Morgunblaðið - 11.09.2015, Side 10

Morgunblaðið - 11.09.2015, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Halldór Gunnarsson ermaður sem vill hafareglu og yfirsýn yfirhlutina. Alla hluti. Ekki síst fjármálin. Sem háskólanemi hefur hann ekki úr miklu að moða, hálfblankur á stundum eins og flestir námsmenn, en hann er á lokasprettinum í rafmagnsverk- fræði í Háskóla Íslands. Frá unga aldri og reyndar til skamms tíma fór hann í hraðbankann einu sinni í viku og tók út tiltekna upphæð, sem hann reiknaði sér í vasapen- inga. Síðan greiddi hann allt með reiðufé og passaði sig á að fara ekki krónu fram yfir. Svolítið upp á gamla móðinn því þeim fækkar stöðugt sem ganga með beinharða peninga á sér. Og núna er einum færri í þeim hópi. Halldór er kom- inn með greiðslukort og notar app í Pebble-snjallúrinu til að henda reiður á eyðslunni. Appið er annars vegar til á ís- lensku, Vikupeningur, og hins veg- ar ensku, Allowance. Höfundur er fyrrnefndur Halldór Gunnarsson. „Ég var fyrst að velta fyrir mér að gera app fyrir Android-snjallsíma en áttaði mig fljótlega á að mun þægilegra væri að hafa það í snjallúrinu, því ég er alltaf með úrið uppi við á úlnliðnum, og eld- snöggur að slá inn upphæðina um leið og ég borga. Með appið í snjallsíma hefði ég þurft að seilast eftir í vasanum, opna forritið og skrá inn upphæðina, kannski með röð af óþolinmóðu fólki fyrir aftan mig við búðarkassann.“ Ekki fram úr eigin fjárlögum Halldór kveðst sárasjaldan hafa farið fram úr þeim fjárlögum sem hann hafi sett sér og við- urkennir að sér sé í blóð borið að vera ráðdeildarsamur. „Þegar ég borgaði með reiðufé safnaðist gjarnan hjá mér haugur af smá- peningum sem bæði þvældist fyrir mér og íþyngdi. Ég lét peningana duga út vikuna en vissi ekki ná- kvæmlega í hvað þeir fóru. Þótt ég hafi fyrst og fremst gert appið fyrir sjálfan mig er það aðgengi- legt öllum sem eiga Pebble- snjallúr. Líkt og í Android- símunum, þar sem öpp eru sótt í Playstore, er sambærilegur app- markaður eða verslun í Pebble- snjallúrunum, sem nefnist einfald- lega Pebble apps,“ útskýrir Hall- dór. Á rúmlega viku hafa meira en eitt hundrað manns sótt sér bæði ensku og íslensku útgáfuna og fjöldi manns „lækað“. Halldór býst ekki við að öppunum verði halað niður í massavís, sérstaklega ekki af Íslendingum, enda eigi til- tölulega fáir Pebble-snjallúr hér á landi. Til að fyrirbyggja misskiln- ing tekur hann fram að öppin, Vikupeningur í snjallúrinu Smáforrit, eða svokölluð öpp, eru til margra hluta nytsamleg, sérstaklega fyrir þá sem vilja hafa yfirsýn yfir hlutina. Eins og Halldór Gunnarsson, sem hann- aði appið Vikupeningur og veit nú upp á hár í hvað peningarnir hans fara. Morgunblaðið/Eggert Appið Hægt er að sjá síðustu færslur og hvenær þær voru færðar. Þátttakendurnir sjötíu í Sumarlestri Bókasafns Seltjarnarness létu sig ekki muna um að lesa 112 bækur, eða 10.528 blaðsíður, í sumar. Í lok átaks- ins var haldin uppskeruhátíð þar sem börnin voru verðlaunuð fyrir góðan árangur. Hátíðin fór fram á Bóka- safnsdeginum 8. september og við sama tækifæri voru afhent verðlaun í samstarfsverkefni Bókasafns og Grunnskóla Seltjarnarness, Bóka- verðlaunum barnanna, en þar velja lesendur á aldrinum 6-12 ára bækur sem þeim finnast skemmtilegastar. Verðlaunahafar í sumarlestrinum voru þær Hólmfríður Erla Ingadóttir og Ísold Anna Hjartardóttir og vinn- ingshafar í Bókaverðlaunum barnanna Harri Hreinsson og Patricia Dúa Thompson. Gestur uppskeru- hátíðarinnar var rithöfundurinn og tónlistarmaðurinn Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, sem skemmti börnum og fullorðnum með tali og tónum. Uppskeruhátíð ungra lestrarhesta Verðlaun Harri, vinningshafi í Bókaverðlaunum barnanna, sem líka heldur á verðlaunum Patriciu, og verðlaunahafar Sumarlesturs, þær Ísold og Hólmfríður, ásamt Sigríði Gunnarsdóttur barnabókaverði og Aðalsteini Ásbergi. Lásu 10.528 blaðsíður í sumar níundu bekkingum í byrjun maí. Fjallað verður um eðli og tilgang bókasafna, nýjar bækur verða kynnt- ar fyrir nemendum og allir fá ókeypis skírteini að heimsókn lokinni. Nem- endum stendur til boða að heim- sækja eitt til tvö menningarhús til viðbótar í sömu ferð. Menningarhúsin í Kópavogi eru Menningarhúsin í Kópavogi bjóða í vetur upp á metnaðarfulla dagskrá fyrir nemendur bæjarins á öllum stig- um grunnskóla. Þetta er umfangs- mesta heimsóknarverkefni sem sett hefur verið saman í bænum og er samstarfsverkefni sex ólíkra stofn- ana, sem allar eiga það sameiginlegt að hafa ýmislegt forvitnilegt og fræð- andi fram að færa. Dagskráin felur í sér heimsókn í tvö til þrjú menningar- hús í sömu ferð svo úr verður fjöl- breytt menningardagskrá. Fjársjóðir og lifandi tónlist Gerðarsafn tekur á móti sjöttu bekkingum í byrjun nóvember. Nem- endur fá leiðsögn um höggmynda- sýningar Baldurs Geirs Bragasonar og Habbýjar Óskar og fá jafnframt að reka inn nefið í djúpar listaverka- geymslur safnsins og kanna falda fjársjóði. Nemendum stendur til boða að heimsækja eitt til tvö menningar- hús til viðbótar í sömu ferð. Salurinn tekur á móti fjórðu bekk- ingum í lok janúar. Börnin fá þar bæði skemmtun og fræðslu í einni og sömu dagskrá og upplifa jafnframt gleðina sem felst í því að koma í tónlistarhús bæjarins og hlusta á lifandi tónlist- arflutning. Nemendum stendur til boða að heimsækja eitt til tvö menn- ingarhús til viðbótar í sömu ferð. Bókasafn Kópavogs tekur á móti Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Salurinn, Náttúrufræðistofa Kópa- vogs, Tónlistarsafn Íslands og Héraðsskjalasafn Kópavogs. Með þessu er verið að efla enn frekar menningarfræðslu barna og ungmenna í Kópavogi, en rík áhersla er lögð á slíka fræðslu í nýrri menn- ingarstefnu bæjarins. Samstarfsverkefni sex ólíkra stofnana í Kópavogi Morgunblaðið/Árni Sæberg Grunnskólabörn bæjarins í menningarreisu Fræðsla og skemmtun Menningarhúsin í Kópavogi bjóða grunnskólabörnum í heimsókn í vetur til að efla menningarfræðslu ungmenna í bænum. Sýningin Blaðamaður með mynda- vél verður opnuð á morgun kl. 15 á Veggnum í Myndasal Þjóðminja- safnsins. Þar gefur að líta úrval ljósmynda Vilborgar Harðardóttur (1935-2002), sem var blaðamaður Þjóðviljans á árunum 1963- 81. Á þeim tíma höfðu ljósmyndarar ekki sérstaka stöðu í ís- lenskri blaða- mannastétt og því var það í höndum blaðamanna að mynda umfjöllunar- efni sitt. Vilborg fór víða og varpa myndir hennar ljósi á tíðaranda, störf fólks og viðburði, en myndirnar á sýningunni eru frá árunum 1963- 1975. Myndasafn Vilborgar var afhent Ljósmyndasafni Íslands í Þjóð- minjasafni haustið 2013 og styrkti nefnd um 100 ára afmæli kosn- ingaréttar kvenna skönnun mynd- anna. Sýningarhöfundur er Sig- urlaug Jóna Hannesdóttir. Fyrirhugað er að sýningin standi til áramóta 2015. Þjóðminjasafnið Vilborg Harðardóttir (1935 - 2002) Blaðamaður með myndavél Mest seldu ofnar á Norðurlöndum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.