Morgunblaðið - 11.09.2015, Side 38

Morgunblaðið - 11.09.2015, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015 Gæðasmíði og framúrskarandi þjónusta alla leið inn á þitt heimili Eldhúsinnréttingar GÆ ÐI– KUNNÁTTA – SVEIGJANLEIKI Funahöfða 19 | sími 577 1600 | gks.is Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Haustið 1985 var fagnað lokum kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna og var þá haldin hér á landi afar metnaðarfull Listahátíð kvenna sem samanstóð af fjölda viðburða. Hér og nú var umfangsmesti viðburður há- tíðarinnar. Þá voru valin verk eftir á þriðja tug kvenna á sýningu sem var m.a. ætlað að gefa þverskurð af því hvað konur væru að gera í myndlist, um leið og sýningin endurspeglaði mikla fjölgun kvenna í myndlist á undanförnum kvennaáratug,“ segir Anna Jóhannsdóttir listfræðingur, en hún heldur utan um sýninguna Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar sem verður opnuð á Kjarvals- stöðum á morgun, klukkan 16.00. Hvers vegna að kalla saman þenn- an ákveðna hóp kvenna? „Í anda kosningarréttarafmælisins var þessum hópi kvenna gert hátt undir höfði með því að kalla hann aft- ur saman á nýja sýningu, á sama stað, og kanna hvernig þeim hefði vegnað á ferlinum. Þess vegna var öllum sýn- endunum frá 1985 boðin þátttaka. Þessar konur eru allar vandaðir lista- menn og þær hafa verið virkar á lista- sviðinu. Val úr stórum hópi umsækj- enda á Hér og nú 1985 hefur því verið býsna gott.“ Vinnuferlið og listin Markmið sýningarinnar er að fylgja þessum hópi listakvenna eftir og varpa ljósi á það sem konurnar eru að gera um þessar mundir en líka að veita inn- sýn í feril þeirra að sögn Önnu. „Við leitumst við að ná þessu fram með því að sýna myndir og umfjöllun frá sýningunni 1985, þegar þær eru flestar kornungar „listaspírur“, til samanburðar við nýju verkin á sýn- ingunni núna. Það er dálítið skemmti- leg „back to the future“ stemning í þessu. Þá vísar heiti sýningarinnar, Kvennatími, til þess að á sýningunni er skyggnst eftir „tíma“ kvennanna með því að varpa ljósi á sköpunarferli og aðferðir listamannanna, og er það gert með því að sýna, þar sem við á, dálítið af skissum, stúdíum og öðru efni sem tengist vinnuferlinu.“ Þess má geta að tvær kvennanna eru látnar og eðli máls samkvæmt verða ekki sýnd verk eftir þær en Anna segir að fengnar hafi verið að láni skissur eftir þær konur sem ekki hafi verið sýndar áður. „Óneitanlega er það krefjandi verk- efni að sýna verk eftir 27 ólíka lista- menn saman í einum sal, þótt rúmgóð- ur sé. Verk eftir hvern sýnanda eru færri núna en á Hér og nú fyrir þrjátíu árum, enda lagði sú sýning undir sig allt rými Kjarvalsstaða. Það flækir síð- an töluvert uppsetningu sýningar- innar að sýna, til viðbótar við fullunnin verk, efni sem tengist vinnuferlinu. En það er fyrirhafnarinnar virði og ég lít á það sem örlæti af hálfu listamannanna að vilja deila slíku efni með okkur og sýna þannig á sér nýjar hliðar. Þessi þáttur sýningarinnar getur opnað for- vitnileg sjónarhorn á listsköpun kvennanna – og auðvitað á starf lista- manna í víðara samhengi.“ Áhrifin á aðra og jafnréttið Allar eru listakonurnar marg- reyndar og hæfir listamenn og segir Anna þær hafa á löngum ferli náð að þroska listhugmyndir sínar og þá miðla og aðferðir sem þær hafa til- einkað sér. „Þær hafa án nokkurs vafa veitt öðrum listamönnum innblástur, konum sem körlum. Bæði með verk- um sínum og með kennslu og öðrum störfum á sviði myndlistar.“ Hefur list þeirra eitthvað með jafn- rétti að gera? „Viðfangsefni verkanna á þessum tveimur sýningum tengjast jafn- réttisbaráttunni ekki sérstaklega. Þetta eru listamenn með ólíkan bak- grunn og verk þeirra spanna ýmsar aðferðir, miðla og hugmyndir, og þró- unin í verkum þeirra er í takti við hræringar í myndlistinni á undan- förnum áratugum. En sýnendurnir eiga það sameiginlegt að vera konur og tilefni beggja sýninganna er við- varandi þörf fyrir að gera framlag kvenna til lista og menningar sýni- legra en ella, m.a. með sérstökum kvennasýningum. Við undirbúning sýningarinnar hlustaði ég eftir við- horfum kvennanna til stöðu og mögu- leika kvenna í listheiminum og raun- ar birtast á sýningunni tilvitnanir í ummæli þeirra sem vangaveltur um það hvort kyn listamannanna hafi með einhverjum hætti mótað ferilinn og hann hafi í þeim skilningi verið „kvennatími“ og það tel ég að hann hafi verið.“ Brúar 30 ár í listsköpun kvenna  Sýningin Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar verður opnuð á Kjarvalsstöðum á morgun  Listamennirnir eru þeir sömu og tóku þátt í sýningunni Hér og nú á Kjarvalsstöðum árið 1985 Morgunblaðið/Árni Sæberg Listasýning Anna Jóhannsdóttir listfræðingur heldur utan um sýningu 27 listamanna á Kjarvalsstöðum sem opnar á morgun klukkan 16:00. List Á sýningunni verður að finna ný verk eftir alla þátttakendur. Tími Liðin eru 30 ár frá því sömu konur settu saman sýningu á Kjarvalsstöðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.