Morgunblaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015 AKUREYRI Á FERÐ UM ÍSLAND Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Valdimar Jóhannsson, hús- gagnasmiður á Akureyri, man tím- ana tvenna eða jafnvel þrenna. Hann hóf nám í stríðslok,1945, gengur enn til verka dag hvern og hefur því verið að í 70 ár! Valdi á Ými, eins og hann er jafnan kall- aður, verður 88 ára eftir fáeina daga. Valdi vill svo sem ekki gera of mikið úr því að hann sé enn að störfum. Vinnudagurinn hafi oft verið mjög langur á árum áður, en það sé liðin tíð. „Ég snerti aldrei á handtaki eftir klukkan fjögur, hvernig sem á stendur ...“ segir hann. Valdi átti sjötta part í hús- gagnaverksmiðjunni Valbjörk og sömu sögu er að segja af Snorra Rögnvaldssyni. Þeir seldu sína hluti 1966 og stofnuðu þá Ými. Snorri lést fyrir nokkrum árum en áður hafði Þengill, sonur Valdimars, keypt hlut Snorra og þeir feðgar eiga fyrirtækið saman. Starfsmenn eru fjórir. „Við vorum mest sex hérna og stækkuðum aldrei þó mjög mikið væri að gera.“ Valdimar er Dalvíkingur en flutti til Akureyrar 1945 til að hefja nám. Hann segir margt hafa breyst í gegnum tíðina. „Mér fannst vinn- an skemmtilegust frá 1945 til 1949, um það bil; þegar ekki voru til vél- ar af nokkru tagi. Þá reyndi á mann! Mér hefur ekki þótt eins gaman eftir að bættist við af tækj- um.“ Valdi lauk námi 1949 hjá Krist- jáni Aðalsteinssyni sem var með verkstæði við Hafnarstræti, í hús- inu sem kallað er París, þar sem kaffihúsið Bláa kannan er nú. „Kristján átti hálfa París, jarðhæð og kjallarann en Þorsteinn M. [Jónsson, skólastjóri og síðar al- þingismaður] efri hæðirnar. Verk- stæðið í París var sérstaklega skemmtilegur staður, við vorum sex þar og alltaf mikil kátína og gleði. Allir með sporjárnið og hamarinn á lofti, það voru helstu verkfærin.“ Spurður telur Valdimar líklegt að í Ými hafi verið smíðaðar meira en 2000 eldhúsinnréttingar fyrir ak- ureyrsk heimili. „Í 40 ár smíðuðum við svo allar gjaldkerastúlkur og af- greiðslur fyrir Íslandsbanka, jafnt í Reykjavík sem annars staðar. Fyrst fyrir Iðnaðarbankann og héldum áfram eftir sameiningu og nafnabreytingar. Þá smíðuðum við mikið fyrir póstinn á sínum tíma.“ Vegna þess að Valda var farin að leiðast rútínan í vinnunni tók hann upp á því fyrir nokkrum árum að smíða sér fiðlu. Til að komast aftur í handverkið, alvöru hand- verk, segir hann. Greip þá aftur til sporjárnsins og hafði gaman af. En skyldu hljóðfærin hafa verið notuð? Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Völundur Valdi á verkstæði Ýmis. „Ég snerti aldrei á handtaki eftir klukkan fjögur, hvernig sem á stendur ...“ Nam í París og hefur staðið vaktina í 70 ár  Skemmtilegast með sporjárnið og hamarinn: „Þá reyndi á mann!“  Smíðaði fiðlur til að komast aftur í handverkið Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Steinsnar frá Ráðhústorgi, rétt of- an við sjónlínu, er Kaffi Ilmur. Hús- ið var byggt árið 1917 og var íbúðarhús í um 95 ár, þar til Ingi- björg Baldursdóttir breytti því í kaffi- og veitingahús, ásamt tveim- ur öðrum. Afi hennar og amma byggðu húsið og Ingibjörg ákvað að leyfa flestöllum munum að njóta sín í upprunalegri mynd. Hún segist hafa orðið vör við töluverða fjölgun ferðamanna frá árinu 2012 þegar Kaffi Ilmur var opnað, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna. „Við höfum fengið mjög góðar viðtökur og viðskipti hafa farið vaxandi ár frá ári,“ segir hún og bætir við að vöruúrval hafi aukist hratt frá opnun. Matur er nú framreiddur á Ilmi frá morgni til kvölds. Allt heillegt í húsinu notað Húsið ber þess greinilega merki að vera gamalt enda lagði Ingibjörg mikið upp úr því að breyta sem minnstu þegar hún gerði það upp árin 2010 og 2011. „Við notuðum allt sem var heillegt, hvort sem það var panill, stofu- gólfdúkur, hurðir eða hlóðapott- ur,“ segir hún og bætir við að gluggarnir hafi verið gerðir upp í upprunalegri mynd. ,,Afi var söðla- smiður en söðlasmiðjan var þar sem afgreiðslan er núna. Húsið var síð- an þríbýlt íbúðarhús til ársins 2011. Þá var það í niðurníðslu.“ Rottuskytta og rússavodki Sagan umlykur húsið, en Ingi- björg þekkir bæði sögu hússins og miðbæjar Akureyrar mjög vel. Hún segir blaðamanni til dæmis frá Steina ömmubróður, sem sat í eld- húsglugganum á efri hæð hússins með riffil og skaut rottur á jörðu niðri og langömmu sem var kistu- lögð á efri hæðinni. „Glugginn var tekinn úr og hún látin síga niður því hjátrúin sagði að andinn yrði frjáls við að fara út um glugga í hinsta sinn,“ segir Ingibjörg og segir sögu um ferðir bæjarbúa út í rússneska togara á bannárunum til að sækja áfengi. „Ég fann til að mynda helling af tómum áfengis- flöskum þegar ég fór að gera upp húsið. Ég geymdi þær allar.“ Á veggjunum á neðri hæðinni eru myndir í eigu Minjasafns Akur- eyrar en efri hæðina prýða myndir úr fjölskyldu Ingibjargar. Fær sögur á móti frá gestum Hún segir ferðamennina sem koma á Kaffi Ilm hafa mikinn áhuga á sögum. Stundum fær hún jafnvel sögur á móti frá heimalandi gesta sinna. „Þess vegna velti ég því oft fyrir mér hvort tiltekinn hópur fólks venji komur sínar hing- að. Satt að segja held ég að hingað sæki sögu- og menningaráhugafólk og af öllum þjóðernum.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sögulegt Húsið sem kaffihúsið er í er eitt það elsta í miðbæ Akureyrar. Samkomustaður söguáhugafólks „Við reynum að hafa eitthvað fyrir sem flesta,“ segir Stella Gests- dóttir. Hún á Bláu könnuna og Kaffi Laut, ásamt manni sínum, Ey- þóri Jósepssyni, og hjónunum Grétu Björnsdóttur og Ingólfi Gíslasyni. „Ég og Gréta rekum staðina dags daglega en mennirnir okkar hjálpa þegar mikið er að gera,“ segir hún. Stella og Gréta tóku við rekstri Bláu könnunar árið 2007 og Kaffi Lautar sjö árum síðar. Þær stöllur stóðu vel af sér hrunið, þó svo að öll lán hafi „rokið upp úr öllu valdi“ eins og Stella orðar það. Þær lögðu þó ekki árar í bát, héldu áfram að vinna af krafti og gátu svo opnað Kaffi Laut árið 2014. „Ég held að hrunið hafi bara þjappað okkur saman frekar en hitt,“ segir hún. Ferðatímabilið að lengjast Að sögn Stellu hafa viðskipti við ferðamenn aukist ár frá ári. „Núna koma ferðamenn allt árið um kring en áður komu þeir bara yfir sumar- tímann. Þegar ég byrjaði í veitinga- rekstri stóð ferðamannatímabilið aðeins frá 17. júní og fram yfir Akureyrarvöku í lok ágúst. Tíma- bilið er alltaf að lengjast og núna er Heimabökuð hollusta  Glúteinlaus brauð og kökur  Fallegt umhverfi í Lystigarðinum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Norðlenskur matur Rík áhersla er lögð á mat og drykk frá Norðurlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.