Morgunblaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015
Áhugi Árangur karlalandsliðsins í fótbolta hefur smitað út frá sér, aukið bjartsýni og þor, og rok og rigning koma ekki í veg fyrir mætingu áhugasamra knattspyrnuunnenda á völlinn.
Styrmir Kári
„Því hefur verið hald-
ið fram að íslendingar
byrgi sig lítt fyrir skyn-
samlegum rökum, fjár-
munarökum varla held-
ur, og þó enn síður fyrir
rökum trúarinnar, en
leysi vandræði sín með
því að stunda orðheng-
ilshátt og deila um titt-
lingaskít sem ekki kem-
ur málinu við; en verði
svo skelfingu lostnir og
setji hljóða hvenær sem komið er að
kjarna málsins.“ og aðeins meira; „Þó
er ein röksemd sem íslendingar eru
fúsir til að hlíta þegar alt um þrýtur,
en það er fyndni; má vera aulafyndni.
Við hlægilega lygisögu mýkist þjóð-
félagið og fer að ljóma upp; jarðvegur
sálarinnar verður jákvæður.“ Svo
mælti Skáldið! Sennilega á Skáldið
við lýðskrum! Og Jón Prímus talaði
um að „íslendingar sjá ekki það cent-
rala í hlutunum“.
Þessi orð koma ávallt í huga þeim
er þetta ritar þá er hann heyrir
fjallað um húsnæðismál og fylgifisk
þeirra, sem oftar en ekki eru lán til
húsnæðiskaupa.
Fjárflutningar
Sú var tíð að flutningur verðmæta
frá þeim sem minna máttu sín til
hinna betur megandi var með lánveit-
ingum á lágum vöxtum. Almenningur
sem sparaði fé, hvort heldur frjálst
eða þvingað með framlagi í lífeyr-
issjóði, fékk ekki jafnvirði þess sem
lagt var fram. Mikil verðbólga og lán-
veitingar með lágum vöxtum voru
farvegur þessara verðmætaflutninga.
Til þess að verða vel stætt þurfti fólk
að verða aðnjótandi þessara gæða og
fá lán enda oftast talað um „lánafyr-
irgreiðslu“. Þegar stór hluti af eign-
um lífeyrissjóða brann upp í óðaverð-
bólgu áranna á milli 1970 og 1980
þótti nóg komið. Með lögum um
stjórn efnahagsmála og fleira, „Ólafs-
lögum“ árið 1979, var almenn verð-
trygging á fjárskuldbindingum heim-
iluð. Með þeim kom nokkur hvati til
sparnaðar og ráðdeildar.
Nokkrar hagstærðir
Þegar húsnæðismál ber á góma er
vert að huga að þeim
hagstærðum er al-
menning varðar mestu.
Það eru launin sem nota
á til þess að greiða fyrir
húsnæðið, verð á hús-
næði og neysluverð. Nú
vill svo vel til að Hag-
stofan hefur á liðnum
árum reiknað út vísitölu
neysluverðs og fylgst
með launaþróun í land-
inu og birt á formi
launavístölu. Þjóðskrá
fylgist með verðþróun á
húsnæðismarkaði. Þeg-
ar þessar hagstæðir eru skoðaðar frá
1994 eða frá 2004, hvort sem lesandi
óskar, kemur eftirfarandi í ljós:
1. Fasteignaverð hefur hækkað
mest, þ.e. 7% á ári.
2. Laun hafa hækkað næstmest,
þ.e. 6,6% á ári.
3. Neysluverð hefur hækkað
minnst, þ.e. 4,4% á ári.
Neysluverðsvístala er notuð til
verðtryggingar fjárskuldbindinga.
Hlutfallið á milli launabreytinga og
breytinga á neysluverði sýnir þróun
kaupmáttar launa. Kaupmáttur hefur
vaxið um 2,1% á ári á rúmu 21 ári.
Það er ekki svo lítið. (Sjá myndir)
Lexían
Hvaða lærdóm má draga af þessari
einföldu athugun? Þrátt fyrir allt böl-
sýnisraus og eymdarvæl hafa lífskjör
batnað og launaþróun verið hagstæð
á liðnum árum. Ef einhver vill heldur
miða við árið 2004 til þessa dags kem-
ur í ljós að kaupmáttur launa hefur
vaxið um 1,3% á ári. Vissulega hafa
sveiflur verið meiri á seinni hluta
þess tímabils sem um ræðir. Það var
mikil verðbóla á fasteignamarkaði á
árunum 2004-2008. Þeir sem koma
nýir inn á fasteignamarkað á þeim ár-
um voru að kaupa fasteignir á mjög
háu verði. Þetta á viðkvæm þjóð erf-
itt með að ræða, enda er hér er komið
að kjarna máls.
Svokallaðir spjallþættir
Svo mætti halda að spjall-
þáttastjórnendur hafi talið sig hafa
höndlað nýjan sannleika þegar hug-
myndafrjóum stjórnmálamanni datt í
hug að sneiða mætti af verðtryggðum
lánum ef verðbreytingar verða mikl-
ar, á kostnað lífeyrisþega, en lífeyr-
issjóðir eru stærstu eigendur verð-
tryggðra skuldabréfa. Ekki eru
gerðar kröfur til að spjallþátta-
stjórnendur hafi vit á umræðuefn-
inu.
Annar stjórnmálamaður, sem er
mikill vörður réttlætis, sagði í þing-
ræðu að eðlilegt væri að lánveitandi
og lántaki skiptu á milli sín áhættu af
verðbólgu. Hvorugur þessara stjórn-
málamanna sér báðar hliðar málsins.
Hin hlið lánsins er andlagið, sem
keypt var fyrir lánið, fasteignin. Hún
hefur hækkað meira en lánið. Ættu
lánveitendur þá ekki að njóta verð-
hækkunar á fasteigninni? Og laun
hafa hækkað meira en lánið. Spjall-
þáttastjórnendur ræða mjög um
„stökkbreytt lán“ og að „lán hafi
margfaldast“. Hvernig væri nú að
rökstyðja hvað er átt við með slíkum
ummælum, sem eru dæmigert lýð-
skrum. Ef framangreindar lýsingar
væru réttar, þá á sama við um fast-
eignir og launin sem notuð eru til
greiðslu lána, þau hafa „stökkbreyst“
og „margfaldast“ öllu meir en lánin.
Og hvert er þá vandamálið?
Lánsform og fjármunarök
Ekki má ræða lán sem tengjast er-
lendri mynt. Það er sama og að nefna
snöru í hengds manns húsi. Skal því
eigi fjölyrt um það.
Nokkuð oft er talað um vinsældir
lána. Ekki get ég skilið hví lán eignist
vini. Nær er að spyrja um val lántak-
enda; velja þeir verðtryggð lán eða
„óverðtryggð“, sem taka þó mið af
vöxtum sem Seðlabanki ákveður í
viðskiptum sínum við innlánsstofn-
anir. Talning segir flesta lántakendur
velja verðtryggð lán.
Þá er vert að spyrja; hvað eru
verðtryggð lán? Verðtryggð lán eru
lán með breytilegum vöxtum þar sem
breytilega þættinum í vöxtunum,
verðbólguálagi, er dreift á eft-
irstöðvar lánstímans til að jafna
greiðslubyrði lánsins. Breytileikinn
er mældur með hlutlægum hætti af
Hagstofu Íslands og heitir vísitala
neysluverðs. „Óverðtryggð“ lán er
með sama breytileika, þar sem
breytileikinn er áætlaður út frá mæl-
ingum og spám um þróun en verð-
bólguálagið er greitt strax með fjall-
þungri greiðslubyrði framan af.
Hvort er betra, mæling eða spá?
Hvort er betra, útjöfnun eða fram-
þungt? Misvitrir menn hafa rætt um
„Íslandslán“, sem þeir vilja „banna“.
„Íslandslán“ ku vera lán til 40 ára.
Með því að stytta lánstíma í 25 ár
þyngist greiðslubyrði jafngreiðslu-
láns um 25%. Til hagsbóta og aukinna
þæginda fyrir hvern? Tæplega lán-
takans. Er ekki rétt að lyfta um-
ræðunni á hærra plan?
Annað skáld
Steinn Steinarr orti eitt sinn:
Utan hringsins
Ég geng í hring
í kringum allt sem er.
Og innan þessa hrings
er veröld þín.
Minn skuggi féll um stund
á gluggans gler.
Ég geng í hring
í kringum allt, sem er.
Og utan þessa hrings
er veröld mín.
Var skáldið að yrkja um húsnæði
eða ást? Svari þeir sem telja sig til
þess færa.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Svo mælti Skáldið!
Sennilega á Skáldið
við lýðskrum! Og Jón
Prímus talaði um að „ís-
lendingar sjá ekki það
centrala í hlutunum“.
Vilhjálmur
Bjarnason
Höfundur er alþingismaður.
Um húsnæði, lánveitingar og að sjá hið centrala
Ýmsar hagstærðir, þróun frá 1994
500
450
400
350
300
250
200
150
100
50
0
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu Vísitala neysluverðs Launavísitala
1994 20062000 20121997 20092003 2015
Ýmsar hagstærðir, þróun frá 2004
250
200
150
100
50
0
20
04
20
08
20
06
20
10
20
12
20
05
20
09
20
07 20
11
20
13
20
14
20
15
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu Vísitala neysluverðs Launavísitala