Morgunblaðið - 11.09.2015, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015
Þorsteinn Ásgrímsson
thorsteinn@mbl.is
Við ákvörðun mögulegrar refsingar í
Marple-málinu ætti að horfa til
dómafordæmis þar sem sakfelldir
fengu fjögurra og hálfs árs dóm fyrir
mun lægri upphæð en um ræðir í
þessu máli. Þetta sagði Arnþrúður
Þórarinsdóttir, saksóknari, í mál-
flutningi sínum í gær, en þar var vís-
að til Exeter-málsins svokallaða, þar
sem sparisjóðsstjóri og stjórnarfor-
maður Spron voru dæmdir fyrir um-
boðssvik.
Ákærð fyrir fjárdrátt og svik
Í Marple-málinu eru Hreiðar Már
Sigurðsson, fyrrum forstjóri Kaup-
þings, Guðný Arna Sveinsdóttir,
fyrrum fjármálastjóri bankans, og
Magnús Guðmundsson, fyrrum for-
stjóri Kaupþings í Lúxemborg,
ákærð fyrir fjárdrátt og umboðssvik,
eða hlutdeild í slíkum brotum. Auk
þess er fjárfestirinn Skúli Þorvalds-
son ákærður fyrir hylmingu og pen-
ingaþvætti.
Sigurður G. Guðjónsson, lögmað-
ur Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, eins
hinna ákærðu í Marple-málinu, fór
mikinn í málflutningi sínum í gær og
réðst með hörðum orðum gegn fram-
kvæmd rannsóknar og saksóknar
hjá embætti sérstaks saksóknara.
Sagði hann að umbjóðandi sinn
hefði misst vinnuna, þurft að flytjast
úr landi og haft ásakanir hangandi
yfir sér undanfarin 5 ár. „Það er
þungur baggi að vera sakaður um 8
milljarða auðgunarbrot í 5 ár,“ sagði
hann og bætti við að ekkert í málinu
hefði sýnt fram á sekt hennar.
Sérstök mótmæli við kröfuna
Lögmaður slitabús Kaupþings,
Friðrik Árni Friðriksson Hirst, ósk-
aði eftir að bóka sérstök mótmæli við
upptökukröfu sérstaks saksóknara
gegn félaginu Marple, en Kaupþing
er meintur brotaþoli í málinu.
Þessi sérstaka staða kom upp þar
sem upptökukröfur ganga sjálfkrafa
til ríkissjóðs og núna er Marple í
gjaldþrotameðferð og Kaupþing er
eini kröfuhafinn. Fari fjármunirnir
því eitthvað annað en til Kaupþings,
gæti það rýrt verðmæti félagsins.
Kaupþing eini kröfuhafinn
Friðrik upplýsti enn fremur að
Kaupþing væri eini kröfuhafi slita-
bús Marple, en lýstar kröfur á búið
nema 34 milljörðum króna. „Væri
fallist á upptöku fjármuna á hendur
Marple myndi það skerða hagsmuni
Kaupþings,“ sagði hann og bætti við
að það væri mat kröfuhafa að vegna
þessarar sérstöku stöðu væri farið
fram á við dómara að hafna upptöku
Marple, enda væri í lögum talað um
að verja þyrfti hagsmuni brotaþola.
Morgunblaðið/Eggert
Héraðsdómur Ákært er meðal annars fyrir fjárdrátt, umboðssvik, hylmingu og peningaþvætti í Marple-málinu.
Ásakanir hangandi
yfir ákærðu í fimm ár
Saksóknari segir að líta beri til fordæmis í Exeter-málinu
Fjárlög næsta árs verða afgreidd
með rúmlega 15 milljarða króna af-
gangi sem verður í þriðja sinn sem
afgangur verður af fjárlögum. Enn-
fremur stefnir í að meiri afgangur
verði af fjárlögum yfirstandandi árs
en gert hafi verið ráð fyrir í fjár-
lögum. Þetta kom fram í máli Bjarna
Benediktssonar á Alþingi í gær þeg-
ar hann mælti fyrir fjárlagafrum-
varpi næsta árs.
„Sex prósent kaupmáttaraukn-
ing frá júlí 2014 til júlí 2015 sam-
fara lágri verðbólgu, lækkandi
skuldastöðu heimilanna, minnk-
andi atvinnuleysi og myndarlegum
hagvexti sýnir svo ekki verður um
villst að verulegur lífskjarabati
hefur náðst að undanförnu með
stöðugleika í efnahagsmálum,“
sagði Bjarni. Engu að síður væru
ýmsar blikur á lofti þar sem verð-
bólguvæntingar hefðu aukist. Ekki
síst vegna mikilla launahækkana í
þeim kjarasamningum sem gerðir
hefðu verið. Enn ríkti mikil óvissa
um það hvaða áhrif þeir samningar
ættu eftir að hafa á eftirspurn og
þenslu. Þar spilaði einnig inn í að
töluverður órói hefði verið á heims-
mörkuðum síðustu vikur og ekki
ljóst hver framvindan yrði í þeim
efnum.
70 milljarðar árlega í vexti
Bjarni nefndi vaxtagjöld ríkis-
sjóðs sérstaklega í ræðunni en þau
væru þriðji stærsti útgjaldaliður
hans. Heildarskuldir ríkisins hefðu
verið nær 1.500 milljarðar króna um
síðustu áramót. Að óbreyttri skulda-
stöðu þyrfti að greiða um 70 millj-
arða króna árlega í vexti.
Þeim fjármunum væri betur varið
til þess að byggja upp innviði sam-
félagsins, styrkja velferðarþjón-
ustuna og lækka skatta og aðrar
álögur á einstaklinga og fyrirtæki.
Samstaða um sölu ríkisbankans
Þá nefndi Bjarni að stjórnarflokk-
arnir væru samstiga um að selja
hluta af eign ríkisins í Landsbank-
anum. Katrín Jakobsdóttir, formað-
ur Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, spurði ráðherrann hvort
hann nyti stuðnings Framsóknar-
flokksins í þeim efnum.
Bjarni sagði að fjárlagafrumvarp-
ið væri frumvarp ríkisstjórnarinnar
og þar með stæðu báðir ríkisstjórn-
arflokkanir að því. Þar væri gert ráð
fyrir því að hluti af eign ríkisins í
Landsbankanum yrði seldur. Benti
hann ennfremur á að fyrri ríkis-
stjórn hefði upphaflega markað þá
stefnu að selja hlut ríkisins í bank-
anum. Sjálfur væri hann þeirrar
skoðunar að ríkið ætti að eiga áfram
40% í Landsbankanum en selja ætti
það sem útaf stæði.
Forsætisráðherra gagnrýndur
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, gagnrýndi Sig-
mund Davíð Gunnlaugsson, forsætis-
ráðherra, harðlega fyrir að hafa í
stefnuræðu sinni fyrr í vikunni látið
eins og allt gott í núverandi efnahags-
umhverfi væri núverandi ríkisstjórn
að þakka. Skuldasöfnun ríkissjóðs
vegna bankahrunsins var stöðvuð
2013 í samræmi við áætlanir ríkis-
stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Þannig hefði staða ríkissjóðs farið
stöðugt batnandi á síðasta kjörtíma-
bili, kaupmáttur aukist, hagvöxtur
verið umtalsverður, atvinnuleysi
minnkað jafnt og þétt og vextir og
verðbólga lækkað. Sú þróun hefði
sem betur fer haldið áfram á þessu
kjörtímabili.
Verulegur lífs-
kjarabati náðst
Tugmilljarða afgangur í fjárlögum
Morgunblaðið/Eggert
Rökstólar Fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Al-
þingi í gær. Hann sagði að ríkið ætti að eiga 40% í Landsbankanum.
Sigurður G. Guðjónsson, lög-
maður Guðnýjar Örnu, gagn-
rýndi harðlega, eins og fleiri
lögmenn í svokölluðum hrun-
málum hafa gert áður, hvernig
embætti sérstaks saksóknara
var stofnað og hlutverk þess.
„Allt í nafni réttlætis,“ sagði
hann og bætti við að „svonefnt
réttlæti“ hefði átt að nást með
stofnun embættisins sem átti
að sefa reiðina á Austurvelli frá
haustinu 2008 til stjórnarskipt-
anna 2009.
„Dómstólar eiga ekki að láta
löggjafann bjóða sér svona
dellu,“ sagði hann og hvatti
dómstóla til að stíga niður fæti
í þessum efnum. Hlutverk
þeirra væri að verja borgara fyr-
ir ofvaldi löggjafans og fram-
kvæmdavaldsins. Sagði hann
saksóknara ekki hafa tekist að
sýna fram á að ákærðu hefðu
gerst sek um fjárdrátt eða um-
boðssvik.
„Allt í nafni
réttlætis“
GAGNRÝNDI EMBÆTTIÐ