Morgunblaðið - 11.09.2015, Síða 1
Stofnað 1913 213. tölublað 103. árgangur
F Ö S T U D A G U R 1 1. S E P T E M B E R 2 0 1 5
FYLGIST MEÐ
EYÐSLUNNI Í
SNJALLÚRINU
ÞÝÐENDUR
BÓKMENNTA
HEIÐRAÐIR
MEÐ SJÖTÍU
ÁRA REYNSLU
Í SMÍÐINNI
ORÐSTÍR 41 STRÍÐ OG SIGRAR 16APPIÐ VIKUPENINGUR 10
„Eftir PIP-
málið þá var mik-
il umræða um
eftirfylgni eftir
ígræðslu. Það
eru ekki komnar
niðurstöður úr
því hverju mælt
er með,“ segir
Ágúst Birgisson
lýtalæknir.
Eftirlit með
púðum eftir ígræðslu er misjafnt
milli lýtalækna. Það getur verið allt
frá heimsókn til lýtalæknis fjórum
sinnum eftir ígræðslu, til ómskoð-
unar á fimm ára fresti. Konurnar
bera sjálfar ábyrgð á eftirlitinu
með púðunum. »14
Engar reglur um eft-
irlit eftir ígræðslu
Sílikon Konur bera
ábyrgð á eftirlitinu.
Margrét Sigurðardóttir
margret@mbl.is
Tölvuhakkari komst inn í
tölvupóstsamskipti starfsmanns ís-
lensks fyrirtækis og erlends birgis
og það varð til þess að sex milljóna
króna greiðsla var millifærð inn á
reikning í erlendum banka sem
fjársvikarinn gaf upplýsingar um.
Morgunblaðið hefur undir
höndum samskiptasögu starfs-
mannsins og tölvuhakkarans,
samtals hátt í 80 tölvupósta.
Hakkarinn útbjó tölvupóstfang
sem líkist póstfangi erlenda birg-
isins og lét líta út sem framhald
væri á fyrri samskiptum.
Vinnureglum breytt
Greiðslan fór í fyrstu ekki í
gegn þar sem ekki pössuðu saman
upplýsingar um eiganda banka-
reikningsins og skráðan móttak-
anda. Hakkarinn var því einnig
kominn í tölvupóstsamskipti við
starfsmann íslenska viðskipta-
bankans sem sá um millifærsluna.
Í kjölfar þessa atviks hefur vinnu-
reglum innan fyrirtækisins verið
breytt og allt tölvukerfið sett í
örugga vistun annars staðar.
Upplýsingafulltrúi Landsbank-
ans, Kristján Kristjánsson, segir
að aukning hafi orðið á því að
gerðar séu tilraunir til fjársvika í
gegnum tölvupóst þar sem send
eru greiðslufyrirmæli sem í raun
eru ekki frá því fyrirtæki eða ein-
staklingi sem á tölvupóstfangið
sem sent er úr.
Hann segir að erfitt geti verið
að varast slíkar fjársvikatilraunir
þar sem hakkararnir eru komnir
inn í póstþjóna og öll samskipti
virðast eðlileg. Bankinn ráðleggur
viðskiptavinum að sinna vel örygg-
ismálum sínum. » 18
Milljóna fjársvik í gegnum tölvupóst
Aukning orðið á tilraunum til fjársvika þar sem hakkarar komast í tölvupósta
Framlengingu þurfti til að fá fram úrslit í leik Ís-
lands og Tyrklands á EM í körfubolta í Berlín í
gærkvöldi og voru lokasekúndur venjulegs leik-
tíma æsispennandi. Svo fór að Tyrkir unnu
111:102 og lauk þar með þátttöku íslenska liðsins í
mótinu. Árangur liðsins hefur vakið mikla athygli,
sem og frammistaða stuðningsmanna. Á myndinni
skorar Hlynur Bæringsson fyrirliði án þess að Ali
Muhammed komi við vörnum. » Íþróttir
Framlenging í síðasta leiknum í Berlín
AFP
„Áhuginn er
gríðarlegur á
ferðum á Evr-
ópumótið í
Frakklandi.
Gaman ferðir er
með EM lista,
þar sem fólk get-
ur skráð sig til að
fá að vita þegar
pakkarnir fara í
sölu og það eru þrjú þúsund manns
búnir að skrá sig á þremur dögum.
Á bak við hvert nafn eru síðan tveir
og jafnvel tíu,“ segir Þór Bæring,
einn af eigendum Gaman ferða. »2
Hafa skráð þrjú þús-
und Frakklandsfara
Þór Bæring
Nota á rafræn
skilríki í auknum
mæli til að auð-
kenna sig inn á
þjónustuvef Rík-
isskattstjóra á
kostnað veflyk-
ilsins. „Við mun-
um gera það á
næstu árum
þannig að menn
munu geta skilað
á veflykli en sú þjónusta sem við
munum bjóða upp á á komandi árum
verður ekki í boði nema með rafræn-
um skilríkjum,“ segir Skúli Eggert
Þórðarson ríkisskattstjóri. »22
Rafræn skilríki taka
yfir hjá skattinum
Skúli Eggert
Þórðarson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Unnið er að skipulagi og öðrum und-
irbúningi fyrir byggingu 200 her-
bergja hótels í landi eyðibýlisins Or-
ustustaða á Brunasandi, um 20
kílómetrum austan við Kirkjubæj-
arklaustur. Áætlaður kostnaður er
rúmir 3 milljarðar króna.
Að verkefninu standa Bygginga-
félagið Sandfell og Stracta hótel sem
Hreiðar Hermannsson stýrir. Fyrir-
tækið rekur nýtt hótel á Hellu og er
hugmyndin að reisa enn stærra hótel
með svipuðu fyrirkomulagi. Hreiðar
telur eftirspurn eftir stóru hóteli á
Suðurlandi sem geti tekið stóra hópa
í fjölbreytta gistingu. Segist hafa
fundið fyrir því við reksturinn á
Hellu. Þangað hafi komið fjölmennir
hópar vegna kvikmyndagerðar.
Listir og útivist
Unnið hefur verið að skipulagi
svæðisins í vel á þriðja ár og gagn-
rýnir Hreiðar sveitarfélagið fyrir að
tefja undirbúninginn. Gert er ráð
fyrir tveggja hæða móttöku- og
þjónustuhúsi og mörgum gisti-
skálum og húsum í kringum hótel-
garð. Stefnt er að því að hafa nokkra
veitingastaði og ýmsa aðra afþrey-
ingu fyrir gesti. Meðal annars stend-
ur til að bjóða handverks- og lista-
fólki að hafa þar aðstöðu til að auðga
mannlífið og draga að gesti. Eins
verður lögð áhersla á góða aðstöðu
til gönguferða og annarrar útivistar.
Risahótel á Brunasandi
Stracta hótel undirbúa 200 herbergja hótelþorp á eyðibýli austan við
Kirkjubæjarklaustur Telja þörf fyrir stórt hótel með fjölbreytta gistingu
M200 herbergja hótel »6
Orustustaðir Gistihúsum er raðað í
kring um hótelgarð og móttöku.
„Félagið er engan veginn í stakk
búið til að uppfylla þessar skyldur
sem það stendur gagnvart. Þann
vanda þarf að leysa,“ segir Gunnar
Kristinsson, nýkjörinn formaður
húsnæðissamvinnufélagsins Bú-
manna. Ný stjórn var kosin á aðal-
fundi félagsins í gær en við félaginu
blasir mikill fjárhagsvandi.
Greiðslustöðvun hefur verið fram-
lengd til desember og reynir stjórn-
in að nýta tímann til lausna. »2
Fjárhagsvandi blasir
við Búmönnum