Morgunblaðið - 11.09.2015, Side 26

Morgunblaðið - 11.09.2015, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015 ✝ Gísli Thorodd-sen fæddist í Reykjavík 6. des- ember 1949. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi, 2. sept- ember 2015. Foreldrar Gísla voru þau Oddur Birgir Thoroddsen, skipstjóri, f. 10. október 1911, d. 2. janúar 1969, og Hrefna Gísla- dóttir Thoroddsen, húsfreyja og félagsmálafrömuður, f. 4. júní 1918, d. 13. maí 2000. Árið 1972 kvæntist Gísli Bryndísi Þor- björgu Hannah, f. 28. maí 1950. Foreldrar hennar voru þau Sig- urbjörg Guðmundsdóttir Hann- ah, f. 11. ágúst 1922, d. 18. júlí 1996, og Georg Eggert Hannah, úrsmíðameistari, f. 5. apríl 1916, d. 21. júní 1986. Bræður Gísla eru Börkur Thoroddsen, tannlæknir, f. 30 janúar 1942, og Ragnar Stefán Thoroddsen, húsgagnameistari, f. 17. desem- ber 1943. Gísli og Bryndís eign- uðust þrjú börn: 1) Arnar Egg- ert Thoroddsen, f. 18. febrúar 1974, kvæntur Móheiði Hlíf Geirlaugsdóttur, f. 17. mars 1976. Dætur þeirra eru Ísold Thoroddsen, f. 2. janúar 2005 og fór hann utan í matreiðslu- keppnir og vann til fjölda verð- launa og átti síðar eftir að þjálfa nemalandslið Íslands. Hann út- skrifaði og leiðbeindi hundr- uðum matreiðslunema og var sveinsprófsdómari á árunum 1984-1996. Gísli sinnti matreiðslu- störfum í opinberum veislum fyrir frú Vigdísi Finn- bogadóttur forseta í tólf ár og sem slíkur eldaði hann ofan í fjölda þjóðhöfðingja um allan heim. Hann var meðlimur í Club des Chefs des Chefs (Alþjóðleg samtök matreiðslumanna þjóð- höfðingja), í Klúbbi mat- reiðslumeistara og í Félagi mat- reiðslumanna og sinnti hann ýmsum félags- og ábyrgðar- störfum á þeim vettvangi. Hann fór sem gestakokkur hjá Cun- ard-skipafélaginu í ferð árið 1996 og kynnti sér mat- reiðsluhætti í skólum og á hót- elum í Grænlandi í þremur ferð- um þangað. Uppskriftir eftir Gísla hafa þá birst í Gestgjaf- anum. Gísli var skáti á yngri ár- um og studdi við starf þeirra alla tíð. Hann var mikill áhuga- maður um bridge og skák og sinnti þeim áhugamálum í gegn- um klúbba sem hann og æsku- félagar hans stofnuðu til á tví- tugsaldri. Útför Gísla fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 11. september 2105, kl. 13. Karólína Thorodd- sen, f. 19. desember 2006. 2) Curver Thoroddsen, f. 1. febrúar 1976, sonur hans og Ragnheið- ar Gestsdóttur, f. 19. ágúst 1975, er Hrafnkell Tími Thoroddsen, f. 9. maí 2008. 3) Eva Engilráð Thorodd- sen, f. 27. ágúst 1981, gift Friðriki Hjörleifssyni, f. 30. júní 1979. Börn þeirra eru Sunna Thoroddsen Friðriks- dóttir, f. 26. október 2004, og Reginn Thoroddsen Frið- riksson, f. 27. janúar 2007. Gísli ólst upp á Ásvallagöt- unni í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann lauk námi í matreiðslu ár- ið 1971 á veitingahúsinu Brauðbæ og sótti sér síðan starfsreynslu til Danmerkur í tvö ár, vann m.a á Balkonen í Tívolí, Sheraton, Grand Hótel og Hótel Codan. Er heim kom varð hann fljótlega yfirmat- reiðslumaður á Brauðbæ sem seinna varð Hótel Óðinsvé. Árið 1991 hóf hann veitingarekstur í Perlunni ásamt öðrum og sinnti þeim starfa fram á vor á þessu ári, eða á meðan heilsan leyfði. Á áttunda og níunda áratugnum Þegar ég fletti Morgunblaðinu daginn eftir að faðir minn lést og horfði á andlátsfréttina – frétt sem ég skrifaði sjálfur – fór um mig óraunveruleikatilfinning. Það var eins og ég væri að horfa framan í sjálfan mig. Og fyrir of- an myndina stóð „Andlát“ en ekki „Gefur út matreiðslubók“. Það að pabbi sé farinn er eitt- hvað sem ég er enn að melta. Samband okkar pabba gat verið erfitt og ég vissi aldrei al- mennilega af hverju. Við vorum eins og tveir bitar í púsluspili sem ekki er hægt að troða sam- an. Einkennileg spenna sem virt- ist bara vera þarna. Það er þó sennilega réttara að við vorum einfaldlega of líkir til að ná al- mennilega saman. Ég er ekki að segja neinar fréttir hérna, að mörgu leyti var þetta klassískt samband föður og elsta sonar og þetta var eitthvað sem við háðum okkar á milli. Að öðru leyti sinnti pabbi okkur öllum af ræktar- skap, ól fyrir okkur önn, hjálpaði eins og hann gat, lék með okkur í Lego, horfði með okkur á Rambo og mætti á fótboltaleikina. Pabbi var góður drengur og hljóp undir bagga hjá manni á margvíslega vegu. En ég þurfti eitthvað meira; eitthvað sem mér fannst ég aldrei fá, eitthvað sem mér fannst hann ekki geta gefið. Þetta truflaði mig. Þegar dró að ævilokum gerð- ust hlutir á milli okkar sem hafa sett þetta allt saman í nýtt ljós. Við hittumst oft á Líknardeild- inni og ég fann að eitthvað var breytt. Mér leið vel og við áttum áður óþekktar, spennulausar stundir sem ég naut. Einn dag- inn vorum við í einrúmi og pabbi tók sig til – algerlega að eigin frumkvæði – og gerði upp allt það sem hafði íþyngt okkur í gegnum tíðina með nokkrum setningum. Hann gerði þetta af slíkri reisn, heiðarleika, einurð og ást að öll sú gremja sem ég enn ríghélt í gufaði upp á tveim- ur nanósekúndum. Sjálfur var ég, til allrar hamingju, kominn á þannig stað þroskalega að ég gat tekið fullkomlega á móti þessu. Púsluspilin smullu allt í einu saman. Og ég skildi hluti sem ég hafði aldrei skilið áður. Ég sagði honum í framhaldinu að ég væri viðkvæmur og næm- ur. Þannig úr garði gerður að ég þyrfti mikið af ást og mikla at- hygli. „Ég veit það,“ sagði hann þá. „Ég bara kunni þetta ekki.“ Við vorum báðir tárvotir og hann hélt utan um báðar hendurnar mínar, horfði djúpt í augun á mér, andlitin snertust næstum því. „En þó að ég hafi ekki getað sýnt þetta þá er þetta allt þarna inni.“ Síðasta kvöldið sem hann lifði heimsóttum við hann öll, börnin og barnabörnin. Hann var enn með rænu og gaf allt sem hann átti í þessar síðustu stundir. Ég var einn með honum í smástund, teygði mig að honum og faðmaði fast, en faðmlögin hans voru þéttari og lengri þessa síðustu daga. Og hann hvíslaði þá í eyrað mitt þessi orð sem við þráum öll að heyra: „Ég elska þig.“ Sum setja upp falskt bros. Sum alls ekki. Og sum gátu aldrei sagt þér, að ástin var svo rík og sönn. (Eitzel, M. 1988.) Ég elska þig. Þinn, Arnar. Okkur langar til að minnast Gísla frænda, yngsta bróður pabba okkar. Skemmtilegri mann var varla hægt að finna. Hann var alltaf með bros á vör og ljúfmennskan geislaði af honum. Hann var mikill húmoristi sem hafði alveg einstaka sýn á lífið. Við eigum öll mjög góðar minn- ingar af því þegar við fórum í heimsókn til Bryndísar og Gísla í Fjarðarásinn og síðar á Sólvalla- götuna. Það var alltaf svo góður andi í kringum þau og gott að vera í návist þeirra. Ekki spillti maturinn fyrir í heimsóknunum, en Gísli var náttúrulega frábær kokkur. Gísli gekk alltaf strax í málin og var alltaf boðinn og bú- inn til að hjálpa. Einu sinni var verið að undirbúa jólamatinn og var hann spurður ráða um hvar maður fengi hreindýr var svarið: „Ég renni við hjá ykkur með al- mennilegt kjöt, það er tómt drasl í búðunum“. Hálftíma síðar var Gísli mættur heim með dýrindishreindýrasteik. Þegar pabbi var að missa vitið við sam- setningu á gasgrilli mætti Gísli og reddaði málunum, hann skírði dúkkur Hrefnu og Hörpu og gerði það svo listavel að við héld- um að hann væri líka prestur, hann kenndi okkur líka að gera krans úr blómum og reddaði sumarvinnu ef þurfti. Gísli og Bryndís hafa verið dugleg að ferðast og meðal annars heimsótt Völu og Birgi þar sem þau bjuggu í Bandaríkjunum. Allar þessar minningar eru ljóslifandi og munu alltaf ylja okkur. Þau hjónin voru mjög samrýnd og samband þeirra hjóna mjög fallegt. Þegar Gísli var orðinn mjög veikur og var að segja sögur, þá tók Bryndís við sögunni sem hann var að segja þegar hann var orðinn þreyttur í röddinni. Það fannst okkur svo fallegt og lýsandi fyrir þau. Hann sýndi ótrúlegt æðruleysi í veik- indum sínum og lét þau ekki stoppa sig í að segja sögur og brandara. Elsku Bryndís, það er aðdáun- arvert að fylgjast með því hvað þú ert búin að standa þig vel í þessu erfiða ferli. Mikið var Gísli lánssamur að eiga þig að og að sama skapi þú að hafa átt hann að. Elsku Bryndís, Arnar, Cur- ver og Eva, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Minning um einstakan gleði- gjafa lifir. Birgir, Vala, Hrefna og Harpa. Látinn er Gísli Thoroddsen, samstarfsmaður og vinur okkar til margra ára. Fráfall hans var ótímabært og mikil sorg kveðin að fjölskyldu hans. Það er margs að minnast, margar góðar stund- ir við leik og störf á langri sam- ferð og minning Gísla mun lifa með ástvinum hans og vinum. Eins og hendi sé veifað er leik- sviðinu skipað upp á nýtt, nú með öðrum leikurum, samt sama leik- ritið og leikstjórinn en allt leik- sviðið breytt. Við minnumst hve gaman var að uppskera og starfa með Gísla, fá að upplifa fölskvalausa lífs- gleði hans og margbreytileika. Gísli var yfirleitt maður dagsins, hann var mjög opinskár í skoð- unum, innilegur og góðgjarn, enda vinamargur og vinsæll. Lífsskoðanir Gísla voru einfald- ar, þar fór maður sem kallaði ekki allt ömmu sína,Gísli þorði nefnilega að vera heiðarlega ein- lægur. Hann var vel að sér um matreiðslu og hefði etv. mátt kalla hann „fag-idiot“ eða smá- munasaman en Gísli vildi hafa rétt rétt. Þýskur hrísgrjóna- grautur er jú alltaf Riz ĹAllem- ande en ekki Ris a la mandle, sama hvað hver segir. Það stend- ur þannig í dönsku matreiðslu biblíunni. Kynni okkar og samstarf hóf- ust árið 1970, þá var haldið veg- legt afmælisboð SVG í Þjóðleik- húskjallaranum, þar var Gísli starfandi sem matreiðslunemi að láni frá Hressingarskálanum. Þau kynni leiddu af sér óslitið vinnu- og vináttusamband í 45 ár. Fyrst í Brauðbæ og Hótel Óðins- véum og þá í Perlunni, þar sem Gísli starfaði og var við stýrið ásamt Stefáni í slétt 25 ár, eða þar til yfir lauk. Á þessum 45 ár- um brölluðum við margt, það má eiginlega segja að ef okkur skorti verkfærin – þá var byrjað á því að búa þau til svo gengið til verks. Smáar veislur eða stórar ekkert mál – við félagarnir þrír gengum þroskabrautina saman og mættum því sem að hendi bar og leysa þurfti. Við urðum í tím- ans rás Perluvinir og gengumst við við því nafni. Auðvitað verður aldrei komist hjá því að misvindar blási, en alltaf hélt skipið okkar réttum kúrs. Einhverju sinni þótti freist- andi að selja mat „út úr húsi“ í Brauðbæ en Gísli var á annarri skoðun og orðaði það svo að það mætti jú gerast stundum – en ekki alltaf. Við fundum sameig- inlega lausn á málinu og auglýst- um eftirleiðis í Mogganum „sendum stundum heim“ – það gekk ágætlega eftir og vakti kát- ínu manna. Hafsjór er til af sög- um um Gísla, einhver orðaði það hve erfitt væri að hætta að reykja, Gísl kom þar kankvís að og sagði það lítinn vanda; ég veit allt um það, búinn að hætta 29 sinnum og það var ekkert mál. Gísli annaðist fjölmörg trún- aðarstörf á starfsferli sínum, m.a. á vegum ríkisins og embætt- is forseta Íslands varðandi mót- tökur erlendra þjóðhöfðingja. Þá var honum Hótel- og veitinga- skólinn afar hugleikinn, hann starfaði þar í fjölda ára í próf- nefnd og lét gott af sér leiða. Gísli var fremstur meðal jafn- ingja í framvarðasveit íslenskra matreiðslumeistara, sem hófu faglega þáttinn í íslensku veit- ingahúsaflórunni til vegs og virð- ingar á heimsvísu. Afrek sem Ferðaþjónustan hefur lyft sam- eiginlega í atvinnusköpun lands- manna væri ekki til án þeirra sem vildu sífellt gera betur. Þannig var Gísli Thoroddsen að upplagi, bara að nefna það – ekk- ert mál. Þessa setningu hafði hann oft yfir og breytti sjálfur samkvæmt því. Nú í seinni tíð talaði hann um hve gott væri að taka einn dag fyrir í einu og láta það duga. Hann var sannfærður um að þar lægi stór hluti lausnar lífsgát- unnar. Ef maður breytir eins og maður predikar, þá verður allt auðveldara. Skömmu fyrir andlát Gísla ræddum við saman um lífs- gátuna eilífu. Hann var léttur í lund og sáttur við flest, þannig er gott að kveðja. Gísli giftist æskuástinni sinni, Bryndísi Þ. Hannah, Vesturbæj- armey, sem var þar fædd og upp- alin eins og Gísli. Þau áttu þrjú börn, Arnar, Birgi og Evu Engil- ráð, barnabörnin eru orðin fimm og syrgir nú fjölskyldan eigin- mann, föður og afa. Við, ásamt starfsfólki Perlunnar, sendum Bryndísi og fjölskyldunni hug- heilar samúðarkveðjur okkar. Blessuð sé minningin um góðan dreng, Gísla Thoroddsen. Bjarni og Sigrún, Stefán og Elín. „Fastar,“ sagði Gísli þegar við stóðum í lok heimsóknar á líkn- ardeildina fyrir um mánuði og föðmuðumst. „Það er svo hollt að fá gott faðmlag,“ bætti hann við og ég faðmaði hann eins fast og ég gat. Það var ekki fyrr en ég gekk út í sólina að ég skildi að hann hafði verið að kveðja mig í síðasta skipti. Ég kynntist Gísla fyrir um 45 árum. „Hann er alltaf í rauðum sokkum,“ sagði Bryndís vinkona mín þegar hún sagði mér frá stráknum sem hún var orðin hrif- in af. Það kom Rauðsokkahreyf- ingunni ekkert við, heldur var þetta árangursríkt ráð til að koma í veg fyrir að bróðirinn nappaði sokkunum hans. Og hann var kokkur, eins og Bryndís hafði óskað sér að mannsefnið yrði, og eldaði fyrir hana henni rétti eins og á Sælkeranum, sem hún féll fyrir í þá daga, og enn girnilegri krásir. Hann var róm- aður matreiðslumaður, síðast í Perlunni, sem þau hjónin áttu og ráku með fleirum. Vinirnir nutu líka, t.d. í ferðum í Brekkuskóg með börnin okkar lítil, í búninga- boðunum frægu og í bústaðnum þeirra góða, Álfalundi. Gísli sá um grínið, en það var með ólíkindum hvað hann kunni og mundi marga brandara og reytti þá óspart af sér. Glaðværð einkenndi hann alla tíð. Hann var m.a.s. glaður á líknardeildinni. Æðruleysið var allsráðandi og hann benti á að hann væri ekki þrítugur þegar dauðinn blasti við, heldur hafi hann fengið næstum sextíu og sex góð ár. Hann var að skipuleggja jarðar- förina. Engum á að leiðast á með- an beðið verður eftir að athöfnin hefjist, né í henni sjálfri, heldur njóta þess að hlusta á Bítlalög, sem eru okkar kynslóð svo kær. Bryndís og Gísli voru fyrst í vinahópnum til þess að ganga í hjónaband, sem minnir á skiptið þegar Gísli hætti að brosa. Brúð- kaupið var 1. apríl og brúðurin ekki komin klukkan kortér yfir tilsettan tíma. Það fór líka um gestina. En Bryndís skilaði sér. Hún hafði gleymt brúðarvendin- um og Gísli brosti á ný og brosti svo áfram með henni í á fimmta áratug. Nær tveimur árum síðar urðu þau fyrst okkar til að eignast barn, en fyrst létu þau draum rætast og bjuggu í Kaupmanna- höfn þar sem Gísli vann í Tívolí og á nokkrum hótelum. Á Præstögade var gestrisnin í há- vegum og margir fengu að gista, m.a. undirrituð. Börnin urðu þrjú, öll foreldr- unum til gleði. Þar á listin ríkan þátt; mynd- og tónlist og gaman að minnast uppákomanna þegar öll fjölskyldan, grafalvarleg á svip, blæs í, strýkur og/eða hamrar á hljóðfæri sem ekkert þeirra kann þó á. Allt er tekið upp og sýnt á listsýningum yngri sonarins. Nú síðast „spiluðu“ þau í garð- inum fyrir framan líknardeildina. Húmorinn var enn til staðar og hefur erfst til næstu kynslóðar. Enn eru þau fyrst okkar vin- anna, Gísli að kveðja og Bryndís þar með að verða ekkja. Við hin verðum að muna að njóta hvers dags sem við fáum og ættum öll að læra af jákvæðni og stillingu Gísla þegar á bjátar. Ég bið Guð að taka öðlingnum Gísla Thor- oddsen opnum örmum í ríki sitt. Megi hann líka umvefja, vernda og styrkja Bryndísi, Arnar, Cur- ver, Evu og barnabörnin fimm. Fari kær vinur í friði og hafi þökk fyrir góða samfylgd. Helga Möller. Ég skrifa þessa litlu minn- ingagrein um minn gamla góða vin og matreiðslugoð, Gísla Thor- oddsen, hans minnast allir með hlýju. Ég kynntist Gísla fyrir þrjátíu árum þegar hann var prófdómari í Hótel- og veitingaskóla Íslands. Sjö árum síðar lágu leiðir okkar aftur saman, þegar ég hóf störf sem matreiðslumaður í Perlunni, árið 1992. Þar unnum við saman í tíu ár og var það ómetanleg reynsla og gæfa að fá það tækifæri að kynn- ast þessum höfðingja betur. Við unnum einnig saman um tíma fyrir forsetaembættið, bæði fyrir frú Vigdísi og hr. Ólaf, og áttum við saman ótal stundir sem voru hverri annarri skemmtilegri. Mér þótti afar vænt um þenn- an glaða og skemmtilega vin minn sem var vinur vina sinna. Fólk laðaðist að honum og kokkanemar hans dáðu hann, enda var Gísli gæddur mann- gæsku og hlýju. Ég er afar þakklátur fyrir þann stuðning sem Gísli veitti mér þegar ég tók þátt í Bocuse d’Or-keppninni 1999, Gísli og Perlan ruddu brautina með mér. Ég tel það vera forréttindi að hafa fengið að kynnast slíkum mannkostamanni sem Gísli var, heimurinn er fátækari nú þegar hann er allur. Blessuð sé minning þessa lit- ríka, skemmtilega og góða starfsfélaga og vinar. Við Freyja vottum Bryndísi og börnum hina dýpstu samúð. Sturla Birgisson. Gísli Thoroddsen, meistara- kokkur og húmoristi, okkar besti og kærasti vinur, er farinn eftir snörp og erfið veikindi. Minningarnar renna í gegnum hugann, ferðalögin okkar með Gísla og Bryndísi til útlanda sem settu svip á líf okkar stóran hluta ársins, fyrst að skipuleggja, þá að upplifa og síðan að ylja sér við að rifja þær upp. Að minnsta kosti tvisvar á ári fórum við í dásamleg ferðalög saman. Og ferðirnar eru margar og fjölbreyttar, siglingarnar standa upp úr en einnig Ítalíu- og Frakklandsferðir. Við fjögur gát- um verið saman í nokkrar vikur í senn, allan sólarhringinn og aldr- ei slettist upp á vinskapinn. Við matarborðið um borð í skemmtiferðaskipunum fengum við útskýringar á matseðlinum og hvernig réttirnir voru búnir til. Og maturinn sem hann er bú- inn að elda fyrir okkur í öllum þessum ferðum, sérstaklega í húsunum sem við höfum tekið á leigu saman á Flórída, þvílíkur snillingur. Með í ferð var alltaf „litla eldhúsið“ hans pakkað nauðsynlegum græjum og kryddi til að töfra fram dýrindismáltíðir. Ofarlega í huga eru líka allar yndislegu stundirnar í Álfalundi við Þingvallavatn. Þau Bryndís voru dugleg að bjóða okkur að gista og þar áttum við rólegar og skemmtilegar stundir saman. Og að sjálfsögðu fengum við alltaf gott að borða og vorum kvödd í hádeginu á sunnudeginum með brunch a la Gísli. Eiki og Gísli þóttu afar líkir í útliti, þeir völdu sér of oft óafvit- andi mjög svipaðan klæðnað og fengu mikið út úr því þegar þeir voru spurðir hvort þeir væru tví- burar, jú, það passar, við erum mæðrasynir. Bryndís á myndar- legt myndasafn af þeim „bræðr- um“ saman við ýmsar aðstæður og tækifæri en þeir voru ekkert skyldir, bara bestu vinir. Skemmtilegri og fróðari mað- ur er vandfundinn. Hann hafði áhuga á öllu mögulegu, las mikið og upplýsti okkur um allskonar fróðleik og einnig margt skrýtið og skemmtilegt. Eins og allir vita sem þekktu Gísla mundi hann alla brandara sem hann heyrði og deildi þeim með vinum og vandamönnum. Þeir voru örugglega miklu fyndnari þegar hann sagði frá, því hann kunni svo sannarlega að deila skemmtisögum. Hann var líka gjafmildur og góður, mátti ekkert aumt sjá. Við vinir Gísla og ættingjar munum sakna hans óskaplega Gísli Thoroddsen HINSTA KVEÐJA Blómin falla, fölskva slær á flestan ljóma. – Aldrei hverfur angan sumra blóma. Þannig varstu vinur, mér sem vorið bjarta. Það sem gafstu geymist mér í hjarta. Ilma sprotar, anga lauf, sem aldrei falla. Drottinn launi elskuna þína alla. (Sigurbjörn Einarsson) Innilegar samúðarkveðj- ur sendum við elsku Bryn- dísi og fjölskyldunni allri. Jóhanna og Valdimar (Hanna og Valdi).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.