Morgunblaðið - 11.09.2015, Qupperneq 17
Fyrsta íbúðarhúsið var reist á Akureyri árið 1778 og átta
árum síðar fékk bærinn kaupstaðarréttindi. Í dag búa þar
um 18.200 manns, en bærinn er sá fjölmennasti á landinu
utan höfuðborgarsvæðisins og miðstöð athafnalífs og
þjónustu fyrir allt Norðurland.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015
MOSFELLSBAKARÍ
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
Brauð dagsins alla föstudaga
Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.
Crossfit Akureyri var stofnað í
desember síðastliðnum og opnað í
iðnaðarhúsnæði á Njarðarnesi.
,,Hugmyndin kviknaði i lok síð-
asta sumars,“ segir Írena Elín-
björt Sædísardóttir, fram-
kvæmdastjóri Crossfit Akureyri.
,,Frá því að við opnuðum í lok síð-
asta árs hefur reksturinn gengið
vonum framar,“ segir hún, en iðk-
endur eru um 200 talsins.
Athygli vekur hversu margir
eiga hlut í stöðinni. „Eigenda-
hópurinn er afar breiður; við er-
um 16 talsins og komum úr öllum
áttum og í því er styrkur hópsins
fólginn. Þessi fjölbreytti hópur
samanstendur af lögfræðingum,
viðskiptafræðingum, rafvirkjum,
smiðum og svo framvegis,“ segir
Írena og bætir við að eigendurnir
hafi sjálfir innt af hendi stóran
hluta upphafsvinnunnar, þó svo
að þeir hafi vissulega fengið að-
stoð við að koma stöðinni á lagg-
irnar. „Margar hendur unnu dag
og nótt dagana
fyrir opnun til
að hún gæti
orðið að veru-
leika. Húsið
var nýlegt
iðnaðar-
húsnæði sem
hafði aðeins
verið nýtt sem
geymsla en að
öðru leyti var
ekkert inni í því. Við tókum það
hreinlega í nefið.“
Iðkendurnir eru einnig fjöl-
breyttur hópur. Yngstu iðkend-
urnir eru í kringum tíu ára en
þeir elstu á sjötugsaldri.
„Breiðasti aldurshópurinn er
20-40 ára en það er alls konar fólk
sem kemur til okkar. Crossfit er
fyrir alla og allir ættu að geta
fundið sér hreyfingu við hæfi,“
segir Írena og útskýrir að æfing-
arnar megi laga að þörfum hvers
og eins. brynja@mbl.is
Breyttu iðnaðarhúsnæði í crossfit-stöð
Ljósmynd/Írena Sædísardóttir
Hreyfing Ný stundatafla hjá CF Akureyri tekur gildi 15. september.
16 eigendur úr
öllum stéttum
Írena
Elínbjört
„Nei, þetta var bara fyrir vitleysu í
mér,“ segir hann. Fiðlurnar geymir
hann heima hjá sér. „Þetta er allt
gert í höndunum. Ég vissi ekkert
um fiðlusmíði og þurfti að lesa mér
til; er með stóran doðrant. Þetta er
mikil nákvæmnisvinna,“ segir
Valdi. Stundum er unnið með einn
tíunda úr millimetra!
Heimsstyrjöldin er honum
hugleikin enda unglingur þegar
Bretar stigu á land og hernámu Ís-
land. „Það hryggir mig hve oft frá-
sagnarmenn hafa talað illa um her-
mennina sem hér voru. Ég gat ekki
verið í meira návígi því skotgraf-
irnar voru tæpa 75 metra frá hús-
inu heima og þetta voru einstakir
öðlingsdrengir, Bretarnir. Ekki er
óeðlilegt að einn og einn hafi gert
eitthvað af sér, en heildin var af-
skaplega góð.“
Sveinsstykkið Útvarpsskápur sem Valdimar átti hugmynd að, teiknaði og smíðaði þegar hann lauk námi 1949.
Listasmíð Önnur fiðlan sem Valdimar hefur smíðað á síðustu árum.
Breskir hermenn á Dalvík urðu sérstakir vinir Valdimars og Kjartans
bróður hans, enda skotgrafir Bretanna aðeins steinsnar frá heimili fjöl-
skyldunnar. Valdimar rifjar upp atvik frá páskunum 1941 eða 41: „Bret-
arnir settu upp æfingar frammi í Ufsadal og þangað kom mjög mikið lið
sem tjaldaði á túninu hjá pabba. Svo illa vildi til að himnafaðirinn sendi
alveg svakalega stórhríð á þá og tveir þeirra höfðu það ekki af. Urðu úti í
stórhríðinni. Mér er enn minnisstætt þegar komið var með líkin og þeim
hent upp á bíl. Ég hef aldrei heyrt sagt frá þessu en horfði á það gerast.“
Hann segir vopnabúnað Bretanna ekki eins merkilegan og talið var. Á
sínum tíma var töluvert talað um fallbyssuna þeirra. „Það var net yfir
henni, við þorðum ekki þangað strax, strákarnir, en gerðum það á end-
anum. Þá kom í ljós að þetta var tréstaur; bara plat,“ segir Valdimar.
Tveir urðu úti – engin fallbyssa
STRÍÐSÁRIN Á DALVÍK
nóg að gera allt árið um kring,“
greinir hún frá.
„Sérstaða okkar er fólgin í því að
allt brauð og allar kökur eru
heimabakaðar, auk þess sem við
leggjum mikið upp úr því að bjóða
upp á norðlenskt kaffi og mat. Við
viljum einfaldlega halda störfum í
bænum,“ útskýrir Stella.
Á hverjum degi kemur bakari á
Bláu könnuna og bakar brauð og
kökur fyrir bæði Könnuna og Laut-
ina, eins og staðirnir eru gjarnan
kallaðir.
Vita hvað er í matnum
Margt af þeim kræsingum sem
boðið er upp á er glútenlaust. Í því
samhengi nefnir Stella brúnkökur,
franska súkkulaðiköku, marengs-
kökur og gróft brauð sem dæmi.
„Við vitum hvað er í matnum okkar
því hann er búinn til hér frá grunni.
Þess vegna getum við ábyrgst, þeg-
ar einhver með fæðuofnæmi eða
óþol kemur hingað, að maturinn sé
öruggur fyrir hann að borða,“ segir
Stella, en hún leggur mikið upp úr
því að hafa eitthvað fyrir sem
flesta. Fyrir utan kökur og brauð er
hægt að kaupa heitan rétt og súpu
á Bláu könnunni, svo og súpu og
salat á Kaffi Laut.
Bláa kannan, sem er löngu orðin
eitt af helstu kennileitum Akur-
eyrar, er opin allt árið. Kaffi Laut
er opin á sumrin en leigð út á
veturna.
Lautin hlaut hönnunarverðlaun
Húsið sem Kaffi Laut er í er
hannað af Loga Má Einarssyni, sem
hefur hlotið virt hönnunarverðlaun
fyrir húsið. Á Könnunni er sýning
með málverkum Sólveigar Jóns-
dóttur en verk Laufeyjar Páls-
dóttur hanga uppi á Lautinni.
brynja@mbl.is