Morgunblaðið - 11.09.2015, Síða 28

Morgunblaðið - 11.09.2015, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015 ✝ GunnlaugurKristjánsson fæddist á Akureyri 14. janúar 1956. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 2. september 2015. Hann var sonur hjónanna Kristjáns Bjarnasonar, f. 27.8. 1911, d. 5.2. 1992, bónda að Sigtúnum í Eyjafjarðarsveit, og Mekkínar Guðnadóttur, f. 4.5. 1920. Systk- ini Gunnlaugs eru Bjarni Bene- dikt, f. 31.7. 1944, Gunnar Árni, f. 18.8. 1947, Jón Guðni, f. 28.11. 1949, og Sigrún, f. 31.8. 1954. Fyrri kona Gunnlaugs var Huld Ingimarsdóttir, f. 7.4. 1956, og eiga þau soninn Loga, f. 16.10. 1975. Þau skildu 1998. Kona Loga er Elísabet Guðjónsdóttir, f. 25.5. 1973. Börn þeirra eru 1) Daði, f. 9.3. 2008, og 2) Sölvi, f. 25.4. 2015. Þá átti Gunnlaugur byggingatæknifræði frá Tækni- skóla Íslands 1981. Hann starfaði hjá Ármannsfelli hf. og Aseta á árunum 1982-1987 og var tækni- legur framkvæmdstjóri hjá Álft- árósi ehf. frá 1987-1999. Árið 1999 hóf hann störf sem fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs ÍAV og gegndi því starfi til ársins 2007. Gunnlaugur kom með margvíslegum hætti að skipu- lagsþróun og uppbyggingu ým- issa merkra fasteigna á starfsferli sínum, einkum á höfuðborgar- svæðinu. Hæst ber þar tónlistar- húsið Hörpu, en sem fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs ÍAV dró hann vagninn inni í Portus Group þar sem hann leiddi hóp fagaðila sem í sameiningu unnu samkeppni um húsið og lögðu grunninn að Hörpu. Gunnlaugur hönnunarstýrði því verki til árs- ins 2007. Gunnlaugur gegndi starfi forstjóra Björgunar frá árinu 2007 til dauðadags. Þá var hann einnig forstjóri eignarhalds- félagsins Hornsteins og stjórn- arformaður BM Vallár og Sem- entsverksmiðjunnar síðustu árin. Útför Gunnlaugs verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 11. september 2015, og hefst athöfn- in kl. 13. soninn Halldór, f. 20.5. 1981, d. 23.10. 2012. Móðir hans er Rósa Emilía Óla- dóttir, f. 2.8. 1962. Börn Halldórs eru 1) Ágúst Freyr, f. 10.3. 1999, 2) Elín Helga, f. 3.10. 2005, 3) Sölvi Thor, f. 6.6. 2006, og 4) Emilía Ósk, f. 25.2. 2007. Gunnlaugur kvæntist árið 2005 eftirlifandi eiginkonu sinni, Helgu Sigrúnu Harðardóttur, f. 12.12. 1969. Hún á dótturina Írisi Helgudóttur, f. 19.2. 1986. Sambýlismaður henn- ar er Ómar Freyr Sigurbjörns- son, f. 22.3. 1982. Börn þeirra eru 1) Helga Vala, f. 1.5. 2006, 2) Dagur, f. 10.8. 2013, og 3) Lóa Björk, f. 31.12. 2014. Gunnlaugur ólst upp á heimili foreldra sinna að Sigtúnum við al- menn sveitastörf. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA 1976 og prófi í Elsku Gulli. Með þér voru jól alla daga. Þín, Helga Sigrún. Með sorg í hjata kveðjum við okar frábæra tengdason. Elsku Gulli, takk fyrir allt. Ég vaknaði snemma og frjálsari en fyr, og fagnandi vorinu stökk ég á dyr, og unað og gleði ég alls staðar sá, og aldrei var fegra að lifa en þá, því geislarnir dönsuðu um sveitir og sæ, það var söngur í lofti, ilmur í blæ. Það var morgunn í maí. Þá fann ég hvað jörðin er fögur og mild. Þá fann ég, að sólin er moldinni skyld, fannst guð hafa letrað sín lög og sinn dóm með logadi geislum á strá og blóm. Allt bergði af loftsins bikandi skál. Allt blessaði lífið af hjata og sál. jafnvel moldin fékk mál. Allt vitnaði um skaparans veldi og dýrð. Öll veröldin fagnaði – endurskírð, og helgaði vorinu ljóð sitt og lag og lofsöng hinn blessaða hátíðisdag, og geislarnir dönsuðu um sveitir og sæ. Það var söngur í lofti, ilmur í blæ. Það var morgunn í maí. (Davíð Stefánsson.) Anna Sigurðardóttir og Hörður Karlsson. Að kveldi sólríks dags, 2. sept- ember, barst sorgarfrétt. Það var eins og sólin missti yl sinn og birtu. Stórt skarð var höggvið í myndarlega systkinahópinn frá Sigtúnum í Eyjafjarðarsveit. Yngsti bróðirinn, Gulli mágur, var fallinn frá eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Dugnaður, vinnusemi, glettni og húmor ein- kenndu Gulla og voru honum falin mörg ábyrgðarstörf. Ákafur fræddi hann mig um Hörpu og samstarf við arkitekta og Ólaf Elí- asson listamann. Ég hugsaði til þín er ég fór á fyrstu tónleikana þar. Ég varð uppnuminn og sann- færðist um þýðingu Hörpu fyrir framtíð tónlistar á Íslandi. Þinn skerfur var ómetanlegur. Þökk fyrir að bjóða mér í veiði með skemmtilegum hóp í Laxá í Lax- árdal fyrir nokkrum árum. Veiði- ástríða þín var afar smitandi. Þú ætlaðir þér í veiði í sumar þrátt fyrir veikindin og þar hafði and- legur styrkur sigur. Með hjálp tókst þér að væta vöðlur og kasta fyrir fisk í einni af bestu ám lands- ins, frábærlega gert. Glettnin í augunum og brosið á góðum sam- verustundum verða minnisstæð alla tíð. Ég mun minnast skemmtilegra sagna um ykkur „litlu krakkana“ sem þú og Sigrún voruð kölluð af mömmu ykkar og bræðrum fram eftir öllum aldri. Í veikindunum sýndirðu ótrúlegt baráttuþrek og vilja. Hugsun og rökhyggja var skýr í blaðaviðtali tveim vikum fyrir andlátið varð- andi Björgun sem þú varst for- stjóri fyrir. En þér varð ekki bjargað. Húmorinn var til staðar hjá þér til hinsta dags, kæri mág- ur, þótt styrkurinn minnkaði mjög ört. Það sýndi sig í síðustu heim- sókn okkar á líknardeildina. Allt í einu réttirðu höndina beint upp í loftið og ég skildi ekki hvað var í gangi, fyrr en þú sagðir: „Maður þarf ekki annað en rétta upp höndina þá er konan mín komin og uppfyllir allar óskir. Ég vildi að ég hefði uppgötvað þetta fyrr.“ Þú gerðir þér örugglega grein fyrir af hve mikilli fórnfýsi Helga Sigrún hafði annast þig í sjúkdómsferl- inu. Annars sagðirðu ekki margt, og þrekið var lítið en þú fylgdist með samtölum okkar og mér er sérstaklega minnisstæð kveðju- stundin. Þið kvöddust svo innilega systkinin að ég átti bágt með til- finningar mínar. Það þurfti ekki mörg orð. Þín verður afar sárt saknað af mörgum vinum, Gulli minn, en sárastur er missir fyrir Helgu Sigrúnu, Loga og fjöl- skyldu. Guð gefi þeim, systkinum þínum og móður styrk í sorgar- ferlinu. Skugga lengir, skinið dvínar, skekur kuldi sálartetur. Ei má gleyma að aftur hlýnar. Aftur birtir, þá má betur skynja kærleikskraft og ást. Óravíddir alheims geyma ár og vötn og fagrar strendur. Þar á vinur vorsins heima með veiðistöng og fimar hendur. Von þín „bróðir“ aldrei brást. (Haraldur Hauksson) Haraldur Hauksson. Það voru mjög slæm tíðindi þegar Gulli sagði mér í upphafi þessa árs að hann hefði greinst með illvígan sjúkdóm. Hann tók sér tímabundið frí frá störfum en ætlaði sér þó sannarlega að snúa aftur sem þó varð því miður ekki raunin á, hann barðist til síðasta dags fullviss um að hann myndi hafa betur. Þó hann væri ekki í daglegu starfi síðustu mánuðina sinnti hann ýmsum sérverkefnum fyrir Björgun, BM-Vallá og Sem- entsverksmiðjuna sem stjórnar- formaður og með margháttaðri ráðgjöf. Eitt verkefni var honum mjög hugleikið, en það var flutn- ingur Björgunar á nýtt athafna- svæði. Því verkefni hefur því mið- ur ekki tekist að ljúka, en er núna samt í góðum farvegi með aðkomu Faxaflóahafna, en hann átti alla tíð mjög gott samstarf við for- svarsmenn þess fyrirtækis. Ég kynntist Gulla fyrir tæpum tíu árum, eða þegar hann var ráð- inn sem forstjóri Björgunar og var það upphafið að góðu samstarfi sem þróaðist í mjög góða vináttu. Gulli var frábær stjórnandi, hann hafði gott mannlegt innsæi, tölug- löggur, sanngjarn og framtíðar- sýn hans var frábær. Það var fyrst og fremst honum að þakka hvernig sá hópur mynd- aðist sem er eigandi að þeim fyr- irtækjum sem fyrr eru nefnd, því hann hafði traustið sem þurfti til að koma þessum hópi ólíkra ein- staklinga og fyrirtækja saman. Þegar við hófum samstarf vissi ég ekki að hann var alinn upp á næsta bæ við bæinn sem konan mín er frá, í Eyjafjarðarsveit. Gulli hefur í gegnum tíðina komið að mörgum stórverkefnum og má þar sérstaklega nefna þró- unarvinnu við uppbyggingu Hörpu. Hans verður sárt saknað hjá okkur samstarfsmönnum og eig- endum hjá Björgun og tengdum félögum. Elsku Helga, Mekkín, Logi, systkini og fjölskyldur, megi góður guð vera með ykkur á þess- um erfiðu stundum, hugur okkar Þóru er hjá ykkur. Þorsteinn Vilhelmsson. Gunnlaugi Kristjánssyni kynntist ég fyrir um 15 árum síð- an og átti með honum kærar og minnistæðar stundir í góðra vina hópi. Gulli var húmoristi, lífs- kúnstner sem ávallt bar höfuðið hátt, yfirvegaður, íbygginn, keppnismaður fram í fingurgóma og alltaf var stutt í húmorinn hjá honum. Gulli var vinur í raun og höfðingi heim að sækja. Ef farið var í heimsókn til Helgu og Gulla brást ekki að borðið svignaði af kræsingum samkvæmt uppskrift- um sem Gulli töfraði fram. Gulli var mikill veiðimaður og undi sér best við árbakkann í faðmi náttúr- unnar. Vinahópurinn hefur fylgst með Gulla og Helgu heyja baráttu við krabbamein sem oft var óvægin og hörð. Að lokum felldi krabbinn Gulla langt fyrir aldur fram. Gulli barðist eins og ljón við meinið, óttalaus og gaf hann aldrei færi á því eina mínútu að ræða uppgjöf. Mætti ég ráða myndi ég vilja hafa Gulla með mér í orrustu til þess að berjast við hlið mér til hinstu stundar. Þannig held ég að best sé að kveðja þennan heim áður en lagt er af stað í ferðalagið til hafs og himingeima. Gulli gaf aldrei færi á uppgjöf eða ótta og er því ókrýndur sigurvegari þessarar orrustu. Þó er eins og yfir svífi enn og hljóti að minna á þig þættirnir úr þínu lífi, þeir, sem kærast glöddu mig. Alla þína kæru kosti kveð ég nú við dauðans hlið, man, er lífsins leikur brosti ljúfast okkur báðum við. (Steinn Steinarr) Ég geng í hring í kringum allt sem er. Og innan þessa hrings er veröld þín. Minn skuggi féll um stund á gluggans gler. Ég geng í hring í kringum allt sem er. Og utan þessa hrings er veröld mín. (Steinn Steinarr) Nú ert þú, Gulli minn, staddur utan veraldarinnar sem þú áður þekktir. Vertu sæll, kæri vinur. Ég kveð þig nú með þessum fá- tæklegu orðum. Magnús Ingi Erlingsson. Það var endalaust sólskin þetta sumar. Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta, iðjagræn tún og stórbrotin fjallsýn. Nokkrar ung- lingsstúlkur ofan af Akureyri höfðu fengið boð um að sækja inn- ansveitarball í Sólgarði, einu af fé- lagsheimili sveitarinnar. Þetta var sumarið sem við vorum 14 ára og við tæplega með aldur til að sækja sveitaböll, en þarna hittumst við í fyrsta sinn. Hann stríddi okkur vinkonunum dálítið, sagðist heita Tryggvi og hvarf svo út í sumar- nóttina. Það liðu tvö ár og þá hitt- umst við um haust nýnemar í MA og þarna var hann kominn. Reyndist ekki heita Tryggvi, held- ur Gunnlaugur, sagðist reyndar heita Gunnlaugur Tryggvi og leið- rétti það ekki fyrr en mörgum ár- um síðar, grallarinn sá. Hann hafði verið í skóla í Reykholti og þá þegar þekktur fyrir lúmskan húmor og skarpa greind. Í MA varð til þéttur og góður vinahópur sem við bæði tilheyrðum og eru enn mínir bestu vinir. Já, Gulli var einn af mínum bestu vinum. Og hvílík heppni að kynnast honum. Við töluðumst ekki endilega við í hverri viku og stundum skildi okk- ur að höf og lönd, en þegar við spjölluðum eða hittumst var eins og tíminn hefði staðið í stað. Við áttum mörg sameiginleg áhugamál eins og til dæmis mat og matargerð. Við gátum talað enda- laust um þetta áhugamál okkar en skemmtilegast var að elda og borða saman. Þær eru ófáar matarveislurnar sem við höfum setið saman og þar bera hvað hæst gamlárskvöldin sem gleymast aldrei, né snilld Gulla við pottana. Hann fylgdi ekki uppskriftum heldur prufaði sig áfram og við sem vorum þiggjendum erum æv- inlega þakklát fyrir þessar til- raunir. Svo voru það ferðalögin sem heilluðu, framandi heimar og freistandi matur. Þarna áttum við líka samleið í eiginlegri og óeig- inlegri merkingu. Ítalía kom þar sterkt inn og þar áttum við ógleymanlegar stundir. Við fórum á skíði og í veiði. Já, veiðin, Gulli heillaðist af fluguveiði fyrir mörg- um árum norður í Laxárdal og var ástríðufullur og sérlega góður veiðimaður. Við fórum stundum saman í bíl norður og þá var margt spjallað. Sumir kunna að segja að Gulli hafi ekki verið sérstaklega góður bílstjóri en ég get ekki tekið undir það. Það er, jú, ekki á allra færi að vera undir stýri, borða pylsu, senda SMS, vera bara rétt yfir löglegum hraða og það allt á sama tíma, já og kannski kveikja í sígó svona í leiðinni. Það þarf snill- ing í svona verkefni. Gulli unni landinu sínu, var náttúrubarnið frá Sigtúnum í Eyjafirði með ríka réttlætiskennd og trúði á jöfnuð og sanngirni. Hann var áhugamaður um skipu- lag og arkitektúr og var smekk- maður fram í fingurgóma. Það var í febrúar sl. að hann færði mér fréttina um krabbann sem hafði tekið sér bólfestu í hon- um og nú er hann allur, aðeins sex mánuðum síðan. Mikill harmur er að okkur kveðinn. Við söknum hans endalaust, hans fallegu nær- Gunnlaugur KristjánssonGísli var í orðu- og laganefndklúbbsins ásamt undirrituðum. Það var einstaklega ánægjulegt að starfa með honum, hann var alla tíð mjög jákvæður og sá allt- af ljós í myrkrinu. Hann var rétt- sýnn og traustur félagi og vildi allt fyrir alla gera. Við í orðu- og laganefnd viljum þakka Gísla fyrir samstarfið sem aldrei bar skugga á. Við kveðjum þennan litríka og yndislega félaga með söknuði, um leið og við vottum Bryndísi, börnum og allri fjölskyldu hans virðingu okkar. Megi góður guð styrkja þau í þeirra sorg. Hvíl í friði kæri vinur. Orðu- og laganefnd Klúbbs matreiðslumeistara, Lárus Loftsson, Einar Árnason, Brynjar Eymunds- son og Ingvar Sigurðsson. Mér er það bæði ljúft og skylt að kveðja vin minn, Gísla Thor- oddsen. Ég kynntist Gísla fyrir hart- nær 40 árum, þegar hann gerðist meðlimur Tígulsjöunnar. Ég kunni strax vel við Gísla, þarna var greinilega hamingjusamur maður á ferð, vel giftur og þau áttu efnileg börn. Gísli lærði matreiðslu, starfaði í Kaupmannahöfn, Brauðbæ og síðast í Perlunni. Hann varð fljótt einn besti kokkur á Íslandi; matreiðslumeistari, Masterchef – hvað annað? Ekki eru slíkir listamenn á hverju strái. Eitt sinn þegar klúbburinn var hald- inn hér þá hafði ég rétt sem í var örlítið kúmen. Ég fann ekkert bragð af því. Gísli smakkaði á matnum og spurði strax „Ertu með kúmen í þessu?“ Ég játti því og hugsaði: Þetta er ekki normalt, en eru ekki bragð- og lyktarskyn ein bestu tæki matreiðslumeistara? Starfs- lega séð var Gísli á réttri hillu í lífinu, frábær kokkur sem alltaf var duglegur að tileinka sér nýja strauma í matreiðslu. Oftar en ekki þegar ég var að vesenast í eldhúsinu og varð strand – hvað á ég að gera? Hringja í Gísla, hann hafði alltaf tíma: þú gerir bara svona og svona þá ertu búinn að redda þessu. Stundum þurfti ég að fá eitt- hvað lánað, ekkert nema sjálf- sagt. Þegar ég spurði hvenær hann vildi að ég myndi ná í hlut- inn: „Hvenær sem er,“ var svar- ið. Ég er varla búinn að leggja á tólið þá hringir dyrabjallan. Hver er ekki kominn með það sem ég þurfti, nema Gísli. „Ég átti leið fram hjá,“ sagði Gísli brosandi. Ég er ekki viss um að það hafi alltaf verið satt. Greiðviknin óendanleg og alltaf sjálfsögð. Gísli var mikill vinur vina sinna. Við félagarnir reyndum að spila hálfsmánaðarlega. Alltaf gott að borða hjá Gísla – buff tartar. Það varð hefð fyrir nokkrum árum, að Gísli byði upp á tartar í spilaklúbbnum. Ekki slæm hefð það. Í vor þá ákváðu þau hjónin að hætta að vinna, 1. júlí sl., og njóta lífsins; ferðast og gera það sem þau langaði til, en skjótt skipast veður í lofti. Bryndís konan hans hefur staðið eins og klettur við hlið hans í veikindunum og er sjálfsagt orðin örþreytt eftir þennan erfiða tíma. Börnin gáfu henni mikinn styrk enda dugleg að styðja við bakið á mömmu sinni. Bryndís mín, þrátt fyrir að Gísli hafi farið allt of snemma þá veit ég að þetta er erfitt en hugs- aðu til baka, til allra góðu áranna sem þið Gísli áttuð saman. Gísli, þín verður sárt saknað. Ég er betri maður fyrir að hafa þekkt þig. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég votta nánustu fjölskyldu Gísla mína dýpstu samúð. Með vinsemd og virðingu, Gísli Krogh. Aðafararnótt fimmtudagsins 3. september dreymdi mig draum. Ég kom í hús sem til- heyrði samtökum sem ég sæki reglulega og hef gert í mörg ár. Í draumnum var líkan af breska þinghúsinu og klukkuturninn, Big Ben, var að brotna af mód- elinu. Ég reyndi að festa turninn en ekkert gekk. Við það vaknaði ég. Mín fyrsta hugsun var að Gísli væri dáinn. Það var rétt. Því mið- ur. Ég og Gísli áttum samleið í nokkuð mörg ár. Hittumst und- antekningalítið í hverri viku, sát- um saman með góðu fólki þar sem við samhæfðum reynslu okkar, styrk og vonir. Þau sem það gera kynnast vel og innilega. Gísli var ómetanlegur félagi og vinur. Það veit ég eftir áralöng samskipti. Því datt mér í hug að Gísli væri dáinn þegar mig dreymdi að kirkjuturninn væri brotinn og fallinn? Jú, vegna þess að Gísli var áreiðanlegur, tryggur, ná- kvæmur og taktfastur. Eins og heimsins besta klukka. Félagar Gísla í litlu góðu deildinni á miðvikudagsmorgn- um sakna eflaust allir hins góða vinar. Fjölskylda Gísla á hug minn allan. Þau horfa á eftir ein- staklega góðum og gefandi manni. Sigurjón M. Egilsson. Gísli Thoroddsen Það er þyngra en tárum taki að hugsa til þess að elsku Viktor sé ekki leng- ur meðal okkar, far- inn úr lífinu sem hefur svo mörg tækifæri. Til ljóssins heima lífið snýr, og lýsir dagsverk þitt. Drottinn sem þér bústað býr, barnið þekkir sitt. Í margra huga er minning skær og mynd í hjarta geymd. Stöðugt okkur stendur nær, stund sem ekki er gleymd. Viktor Már Axelsson ✝ Viktor Már Ax-elsson fæddist 11. september 1989. Hann lést 12. ágúst 2015. Útför hans fór fram 21. ágúst 2015. Nú er komið að kveðju- stund, klökkvi hjartað sker. Nú genginn ertu Guðs á fund, sem góður líknar þér. Lífið er tímans ten- ingaspil, tilgangur þess virðist falinn, en gott er að vita að gerð eru skil, og gengin spor vandlega talin. Enginn veit hvorki um stað eða stund, hvar stöðvast hin mannlega klukka, og þegar réttlætis reiknað er pund, þá ræður ei hending né lukka. (Kristján Runólfsson) Blessuð sé minning elsku Vikt- ors okkar. Kristín Axelsdóttir (Didda amma).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.