Morgunblaðið - 11.09.2015, Side 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015
Lína Rut Ásbjörnsdóttir, Halla Bríet Kristjánsdóttir, Jóhanna Heiður Kristjáns-
dóttir og Arna Jóna Hjálmarsdóttir héldu tombólu á Húsavík til styrktar Rauða
krossinum. Þær höfðu 5.983 krónur upp úr krafsinu.
Hlutavelta
Gaukur Úlfarsson, leikstjóri, á afmæli í dag og þó að hann sé ekkimikið afmælisbarn þá býst hann við að gera sér einhvern daga-mun. Hver hann verður á eftir að koma í ljós. „Mér hefur alltaf
fundist svolítið kjánalegt að halda upp á sjálfan mig en með árunum
hefur maður vanist þessu. Ég verð eitthvað að vinna og fer kannski að
slást niðrí Mjölni.“
Gaukur hefur komið víða við. Spilað á bassa með Quarashi og leik-
stýrt fjölmörgum myndböndum þeirra, hann var maðurinn á bak við
Silvíu Nótt ævintýrið, var einn stofnanda Besta flokksins og leikstjóri
kvikmyndarinnar GNARR . Hann segir að áhugamálin séu fleiri en leik-
stjórn. „Ætli það sé ekki ferðalög til framandi landa, lestur góðra bóka
og kvikmyndir og tónlist.“
Veðrið hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að undanförnu
en Gaukur spáir áframhaldandi lægðum og vindi í vetur. „Ég held að
þetta verði nýtt lægðarmet hjá Veðurstofunni en við þurfum öll að búa
á þessari veðurstofu og umbera þetta.
Hjá mér sjálfum eru fjölmörg verkefni í pípunum, það er aldrei setið
auðum höndum. Það er samt of snemmt að tala mikið um það eins og er.
En meðal annars er ég að vinna að sex þátta seríu sem verður sýnd á
Stöð 2 í febrúar,“ segir hann án þess að fara nánar út í þá sálma.
benedikt@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Leikstjórinn Gaukur ætlar að vinna í dag og jafnvel að fara á æfingu.
Ferðalög, lestur
og kvikmyndir
Gaukur Úlfarsson leikstjóri er 42 ára í dag
G
uðrún Dager Garðars-
dóttir, hún Gunna, er
Ofanbyggjari úr Vest-
mannaeyjum sem slys-
aðist til náms og hleypti
heimdraganum 16 ára gömul. Jarð-
irnar fyrir ofan Hraun voru lengi rík-
isjarðir sem ábúendur leigðu gegn
viðhaldi þeirra. Þeim fylgdu hlunn-
indi, sjófugl og egg, á Heimaey og í
úteyjum. Húsaþyrpingin hverfðist
um prestsetrið Ofanleiti. Á bæjunum
var framan af stundaður sjálfsþurft-
arbúskapur, þar bjó ósérhlífið fólk,
bæði fátækir og ríkir, sem naut
kompanísins við náttúruna.
Menntun og störf
Eftir landspróf innritaði faðirinn
heimasætuna í Menntaskólann á
Akureyri í hans heimabæ hjá ættinni
og tilheyrir hún annáluðum 1975-
stúdentahópnum. Í skjalageymslu
skólans ku enn vera geymd sk.
pönnukökuritgerð sem rann úr sjálf-
blekungi hennar yfir 30 A4-síður og
er sögð lengsta ritgerð í sögu skól-
ans. Þar daðraði hún við leikhúsgyðj-
una í uppsetningu á Atómstöðinni.
Mest auðlegð afmælisbarnsins er að
hafa alist upp fyrir ofan Hraun sem
skilaði henni einkunninni 10 á stúd-
entsprófi fyrir íslenskuritgerð um
fugla- og eggjatöku í Eyjum.
Árið 1977 lá leiðin til Lundarhá-
skóla í þjóðhátta- og bókmennta-
fræði eftir að hafa kennt við Barna-
skóla Vestmannaeyja þaðan sem hún
eitt sinn útskrifaðist með verðlaun
fyrir bestu ritgerð í íslensku á barna-
prófi. Í Lundi kynntist hún Max
Dager sem hún svo giftist og ætt-
leiddu þau 1992 einkadótturina Ingi-
björgu Iris Mai Svölu, frá Hanoi.
Áhuginn á þjóðháttafræði spratt
úr sjálfboðaverkefni um fráfærur á
Vestfjörðum sumarið 1976 en laut í
lægra haldi fyrir bókmennta-
Guðrún Dager Garðarsdóttir menningarfræðingur – 60 ára
Unga kærustuparið Max Dager og Guðrún á brautarstöðinni í Karlskrona í Blekinge, heimabæ Max, eftir að hafa
lagt heiminn að fótum sér á ferðalagi umhverfis jörðina á 280 dögum. Árið er 1981.
Er og verður Ofan-
byggjari úr Eyjum
Fjölskyldan Fermingardagur
Ingibjargar Iris Mai Svölu 2005.
Sauðárkrókur Sævör
Vala Ingólfsdóttir
fæddist 26. ágúst
2014 kl. 23.46. Hún vó
4.630 g og var 53 cm
löng. Foreldrar hennar
eru Ólína Björk Hjart-
ardóttir og Ingólfur
Valsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • brynja@brynja.is
Hefilbekkir
fyrir skóla og handverksfólk
Margar stærðir fyrirliggjandi
Opið
virka
daga
frá 9
-18
lau f
rá 10
-16
Verð 72.980
Skápur: 27.490
Nordic Plus
1450
Verð 89.600
Advanced
1500