Þjóðmál - 01.03.2011, Side 98

Þjóðmál - 01.03.2011, Side 98
96 Þjóðmál VOR 2011 þannig: „For ystumenn [Alþýðu]flokksins í bænum voru fyrirmannlegir og gengu með hatta og háls tau hversdagslega . Þeir höfðu mikil ítök í bæjarlífinu, voru ráðandi í bæjarstjórn og ýmsum atvinnumálum bæjarfélagsins .“ Engilbert lýsir því hvernig flokkarnir stóðu að smölun á kjördag . Hann telur tvo menn, Hannes Halldórsson, framkvæmda stjóra Vél­ báta ábyrgðarfélags Ísfirðinga, háan mann og tein réttan, Hannes hálegg, og Stefán Stefáns­ son, skó smið, Stebba Stebb, „Samvisku Al­ þýðu flokks ins“, hafa fylgst svo náið með hræringum á kjörskrá og viðhorfi kjósenda, að þeir vissu hvernig kosningar færu, áður en talið hafði verið . Þegar ég fór með föður mínum til Ísafjarðar á fyrri hluta sjöunda áratugarins gistum við heima hjá Hannesi en hann hafði tekið þátt í kosningabaráttunni, þegar faðir minn bauð sig fram á Ísafirði árið 1937 . Engil bert segir: „Hannes og Stefán voru í niðurjöfnunarnefnd, enda þekktu þeir vel til allra Ísfirðinga .“ Flokkarnir unnu skipulega að því að „afla upp lýsinga um hug kjósenda og líkur á kjörfylgi,“ segir Engilbert og einnig: „Á kosningadagsmorgun kom Hannes með kjörskrána merkta, hún var lögð fyrir trún aðarmenn, sem sátu uppi á skrif stofu í Sjálfs tæðishúsinu . Á almennu kosn inga ­ skrif stofunni í salnum á fyrstu hæð (Upp­ sölum) var önnur kjörskrá, en merkta kjör­ skráin mátti ekki sjást þar . Strax á kjör dags­ morgun fóru kosningasmalar flokkanna að ná í kjósendur, sem hætta var á að kynnu að glepjast til liðs við óvinaflokk . Þá skipti máli hver hafði lyklavöldin að elliheimili eða öðrum húsum, þar sem þurfti að ná í vafaatkvæði . Umboðsmenn flokkanna sátu í kjördeildum, skráðu niður þá sem kusu og sendlar, innan við fermingu, fóru með listana á kosningaskrifstofur flokkanna . Merkt var á kjörskrána og þegar leið á daginn var farið að huga að þeim sem ekki höfðu mætt á kjör­ stað . Sumir vildu gjarnan láta sækja sig, þó ekki væri óvissa um kjörfylgi .“ Þeir sem hrukku í kút við lestur ævisögu Gunn ars Thoroddsens, þar sem sagt er frá kosn ingastarfi Sjálfstæðisflokksins í Reykja­ vík, og tóku að saka sjálfstæðismenn um persónu njósnir, hafa kannski ekki þrek til að lesa þessa lýsingu Engilberts, hvað þá heldur að átta sig á því að kosningastarf af þessu tagi var ekki bundið við Sjálfstæðisflokkinn . Það þótti sjálfsagður og eðlilegur þáttur í lýð­ ræðislegu stjórnmálalífi þar sem leitast var við að virkja sem flesta til þátttöku á kjördag . Eftir kosningasigur sjálfstæðismanna á Ísafirði 1946 mynduðu þeir meirihluta í bæjarstjórn með stuðningi Sameiningarflokks alþýðu – sósíalistaflokksins, gamla kommún­ ista flokksins . Engilbert segir: „Sagt var að eina skilyrðið frá þeim [sósíalistum] um samstarfið væri að Halldór Ólafsson frá Gjögri yrði ráðinn við Bókasafn Ísafjarðar . Hann var ráðinn og hélt því starfi þar til Jóhann Hinriksson bókasafnsfræðingur tók við 1973 . Óskar Aðalsteinn rithöfundur hafði starfað við bókasafnið með Guðmundi G . Hagalín og var að taka þar við störfum, en var látinn hætta til að koma Halldóri að .“ Halldór hafði verið ritstjóri blaðs komm únista, Baldurs . Hér hef ég staldrað við hluta af því sem Engilbert segir um stjórnmálin, þótt lýsingar á öðrum þáttum mannlífsins setji meiri svip á bók hans . Engilbert hefur safnað mjög miklu magni upplýsinga við ritun bókar sinnar . Hann stundar ekki málalengingar og stundum má lesandinn hafa sig allan við að móttaka allan fróðleikinn . Hvergi er vikið illu orði að neinum, þótt höfundur sé ekki sammála öllum sem hann nefnir til sögunnar . Markmið Engilberts er að halda þjóðlífsmynd til haga, fræða og miðla . Textinn ber með sér að til þess hefur hann góða hæfileika . Bókin er ríkulega myndskreytt og vönduð að allri gerð með nafnaskrá og skrá yfir heimildir .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.