Morgunblaðið - 11.09.2015, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015
✝ Magnús Ás-mundsson
fæddist á Eiðum 17.
júní 1927. Hann lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ 31.
ágúst 2015.
Foreldrar Magn-
úsar voru Steinunn
Magnúsdóttir frá
Gilsbakka og Ás-
mundur Guð-
mundsson biskup.
Systkini Magnúsar eru Andr-
és, f. 1916, d. 2006, Þóra, f. 1918,
d. 2011, Sigríður, f. 1919, d.
2005, Áslaug, f. 1921, Guð-
mundur, f. 1924, d. 1965, og
Tryggvi, f. 1938.
Magnús kvæntist Katrínu
Jónsdóttur, f. 6. júlí 1932. Hún
er dóttir hjónanna Guðrúnar
Sigurhönnu Pétursdóttur, f.
1897, d. 1985, og Jóns Guð-
mundssonar, f. 1905, d. 1991.
Magnús átti sex börn; 1) Ey-
rún Magnúsdóttir, f. 18. júní
mundur, f. 7. janúar 1963,
kvæntur Ásdísi Þrá Höskulds-
dóttur, f. 29. ágúst 1959; börn;
Guðný Helga Herbertsdóttir, f.
1978 (fósturdóttir), í sambúð frá
2009 með Pétri Rúnari Péturs-
syni, f. 1972, börn; Jón Alex Pét-
ursson, f. 1999, Ásmundur Goði
Einarsson, f. 2002, Óskar
Pétursson, f. 2008, og Emma
Katrín Pétursdóttir, f. 2013;
Katrín Ásmundsdóttir, f. 1992.
6) Steinunn Sigríður, f. 20. jan-
úar 1975, maki Jesper Madsen,
f. 19.2. 1976; börn Magnús Fann-
ar, f. 2005, og Jóhanna Katrín, f.
2007.
Magnús lauk stúdentsprófi
frá MR 1946 og læknanámi frá
HÍ vorið 1955. Hann starfaði
fyrstu árin á Íslandi en hélt til
Svíþjóðar 1958, lauk þar sér-
námi í lyflækningum og starfaði
til 1964 er hann hóf störf við
Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri. 1983 réðst hann til sjúkra-
hússins í Neskaupstað og gegndi
þar embætti þar til hann lét af
störfum. Eftir það tók hann að
þýða úr sænsku og liggja m.a.
eftir hann átta þýddar bækur.
Útför Magnúsar fer fram frá
Seljakirkju í dag, 11. september
2015, kl. 13.
1953, ættleidd. 2)
Sæmundur Magn-
ússon, f. 14. janúar
1956, móðir Eirný
Sæmundsdóttir, f.
1928, d. 2012. Börn
Magnúsar og Katr-
ínar eru: 3) Andrés,
f. 15. nóvember
1956, kvæntur Ás-
laugu Gunn-
arsdóttur, f. 23.
október 1964; börn;
Anna Tara Andrésdóttir, f.
1987, móðir Ingibjörg Karls-
dóttir, f. 6. apríl 1958, Gunnar, f.
1989, Katrín Helga, f. 1992, og
Eyrún, f. 1996; 4) Jón, f. 23.3.
1959, börn; Magnús, f. 1983,
móðir Kristín Helgadóttir, f. 25.
janúar 1961 (skildu). Núverandi
eiginkona Magnea Guðrún
Bergþórsdóttir, f. 24. október
1960, börn þeirra Bergþór
Steinn, f. 1990, unnusta Þor-
björg Viðarsdóttir, f. 1991, og
Hjörtur Snær, f. 1996. 5) Ás-
Ekki man ég nokkurn tímann
eftir því að hafa verið spurður
hvort ég væri sonur Magnúsar
Ásmundssonar eða Magnúsar í
Álfabyggðinni. Ávallt var ég
spurður hvort ég væri sonur
Magnúsar læknis, enda var lækn-
isstarfið algerlega samofið per-
sónuleika föður míns. Það kom
sér oftast vel að vera sonur
Magnúsar læknis, til dæmis þeg-
ar ég og vinur minn fórum á elli-
heimilið Hlíð að heimsæja ömmu
hans. Þar fundum við það út, að-
eins fimm ára gamlir, að það var
gott að koma því að í samtölum
við vistfólk að sonur Magnúsar
læknis væri með í för. Þá opnuð-
ust konfektkassar og Mack-
intosh-dollur um alla ganga og
við hvattir til að fá okkur tvo og
upp í þrjá mola hvor. Það gat líka
stundum verið erfitt að vera son-
ur Magnúsar læknis, til dæmis
þegar vinir mínir komu í heim-
sókn á unglingsárunum voru þeir
tafarlaust spurðir hvort þeir
reyktu og ef þeir voru svo
óheppnir að svara játandi fylgdi
að lágmarki fimmtán mínútna
fyrirlestur um skaðsemi reyk-
inga ásamt eindreginni hvatn-
ingu um að láta þegar af þeim
ósóma. Já, læknastarfið var alltaf
í forgangi og var það því ekkert
gleðiefni að þurfa að láta af störf-
um þó að kominn væri á miðjan
áttræðisaldur. Er það kannski til
marks um hve ríkur þáttur
læknastarfið var af persónuleik-
anum, þegar starfsfólk eða að-
standendur komu að máli við
pabba undir það allra síðasta,
þegar hugurinn var orðinn dálítið
óskýr, þá svaraði hann gjarnan
með læknisfræðilegum spurning-
um eins og „hvað er blóðþrýsting-
urinn hár hjá þér núna?“ eða
„hvernig hefur þú sofið undanfar-
ið?“ Já, samur við sig, alltaf í
vinnunni, hann Magnús læknir.
Ásmundur Magnússon.
Í dag kveðjum við mikinn heið-
ursmann sem ég var svo heppin
að eignast sem tengdapabba og
börnin mín sem afa.
Tengdaforeldra mína hittum
við sjaldan fyrstu búskaparárin
þar sem þau bjuggu fyrir austan
en við fyrir sunnan. Mér er þó
minnisstætt einhverju sinni þeg-
ar við komum í Neskaupstað og
Katrín, kona Magnúsar, var ekki
heima. Þá bar hann óraunhæft
traust til eldamennskukunnáttu
minnar og hélt ég kynni að mat-
reiða læri. Ég var mjög stolt af
álitinu þótt ég kynni bara að
brasa fisk og hrísgrjónagraut.
Í annað skipti fylgdi Magnús
sjúklingi óvænt í bæinn – hringdi
síðan og boðaði komu sína. Nú
voru góð ráð dýr. Íbúðin í rúst, ég
rúmliggjandi með umgangspest
og sonur hans skildi ekki að það
væri við hæfi að taka aðeins til.
Ég var viss um að eftir þetta gæti
hann aldrei litið mig réttu auga.
En áhyggjur mínar voru óþarfar.
Hann hreinlega sá ekki draslið,
hafði ekki auga fyrir svona hlut-
um. En hann hafði auga fyrir
ýmsu öðru. Hann sá gjarnan
spaugilegu hliðarnar á tilverunni
og gerði óspart grín að sjálfum
sér. Olli frændi hans kunni ófár
sögur um Magnús sem barn og
sagði þær börnum sínum. Magn-
ús hafði gaman af að segja þær.
Ein er á þá leið að þegar Magnús
var orðinn fullorðinn og heimsótti
Olla kom dóttir hans til dyra.
Magnús kynnti sig og spurði
barnið hvort það þekkti sig ekki.
Þá lifnaði yfir telpunni og hún
svaraði: – Ég þekki þig ekki en ég
veit að þú ert alveg agalega vit-
laus.
Magnús var forkur til vinnu og
hafði óbilandi starfsþrek, var
lengst af á þrískiptum vöktum og
vann öll sumarfríin í Svíþjóð. Það
var mjög ánægjulegt að finna að
hvarvetna naut hann virðingar,
bæði hjá samstarfsfólki og sjúk-
lingum. Hann hafði orð á sér í
Neskaupstað fyrir að vera ein-
arður áfengislæknir. Fólk sem í
mesta sakleysi sínu leitaði læknis
vegna hálssærinda eða til að end-
urnýja blóðþrýstingslyfin var áð-
ur en það vissi af komið í flug á
leiðinni á Vog. Jafnvel eftir að
hann var orðinn hrumur mjög á
hjúkrunarheimili sagði hann í al-
vörutón við starfsfólkið að það
þyrfti að fara að taka á áfengis-
vanda sínum.
Þegar ég varð kollegi Magnús-
ar þá var alltaf mjög gott að leita
til hans með faglegar vangaveltur
og vandamál og það var hreint
ótrúlegt hversu vel heima hann
var í grunnþekkingu læknisfræð-
innar alla tíð.
Magnús var mjög bókhneigður
og hafði gaman af ljóðum og
kunni ógrynnin öll af vísum. Þeg-
ar hann lagði loks læknisstörfin á
hilluna, kominn á miðjan áttræð-
isaldur, þá sneri hann sér af mik-
illi eljusemi að þýðingum. Hann
fékk verðlaun árið 2007 fyrir best
þýddu barnabókina „Dansar Elí-
as?“. Það gladdi hann en þó ekk-
ert í líkingu við það þegar Gyrðir
Elíasson sendi honum persónu-
lega kveðju og viðurkenningu
fyrir þýðingu Magnúsar á „Stund
þín á jörðu“ eftir Moberg. Þá var
hann stoltur.
Ég er innilega þakklát fyrir að
hafa kynnst Magnúsi og verið
þátttakandi í lífi hans. Það er
ánægjulegt að sjá að börnin og
barnabörnin hafa mörg tekið
hann til fyrirmyndar, hvert á sinn
hátt.
Áslaug Gunnarsdóttir.
Stuttu eftir að ég og Ási sonur
hans fórum að stinga saman nefj-
um heimsóttum við Magnús og
Katrínu í Neskaupstað þar sem
hann starfaði sem læknir um ára-
bil. Þarna voru okkar fyrstu
kynni og ekki vildi betur til en að
ég fékk slæman höfuðverk og bað
um verkjalyf. Ég hélt að það væri
auðsótt mál á heimili lyflæknisins
en raunin var sú að engar töflur
voru til í húsinu. Magnús trúði
ekki á að inntöku lyfja nema
brýna nauðsyn bæri til og ráð-
lagði oft hvíld, hollt mataræði og
innhverfa íhugun þegar eitthvað
bjátaði á. Þarna áttaði ég mig á
því að Magnús var enginn venju-
legur maður, hann fór sínar eigin
leiðir, var heiðarlegur og sam-
kvæmur sjálfum sér. Hann hvíldi
líka vel í sjálfum sér sem lýsti sér
einna best í því að hann gat sofn-
að hvar og hvenær sem var, jafn-
vel í veislum.
Það eru fáir sem eiga líf sitt
tengdaföður sínum að launa en
það á ég. Þegar ég veiktist alvar-
lega fyrir nokkrum árum var það
fyrir harðfylgi hans að ég fékk
rétta meðferð sem kom í veg fyrir
varanlegan skaða. Magnús heim-
sótti mig daglega á spítalann og
fylgdist vel með að bataferlið
væri á réttri leið. Fyrir það get ég
aldrei fullþakkað.
Tíminn hefur verið mér hug-
leikinn síðustu daga. Það er ef til
vill eðlilegt þegar maður stendur
á slíkum tímamótum að framtíðin
verður með breyttu sniði, án sam-
ferðafólks sem hefur verið órjúf-
anlegur partur af lífinu. Magnús
nýtti tíma sinn vel. Naut sín bæði
í leik og starfi og átti fallegt líf
með elskulegu Katrínu. Ég þakka
Magnúsi af alhug fyrir þann tíma
sem ég var samferða honum og
mun gera mitt besta í að nýta tím-
ann sem best rétt eins og hann
gerði.
Ásdís Þrá Höskuldsdóttir.
Nú þegar lífsgöngu Magnúsar
er lokið er margs að minnast og
margt að þakka fyrir.
Ég man fyrst eftir Magnúsi í
matsal sjúkrahússins á Akureyri.
Þá var hann læknir á lyfjadeild-
inni, en ég starfsstúlka í eldhús-
inu. Þá grunaði mig ekki að þessi
geðþekki og lítilláti maður yrði
áratug síðar tengdafaðir minn.
Ég kynntist Magnúsi svo árið
1986 þegar við Jón fórum að vera
saman. Þá bjuggu þau Magnús og
Katrín í Neskaupstað. Það var
gott að koma austur til þeirra og
fá þau í heimsókn til okkar í
Keflavík og síðar til Akureyrar.
Þegar Magnús hætti að starfa
sem læknir þá fluttu þau hjónin
suður í Kópavog. Ekki undi hann
sér allskostar í afslöppun og
garðdútli en fór þá þýða bækur
úr sænsku af miklum móð.
Samband mitt við tengdafor-
eldrana hefur alltaf verið mjög
gott og vináttan mikil. Það var
gott að leita ráða hjá Magnúsi.
Hvort heldur sem þurfti ráðgjöf í
fjármálum eða læknisþjónustu úr
fjarlægð fyrir synina í gegnum
síma. Svo ég tali nú ekki um þeg-
ar bílakaup voru á döfinni. Hann
var mikill bílaáhugamaður og
hafði ákveðnar skoðanir á því
hvaða bílategund ætti að kaupa.
Var þá Toyota efst á blaði. Við
fórum lengi vel eftir því, en fyrir
nokkrum árum keyptum við okk-
ur Skoda. Magnús var ekki alveg
sáttur við þau kaup en það
breyttist eftir nokkra bíltúra og
ferð með okkur norður í land.
Við spjölluðum oft saman í
síma. Magnús vildi fylgjast með
hvernig gengi í námi og leik hjá
sonarsonunum á Akureyri og í
vinnunni hjá okkur Jóni. Hann
skammaði okkur, og þá sérstak-
lega Jón, fyrir að vinna of mikið.
Þá minnti ég hann á það sem ég
hafði heyrt að þegar hann var
ungur læknir í Svíþjóð og á Ak-
ureyri hafi hann oft gist á sjúkra-
húsinu eftir langan og strangan
vinnudag til þess að vera til taks
ef á þurfti að halda. „Já, var það
þannig?“ sagði hann „ég man það
nú ekki alveg.“
Magnúsi var mjög umhugað
um sjúklingana sína og skipti
þeirra líðan alltaf mjög miklu
máli fyrir hann. Fyrir fjórum ár-
um slasaðist Magnús og hrakaði í
kjölfarið og þurfti nú sjálfur á
heilbrigðiskerfinu að halda.
Stundum hef ég hugsað með mér
að nú á tímum aðhalds og lokana í
kerfinu hafi stundum vantað
uppá það, að hann hafi fengið þá
góðu þjónustu sem hann vildi
veita sjúklingum sínum, þó fálið-
að starfsfólkið geri vissulega sitt
besta og sé elskulegt og nær-
gætið.
Oft keyrði ég þau hjónin í
verslunarleiðangra í Reykjavík.
Ferðirnar í herrafataverslun
Guðsteins eru mér sérlega minn-
isstæðar. Þá var eins gott að gefa
sér góðan tíma. Katrín var búin
að sannfæra Magnús um að nú
þyrfti hann aldeilis af fara að end-
urnýja í fastaskápnum, en Magn-
ús var mjög nýtinn og fór ekki
óþarfa ferðir í fataverslanir. Þau
hjón voru ekki alltaf sammála um
hvað ætti að kaupa, en á endanum
var Magnús alltaf ánægður með
kaupin, enda bestu fötin og verðið
hjá Guðsteini að Magnúsar sögn.
Það verður tómlegt að koma í
Árskóga núna eftir að Magnús er
farinn, en minningin um mætan
mann og yndislegan tengdaföður
lifir.
Hafðu þökk fyrir allt og hvíl í
friði.
Guðrún Bergþórsdóttir.
Ég man fyrst eftir bróður mín-
um sem menntaskólanema. Hann
þótti heldur slakur námsmaður,
sem var rétt en þó undarlegt.
Ekki vantaði námsgáfurnar, þær
komu síðar í ljós.Fyrstu árin eftir
stúdentspróf voru honum erfið.
Hann veiktist af astma og lítið
varð úr námi. 1948 hélt hann til
Svíþjóðar og lauk 1. og 2. hluta
læknisfræði við Karolinska vorið
1953. Þá kom hann heim til að
ljúka námi við læknadeild Há-
skóla Íslands sem talið var stíft 2
ára nám. Fyrri veturinn fór þó
aðallega í að stunda gleðskap og
rifja upp gamla vináttu. Ég held
hann hafi varla opnað bók þann
vetur. Ekki var þó óreglu um að
kenna, enda var eitt sinn haft eft-
ir Áslaugu systur okkar: „Það má
margt um þig segja Magnús
bróðir, en þú ert ekki sérlega
drykkfelldur!“ Þennan vetur
kynntist hann Einari Jóhannes-
syni og þeir ákváðu að taka námið
föstum tökum og lesa saman
seinni veturinn. Ég man þó að
móður okkar var ekki rótt.
Fyrsta prófið var munnlegt. Ein-
ar kom heim á Laufásveg á undan
Magnúsi og móðir okkar spurði
hvernig hefði gengið. „Vel,“ svar-
aði Einar. „Hann fékk ágætisein-
kunn.“ Þá snöggreiddist mamma
og sagði að svona hefðu menn
ekki í flimtingum. Það tók nokk-
urn tíma að sannfæra hana og þá
breyttist reiðin í fögnuð. Þegar
Magnús lauk prófi með góðri 1.
einkunn datt út úr Áslaugu syst-
ur: „Ég held það sé stórlega orð-
um aukið að læknanám sé svo erf-
itt.“ Að loknu framhaldsnámi í
lyflækningum í Svíþjóð varð hann
læknir við sjúkrahúsið á Akur-
eyri og 1983 varð hann yfirlæknir
á sjúkrahúsinu í Neskaupstað og
gegndi því starfi til sjötugs. En
verklaus var hann friðlaus. Hann
réð sig aðstoðarlækni á Vífils-
staði og síðar vann hann á Hrafn-
istu. Tvísköttun í skattkerfi varð
til þess að hann vann nánast
launalaust en hann var alsæll að
hafa vinnu. Síðar gerðist hann
þýðandi og þýddi m.a. 2 bindi af
vesturfarabókum Vilhelm Mo-
bergs. Það fyrsta hafði Jón
Helgason ritstjóri þýtt og var
ekki auðvelt að feta í fótspor
hans. Þýðing Magnúsar var öðru
vísi, en engu síðri. Það gladdi
hann að fá verðlaun Reykjavík-
urborgar fyrir þýðingu á barna-
bók. Vegna ólíkrar búsetu kynnt-
umst við ekki vel fyrr en á seinni
hluta ævinnar. Ég komst þó fljótt
að því að hann væri góður læknir.
Að ráðum Magnúsar réði ég mig
stúdent hjá Ólafi Sigurðssyni yf-
irlækni á Akureyri, þeim höfuð-
snillingi. Ólafi lá afarvel orð til
Magnús
Ásmundsson
HINSTA KVEÐJA
„Allt það besta í lífinu er
hvort sem er gratis. Eins
og sólin … og ástin.“
Takk fyrir daginn, elsku
afi. Góða nótt, sjáumst síð-
ar.
Anna Tara Andrésdóttir
og Katrín Ásmundsdóttir.
✝ Renata Er-lendsdóttir
(fædd Renate Mo-
nika Seidl) fæddist
í Leipzig í Þýska-
landi 25. júlí 1941.
Hún lést 2. sept-
ember 2015 á heim-
ili sínu.
Að lokinni síðari
heimsstyrjöld
fluttu foreldrar
hennar til Plauen,
lítils bæjar í suðurhluta
A-Þýskalands, þar sem Renata
ólst upp hjá foreldrum sínum
ásamt yngri bróður, Klaus.
Að loknu stúdentsprófi
innritaðist Renata í Dolmetsc-
herinstitut der Karl Marx Uni-
versität í Leipzig. Hún útskrif-
aðist sem diplom-túlkur og
skjalaþýðandi í rússnesku og
ensku árið 1964. Sama ár hóf
hún störf í Berlín hjá al-
þjóðadeild fyrirtækisins VVB
Bauelimente und Vakuumtec-
hnik og fékkst m.a við þýðingar
skeið starfaði hún í útflutnings-
fyrirtæki þeirra hjóna, Triton
ehf., ásamt því að sinna þýðing-
arstörfum, þar til árið 1990 er
hún helgaði sig alfarið eigin fagi
og fékkst fram til síðasta dags
við túlkun, dómtúlkun og þýð-
ingar. Á seinni tímum fékkst
hún sérstaklega við störf fyrir
Útlendingastofnun, sem og ýmis
lögreglu- og dómsmál.
Örn og Renata eiga tvo syni,
Orm Jarl og Rolf Hákon. Ormur
er framkvæmdastjóri Triton og
eiginkona hans, Amanda Gar-
ner, framkvæmdastjóri Hylang
Language Center í Madríd, eiga
saman börnin Noru Katrínu, sjö
ára, og Leon Alexander, fjög-
urra ára. Þau eru búsett á
Spáni. Fyrir átti Ormur dóttur-
ina Írisi Hrund, 22 ára, sem er
við nám í ferðamálafræði við
Háskóla Íslands. Rolf Hákon er
framkvæmdastjóri nið-
ursuðuverksmiðjunnar Akra-
borgar á Akranesi. Sambýlis-
kona hans er Eva Sif
Jóhannsdóttir, sérkennslustjóri
á leikskólanum Furugrund, og
saman eiga þau soninn Ými Örn,
eins árs.
Útför Renötu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 11. sept-
ember 2015, kl. 15.
og túlkastörf á við-
skiptaráðstefnum á
vettvangi Come-
con. Þar starfaði
hún til ársins 1969,
þegar hún hóf störf
sem sjálfstætt
starfandi túlkur og
skjalaþýðandi. Með
vinnu hjá ofan-
greindu fyrirtæki
hóf hún einnig nám
í spænsku í Hum-
boldt-háskóla.
Renata kynntist eiginmanni
sínum, Erni Erlendssyni, sem þá
var við nám í Berlin, árið 1964.
Þau giftu sig í Ráðhúsinu í Köp-
ernik þann 25. september 1970.
Í byrjun árs 1971 flutti svo Re-
nata með manni sínum til Ís-
lands.
Renata stundaði nám í ís-
lensku fyrir útlendinga við Há-
skóla Íslands og náði svo góðu
valdi á íslenskri tungu að erfitt
var að heyra að hún væri ekki
Íslendingur. Um margra ára
Borin er til grafar í dag,
föstudaginn 11. september, kær
vinkona og samstarfsmaður, Re-
nata Erlendsson.
Minningar mínar um Renötu
ná aftur til unglingsáranna þeg-
ar þau hjón, Örn Erlendsson og
Renata, bjuggu í sama húsi og
foreldrar mínir að Espigerði í
Reykjavík. Ég kynntist Renötu
ekki fyrr en nokkrum árum síð-
ar í gegnum starf okkar en
minnist hennar frá fyrstu tíð
vegna þess hve „elegant“ hún
var, glettni í augum, rauðkast-
aníubrúnt hrokkið hár og frekn-
ur í fíngerðu andliti.
Þegar leiðir okkar lágu svo
saman í starfi urðum við strax
vinir – náðum vel saman. Vin-
átta Renötu er mér mikils virði.
Hún var sérlega gestrisin,
reyndar svo að ekkert var gest-
um hennar og vinum nógu gott.
Þau hjón bjuggu sér glæsilegt
heimili að Kleifarási í Reykjavík
og þangað var gott að koma. Yf-
irbragð heimilisins og búnaður
ber með sér að þar búa heims-
borgarar, enda ferðalög Renötu
og Arnar á fjarlægar slóðir orð-
in mörg.
Renötu verður ekki síst
minnst fyrir fagmennsku í starfi
en hún var löggiltur dómtúlkur
og skjalaþýðandi og starfaði á
móðurmáli sínu, þýsku, sem og
á rússnesku og ensku. Íslensku-
kunnátta hennar var mikil þótt
sjálf gerði hún frekar lítið úr
því. Renata starfaði lengi sem
skýrslutökutúlkur fyrir lögreglu
og í dómi og leysti verkefnin
óaðfinnanlega af hendi, reyndar
svo að eftir var tekið. Hún var
jafnframt ráðstefnutúlkur og
naut ég þess að vinna með
henni.
Við brottför góðs vinar hellast
minningarbrot gjarnan yfir
mann eins og myndskeið. Ég sé
Renötu og Örn á heimilinu,
einnig að Barðastöðum rétt við
brimölduna á Snæfellsnesi, Re-
nötu með skemmtilegan, stund-
um skringilegan hatt á höfði, í
starfi og leik. Ég mun sakna
vinkonu minnar, Renötu Er-
lendsson.
Við Þorsteinn Ingi vottum
Erni og öðrum aðstandendum
innilega samúð okkar og biðjum
þeim Guðs blessunar.
Ellen Ingvadóttir.
Renata
Erlendsdóttir