Morgunblaðið - 11.09.2015, Side 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015
veru og leiftrandi kímni. Þetta er
allt svo óraunverulegt, við ætluð-
um að verða gömul saman, halda
áfram að veiða og ferðast, en nú
ferðast þú um stund án mín en við
hittumst síðar. Samúðarkveðjur
til allra sem elskuðu Gulla.
Þín vinkona,
Anna Guðný.
Um leið og ég votta nærstödd-
um ættingjum og vinum samúð
mína, langar mig að minnast góðs
vinar.
Í vikunni fann ég sjálfan mig á
sama stað og svo oft áður. Ég var
að hugsa eitthvað um hönnun og
byggingatækni og datt í hug að
Gulli væri maðurinn til að ræða
þetta við. Þetta gerðist oft og ég
geri líka ráð fyrir því að það gerist
ítrekað í framtíðinni, þar sem
þessi stuttu „sækja í þekkingars-
arp hins“ samtöl okkar voru oft
ástæða bara til þess að tala saman.
Mér þótti vænt um það síðustu
mánuði, að vinur minn vildi hafa
mig hjá sér, en hann sendi stund-
um til mín skilaboð um „service“.
Þau voru þó ekki annað en beiðni
um að mæta í gönguferð og spjall.
Í lokin var þó stundum fyllt upp í
samræður okkar með þögn. Ekki
minn styrkur, en ég lærði á þess-
um heimsóknum hversu þögnin, í
góðum félagsskap, getur verið
yndisleg.
Við Gulli áttum með okkur góð-
an vinskap, sem óx með tímanum,
í fyllstu merkingu þess orðs, þar
sem úr varð hópur vina sem
kenndi sig við Vínbarinn. Ástæðan
var einföld, við vorum fólk á besta
aldri, sem kunnum vel að meta
miðborgarbraginn, góðan mat og
vín, en ekki síst félagsskap álíka
þenkjandi fólks. Í hópnum voru
fleiri stelpur, og Gulli fann því það
ágætis nafn á hópinn – „Dúllurn-
ar“. Okkur strákunum fannst
þetta stundum eilítið erfitt viður-
nefni, en hvað er betra en að vera
fúlskeggjaður á slæmum hárdegi
og samt Dúlla?
Fólk fer oft ólíkar leiðir í lífinu,
en merki vináttu er að jafnvel eftir
langan tíma á ólíkum slóðum þarf
ekki mikið til að kalla hvorn annan
til. Stutt skilaboð frá öðrum okkar
var allt sem þurfti og þá var sest
niður og spjallað, eins og við vær-
um rétt búnir að hittast. Gulli var
alltaf traustur og skemmtilegur
félagi. Í anda vinar míns, ætla ég
ekki að tala um veikindi hans. Þau
voru honum stíf og erfið, en hann
hafði baráttuanda í huga alla tíð.
Honum þótti vænt um hvað eig-
inkonan stóð honum þétt og nærri.
Hlutverk hennar var erfitt, en
leyst af sóma. Eins og aðrir menn á
miðjum aldri, var hann ánægður
með litlu hlutina sem hann veitti
sér, eins og nýja bílinn sinn og veið-
ina í sumar. Hann pantaði sér ein-
mitt veiði og ferðalag, um leið og
hann vissi af veikindum sínum. En,
það er kannski málið, Gulli var á
miðjum aldri og kunni að njóta lífs-
ins. Það hryggir mig óendanlega,
að hann geti ekki notið þess lengur,
svo sannarlega hafði hann unnið
fyrir því. Ég mun skála fyrir vini
mínum og frænda lengi, eins lengi
og ég mun muna hann, sem án efa
verður þangað til ég hitti hann aft-
ur. Elsku Gulli, þú varst mér kær
vinur og minningin um þig verður
það alltaf. Takk – Þinn vinur,
Ívar.
Á stundum gerist það að við
hittum fólk með glit í auga, sem
verður til þess að maður dregst að
svipbrigði þess og síðan nærveru
og vinskap. Ég var svo gæfusam-
ur að hitta á þetta augnaglit vinar
míns – kannski seint miðað við allt
of stuttan æviferil hans, en allt á
sinn tíma. Fleiri vini ég fangað hef
í færri köstum en Gulla. En þegar
hann tók, þá var það hann sem
fangaði mig fyrir lífstíð.
Hann stóð með okkur feðgum
og vinum sínum allar stundir í vin-
áttu, veiði, félagskap og skemmt-
un. Hann nærði okkur á líkama og
sál. Í ófá skiptin tók hann sonum
mínum sem sínum, kenndi þeim
og fórnaði sér fyrir þá af heilum
hug. Í þessu er honum best lýst,
nema ef bæta mætti við kímni sem
aldrei fékk fölnað fyrr en með
honum sjálfum.
Fegurð hans kom fram í að-
dáun vina hans og vandamanna á
því sem hann stóð fyrir. Fegurð
hans kom fram í því hvernig hann
reyndist ávallt vinur og fyrirmynd
annarra manna í framkomu sinni
og einstöku lítillæti. Það var gjöf-
ult að fá að vera vinur slíks manns.
Jörundur Guðmundsson.
Látinn er langt fyrir aldur fram
vinur okkar og fyrrverandi sam-
starfsmaður hjá Álftárósi, Gunn-
laugur Kristjánsson.
Gulla kynntumst við er hann
hóf störf hjá Álftárósi árið 1986.
Hann starfaði þar sem verkefnis-
stjóri yfir þeim verkefnum sem
Álftárós vann að, s.s. Heild ll, Slát-
urfélag Suðurlands, Höfðabak-
kabrú, kerskáli Ísal og mörg fleiri
krefjandi verkefni. Hann var frá-
bær vinnufélagi og úrræðagóður.
Gulli átti sér mörg áhugamál,
s.s. brids, fluguveiðar og mat-
reiðslu. Hans frábæru matreiðslu
fengum við oft að njóta þegar við
vorum við veiðar og fór hann þá á
kostum við grillið og eldavélina,
við sáum um að þrífa eldhúsið.
Við kveðjum góðan dreng með
söknuði og vitum að hann kastar
„hitsi“ í lygnu vatni á betri stað.
Ástvinum hans sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur og hugg-
um okkur við fallegar minningar.
Blessuð sé minning Gunnlaugs
Kristjánssonar.
Fyrir hönd fyrrverandi eigenda
og starfsmanna Álftáróss,
Örn Kjærnested og
Oddur H. Oddsson.
Það er með mikilli sorg og
söknuði sem við kveðjum Gunn-
laug Kristjánsson langt fyrir ald-
ur fram. Við höfðum fylgst með
baráttu Gunnlaugs við erfið veik-
indi. Því kom andlátsfregnin ekki
á óvart þótt við vonuðum allt til
loka að hann myndi ná bata.
Gunnlaugur var lykilmaður fyrir
okkur hjá Heidelberg Cement
Northern Europe við endurskipu-
lagningu á starfsemi fyrirtækisins
á Íslandi. Aðkoma hans skipti
sköpum fyrir stofnun Eignar-
haldsfélagsins Hornsteins. Að
koma starfseminni á réttan kjöl á
ný fól í sér mörg afar krefjandi
verkefni. Þekking Gunnlaugs og
skilningur á íslenskum verktaka-
og byggingariðnaði ásamt áræðni
hans hjálpaði til við að koma fyr-
irtækjunum á réttan kjöl og skapa
grundvöll undir lífvænlegan og
sjálfbæran rekstur. Það er okkur
gleðiefni að Gunnlaugur náði að
sjá reksturinn breytast til batnað-
ar og við vitum að það gladdi hann
líka og fyllti stolti. Þegar á móti
blæs koma mannkostir best í ljós;
Gunnlaugur gafst aldrei upp, jafn-
vel þegar viðskiptaumhverfið var í
algjörri lægð. Gunnlaugur var
sterkur persónuleiki, hógvær og
traustur. Hans verður saknað.
Megi hann hvíla í friði.
Fyrir hönd stjórnar Horn-
steins.
Gunnar Syvertsen formaður
stjórnar og framkvæmdastjóri
HCNE, Peter Linderoth
stjórnarmaður.
Það er með hryggð í hjarta sem
við setjumst niður og skrifum
þessi minningarorð um vin okkar
og samstarfsmann, Gunnlaug
Kristjánsson. Þótt honum hafi
ekki auðnast að starfa lengi með
okkur hjá BM Vallá náði hann að
skilja eftir sig djúp spor. Kom með
nýja hugsun um hvernig gera ætti
hlutina og nýja nálgun á hvað
skipti máli. En ekki síst fylgdi
honum góður andi sem smitaði út
til allra því Gulli hafði sérstaklega
góða nærveru.
Hann fékk í fangið mörg erfið
verkefni. Tók við fyrirtækjum
sem stóðu sum frammi fyrir að því
er virtist óleysanlegum vanda. En
þar voru örugglega fáir betri en
hann með sína afburðasamskipta-
hæfni og sveigjanleika. Gulli gekk
að þessum verkefnum eins og öðr-
um af auðmýkt, jákvæðni og
vinnusemi. Var upptekinn af því
að ná árangri en hafði lítinn áhuga
á að berja sér á brjóst. Það eru því
undarleg örlög og ósanngjörn að
þegar farið er að birta skuli hann
kallaður burt.
Ferðalögin með Gulla eru
minnisstæð. Hann var sérstaklega
skemmtilegur ferðafélagi, hafði
farið víða og var góður sögumaður
og með mikla og beitta kímnigáfu.
Við sjáum hann fyrir okkur nokk-
uð ábúðamikinn á fjöllum að grafa
í malarhauga, að virða fyrir sér
mannvirki eftir Frank Gehry í
Prag, sem hann þekkti auðvitað,
og sitjandi á flugvöllum með sím-
ann að leysa einhverjar krísur.
Þetta voru þó aldrei neinar
skemmtiferðir heldur vinnuferðir
með stífu prógrammi. Samt var
oft gert eitthvað skemmtilegt.
Keyrt t.d. langar vegalengdir til
að fá sér rúgbrauð sem er ógleym-
anlegt því síðustu samskiptin voru
m.a. vangaveltur um hvaða staður
væri uppspretta og móðir alls rúg-
brauðs með reyktum silungi. Sem
er náttúrlega eitthvað sem skiptir
alla sómakæra menn miklu, eins
og hann orðaði það.
Gunnlaugur Kristjánsson var
farsæll í sínu starfi en það sem
mest er um vert, var einnig góður
drengur sem lét alls staðar gott af
sér leiða, naut virðingar og lifði
með reisn. Hans er sárt saknað
hjá BM Vallá. Við vottum fjöl-
skyldu og ástvinum hans okkar
dýpstu samúð. Guð blessi minn-
ingu Gunnlaugs Kristjánssonar.
Einar Einarsson,
Gunnar Þór Ólafsson og
Pétur Hans Pétursson.
Í dag kveðjum við í hinsta sinn
vin okkar og yfirmann, Gunnlaug
Kristjánsson, sem lést eftir harða
sjúkdómsbaráttu. Lífið er ekki
alltaf sanngjarnt og sannaðist vel
við fráfall Gunnlaugs því hann
elskaði lífið í öllum þess myndum
og barðist hetjulega til hinstu
stundar og gaf aldrei upp vonina.
Hann kom með miklum hraða
inn í líf okkar í maí 2007 sem for-
stjóri Björgunar ehf. Það var
gaman að fylgjast með hversu
fljótur hann var að kynnast starfs-
fólkinu og hinum margvíslegu
verkefnum fyrirtækisins. Hann
var röskur til allra verka og fylgdi
þeim til loka. Það eru mörg verk
og stór sem hann áorkaði og liggja
eftir hann öðrum til góða síðar
meir.
Það fer seint úr huga okkar að
bestu umræðurnar um málefni
fyrirtækisins og samfélagsins í
heild fóru fram á verkstæðisgólf-
inu. Hann kom þar alltaf inn og
sagðir „hvað er að frétta strákar“.
Þar var tekinn staðan á málefnum
dagsins og kom oft í framhaldinu
af þeim umræðum „þetta er þá
ákveðið“. Skrifstofan hans var
alltaf opin fyrir öllum. Er okkur
minnisstætt þegar nýr starfsmað-
ur gekk inn á fund sem hann sat
og vildi ræða við hann um ákveðið
verkefni og til að sinna starfs-
manninum var það fyrsta sem
hann sagðir við fundarmenn „er
ekki kaffi og smókur?“
Ekki má gleyma dugnaði og
samskiptahæfileikum hans þegar
sameiginlegt eignarhald á Björg-
un, BM Vallá og Sementsverk-
smiðjunni varð til undir merkjum
Eignarhaldsfélagsins Hornsteins.
Það var mikil vinna að koma þessu
öllu saman og oft reyndi það mikið
á hann, en áhuginn var mikill og
ótrúlegt hver afraksturinn var,
bæði hvað varðar starfsmenn og
verkefni, en þar komu best í ljós
kostir hans sem einkenndust af
góðu lundarfari réttsýni, víðsýni
og festu.
Hann fór með miklum hraða úr
lífi okkar eins og hann kom, það er
illskiljanlegt og erfitt að sætta sig
við þegar einstaklingur, sem hefur
skipað stóran sess í lífi okkar, fell-
ur frá í blóma lífsins en á hinn bóg-
inn er huggun harmi gegn að hann
þjáist ekki lengur.
Það er stórt skarð sem hann
skilur eftir í huga okkar allra sem
unnu með honum, mikill missir og
sár söknuður.
Við biðjum góðan guð að
styrkja eftirlifandi eiginkonu
hans, móður, börnin, aðra ætt-
ingja og vini.
Jóhann Garðar Jóhannsson
og Þórdís Unndórsdóttir.
Frábær samstarfsmaður til
margra ára og drengur góður er
fallinn frá, langt um aldur fram og
er það mikill harmur. Við félagar
hjá Byggingafélagi Gylfa og
Gunnars kynntumst Gunnlaugi
Kristjánssyni fyrst snemma á ní-
unda áratugnum. Þá vakti hann
strax athygli sem kröftugur ungur
maður innan byggingariðnarins,
fyrst hjá Ármannsfelli og Asetu,
síðar hjá Álftarósi og ÍAV. Auðséð
var strax að þar var nýr leiðtogi á
ferð, verkin látin tala og hlutirnir
afgreiddir fljótt og vel af krafti og
dugnaði.
Við fórum síðar að vinna að
byggingaáformum með Björgun
ehf. að spennandi verkefnum
tengdum landfyllingum og bygg-
ingu húsa í „bryggjuhverfum“.
Við byggðum mörg hús í Bryggju-
hverfinu við Grafarvog og síðar
tók við hið fallega Sjálandshverfi.
Gunnlaugur var ráðinn til starfa
sem forstjóri Björgunar 2007 og
samskiptin urðu enn meiri. Síðan
þá var Gulli í Björgun, eins og
hann var ætíð kallaður, ekki bara
samstarfsaðili okkar, heldur líka
vinur og félagi. Síðasta verkefni
okkar saman var landfyllingin í
Kársnesi en þar er nú að rísa
glæsileg íbúðabyggð.
Hann kom okkur strax fyrir
sjónir sem framsýnn og skarpur
maður með sterka yfirsýn og
stefnumótun. Ekki bara vinnu-
samur og hugmyndaríkur heldur
líka einstaklingur sem gaman var
að vinna með, sá alltaf spaugilegar
hliðar á málum og fljótur að finna
lausnir. Fundir með honum voru
ekki bara tæknilegs eðlis og úr-
vinnsla verkefna heldur líka nær-
ing fyrir sálina. Gulli var gleðigjafi
og gaf mikið af sér til samferða-
mannanna.
Aðaláhugamál Gulla í frítíma
var veiðimennska og hann var
ekki bara mikill og fær stangveiði-
maður heldur líka frábær kokkur
og mikill áhugamaður um góðan
mat. Margs er að minnast úr frá-
bærum veiðiferðum, þar sem
gleðin var við völd. Minnistæðust
er þó ferð okkar alla leið til Arg-
entínu fyrir nokkrum árum til sjó-
birtingsveiða. Þar fékk ég að
kynnast honum enn frekar í hópi
góðra félaga og í ferðinni kenndi
hann okkur að vera „gourme-
t“eins og hann sagði; læra að meta
argentínskan mat og ljúf vín.
Hrein unun var að sitja með Gulla
með gott í glasi eftir góða veiði-
daga, þá kom húmoristinn og
sögumaðurinn í honum fram.
Mikilsvert er að minnast á að
sterkur kjarni innan iðnaðar-
mannadeildar Bygg hefur hlotið
leiðsögn sem ungir menn hjá
Gulla þegar hann var tæknilegur
framkvæmdastjóri hjá Álftarósi
og síðar ÍAV. Hann var frábær
leiðbeinandi og á þeim árum hafði
hann frumkvæði að og stýrði með-
al annars endurbyggingu eldri
iðnaðarlóða við Borgartún og Sig-
tún yfir í glæsilega íbúðabyggð.
Þróun og hugmyndavinna var
hans sterka hlið og er það mikill
missir fyrir okkur sem eftir stönd-
um að mega ekki njóta leiðsagnar
hans og framsækinna hugmynda
áfram.
Gunnlaugur var mikill gæfu-
maður í einkalífi að eiga Helgu;
sína frábæru og tryggu eiginkonu,
hún stóð eins og klettur við hlið
hans, nú síðast í erfiðum veikind-
um. Henni og fjölskyldunni allri
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Það er okkur
sorg að kveðja góðan samverka-
mann og vin og enn frekar að geta
ekki verið við útförina vegna
löngu ákveðinnar ferðar til út-
landa, sem ekki er hægt að víkja
frá. Við og starfsfólk BYGG send-
um hlýjar kveðjur heim til Íslands
og minnumst Gunnlaugs Krist-
jánssonar með miklu þakklæti og
virðingu. Blessuð sé minning
hans.
Gunnar Þorláksson og
Gylfi Ómar Héðinsson.
Það er heiður að hafa kynnst
Gunnlaugi Kristjánssyni og unnið
undir hans stjórn. Gulli hafði þá
persónueiginleika og hæfileika
sem prýða sanna leiðtoga.
Eitt af því sem einkenndi hann
var dugnaður og stefnufesta, hann
var sífellt að verki og vann oft
myrkranna á milli. Á síðustu árum
hefur hann áorkað gríðarlega
miklu, það vita þeir sem næst
stóðu. Mörg þeirra verkefna
kröfðust allra hans krafta þar sem
reynsla, greind og framsýni réðu
úrslitum. Hógvær og þolinmóður
tók hann fólk með sér eins og sagt
er, vann úr málum að fagmennsku
og naut trausts og virðingar. Sem
vinnufélagi var Gulli jafnan kátur,
ávallt til í að sjá spaugilegu hlið-
arnar, enda húmoristi mikill. „Við
skulum byrja þó það sé ekki
hægt,“ sagði hann stundum og
glotti við en sú setning á skírskot-
un til Hornafjarðar þar sem hann
vann á sínum yngri árum undir
stjórn hins kunna Guðmundar
Jónssonar húsasmíðameistara.
Þess tíma minntist Gulli jafnan
með hlýju.
Gulli hafði frá mörgu að segja
enda víðförull mjög. Á ferðalögum
naut hann sín til fulls, þar skein í
gegn þrá hins metnaðarfulla að
sjá og kynnast aðstæðum annarra
til að geta mögulega lært af þeim.
Kærleika bar hann til sinna nán-
ustu og leyfði okkur að heyra af
skemmtilegum samskiptum þegar
það átti við. Það var mikið áfall
þegar ljóst var hversu illa var
komið fyrir heilsu hans. Gulli tók
slaginn til hinsta dags og gaf aldr-
ei upp vonina. Þrátt fyrir veikind-
in fylgdist hann vel með til hins
síðasta enda vinnutengd málefni
jafnan efst á baugi. Samúð okkar
og hugur á sorgarstund er nú hjá
konu hans, Helgu Sigrúnu, og
fósturdóttur, Loga syni hans,
barnabörnum, aldraðri móður,
systkinum og fjölskyldum þeirra.
Með miklum söknuði og virðingu
kveðjum við Gunnlaug Kristjáns-
son og þökkum honum samfylgd-
ina. Minning um góðan dreng mun
lifa.
Fyrir hönd samstarfsmanna
hjá Eignarhaldsfélaginu Horn-
steini.
Lárus Dagur Pálsson.
Það var okkur menntaskólavin-
unum í „Crazy Crowd“ mikið áfall,
þegar það varð smám saman ljóst
að veikindi þín, elsku Gulli,
krabbameinið, var ólæknandi og
nú hefur það hrifið þig burt frá
okkur. Þau okkar sem höfðu tæki-
færi til að styðja þig í veikindaferl-
inu dást að því, hve fimlega með
húmorinn að vopni, þú varðist því
að krabbinn kroppaði í óbilandi
bjartsýni þína.
Við vorum svo heppin að kynn-
ast þér snemma á lífsleiðinni í
Menntaskólanum á Akureyri. Þá
var allt lífið framundan og við vor-
um ódauðleg, hvað svo sem eldra
og lífsreyndara fólk prédikaði.
Hjartahlýja, trygglyndi og ekki
síst húmorinn þinn var það sem
laðaði okkur að þér. Efst í huga
okkar er þakklæti fyrir það að
hafa notið vináttu þinnar í um
fjörutíu ár, við minnumst margra
gleðistunda sem við áttum saman
og mörg voru þau uppátækin sem
við stóðum saman að. Minning-
arnar sem nú sveima í höfðum
okkar gætu fyllt heila bók; rúnt-
urinn á Taunusnum hans Gunnars
bróður þíns, Sjallastuð og sveita-
böllin, útilegurnar sem við fórum í,
bridsinn, þú að berjast við að æfa
Claptonlagið „Heart of gold“ á gít-
ar og allur spuninn, gleðin og hlát-
urinn sem við áttum saman.
Eftir stúdentsprófið dreifð-
umst við í allar áttir eins og eðli-
legt er, en alltaf hittumst við þó
annað slagið, hluti af hópnum eða
öll saman á ákveðnum viðburðum.
Þú varst alltaf mikill ástríðumað-
ur. Ef þú ákvaðst að taka þátt í eða
vinna eitthvert verk var það tekið
alla leið. Þannig var það með starf-
ið þitt, laxveiðarnar, bridsspila-
mennskuna og svo margt fleira .
Hvers vegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekkert svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
Þetta sem eitt sinn var
(Starri frá Garði)
Megi æðri máttur veita ykkur
styrk í sorginni, elsku Helga Sig-
rún, Logi og aðrir aðstandendur
Fyrir hönd menntaskólavin-
anna í Crazy Crowd,
Ragnhildur Jónsdóttir.
HINSTA KVEÐJA
Elsku Gulli okkar, mann
setur hljóðan. Það er ill-
skiljanlegt og erfitt að
sætta sig við að hitta þig
ekki aftur. Hlæja með þér,
skála við þig, borða góða
matinn þinn, spjalla og vera
í návist þinni. Þvílík forrétt-
indi að fá að kynnast þér.
Takk fyrir allar góðu
samverustundirnar. Send-
um okkar dýpstu samúðar-
kveðjur til fjölskyldunnar.
Þínar vinkonur,
Brynja og Edda.
Elskuleg föðursystir okkar og mágkona,
ANNA HALLA FRIÐRIKSDÓTTIR
frá Svaðastöðum,
Fellstúni 19,
Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Sauðárkróki þann 7. september.
.
Ásta Pálmadóttir, Þór Jónsson,
Ásmundur Pálmason, Rita Didriksen,
Friðrik Pálmason, Hlíf Sumarrós Hreinsdóttir,
Svala Jónsdóttir, Gunnlaugur Steingrímsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HULDA INGIBJÖRG
SIGURBJÖRNSDÓTTIR,
áður til heimilis að Skagfirðingabraut
37, Sauðárkróki,
lést þriðjudaginn 8. september á Sjúkrahúsi
Suðurlands. Jarðsett verður frá Sauðárkrókskirkju
föstudaginn 18. september kl. 14.
.
Dætur, tengdasynir,
barnabörn, tengdabörn,
barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.