Morgunblaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fjórtán ár eruliðin fráhryðjuverk-
unum miklu í
Washington og
New York, þar sem
um 3.000 féllu fyrir
hendi hryðjuverkamanna. Við-
burðirnir eru enn í fersku minni
þeim sem upplifðu þá, og fylgd-
ust með hinni ógnvekjandi at-
burðarás á sjónvarpsskjánum.
Á þeim tíma hefði líklega fáa
grunað hversu víðtækar afleið-
ingar árásirnar á Bandaríkin
myndu hafa, ekki bara á stjórn-
málaþróun, heldur einnig á þró-
un samfélags okkar.
Þetta stafar meðal annars af
því, að árásirnar áttu sér stað á
sama tíma og sú mikla bylting í
tækni- og upplýsingamálum
sem nú hefur gjörbreytt lífi
okkar var að slíta barns-
skónum. Á sama tíma og al-
menningi voru færð í hendur
tæki til þess að afla sér enn víð-
tækari upplýsinga en áður og
auka samskiptin verulega,
fengu ríkisstjórnir á Vest-
urlöndum tól til þess að fylgjast
betur og nánar með almenningi
en nokkru sinni fyrr, auk þess
sem hryðjuverkin veittu rúma
réttlætingu til þess að koma á
auknu eftirliti. Hefur síðan
komið í ljós, að í þeim efnum
hefur ríkisvaldið gengið langt
inn á einkalíf borgaranna.
Á móti hefur því verið haldið
fram að hryðjuverkum hafi
fækkað, og að mikill árangur
hafi unnist í baráttunni gegn
þeim, sem megi þakka að miklu
leyti hinu gríðarmikla eftirliti.
Raunar er það að vissu leyti
rétt, að stórar og skipulagðar
hryðjuverkaárásir
hafa vart sést í
kjölfar 11. sept-
ember, en á móti
hafa færst í vöxt
árásir einstaklinga,
oftar en ekki
manna sem alist hafa upp í
vestrænum samfélögum.
Þá er árangurinn heldur
minni þegar litið er til Mið-
Austurlanda eða Norður-
Afríku, þar sem hryðjuverka-
samtök á borð við Ríki íslams
og Boko Haram fara sínu fram
með ótrúlegri grimmd. Vest-
urlönd hafa gripið ríkulega inn í
á þessum 14 árum og farið fram
með hernaði gegn ýmsum ríkj-
um, oftast nær af „mannúðar-
ástæðum“. Hins vegar hefur
nokkuð skort á það að hugað
hafi verið að afleiðingunum og
hvernig megi tryggja það að
samfélög ríkjanna endi ekki í
algjörri upplausn eftir að hin-
um göfugu markmiðum hern-
aðarins hefur verið náð, líkt og í
Líbýu.
Ein afleiðing þessa sést mjög
skýrt í flóttamannavandanum
mikla, þar sem fjöldi fólks kýs
að flýja hið ömurlega ástand og
flykkist til Evrópu. Það lýsir
kannski best skammsýninni að
viðbrögð Vesturlanda hafa ver-
ið þau að leita bara að lausnum
að því hvernig megi taka við
sem flestum, í stað þess að huga
að því, hvernig hægt sé að gera
ástandið í ríkjunum sem þau
flýja aftur nógu gott til þess að
þar sé lífvænlegt. Ein leið til
þess er að berjast gegn hryðju-
verkahópunum þar sem þeir
eru sýnilegastir og valda mestu
tjóni.
Afleiðingar
hryðjuverkanna
11. september 2001
voru víðtækar}
Hryðjuverkaógnin
Steingrímur J.Sigfússon,
fyrrverandi fjár-
málaráðherra,
ræddi fjárlaga-
frumvarpið á þingi
í gær og útskýrði
fyrir þeim sem á hlýddu að sá
árangur sem þar sæist væri
honum að þakka. Efnahagsbat-
inn skýrðist af því að í tíð
vinstri stjórnarinnar „voru í
gangi markvissar aðgerðir til
þess að styrkja tekjugrunn rík-
isins samhliða því að dregið var
úr útgjöldum eins og kostur
var“.
Það sem hann sá athugavert
við fjárlögin var að núverandi
ríkisstjórn hefði „sleppt út um-
talsverðum tekjum“ því að ann-
ars væri staðan enn betri.
Markvissar aðgerðir Stein-
gríms og félaga til að styrkja
tekjugrunn ríkisins, eins og
hann kýs að kalla linnulausar
skattahækkanir vinstri stjórn-
arinnar, urðu ekki til að stuðla
að efnahagsbata.
Þvert á móti hægðu
þær verulega á bat-
anum og lengdu
niðursveifluna
langt umfram það
sem þörf var á.
Þetta má til að mynda sjá á
hagspám um hagvöxt og svo
þeim hagvexti sem raun varð á.
Það að vinstri stjórninni
tókst ekki að valda enn meira
tjóni stafar ekki síst af því að
þjóðin fékk að halda krónunni,
þrátt fyrir tilraunir vinstri
stjórnarinnar til að þvinga
landið inn í ESB og evruna, og
að þjóðin gat hrist af sér Ice-
save-skuldaklafann sem Stein-
grímur og félagar reyndu ítrek-
að að hengja á hana.
Ráðherrar vinstri stjórn-
arinnar eru ákaflega bjartsýnir
ef þeir telja að almenningur sé
það gleyminn að málflutningur
á borð við þann sem Stein-
grímur bauð upp á í gær þyki
trúverðugur.
Steingrímur J. Sig-
fússon hefur ekki
mikla trú á minni
almennings}
Ótrúverðugur málflutningur
F
orseti framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins, Jean-Claude
Juncker, lýsti því yfir í stefnu-
ræðu sinni í Evrópuþinginu fyrr í
vikunni að fyrir næstu áramót
yrðu lagðar fram tillögur um að komið yrði á
sameiginlegri landamæra- og strandgæzlu inn-
an sambandsins undir stjórn þess og enn-
fremur sameiginlegri stefnu í innflytjenda-
málum. Þar vísaði hann ekki aðeins til ríkja
Evrópusambandsins heldur einnig þeirra ríkja
sem aðild eiga að Schengen-samstarfinu svo-
nefndu en standa utan sambandsins; Íslands,
Noregs, Sviss og Liechtenstein.
Þetta eru ekki nýjar hugmyndir en Evrópu-
sambandið hefur lagt sífellt meiri áherzlu á að
þær verði að veruleika. Schengen-samstarfið
gengur sem kunnugt er út á að hefðbundnu
landamæraeftirliti er hætt á milli aðildarríkjanna en gæzl-
an á ytri mörkum svæðisins þess í stað styrkt í sessi. Hér á
landi er hefðbundnu landamæraeftirliti sinnt gagnvart
löndum utan Schengen-svæðisins eins og Bandaríkjunum,
Kanada, Færeyjum, Rússlandi sem og til að mynda Evr-
ópusambandsríkjunum Bretlandi og Írlandi sem staðið
hafa utan samstarfsins.
Verði þessar hugmyndir að veruleika, sem að öllum lík-
indum er aðeins tímaspursmál, þýddi það að landamæra-
eftirlit hér á landi yrði ekki lengur á forræði íslenzkra
stjórnvalda heldur undir beinni yfirstjórn sambandsins.
Fyrr en síðar eigum við Íslendingar að öllum líkindum eft-
ir að standa frammi fyrir því vali að segja okk-
ur frá Schengen-samstarfinu og sjá aftur að
fullu um eigin landamæragæzlu í stað þess að
fela hana meðal annars ríkjum Evrópusam-
bandsins í Suður- og Austur-Evrópu eða sætta
okkur við að yfirstjórnin í þeim efnum færist
alfarið til sambandsins án þess að hafa nokkuð
framvegis um þau mál að segja.
Einn helzti gallinn við Schengen-samstarfið
er að það hegðar sér í grunninn með sama
hætti og Evrópusambandið sjálft á því afmark-
aða sviði sem það nær til. Þannig er þróun þess
sífellt í átt til aukins samruna og miðstýringar.
Það sama á við um EES-samninginn. Það nýj-
asta í því sambandi eru fréttir um að fram-
kvæmdastjórn sambandsins vilji skylda ríki
Schengen-svæðisins til þess að veita
ákveðnum fjölda hælisleitenda sem komizt
hefur inn fyrir ytri mörk þess að undanförnu hæli að við-
lögðum ákveðnum refsiaðgerðum neiti þau að taka þátt.
Nokkuð sem samstarfið hefur aldrei snúizt um.
Flestir virðast á því að við Íslendingar eigum að taka við
fleiri flóttamönnum en stjórnvöld höfðu áður gert ráð fyrir
þó skiptar skoðanir séu um nákvæmlega hversu marga.
Hins vegar er vitanlega fullveldismál hvernig staðið er að
slíkri ákvarðanatöku. Hvort ákvarðanir í þeim efnum eru
teknar af íslenzkum stjórnvöldum eða í þessu tilfelli Evr-
ópusambandinu. Svo ekki sé talað um ef hótunum um
refsiaðgerðir er einnig fyrir að fara.
hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Tímaspursmál
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Þrátt fyrir að stefnt hafi ver-ið að því að þjónustustofn-anir taki í auknum mælivið rafrænum skilríkjum í
símum við innskráningu á vefsvæði,
virðist ekkert hafa dregið úr notkun
Íslykilsins, sem gefinn er út af Þjóð-
skrá Íslands. Hjá Ríkisskattstjóra
fer þó notkun rafrænna skilríkja í
síma stöðugt vaxandi á kostnað vef-
lykilsins, sem notaður hefur verið
við innskráningu frá 1999.
Á innskráningarþjónustu isl-
and.is er boðið upp á innskráningu
inn á vefi um 150 þjónustuveitenda,
stofnana, sveitarfélaga, félaga-
samtaka og fyrirtækja. Notendur
geta valið um að nota Íslykilinn, raf-
ræn skilríki á korti eða rafræn skil-
ríki í síma. Virkir notendur Íslyk-
ilsins voru 1. september sl. rúmlega
177 þúsund einstaklingar og 4.375
fyrirtæki. Nýtt yfirlit Þjóðskrár yf-
ir innskráningarleiðir sem notaðar
eru, sýnir að síðast liðna 60 daga
var Íslykill notaður í 87,13% tilvika
og rafræn skilríki í farsíma í 11,74%
tilvika. Hlutur rafrænna skilríkja á
korti var aðeins 1,13%.
Á bilinu 5 til 15 þúsund manns
nota innskráningarþjónustu isl-
and.is á degi hverjum og leggur
Bragi Leifur Hauksson, verkefna-
stjóri hjá Þjóðskrá Íslands, áherslu
á að notendur hafi val um hvaða leið
þeir nota til að auðkenna sig. Hann
segir að ætla megi að um 70 þúsund
manns séu með rafræn skilríki í
síma en Íslyklarnir séu um 177 þús-
und eins og áður segir. Gerð var
krafa um að rafræn skilríki yrðu
notuð við samþykki skuldaleiðrétt-
ingarinnar sl. vetur. Að sögn Braga
hefur notkun þeirra aukist mikið í
prósentum talið frá því sem áður
var. „En vissulega hefur þetta
kannski ekki náð því flugi sem sum-
ir voru að vonast eftir,“ segir hann.
Sífellt færri nota rafræn skil-
ríki á kortum og segir Bragi að þó
hugmyndin um rafræna skilríkja-
verkefnið hafi í sjálfu sér verið ágæt
á sínum tíma, þar sem flestir væru
með debetkort, hafi fólk hins vegar
þurft að stíga yfir of marga þrösk-
ulda. Virkja þurfti skilríkin og þeg-
ar heim var komið að vera með les-
ara og hugbúnað fyrir kortalesara
og skilríkin. Eru virkir notendur
skilríkja á korti því orðnir fámenn-
ur hópur. Sú lausn að nota rafræn
skilríki í farsíma hafi verið bylting-
arkennd vegna þess hversu not-
endavæn hún er.
,,En við höfum alla tíð stillt
hlutunum þannig upp að boðið sé
upp á val um innskráningarleiðir,“
segir hann. Notendur geti ef þeir
kjósa skráð sig inn með Íslyklinum
eða styrktum Íslykli ef um aðgang
að mjög viðkvæmum gögnum er að
ræða og fá þá send sms-skilaboð.
En einnig geta menn notað rafræn
skilríki í síma eða á korti ef þeir
vilja það frekar.
Ekki í hlutverki stóra bróður
,,Það er þjónustuveitandinn
sem ákveður hvaða kröfur hann vill
gera til innskráningarinnar og not-
andinn velur þá leið sem uppfyllir
þær kröfur,“ segir hann. „Við vilj-
um leyfa fólki, fyrirtækjum og
stofnunum að velja og ekki vera í
hlutverki stóra bróður,“ bætir hann
við.
Mismunandi er hvaða leiðir er
boðið upp á við innskráningar hjá
stofnunum, bönkum og öðrum fyr-
irtækjum eða samtökum. Líkur eru
á að farið verði að innheimta gjöld
af símafyrirtækjum vegna rafrænna
skilríkja um áramótin þannig að
áfram má búast við óvissu um hvaða
leiðir verða ofaná við auðkenningar
á vefsíðum og hversu strangar ör-
yggiskröfur eru gerðar.
Íslykill heldur velli
en símarnir sækja á
Aðgangur Ríkisskattstjóri stefnir að meiri notkun rafrænna skilríkja í síma
í stað veflykils. Notkun Íslykils er mikil hjá innskráningarþjónustu Ísland.is
„Við erum að auka rafrænu skil-
ríkin á kostnað veflykilsins,“
segir Skúli Eggert Þórðarson
ríkisskattstjóri. „Það hefur sýnt
sig að veflykillinn er ekki nægj-
anlega örugg innskráningarleið,
þó hann hafi verið sæmilegur í
upphafi og rafræn skilríki eru
miklu öruggari,“ segir hann og
bendir á að útilokað hefði verið
að framkvæma skuldaleiðrétt-
inguna í fyrra nema með notkun
rafrænna skilríkja. Stefnir
embættið á að rafræn skilríki
verði notuð í enn meira mæli.
„Við munum gera það á
næstu árum þannig að menn
muni geta skilað á veflykli en sú
þjónusta sem við munum bjóða
upp á á komandi árum verður
ekki í boði nema með rafrænum
skilríkjum,“ segir Skúli Eggert.
Það sé tímaspursmál hvenær
rafræn skilríki taki alveg yfir.
,,Þróunin erlendis er í þá átt.
Það eru allir með síma og þetta
er öruggasta leiðin sem vitað er
um.“
Rafræn skil-
ríki öruggust
RÍKISSKATTSTJÓRI