Morgunblaðið - 11.09.2015, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
TIMEOUT
- FÁGUĐ HÖNNUN OG ÞÆGINDI SAMEINUĐ Í E INUM STÓL -
STÓLL + SKEMILL
kr. 374.900
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er hætt við erfiðleikum í nánustu
samböndum þínum á næstunni. Trú þín á
sjálfa/n þig gerir þig jákvæða/n og sterka/n.
20. apríl - 20. maí
Naut Gamall vinur mun kynna þig fyrir per-
sónu sem á eftir að verða þér náin lengi.
Hafðu hægt um þig þar til öldurnar lægir og
ræddu þá málið við yfirmann þinn.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að einbeita þér að heim-
ilinu og fjölskyldunni í dag. Þér finnst þú ekki
hafa tíma til neins, en hvernig væri þá að
hætta að liggja í tölvunni?
21. júní - 22. júlí
Krabbi Einhver kemur þér svo á óvart að þú
verður að játa að aldrei skyldi dæma eftir út-
litinu einu saman. Fólk stendur fast á sínu og
er ekki tilbúið að gefa neitt eftir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þér er nauðsynlegt að brydda upp á ein-
hverju nýju til þess að gefa lífinu lit. Við þér
blasa nú ýmsir möguleikar og það skiptir
sköpum hvernig þú heldur á málum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er alltaf gott að hafa varaáætlun í
bakhöndinni, sérstaklega þegar við aðra er
að eiga um framgang mála. Sólin laðar tæki-
færin til þín og veitir þér orku til að gera sem
mest úr þeim.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert í varnarstöðu án þess að vita ná-
kvæmlega gegn hverju. Þú áttar þig á því
hverjir veikleikar þínir eru jafnframt því að
uppgötva hvar þú stendur styrkum fótum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú munt líklega eiga mikilvægar
samræður við yfirmenn þína og aðra yfir-
boðara á næstu vikum. Fljótfærni í ásta-
málum getur reynst harla afdrifarík.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nýttu hæfileika þína, hversu lítil-
fjörlegir sem þú heldur að þeir séu. Slakaðu á
og njóttu þess að leika þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú ættir þú að láta til skarar
skríða og sækja það mál sem þig hefur lengi
langað til þess að leiða til lykta. Einbeittu þér
að því að njóta þess sem þú hefur og rækta
það.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ástvinir virðast ekki vera hrein-
skilnir í samskiptum, og þú nennir ekki að
taka þátt í þessum leik. Um leið og þú ferð að
dæma gjörðir annarra ertu í vondum málum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú þarft að leggja þig sérstaklega
fram til þess að ná tilskyldum árangri.
Reyndu að taka það rólega næstu daga,
flensan er mætt í nánasta umhverfi.
Það er ósköp haustlegt hér fyrirsunnan,“ skrifaði Pétur Stef-
ánsson á Leirinn undir kvöldmat á
þriðjudaginn:
Horfinn er sumarsins ylur og yndi.
Allt hefur fölnað blómanna skraut.
Haustið er komið með vætu og vindi
og vorfuglar allir flognir á braut.
Ólafur Stefánsson tók í sama
streng:
Pétur er kominn að kveða inn
haustið,
karlinn er alla tíð samur og jafn.
Bát sínum gamla hann bjargar
í naustið
brýnir í vörinni marglúinn stafn.
Seinna um kvöldið barst kveðja
frá Fíu á Sandi, sem hafði aðra
sögu að segja:
Hingað kom sumarsins ylur og yndi
iðjagrænn skógur hlaut logagyllt
skraut.
Nú heyja menn túnin í hressandi
vindi
þó hér séu fuglar, að sjálfsögðu
á braut.
Árla næsta morgun lét sr. Skírnir
Garðarsson frá sér heyra:
Við Ásvallagötu er yndi og friður,
þó eilífðar smáblómin titri á blá.
Hér glaðir menn una því gjörningur
viður
er góður, og hunangið drýpur
um strá.
Og bætti við: „Þetta er stemmn-
ingin.“
Brátt lét Sigurlín Hermannsdótt-
ir til sín heyra:
Haustið kom með látum liðna nótt
það lamdi glugga, hurðir, veggi og þil.
Lauf af trjánum rifnar furðu fljótt
og fyllir götur, svona hér um bil.
Vindur grætur, vælir sárt og hvín
og virðist þjást af slæmri ástarsorg.
Þá hátt á loft mun takast trampólín
og tignarlega svífa yfir borg.
Skjótt skipast veður í lofti. Upp
úr hádeginu á miðvikudag skrifaði
Fía á Sandi:
Rifsberin smáu sem garðurinn gaf
af greinunum eru að fjúka.
Og hattarnir fuku, fjöllunum af
ferð þeirra, í sjónum mun ljúka.
Á Boðnarmiði er þetta vel kveðna
afbrigði dróttkvæðs háttar eftir
Rögnu Guðvarðardóttur og ber yf-
irskfriftina „Þjóðsaga (gömul og
ný)“:
Fjalla í hól og helli
halda enn fast í valdið
grályndir þursar þráir
þrefa og steyta hnefa
bak við þá drottnar dreki
drýldinn í skapi fýldur
dvergar í bláu bergi
bræða gull sitt í næði.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Haustið kom með látum
Í klípu
RÓBERT ÞURFTI OFT AÐ SANNA SIG
– SEM GERIST ÞEGAR ÞÚ HEFUR
OFTAST RANGT FYRIR ÞÉR.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„VENJULEGAST MYNDI ÉG LEIÐA HJÁ MÉR
ÞAÐ SEM SAGT ER VIÐ MIG Í GRÍNI Í
JÓLASKEMMTUNINNI, EN...“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... sterk!
TALANDI UM ERFIÐISVINNU...
ERFIÐISVINNA HEFUR ALDREI
SKAÐAÐ NEINN
SATT
ÞÚ ERT AÐ TALA UM AÐ
TALA UM ERFIÐISVINNU,
ER ÞAÐ EKKI?
FAÐIR ÞINN KOM
SEINT HEIM AF
KRÁNNI Í NÓTT!
HANN ER
MJÖG FÝLDUR
Í MORGUN
...HANN HAFI FARIÐ
VITLAUSU MEGIN
FRAM ÚR GÓLFINU!
ÞÚ GETUR
SAGT AÐ...... OG
SVAF Á
GÓLFINU!
GÓÐAN MORGUN ÞAÐ ER EFTIR
HÁDEGI
JÁ, EN... ÞAÐ
ER MORGUNN
EINHVERS STAÐAR.
Í ALVÖRUNNI
– FÁÐU ÞÉR
ÚR.
Oft hefur verið sýnt fram á gildiíþrótta og mikilvægi afreksfólks
í íþróttum sem fyrirmyndir og gleði-
gjafar.
x x x
Fræg er sagan af stuðnings-mönnum enska knattspyrnuliðs-
ins Newcastle, sem fylltu ekki aðeins
pallana á leikjum liðsins heldur fjöl-
menntu á St James’ Park í hvert
sinn sem búningarnir voru þvegnir
og hengdir út á snúru. Í kreppu og
atvinnuleysi gátu þeir látið sig
dreyma og vonast eftir betri tíð.
x x x
Að sama skapi þyrptust Íslend-ingar á Melavöllinn, þegar hann
var og hét, til þess að fylgjast með
afreksfólkinu eins og Clausen-
bræðrum, Gunnari Huseby og Torfa
Bryngeirssyni og sagt er að þegar
Ísland vann Svíþjóð 4:3 í frægum
knattspyrnulandsleik á vellinum
1951 hafi fagnaðarhrópin heyrst upp
á Akranes!
x x x
Markviss uppbygging íþrótta-mannvirkja, skipulögð fræðsla
leiðbeinenda, kennara og þjálfara og
þjálfun íþróttamanna við bestu að-
stæður hefur skilað Íslendingum af-
reksfólki í mörgum greinum eins og
til dæmis í sundi, frjálsum, júdó og
fimleikum. Stöðugasti árangurinn
hefur verið í handboltanum og
frammistaða karlalandsliðanna í
körfubolta og fótbolta að und-
anförnu hefur vakið athygli langt út
fyrir landsteinana.
x x x
Karlalandsliðið í fótbolta hefur áttsviðið undanfarin misseri og ár-
angur þess, að vinna sér sæti í úr-
slitakeppni Evrópumótsins næsta
sumar, er einn glæsilegasti árangur
Íslendinga til þessa, með fullri virð-
ingu fyrir öðrum glæstum sigrum.
Þetta er liðið sem hefur sameinað
þjóðina, aukið bjartsýni hennar og
ánægju. Þjálfararnir Heimir Hall-
grímsson og Lars Lagerbäck eru í
guðatölu og stjórn og annað starfs-
fólk KSÍ undir forystu Geirs Þor-
steinssonar á heldur ekkert nema
hrós skilið. Knattspyrnuhreyfingin
stendur uppi sem sigurvegari og
þjóðin fagnar og gleðst sem aldrei
fyrr. víkverji@mbl.is
Víkverji
Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem
mig styrkan gerir (Fil. 4:13).