Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 96

Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 96
94 Þjóðmál VOR 2011 hefði aldrei upplifað fátækt á eigin skinni . Í kjölfarið fer Blair yfir það hvernig hann smátt og smátt sannfærðist um að hann væri sá sem þyrfti að taka við stjórnar taum unum í Verka manna flokkn um, og það þrátt fyrir að í veginum stæði hinn augljósi erfða prins, Gordon Brown . Rauði þráðurinn í bók Blairs er sam skipti hans við Íslandsvininn Gordon Brown og er óhætt að Blair bregði ekki upp heillandi mynd af þessum samherja sínum og keppinauti . Helstu karaktereinkenni Browns eru sam­ kvæmt lýsingu Blairs gríð ar leg tortryggni, lítil næmni fyrir tilfinning um annarra og undirferli . Hinir góðu kostir Browns eru líka til staðar, en hann er gríðarlega nákvæmur maður og eldklár, og hefði líklega náð langt sama hvað hann hefði tekið sér fyrir hendur . Blair segir hins vegar að Brown hefði líklega alltaf endað sem ríkisstarfsmaður í einni mynd eða annarri . Læt ég það eftir lesendum hvort að það sé hugsað sem hrós eða ekki . Margir munu eflaust alltaf tengja Bush og Blair saman vegna Íraksstríðsins . Varla þarf að koma á óvart að frásagnir beggja lýsa mikilli sannfæringu um að aðgerðir þeirra hafi verið réttar, miðað við þær upplýsingar sem þá lágu fyrir . Báðir benda á þann sæg af gögnum sem lá fyrir sem bentu allar á einn veg, og báðir fara vel í gegnum atburðarásina sem leiddi til stríðs . Þá fjalla báðir, hvor með sínum hætti, um þróunina sem síðan hefur orðið í Írak . Blair er sérstaklega harðorður í garð þeirra sem hafa fyllst Þórðargleði vegna þess ofbeldis sem stuðningsmenn Al Qaeda stóðu fyrir í kjölfar hins eiginlega stríðs og bendir á að hér hafi ekki verið um neinar frelsishetjur að ræða, heldur erlenda menn sem drápu skefjunarlaust til þess að koma í veg fyrir að íraska þjóðin gæti fengið að ráða sinni eigin framtíð . Verður að segjast eins og er að Blair hefur engu gleymt af sínum gamla sannfæringarmætti . Blair lýkur sinni bók á því að fjalla um eftir mála forsætisráðherratíðar hans og einn­ ig fjármálakrísuna miklu . Hann bend ir á að einungis fyrir tuttugu árum síðar hafi menn verið sannfærðir um að með lokum kalda stríðsins hefði „Vestrið“ unnið fullnaðarsigur . Nú sé öldin önnur og fréttir af vonleysi og hnignun Vesturlanda fylli flesta fréttamiðla . Blair rennur blóðið til skyldunnar og segist vera algjörlega á móti þeirri þróun sem nú er í átt til aukinnar ríkis væðingar í skjóli kreppunnar, og ræðst ótrauður til atlögu við ýmis atriði sem hafa orðið að viðteknum sannleika . Nefnir Blair að „markaðurinn“ eða markaðshagkerfið sem slíkt hafi ekki hrunið, þó að einn hluti þess hafi orðið illa úti . Einnig nefnir hann að ríkisvaldið hafi einnig brugðist, og leyft sér of mikla útþenslu og skuldsetningu í góðærinu . Í þriðja lagi hafnar Blair því algjörlega að kreppunni hefði verið afstýrt með frekari miðstýringu eða reglugerðum, þar sem öll tæki og tól til þess að grípa inn í hefðu þegar verið til staðar, en enginn hefði séð þörfina á því að beita þeim fyrr en um seinan . Blair tekur sérstaklega fram að endurreisnin muni ekki fara fram inni í ráðuneytum, heldur verði að efla atvinnuvegi, iðnað, viðskipti og umfram allt treysta á fólkið sjálft . Þess væri óskandi að flokksbræður hans, sama hvar þeir eru, gætu séð hið sama . Fall „rauða bæjarins“ Engilbert S . Ingvarsson: Þegar rauði bærinn féll. Minningabrot frá Ísafjarðarárum 1944–1953. Sögu miðlun ehf ., 2010, 112 bls . Eftir Björn Bjarnason Um miðjan níunda áratuginn ók ég með góðum vinum um alla Vestfirði . Meðal eftirminnilegra manna, sem við kynntumst í ferðinni, var Engilbert S . Ingvarsson, bóndi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.