Þjóðmál - 01.03.2011, Page 97

Þjóðmál - 01.03.2011, Page 97
 Þjóðmál VOR 2011 95 á Tyrðilmýri á Snæfjallaströnd, einn af for­ ystu mönnum Sjálfstæðisflokksins á Vest­ fjörð um . Engil bert fræddi okk ur um sveit sína og mannlíf á hinum afskekktu slóðum við Ísa fjarðardjúp . Leyndi sér ekki að hann var vel að sér og glögg ur á það sem skýrði stað hætti fyrir ókunnugum . Í bók sinni Þegar rauði bær i nn féll – Minn- ingarbrot frá Ísa fjarðaráum 1944–1953 bregð­ ur Engilbert skýru ljósi á bæjarlífið á Ísafirði á þessum árum . Hann nefnir fjöl­ marga einstaklinga til sögunnar, segir frá þró un bæjarins, verkleg um framkvæmdum, at vinnu háttum, félagslífi og stjórn málum . Þetta er þriðja bók Engil­ berts . Hinar fyrri eru: Undir Snjáfjöllum (2007) og Híbýli og húsbændur á Snæfjallaströnd 1930–1940 (2009). Heiti allra þriggja bók anna ber með sér að Engilbert vill halda sögu byggðarlaga sinna til haga . Hjónin Engilbert og Kristín Daníels dóttir voru síðustu ábúendur á Tyrðilmýri . Þau létu af búskap árið 1987 og fluttu til Hólmavíkur . Sumarið 2003 átti Engil bert ríkan þátt í að stofna Snjá fjallasetur í Dalbæ á Snæ ­ fjalla strönd og gegnir hann formennsku í stjórn þess . Setrinu er ætlað að safna, skrá og varðveita sagnir, kveð skap, myndir, muni og ýmis gögn sem tengjast sögu byggðar í Snæfjalla­ og Grunnavíkurhreppum og standa að sýninga haldi, útgáfustarfsemi, vef­ gagna safni og ýmsum viðburðum . Setrið hefur til dæmis staðið að sýningunni Kalda- lón og Kaldalóns, um tengsl tónskáldsins Sig­ valda Kaldalóns við norðanvert Ísafjarðardjúp og ferðir yfir Drangajökul . Engilbert er fæddur 1927 í Unaðsdal og ólst þar upp og á Lyngholti í Snæfjallahreppi . Sautján ára, 1944, fór hann til Ísafjarðar, þar sem hann stundaði verkamannavinnu og lærði bókbandsiðn . Hann lýsir bók sinni í upphafi sem minningabrotum sem eigi að varpa ljósi á bæinn, vinnu brögð, mannlíf og bæjarbrag á árunum fram til 1953 þegar hann dvaldist þar, áður en hann flutti að Tyrðilmýri . Engilbert segir réttilega að þegar hann ólst upp og byrjaði að vinna fyrir sér hafði þróun frá miðöldum á margan hátt verið minni en orðið hefur síðasta mannsaldurinn og þar til nú fram á tækniöld og við­ skipta markaðstíma . „Börn og unglingar í allnægtarþjóð félagi nú tímans hafa enga sýn á það sem ungt fólk bjó við á fyrri hluta 20 . aldarinnar,“ segir hann . Engilbert kom til Ísafjarðar sama ár og ég fæddist, svo að í bók hans er að finna lýsingu á atvinnu háttum sem ég hef aldrei þekkt . Hins vegar nefnir hann til sögunnar marga þjóð kunna Íslendinga sem ég hef kynnst, sum um þeirra á sama vinnustað . Sigurður Bjarna son frá Vigur, alþingismaður, var rit­ stjóri Morgunblaðsins, þegar ég starfaði þar . Matthías Bjarnason var ráð herra í ríkisstjórn Geirs Hall gríms sonar 1974 til 1978, þegar ég starfaði í for sætis ráðuneytinu og þingmaður þegar ég settist á alþingi 1991 . Guðmundur Gísla son Hagalín sat í bók menntaráði Al­ menna bókafélagsins og kynntist ég honum þegar ég vann hjá félag inu í upphafi áttunda áratugarins . Sigurður og Matthías komu aðhinum sögu­ lega stjórnmálaviðburði á Ísafirði árið 1946, þegar „rauði bærinn“ féll úr hendi Alþýðu­ flokks ins eftir 24 ára hreinan meirihluta í bæj ar stjórn . Guðmundur Hagalín sat í bæjar stjórn fyrir Alþýðuflokkinn frá árinu 1934 . Engilbert lýsir stjórnendum bæjarins

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.