeins staðfest vantraust hans í garð hefðbundinna miðla . Skömmu síðar hafi hann yfirgefið RÚV og snúið sér alfarið að störfum í þágu WikiLeaks . Hann hafi þá talið WikiLeaks nýja tegund af blaðamennsku þótt margir aðrir fréttamenn væru annarrar skoðunar . Hann segir að WikiLeaks hafi líklega tapað milljón­ um dollara í desember 2010 þegar Visa, MasterCard og PayPal lokuðu reikningum vefsíðunnar . Síðustu 24 klukkustundir fyrir lokun hafi runnið 130 þúsund evrur inn á reikning síðunnar frá gefendum sem notuðu Visa eða MasterCard . Ástralski blaðamaður segir að þrátt fyrir and streymi og fúkyrði sé Kristinn reiðastur yfir lokun reikn ing­ anna . „Myndum við þola það ef Visa tæki upp á því að loka á The New York Times?“ spyr Kristinn og sýnir fyrstu merki um tilfinningahita . „Menn geta enn stutt Ku Klux Klan með greiðslukorti en ekki WikiLeaks . Menn geta keypt klámefni á netinu með því að nota Visa eða MasterCard en þeir geta ekki stutt WikiLeaks – félagsskap sem ekki hefur verið sakaður um neitt . Þetta er óþolandi .“ Það léttist á honum brúnin þegar hann er spurður hvort hann hafi áhyggjur af því að störfum hans við venjulega fjölmiðla kunni að vera lokið fyrir fullt og allt . „Mig grunar að hefði ég ekki farið til starfa með WikiLeaks hefði ég nú þegar sagt skilið við blaðamennsku, hún dró mig svo niður .“ Hvað mundi hann þá fara að gera? „Ég mundi líklega fá mér bát og róa til fiskjar við Ísland . Ná í síðasta þorskinn okkar,“ segir hann með sjaldséðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.