Morgunblaðið - 11.09.2015, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 11.09.2015, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Eggert Þarfaþing Halldór Gunnarsson hannaði appið í snjallsímann sinn fyrst og fremst fyrir sjálfan sig til að fylgjast með sínum vikulegu útgjöldum. Vikupeningur og Allowance, séu ekki tengd bönkum með neinum hætti. „Þetta virkar þannig að ég – segjum á hverjum mánudegi – opna appið í úrinu og bæti við þeirri fjárhæð sem ég skammta mér fyrir vikuna, til dæmis fimm- tán þúsund krónur. Þá stendur 15.000 krónur efst í appinu, eða 15.500 ef ég hef átt 500 króna af- gang frá vikunni á undan. Ef ég síðan kaupi kannski kleinuhringi fyrir 1.000 krónur og borga með greiðslukorti blasir við að inn- eignin er 14.000 eða 14.500 krón- ur.“ Með allt á hreinu Halldór gerir lítið úr snilld sinni sem apphönnuður. Þar sem hann kunni að forrita hafi verið lítill vandi að hanna appið, enda bjóði Pebble upp á að búa það til á netinu, nánar tiltekið á cloud- pebble.net. Hann hefur ekki í hyggju að vinna meira í að þróa Vikupening, hægt sé að sjá fimm síðustu færslur og hvenær þær voru færðar og það sé alveg nóg fyrir sig. Vikupeningar Halldórs eru fimmtán þúsund krónur. Spurður á miðvikudegi um stöðuna svarar hann umsvifalaust 10.700 krónur. „En ég á líka eftir að fara í Bónus,“ bætir hann við. Þangað fóru nefnilega 8.611 krónur í síð- ustu viku. Á rúmlega viku hafa meira en eitt hundrað manns sótt sér bæði ensku og íslensku út- gáfuna og fjöldi manns „lækað“. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015 • R-Line ytra útlit og 18” álfelgur • Alcantara áklæði • Webasto bílahitari með fjarstýringu • Bluetooth fyrir farsíma og tónlist • Climatronic - 3ja svæða loftkæling • o.fl. o.fl. Staðalbúnaður í Tiguan R-Line 4Motion 2.0 TDI dísil, fjórhjóladrifnum og sjálfskiptum VW Tiguan R-Line er vel útbúinn með öllu því helsta sem gerir bíl að sportjeppa. Taktu skrefið til fulls og fáðu þér Tiguan. Góða skemmtun! HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is / Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirðiwww.volkswagen.is 5.990.000 kr. Sjálfskiptur og fjórhjóla drifinn Tiguan R-Li ne: Er ekki kominn tími á Tiguan? Bresk frímerki eru þau einu í heiminum sem ekki bera nafn landsins. Þess í stað hefur höfuð þjóð- höfðingjans prýtt öll bresk frí- merki allt frá árinu 1840, en þá var mynd af Viktoríu drottningu, langa-lang-ömmu Elísabetar II. Englandsdrottningar. Í fyrradag, 9. september, runnu upp þau tímamót að Elísabet II. sló langa-lang-ömmu sinni við og varð sá þjóðhöfðingi Bretlands sem lengst hefur ríkt. Af því tilefni sendi Konunglega breska póstþjón- ustan út fréttatilkynningu til fjöl- miðla sem sýnir eitt af fimm frí- merkjum sem koma út innan skamms til heiðurs drottningunni. Komin til ára sinna Frímerkið sýnir vangasvip Elísa- betar II. eftir myndhöggvarann Arnold Machin, en sú mynd hefur verið notuð á viðurkennd frímerki allar götur frá árinu 1967. Purp- urarauður litur kemur í stað rauða litarins á áður útgefnum frímerkj- um og verður ríkjandi um eins árs skeið. Árið 2010 sagðist þáverandi ráð- herra póstmála vera viss um að mynd drottningar myndi prýða frí- merki um ókomin ár. Taldi hann hið mesta glapræði að fjarlægja hana af frímerkjunum. Ekki voru allir sama sinnis, til dæmis birtist býsna óforskömmuð fyrirsögn í The Mail on Sunday, Off with her head, eða Af með höfuðið. Og var þá mörgum nóg boðið. Konunglega breska póstþjónustan Drottningin heldur höfði AFP /Royal Mail Sígildur vangi Höggmynd af Elísa- betu II. eftir myndhöggvarann Arnold Machin hefur verið notuð á viður- kennd bresk frímerki frá 1967. Að eiga kött er ekki þaðsama og það að eiga barn.Þessu gerir móðursjúkikattareigandinn ég sér ágætlega grein fyrir en líklega er það ekki að ástæðulausu að fólkið í kringum mig finnur reglulega hjá sér þörf til að benda mér á þessa staðreynd. Stundum vildi ég samt óska þess að Snabbi væri barn, eða öllu heldur að hann hefði skilning á við svona átta ára krakka. Þá gæti ég treyst honum til þess að lenda ekki í slag á nóttunni, passa sig á bílunum og borða ekki bláan fisk. Þá gæti ég líka kennt honum „Góða mamma“ á píanó og við yrðum YouTube stjörn- ur en sú pæling er ótengd þessum pistli. Eitt það besta við það að fylgjast með börnum vaxa úr grasi er að sjá skilning þeirra á heiminum aukast jafnt og þétt. Skilningur barna takmarkast þó framan af að miklu leyti af þeim upplýsingum sem foreldrar þeirra kjósa að láta þeim í té. Þrátt fyrir að ég sé bara aumur og barnlaus katt- areigandi þori ég að fullyrða að það sem er ósagt látið hafi oft jafnmikið að segja í upp- eldi barna og það sem þeim er sagt. Sér- staklega á dögum internetsins þar sem krakkar geta fundið upp- lýsingar á net- inu um hvað sem er með ein- um smelli. Réttar upplýs- ingar, rangar upplýsingar og allt þar á milli. Ef við segjum börnunum ekki frá heiminum gerir internetið það. Fólk sem fer í gegnum lífið umvaf- ið æðardúnssængum foreldra sinna er ekki líklegt til að kunna að standa á fætur þegar það fellur þó það lendi kannski mjúklega. Fólk sem sér mansal, fátækt, stríð og hörmungar í fréttum en hefur frá unga aldri heyrt að „svona gerist ekki á Íslandi“ er ekki líklegt til að geta sett sig í spor náungans þegar á reynir. Við þurfum að segja börnunum okkar frá óútreiknanlegri grimmd heimsins og kenna þeim að berjast gegn henni. Kenna þeim að ekkert er sjálfgefið og að þess vegna, ef ekki af kærleikanum einum saman, sé mikilvægt að hjálpa öðrum í neyð og gera sitt ýtrasta til að koma í veg fyrir þján- ingar annarra. Röfl um of- verndaðar kyn- slóðir kann að virðast gömul tugga en vís- an um upp- fræðslu unga fólksins er sjaldan of oft kveðin. Hvernig eiga börnin að bæta heim- inn ef þau vita ekki að hann er bilaður? »Hvernig eiga börninað bæta heiminn ef þau vita ekki að hann er bilaður? Heimur Önnu Marsý Anna Marsbil Clausen annamarsy@mbl.is Hjólaferð sem hefst kl. 11 á morgun, laugardag, frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, er liður í samstarfi HÍ og Ferðafélags Íslands um göngu- og hjólaferðir undir yfirskriftinni „Með fróðleik í farar- nesti“. Brunað verður eftir hjólastígum Reykjavíkur með þremur sprenglærðum heilsugúrúum frá Mennta- vísindasviði Háskóla Íslands. Þau Anna Sigríður Ólafs- dóttir, dósent í næringarfræði, og Erlingur Jóhanns- son, prófessor í íþrótta- og heilsufræði, ætla meðal annars að kenna leiki, teygjur og æfingar og fræða um íþróttanammi. Ferðin tekur um 2 klst. og er í samstarfi við Ferðafélag barnanna. Endilega... ... hjólið með heilsugúrúum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.