Morgunblaðið - 11.09.2015, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015
mikið en minningarnar munu
ylja okkur það sem eftir er.
Elsku Bryndís, Arnar, Birgir
og Eva. Tengdabörn og barna-
börn.
Megi allir góðir vættir fylgja
ykkur og hugga á erfiðum tímum
framundan þegar söknuðurinn
verður sárastur, við munum gera
okkar besta til að fylgjast með
ykkur og umvefja með sama
kærleika og Gísli gaf okkur öll-
um.
Eiríkur og Margrét.
„Hæ, ég heiti Gíttli“ – fannst
mér hann segja þegar ég hitti
hann í fyrsta sinn fyrir um fjór-
um áratugum. Vissi ekki að hann
var svolítið smámæltur og að
hann heyrði heldur ekki vel. En,
á þessum fjórum áratugum sem
við höfum þekkst þá hef ég ekki
þekkt mann sem að er jafn hrein-
skilinn, hjartahlýr – já og góður
maður eins og hann Gísli vinur
minn var. Alltaf boðinn og búinn
til þess að hjálpa og veita góð
ráð, gefa þær bestu uppskriftir
að mat sem hugsast getur og
vera einn minn besti vinur síðan
þá.
Gísli og Bryndís pössuðu oft
dætur okkar Kristínar þegar
þær voru litlar er við fórum til út-
landa en Kristín og Bryndís
kynntust í Versló og hafa verið
bestu vinkonur í næstum hálfa
öld.
Gísli útbjó mat í brúðkaup
okkar Kristínar og sá m.a um að
síðasta saumaklúbbsboð heima
hjá okkur hjónum í janúar sl.
væri nú samkvæmt stöðlum Club
des Chefs des Chefs, en það eru
alþjóðleg samtök matreiðslu-
meistara, forseta og konunga í
heiminum. Gísli var fyrsti Íslend-
ingurinn sem öðlaðist þann heið-
ur og sá eini sem hefur farið víða
erlendis sem fulltrúi Íslands og
matreitt íslenskan mat ofan í fjöl-
marga þjóðhöfðingja. Forseta-
kokkur frú Vigdísar Finnboga-
dóttur alla hennar forsetatíð.
Við höfum spilað bridge ásamt
góðum vinum í aldarþriðjung,
fyrst vikulega en hin seinni ár á
tveggja vikna fresti. Er hans nú
sárt saknað því hann var djarfur
og skemmtilegur spilari sem stóð
oftar en ekki sínar djörfu sagnir.
Við hjónin höfum farið með
Bryndísi og Gísla í ótalmörg
ferðalög, bæði innanlands og ut-
an – og til annarra heimsálfa.
Ferðalög sem eru okkur Kristínu
ógleymanleg enda þau hjón ein-
staklega þægilegir ferðafélagar.
Gísli þekkti marga kónga- og for-
setakokka sem gáfu honum góð
ráð hvert við ættum að fara að
borða og því var oftar en ekki
farið á staði sem okkur hefði ekki
staðið til boða eða dottið til hugar
að fara á.
En þó það sé dásamlegt að
hafa fengið að njóta alls kyns
„konunglegra“ kræsinga með
honum þá var hann þó líka maður
einfaldrar matargerðar. Eitt sinn
er við hjón vorum í Róm fórum
við Gísli tveir út að borða í há-
deginu á pínulítið veitingahús
sem var bara með þremur litlum
borðum og ein „mamma“ sá um
matinn. Gísli sagði oft að hann
hefði sjaldan fengið jafngóðan
mat og við fengum þá… svona
ekta ítalskan einfaldan „mömmu-
mat“.
Gísli hafði mikla og góða
kímnigáfu og aldrei sá ég hann í
leiðu skapi. Hann var einstaklega
snöggur að öllu sem hann gerði
og alltaf til í að vera með í prakk-
arastrikum, svo fremi sem þau
kæmu ekki illa við aðra.
Er hann veiktist í lok janúar
sl. þá tók hann veikindum sínum
af einstöku æðruleysi og lauk öll-
um þeim verkefnum sem honum
fannst hann eiga eftir. Góða
skapið og skopskynið voru líka til
staðar fram á síðasta dag.
Það hafa verið mikil forrétt-
indi og heiður fyrir okkur Krist-
ínu að eiga Gísla að vini. Við vott-
um Bryndísi, Arnari, Birgi, Evu
og fjölskyldum þeirra okkar inni-
legustu samúð og megi góður
Guð styrkja ykkur og blessa í
ykkar miklu sorg.
Knútur Signarsson
og Kristín Waage.
Gísli vinur minn er látinn.
Mínar fyrstu minningar af hon-
um hef ég úr æsku. Við ólumst
upp á Ásvallagötunni þar sem all-
ir krakkar léku sér úti eins og þá
tíðkaðist. Gísli var prakkarinn í
götunni og ein fyrsta minning
mín um Gísla frá Ásvallagötunni
er þegar hann tók hlaupahjólið
okkar Maju systur. Þetta var ég
hreint ekki ánægð með, fór auð-
vitað inn til mömmu og kjaftaði
frá. Mamma huggaði mig og
sagði að Gísli ætti ekkert hlaupa-
hjól, ég ætti bara að segja að
hann mætti fá það lánað öðru
hvoru. Þessa sögu rifja ég oft
upp með ömmustelpunni minni,
hún vill heyra hana aftur og aft-
ur, og þannig lifir minningin
áfram. Þegar ég flutti úr Vest-
urbænum slitnaði samband okk-
ar Gísla um tíma.
Einhverjum árum seinna vildi
svo til að við Bryndís vinkona
mín vorum saman á ferð, og hún
kynnist þá Gísla. Hann var enn
sami prakkarinn og í fullum gír.
Þá byrjaði okkar vinskapur fyrir
alvöru sem aldrei hefur rofnað.
Bryndís og Gísli fluttu saman til
Kaupmannahafnar og bjuggu
þar um tíma. Þau bjuggu í
Præstøgade og ég var í næstu
götu hjá afa og ömmu á sumrin.
Mikið var um gesti á heimili Gísla
og Bryndísar. Ég kom daglega,
það var svo gaman að koma í
heimsókn og alltaf var tekið vel á
móti mér. Gott andrúmsloft, fjör
og mikið var grínast og hlegið.
Seinna flutti ég til Kaup-
mannahafnar og Bryndís og Gísli
heimsóttu okkur Allan oft, bæði í
Eskildsgade og á Hvalsøvej.
Margar yndislegar stundir höf-
um við átt saman þar. Gísli eldaði
hjá okkur, eldhúsið var eins og
sprengja á meðan á eldamennsk-
unni stóð, en þegar henni var lok-
ið var eldhúsið eins og eftir jóla-
hreingerningu. Allan og Gísli
voru oft saman í eldhúsinu og
kenndi hann Allan margar kok-
kakúnstir. Gísli var ófeiminn og
blátt áfram, vantaði hann orð í
dönskunni skáldaði hann þau
sjálfur, t.d. varð gervihnöttur að
„forloren måne“.
Mínar síðustu minningar með
Gísla voru þegar ég var heima í
sumar.
Ég heimsótti Bryndísi og
Gísla á Sólvallagötuna, sat á
rúmstokknum hjá honum og við
ræddum um heima og geima.
Gerðum grín að dönsku stjórn-
málunum, Henrik drottningar-
prins og töluðum um slifsatísku
Dana í gamla daga. Gísli talaði
líka um sín veikindi, hvernig
hann hefði það þann daginn.
Þrátt fyrir vanlíðan gat hann
grínast og prakkarast eins og
alltaf. Ég er þakklát fyrir að eiga
góðar og skemmtilegar minning-
ar um góðan og tryggan vin.
Elsku Bryndís, börn, tengda-
börn og barnabörn, við Allan
vottum ykkur innilega samúð,
megi Guð styrkja ykkur í sorg
ykkar.
Eva Jörgensen.
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær,
Allt sem þú hugsar í hljóði,
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði,
sakleysi, fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson.)
Við hjónin kynntumst Gísla og
Bryndísi er við vorum saman
frumbyggjar á sömu hæð í stiga-
húsi í Kópavogi fyrir tæpum 40
árum. Þegar verið var að vinna í
húsinu kom Gísli fram á gang í
hvítum slopp, var strax ályktað
að þarna væri læknir á ferð, en í
ljós kom að þarna var frábær
kokkur í hvítum slopp, síðar höf-
um við oft hlegið að þessu. Við
bundumst vináttuböndum sem
hafa enst og styrkst með hverju
ári og verið dýrmæt. Okkur var
snemma boðið yfir ganginn í mat
og við gleymum aldrei bragðinu
af nautasteikinni sem Gísli fram-
reiddi. Var það ekki síðasta og
eina boðið sem við nutum með
þeim. Fljótlega kom í ljós að eig-
inkonurnar áttu sama afmælis-
dag sem varð til þess að við fögn-
uðum stóru dögunum okkar oft
saman. Þegar við buðum þeim í
mat í fyrsta skipti var ekki laust
við að við hefðum smá áhyggjur
hvernig Gísla fyndist maturinn,
þeim áhyggjum eyddi hann strax
á sinn ljúfa hátt, og mörg heil-
ræðin sem hann gaf eru enn vel
nýtt.
Við gátum endalaust spjallað,
um lífið, ferðalög, tónlist, Bítl-
ana, Olsen-bræður, bækur, börn-
in okkar, einnig um mat og góðir
brandarar sjaldan langt undan,
aldrei skorti umræðuefni.
Gísli var einstaklega hlýr, átti
auðvelt með að faðma og tjá
væntumþykju, stutt í bros og
hress, en jafnframt auðmjúkur,
fannst alltaf eins og hann gæti
gert enn betur og fús að játa það.
Hann var ekki bara frábær kokk-
ur, einnig skák- og bridgemaður
og handlaginn eins og kom í ljós í
bústað þeirra á Þingvöllum.
Hann var bóngóður og tilbúin að
gera öðrum greiða og fengum við
að njóta þess. Þegar við hugsum
til Gísla þá er Bryndís þar, þau
voru samhent hjón og er hennar
missir mikill. Við erum þakklát
fyrir allar góðu samverustund-
irnar og vináttuna öll árin, Gísla
verður saknað.
Margt breyttist síðustu tvo
mánuði, en aldrei þraut umræðu-
efni er Gísli tókst á við erfiðar að-
stæður með einstöku æðruleysi
með Bryndísi sem klett sér við
hlið.
Því ég er þess fullviss að hvorki dauði
né líf, englar né tignir…hæð né dýpt,
né nokkuð annað skapað, muni geta
gjört oss viðskila við kærleika Guðs,
sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.
(Rómverjabréfið 8:38-39.)
Bryndís mín, við biðjum Guð
að blessa þig og fjölskyldu þína á
þessum erfiða tíma.
Rósa og Ragnar (Raggi).
Með því dýrmætasta í þessu
lífi er að eiga góða vini. Þegar
þeir kveðja finnur maður hve
„Enginn veit hvað átt hefur fyrr
en misst hefur“ er rétt. Allt of
fljótt þarf ég nú að kveðja mjög
góðan vin minn til fjölda ára,
Gísla Thoroddsen.
Það má eiginlega segja að ég
hafi ekki kynnst honum Gísla al-
mennilega fyrr en sumarið 1973,
þegar þau Bryndís bjuggu á
Præstøgade í Kaupmannahöfn.
Bryndísi hafði ég reyndar þekkt
allt frá gagnfræðaskólaárunum.
Þetta sumarið starfaði ég sem
„snoremand“ í brugghúsi Tuborg
og þá fyrst og fremst á nætur-
vöktum. Ég var auðvitað eins og
hálfgerð húsrotta hjá þessum
elskulegu vinahjónum mínum og
þegar Gísli var ekki á vakt í Tí-
voli, Sheraton eða á Grand, átt-
um við tveir okkar tíma saman.
Sátum saman og spjölluðum í
stofunni á Prestó, hlustuðum á
tónlist, skelltum okkur í göngu-
túra um nágrennið, settumst
jafnvel inn á hverfiskrána eða
smelltum okkur í baðhúsið, en
þar lærði ég af vini mínum
hversu gott það er að láta sig
vaða ofan í ískalda potta! „Hann
er eins og bjölluhnappur!“ sagði
Gísli við mig hlæjandi um leið og
hann leit niður.
Árin líða hratt og gamli
vinahópurinn, sem í raun varð til
á unglingsárum okkar Bryndís-
ar, hefur átt saman mjög margar
skemmtilegar stundir. Sumarbú-
staðaferðirnar þegar börnin voru
lítil voru á hverju sumri til að
byrja með. Gísli var auðvitað yf-
irkokkur og þvílíkur veislumatur,
sem hann bauð okkur alltaf upp
á! Ógleymanleg og ómissandi
voru og eru árvissu búninga-
partýin okkar í janúar, þar sem
alltaf hefur verið fundið upp á
nýju þema á hverju ári, en þau
fara að nálgast 40. Þar hafa Gísli
og Bryndís alltaf verið til í tuskið,
m.a.s. var einu sinni sólarlanda-
ferð í funheitu húsinu þeirra í
stórhríð um hávetur. Þetta hafa
verið frábær boð og Gísli var þar
hrókur alls fagnaðar með sína
ómissandi og óborganlegu
brandara.
Fyrir fjölmörgum árum varð
mannaskortur í spilaklúbbnum
mínum og ég stakk upp á Gísla
sem fjórða manni – vissi svo sem
ekkert hvernig spilamaður hann
væri – en allavega væri um
skemmtilegan náunga að ræða.
Gísli var auðvitað samþykktur
inn í klúbbinn og höfum við spil-
að saman brids í tæplega fjörutíu
ár. Ýmislegt hefur verið brallað
og m.a. tókum við okkur til eitt
árið og skelltum okkur til Río de
Janeiro.
Skemmtileg ferð fyrir hópinn,
sem endaði þó síðasta kvöldið
með því að við Gísli lágum hvor á
sínu hótelherberginu með sól-
sting, en eiginkonurnar fóru á
flakk á meðan.
Alla tíð hefur verið mjög gott
að leita til Gísla. Hann var ráða-
góður og vildi alltaf allt fyrir alla
gera. Það var sko ekki komið að
tómum kofanum, þegar mann
vantaði aðstoð varðandi matar-
gerð eða veisluhöld. „Hvað get
ég gert fyrir þig, Bjössi minn?“
eða „Hvað þarftu borðbúnað fyr-
ir marga?“
Við Begga erum Gísla ævin-
lega þakklát fyrir að hafa verið
aldeilis frábær vinur í gegnum
árin. Við sendum Bryndísi,
Arnari Eggerti, Birgi Erni, Evu
Engilráð og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur vegna
fráfalls yndislegs drengs og biðj-
um góðan guð að styrkja þau í
sorg sinni.
Björn og Bergþóra.
Mér langar að minnast æsku-
vinar með fáeinum orðum. Við
Gísli ólumst upp saman frá barn-
æsku á Ásvallagötunni. Á þess-
um uppvaxtarárum var mikið
brallað, enda miklir orkuboltar
og grallarar og fulleinbeittir í að
lifa lífinu. Svo gerist það að ég
flyt inn á Sundlaugaveg en við
Gísli héldum ávallt vinskapnum.
Síðan flyt ég aftur í Vesturbæ-
inn, nánar á Sólvallagötu, og var
bara eitt grindverk á milli okkar.
Það var sko enginn hindrun fyrir
fríska stráka.
Síðan lá leiðin í Gaggó Vest og
þar bættust fleiri í hópinn á þess-
um árum og var töffaraskapur-
inn að byrja. Að lokum fórum við
allir saman niður í Vonarstræti
þar sem landspróf var til húsa.
Strax eftir þá skólagöngu fór ég
til náms í Danmörku og fóru
nokkur bréfaskriftir á milli okkar
á meðan ég var þar.
Þegar heim var komið gliðnaði
svolítið á milli okkar eins og ger-
ist og gengur, þá var hitt kynið
komið inn í líf okkar.
Okkar vinskapur entist alla
ævi og er ég mjög þakklátur fyrir
að hafa heimsótt hann á líknar-
deild og hafa fengið að faðma
hann innilega þessa síðustu daga
sem hann átti eftir ólifaða. Ég vill
votta Bryndísi, ásamt börnum og
barnabörnum, innilega samúð,
ásamt þeim bræðrum, Berki og
Ragnari. Blessuð sé minning
Gísla.
Gunnar Guðjónsson.
Fallinn er nú frá mikill skör-
ungur og meistari. Gísli var mik-
ill karakter í markmiðum sínum.
Hann stóð fremur við rætur
fjallsins og horfði upp á tindinn,
fremur en niður. Hann stefndi
alltaf á toppinn, var eldhugi að
eðlisfari, fjölhæfur og hafði þörf
fyrir fjölbreytni, hafði sérstakan
áhuga fyrir verkefnum sem víkk-
uðu sjóndeildarhringinn, sóttist
ætíð eftir þekkingu og nýjum
áskorunum. Að upplagi var hann
alla jafna fordómalaus, hress og
frjálslyndur. Hann var fram-
kvæmdamaður og „pælari“ að
eðlisfari. Kyrrstaða og langvar-
andi hangs yfir sama verkefninu
var ekki í hans anda. Hann þurfti
sitt pláss.
Þeir voru ekki margir mánuð-
irnir sem það tók meinið að fella
þennan öðling. Það var um síð-
ustu áramót sem hann greindist
fyrst. Þá tóku við rannsóknir og
aðgerðir sem tóku töluvert á.
Það var í 29. júní sl. að ég
droppa inn í Perluna og hitti
Gísla. Hann hafði á orði að þetta
væri næstsíðasti dagur hans í
vinnunni að sinni.
Ég segi við hann, að hann
skuli bara skella sér í sumarbú-
staðinn og slaka á og hvílast. Það
er síðan 2. júlí að Gísli hringir í
mig úr sumarbústaðnum og seg-
ir: „Raggi, ég ætla að segja þér
fréttirnar, og góðu fréttirnar
fyrst. Krabbameinið í lungunum
er horfið, en hin fréttin er, að
eitthvað fundu þeir í lifrinni. Við
vonum bara það besta.“ Eftir að-
eins fimm daga hringir Bryndís í
mig og tilkynnir mér að hann hafi
veikst hastarlega og verið fluttur
á Landspítala. Síðan hrakaði
heilsu hans stöðugt .
Við Gísli störfuðum saman um
12 ára skeið í prófnefnd mat-
reiðslumanna og síðustu tvö ár
höfum við verið í mjög nánu sam-
starfi með þátt á Útvarpi Sögu
með Arnþrúði Karlsdóttur. Gísli
varð þess heiðurs aðnjótandi að
verða sæmdur heiðursmerki fyr-
ir störf sín sem matreiðslu-
meistari forsetaembættisins í tíð
frú Vigdísar Finnbogadóttur.
Síðastliðin ár höfum við brallað
ýmislegt og haft gaman af. Það
var á þeim stundum sem ég
skynjaði hvaða mann Gísli hafðir
að geyma. Hann var vel inni í öll-
um málum matreiðslunnar. Ef
eitthvað var ekki alveg á hreinu
þá bara sagði hann: „Við bara
gúglum þetta.“ Okkar samskipti
hafa snúist í raun um mat og ekk-
ert nema mat. Hann elskaði t.d.
orly-fisk og Vínarsnitsel. Það var
líka ógleymanleg stund sem við
áttum þegar eldri klúbbmeistar-
ar komu saman í Laugaási.
Við Gísli áttum það sameigin-
legt að okkur þótti mjög vænt um
íslenska lambið. Við vorum ekki
sáttir með meðferðina á þessu
frábæra hráefni fyrir og við
slátrun. Það var nú verkefni sem
langt í frá var búið og voru áform
um að halda áfram í haust. Ég
veit og er viss um að stuðningur
Gísla verður mér til handa að
fylgja því verkefni eftir, þótt úr
annarri átt verði, en ætlað var.
Eitt var það þó sem eftir var og
hafði ekki verið komið í verk hjá
okkur Gísla, en það var að við
snæddum saman ekta „ömmu kó-
tilettur“ með kartöflum, Ora
baunum, rauðkáli og Gísla spes
sósu með. Því ætla ég að biðja
Gísla hér með, að hann hafi þetta
klárt og tilbúið þegar við hitt-
umst næst. Kæri vinur,
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Ragnar (Raggi) og fjölskylda.
Eins og sést, eins og sést, eins og sést
þá er ég alinn upp í Gaggó-Vest.
Gaggó-Vest, Gaggó-Vest,
gaf mér allt sem reyndist svo best.
Þessar ljóðlínur Ólafs Hauks
Símonarsonar eiga einkar vel við
nú þegar við félagarnir úr Gaggó
Vest kveðjum vin okkar Gísla
Thoroddsen. Gísli er sá fyrsti
sem fer yfir móðuna miklu úr
þéttum hópi vina sem myndaðist
á Gaggó Vest árunum, fyrir
hálfri öld, og haldið hefur góðu
sambandi síðan. Á þessum tíma
var allt að gerast, Bítlarnir og
Rolling Stones að ná heimsyfir-
ráðum í tónlistinni og námið varð
á tímabili algert aukaatriði eins
og sést;
Segðu mér hvaða ár hengdu þeir
Krist?
Í hvaða bandi spilar Frans þessi Liszt?
Einn týndi bókinni annar gleymdi að
lesa.
Af hverju kallar hann okkur lúsablesa?
Ekki vafðist það fyrir Gísla
hvor hljómsveitin væri betri.
Gísli var gegnheill aðdáandi Bítl-
ana alla tíð. Ótal minningar koma
upp í hugann um ljúfan, góðan og
fórnfúsan vin. Það var alltaf til-
hlökkun að koma þar sem Gísli
var. Hann gat sagt brandara
endalaust, var fullur af krafti og
elju og hrókur alls fagnaðar, allt-
af. Gísli skilur eftir sig stórt
skarð. Hann var vinur vina sinna
og sá alltaf jákvæða hlið á hverju
máli.
Gísli var með eindæmum gjaf-
mildur, við vinirnir fengum að
kynnast því. Gjafmildin lýsti sér
vel í því að ekki mátti hann ganga
framhjá betlara án þess að ónáða
hann með peningagjöf. Jafnvel
þegar hann vissi að endalokin
væru í nánd var hann samur við
sig og veitti vinum sínum innsýn
inn í hugarheim þess sem er að
kveðja á einstakan hátt.
Vinahópurinn frá unglingsár-
unum hefur brallað margt saman
í gegnum árin. Hluti af hópnum
myndaði Skákklúbb fyrir 40 ár-
um, sem síðan hefur hist aðra
hverja viku. Seinasti Skákklúbb-
urinn sem Gísli stóð fyrir verður
lengi í minningunni, en hann var
haldinn á líknardeild Landsspít-
alans.
Klúbburinn, ásamt mökum,
hefur ferðast víða um lönd. Þar
var Gísli, að sjálfssögðu, fremst-
ur í flokki við val veitingastaða.
Þegar fréttist að í hópnum væri
Gísli Thoroddsen, félagi í hinum
virtu samtökum Club des Chefs
des Chefs, var stjanað við hópinn
líkt og þjóðhöfðingi væri þar á
ferð.
Gísli var líka ein aðalsprautan
í Trivial Pursuit-hópnum sem
hefur í mörg ár spilað nokkrum
sinnum á ári ásamt mökum. Þar
var hann á heimavelli, því Gísli
var margfróður og átti oft svör
við undarlegustu spurningum.
Inntur eftir því hvernig hann
vissi svarið sagði hann gjarnan
„Ég las þetta fyrir löngu“. Síðan
kom ítarlegri frásögn sem tengd-
ist svarinu og bætti síðan jafnan
við „annars veit ég ekkert um
þetta“. Það væri hægt að halda
lengi áfram og við úr Gaggó Vest
munum sárt sakna Gísla.
Við vinirnir munum með tím-
anum tínast um borð í gula kaf-
bátinn, einn af öðrum, þar sem
Gísli mun vafalítið verða í sömu
stöðu og faðir hans var – skip-
herrann.
Bergþór, Eiríkur,
Gilbert, Sigurður Heimir,
Snorri og Úlfar.
Gísli Thoroddsen matreiðslu-
meistari er látinn, langt fyrir ald-
ur fram. Gísli Thor var einn virt-
asti og besti matreiðslumeistari
okkar Íslendinga. Hann var haf-
sjór af fróðleik um allt sem mat-
reiðslu varðaði og deildi þeirri
þekkingu til allra matreiðslu-
manna sem leituðu til hans, þá
sér í lagi matreiðslunema sem
Gísli hafði á sínum snærum. Gísli
útskrifaði á annað hundrað mat-
reiðslunema og það er klárt að
þeir nemar hafa svo sannarlega
farið með mikla þekkingu út á
vinnumarkaðinn eftir lærdóm
sinn hjá honum. Gísli var félagi í
Klúbbi matreiðslumeistara og
tók þátt í keppnum á vegum
klúbbsins hér á árum áður og var
einn af brautryðjendum á því
sviði.
Gísli tók hin síðari ár virkan
þátt í starfi Klúbbsins og mætti
vel á fundi og hafði alltaf eitthvað
fram að færa matreiðslunni til
framdráttar.
SJÁ SÍÐU 28