Morgunblaðið - 11.09.2015, Síða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhella 9 | 221 Hafnarfjörður | sími 564 6070
Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
Kvarnatengi
fyrir zetur og
sakkaborð
Stærðir eru:
12 S, 15 S, 18 S, 20 S,
25 S og 12 B, 15 B,
18 B, 20 B, 25 B
70 kr. stk.
Nýt
t
FERMINGAR
BRÚÐKAUP
ÁRSHÁT ÍÐ IR
ERF IDRYKK JUR
FUNDIR
RÁÐSTEFNUR
AFMÆLI
EFR I SALUR INN ER LAUS FYR IR Þ IG . . .
V I LTU
HALDA
VE ISLU?
BANKASTRÆTI 7A - 101 REYK JAV ÍK - S . 562 3232
N
FJ
d
es
ig
n
Alltaf er til nóg af
peningum í þessu landi
til flestra annarra hluta
en að standa við lög
þegar kemur að ellilíf-
eyrisþegum eins og
sannaðist þegar Bjarni
Benediktsson fjár-
málaráðherra gaf út þá
yfirlýsingu að hækkun
til þeirra yrði aðeins
8,9% og það ekki frá 1.
maí sl. eins og aðrir
láglaunahópar fengu og ellilífeyr-
isþegar eiga að fylgja, heldur frá nk.
áramótum og þar með er stolið af
okkur 30 þús. kr. hækkuninni, sem
varð 1. maí og þar að auki verðum við
af hækkuninni í sjö mánuði. Svo er
enginn kominn til með að segja að
staðið verði við hækkunina um ára-
mót eins og fjármálaráðherra er bú-
inn að boða án þess að skammast sín
því annað eins hefur nú gerst að klip-
ið verði af ellilífeyrisþegum vegna
þessa eða hins þó sá hópur megi síst
við skerðingu launa. Það er nöturlegt
til þess að vita að þetta er að gerast á
meðan flestir vinnandi hópar í land-
inu eru að fá upp í tugi prósenta á sín
laun og þykir ekki nóg.
Þá hefur Mæðrastyrksnefnd gefið
út að allt að 500 manns þiggi mat-
argjafir hjá þeim einu sinni í viku og
eitthvað af þeim fjölda eru ellilífeyr-
isþegar þó svo að fólk af þeirri kyn-
slóð láti sig frekar hafa það til að aðr-
ir geti notið. Ég verð í þessum pistli
mínum að minnast á heldur öm-
urlega sögu, sem kunningi minn
sagði mér fyrir nokkru en hún er
allsvakaleg. Dóttir hans var að fara
að gifta sig fyrr á árinu suður á landi
og faðirinn komst ekki í brúðkaupið
sökum þess að hann átti ekki fyrir
fargjaldinu að norðan og því síður
fyrir brúðkaupsgjöf. Eiga ellilífeyr-
isþegar að búa við slíkt, ég spyr?
Fjöldinn af þessu fólki býr við að-
stæður, sem engum er bjóðandi, á
ekki fyrir mat, á ekki fyrir lyfjum, á
ekki fyrir jóla- eða afmælisgjöfum
handa barnabörnunum, hvað þá öðru
til að gleðja því hún er rík í gömlu
fólki, gjafmildin, og að
leyfa sér einhverja
dægrastyttingu eins og
leikhús, kórsöng og
aðra skemmtun er tómt
mál að tala um.
Þónokkrir hafa kom-
ið að máli við mig og
spurt hvernig mér detti
í hug að Bjarni Bene-
diktsson fjármála-
ráðherra hafi nokkra
innsýn í vandræði
gamla fólksins, maður,
sem sagt er að hans
fjölskyldubönd séu rík
af peningum, bréfum og öðrum eign-
um, dettur nokkrum manni í hug að
slíkt fólk geti sett sig inn í aðstæður
ellilífeyrisþega með strípaðar innan
við 200 þús. kr. á mánuði. Slíkt fólk
veit ekki hvað er að búa öldruðum
áhyggjulaust ævikvöld.
Því var fróðlegt að hlusta á Jón
Kristin Snæhólm á stöðinni ÍNN fyr-
ir nokkru þegar að þessi mál bar á
góma. Kvað hann upp úr með að
segja „við ætlumst til að Sjálfstæð-
isflokkurinn komi þessu í lag“. Þvílík
hræsni.
Flóttamannaruglið
Á sama tíma og hluti af íslensku
þjóðinni býr við sult og seyru ætlar
allt að fara á límingunum vegna
flóttafólks frá Sýrlandi svo að yfir-
boðin eru ógurleg og dæmi um að al-
þingiskonur megi vart vatni halda og
fleiri í þjóðfélaginu svo, sem fjöl-
miðlafólk, sem ætlar hreint af göfl-
unum að ganga og virðist komið í
kapp við að birta sem ógeðslegustu
myndirnar frá stríðshrjáðum lönd-
um, en eru stríðin þar okkur að
kenna? Svo hafa misvitlausir aðilar
farið að benda á Heimaeyjargosið,
en þá hröktust nokkur þúsund
manns upp á land og var hjálpað á
ýmsa vegu en þetta voru landar okk-
ar, sem að stórum hluta fóru aftur til
síns heima þegar að hreinsun var
lokið. Það vill svo til að ég bjó í Vest-
mannaeyjum með mína fjölskyldu og
hafði átt þar heima í 15 ár og líkað
vel og fullyrði því að Vestmanna-
eyingar eru engir aumingjar og van-
ir að bjarga sé sjálfir svo Heimaeyj-
argosið á ekkert skylt við Sýrland.
Ég upplifði líka Surtseyjargosið úti í
Eyjum. Svo virðist sem kapphlaup sé
brostið á um hve mörgum þúsundum
af flóttafólki við eigum að taka á móti
og borgarstjórakjáninn er kominn í
kapphlaupið og talar ekki minna en í
hundruðum. En enginn minnist á að
á meðan stór hluti þjóðarinnar þjáist
af matarskorti og öðrum nauðsynj-
um kostar um 5 milljónir á ári að
halda einum flóttamanni uppi. Ef
þetta er ekki múgsefjun af verstu
tegund þá veit ég ekki hvað. Meira
að segja gekk svanasöngur Guð-
mundar Steingrímssonar í uppgjöf í
eigin flokki út á það að tíunda til
flokksbrotsins að ekki væri þeirra
eina mál að færa til klukkuna heldur
líka að taka á móti nógu mörgu
flóttafólki. Lengi má manninn reyna
og varð mér hugsað til höfðingjans
föður hans. Þá er dæmi um unga for-
eldra með nokkur ungbörn í kjallara-
íbúð, sem allt að því eru tilbúin að
bjóða flóttafólki upp í rúm til sín,
slíkt er göfuglyndið. Já, nú hefur
miskunnsama Samverjanum verið
skákað.
Að lokum þetta. Ég hef mikla og
óskoraða samúð með flóttafólki, þá
sérstaklega frá stríðshrjáðum lönd-
um, en búum fyrst okkar eigin fólki
mannsæmandi lífskjör og síðan get-
um við leikið miskunnsama Samverj-
ann og hjálpað flóttafólki fyrir utan
það, sem kemur inn í landið jafnvel í
tugum talið á hverju ári. Hér er allt
annað fólk á ferðinni en fólkið sem
kom frá gömlu Júgóslavíu og hefur
staðið sig vel. Ekki má gleyma
mænusóttinni, sem nú herjar austur
í löndum.
Harður dómur
yfir ellilífeyrisþegum
Eftir Hjörleifur
Hallgríms » Samt á að hrúga
flóttafólki inn í land-
ið, helst í þúsundum tal-
ið, með tilheyrandi mikl-
um kostnaði eða um 5
milljónum á mann yfir
árið.
Hjörleifur
Hallgríms
Höfundur er eldri borgari á Akureyri.
Afnema þarf kvótakerfið í þeirri mynd sem það er nú með löggjöf af þeirri aðal-
ástæðu að það stuðlar ekki að þeirri grundvallarreglu að allir eigi rétt á að
veiða með réttlátum reglum þar um. Þess vegna bendi ég á eftirfarandi:
1. Landskvóti verði ákveðinn til tveggja ára í senn á allar fiskitegundir sem
hafa verið veiddar frá höfnum landsins. Einnig er hægt að setja sumar teg-
undir á styttri tíma kvóta.
2. Landskvótanum verði skipt í sex mismunandi svæði (hólf) eftir landshlutum
(veiðireynslu síðustu tíu ára og lönduðum afla í hverjum landshluta).
3. Aflaheimildum verði úthlutað í hverjum landshluta fyrir sig (hólfi), af
fulltrúum atvinnumálanefnda, sveitarfélaga, sjómanna og útgerðarmanna.
4. Framsal aflaheimilda út fyrir veiðihólf verði ekki heimilt út fyrir landshlut-
ana.
5. Útgerð handfærabáta verði gefin frjáls en með aflatoppi á hvern bát eftir
stærð.
6. Sókn handfærabáta verði leyfð út að 200 metra dýpi.
7. Veiði verksmiðjuskipa sem stunda togveiðar verði aðeins leyfð utan línu 200
metra dýptarmarkanna.
8. Öllum sem veiði stunda verði skylt að setja aflann á fiskmarkað viðkomandi
héraðs (landshluta).
9. Greiða skal aflagjald af lönduðum afla, 6% í ríkissjóð og 4% í viðkomandi
héraðssjóð.
10. Allan afla skal færa til lands og greiða skal hálft verð fyrir undirmálsfisk.
11. Allan afla skal fullvinna og selja undir íslenskum vörumerkjum sem há-
gæðavöru.
12. Bannað verði að setja hágæðafisk í bræðslu svo sem síld.
Árni Björn Guðjónsson.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Sjávarútvegsstefnan
Fiskveiðar „Allan afla skal fullvinna.“