Morgunblaðið - 11.09.2015, Síða 4
Ljósmynd/Steinar Halldórsson
Leiðangur Einn maður, þrír reiðskjótar og hafsjór af sauðfé. Réttað verður í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi í dag eftir fjallferðir undanfarinna daga.
Fyrstu fjárréttir á Suðurlandi í ár
fara fram í dag þegar réttað verður
í Skaftholtsréttum í Gnúpverja-
hreppi og Hrunaréttum í Hruna-
mannahreppi. Lengstu göngur taka
marga daga.
„Við höfum fengið góðveður,
þokur og rok. Það hefur gengið á
ýmsu,“ segir Steinar Halldórsson,
fjallkóngur Hrunamanna, en þegar
Morgunblaðið náði sambandi við
hann viðraði einkar vel til reksturs.
Og þó ekki. „Féð vill ekki heim af
fjallinu núna. Það er svo gott veð-
ur,“ segir Steinar kíminn í bragði
áður en hann kveður.
Ólafur Jónsson, trússari fyrir
Gnúpverja, segir yfirstandandi ferð
vera þá 97. á sínum ferli. „Ég hef
farið þrjár ferðir á hausti í nokkuð
mörg ár núna,“ segir Ólafur. Hann
segist telja að féð komi vel undan
sumri í ár.
Réttastæði Skaftholtsrétta er tal-
ið vera eitt það elsta á Íslandi, frá
12. öld, og eru réttin listilega hlaðin
úr Þjórsárhraungrýti.
Um 2.500 fjár eru í því safni sem
nú er réttað í Skaftholtsréttum, en
því hefur farið fjölgandi nú allra
síðustu ár, samkvæmt upplýsingum
frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Réttað eftir langar fjallferðir
Réttað í Skaftholts- og Hrunaréttum
í dag Fyrstu réttir á Suðurlandi í ár
Ljósmynd/Ólafur Jónsson
Glaðbeitt Helga Höeg Sigurðardóttir og Ari B. Thorarensen í leitum.
Ljósmynd/Ólafur Jónsson
Bringa Næsti höfði norðan Gaukshöfða kallast Bringa og gamli 100 króna seðillinn sýndi fjallsafn Gnúpverja undir henni eins og margir eflaust muna.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Ferðafélag Íslands (FÍ) er búið að
taka vatn af, loka og læsa skálunum
á Kili, við Einifell, í Hvítárnesi,
Þverbrekknamúla og í Þjófadölum.
Það sama á við um Valgeirsstaði,
skála FÍ í Norðurfirði á Ströndum.
„Um næstu helgi lokum við skál-
anum í Nýjadal og í beinu fram-
haldi af því erum við að gera okkur
klár að loka í Hrafntinnuskeri,
Álftavatni, Hvanngili og í Botnum í
Emstrum,“ segir Stefán Jökull Jak-
obsson hjá Ferðafélagi Íslands.
Tímasetningin er engin tilviljun
en flestar áætlunarferðir hætta að
ganga inn í Landmannalaugar og
Þórsmörk þann 15. september. „Þá
er eðlilegt að fara og ganga frá.
Haustveðrin eru líka aldeilis farin
að láta á sér kræla. Það er lítið um
bókanir þessa síðustu daga en það
eru enn margir túristar hér á landi
sem eru ekki skráðir í kerfið. Þeir
mæta bara á BSÍ og kaupa sér rútu-
ferð eitthvert og enginn skiptir sér
af því. Þeir labba síðan af stað, ekki
með næga þekkingu á því hvert
þeir eru að fara og hvaða aðstæður
eru að myndast,“ segir hann.
Hundsuðu viðvaranir
Í gær þurftu björgunarsveitir að
sækja karlmann og konu í Land-
mannalaugar sem hlustuðu ekki á
viðvaranir skálavarða, samkvæmt
upplýsingum Stefáns. Mátti litlu
muna því karlmaðurinn var með
einkenni ofkælingar.
„Við höfum verið að lenda í því
bæði í fyrra og árið þar á undan að
útlendingar eru að reyna að kom-
ast í skálana okkar eftir að við er-
um búnir að loka og læsa. Það kom
fyrir í Baldursskála að gluggar
voru skildir eftir opnir og það olli
talsverðu tjóni. Það voru vatns- og
snjóskemmdir og kostaði okkur
tvær ferðir á sérútbúnum jeppum
að gera við til að koma í veg fyrir
að húsið eyðilegðist endanlega.
Neyðaropnanir eru allsstaðar til
staðar í öllum skálum. Fólk kemst
inn í anddyri og þar eru neyðar-
talstöðvar. Við erum að merkja
það betur því fólk hefur verið að
brjóta rúður til að komast inn –
svo eru dyrnar opnar,“ segir Stef-
án.
Hann segir að hámarksnýting sé
á skálunum í rúmar fimm vikur en
bókanir fari frekar hratt niður eftir
verslunarmannahelgi. „Það er
stundum erfitt að halda húsunum
við, sem dæmi þá var vegurinn um
Fjallabak ekki opnaður fyrr en 16.
júlí og við rétt náðum að opna þann
skála þegar við þurftum að fara að
loka honum.“
Lokanir duga ekki gegn ferðamönnum
Ferðamenn brjótast inn í skála FÍ Stórtjón í fyrra þegar
gluggar voru skildir eftir opnir Lítið bókað á haustmánuðum
Morgunblaðið/Ómar
Haust Stefán Jökull Jakobsson segir að nýting í skálum Ferðafélags Íslands
minnki hratt eftir verslunarmannahelgi og þeim hefur nú flestum verið lokað.
Ekki minna
en gerðar-
dómur ákvað
Trúnaðarmenn
SFR fóru yfir stöðuna
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„Tónninn er afar sterkur. Skilaboðin
eru þau að menn ætla ekki að sætta
sig við að fá minni launahækkanir í
kjarasamningunum en búið er að
semja um við hluta ríkisstarfsmanna
og kom fram í niðurstöðu gerðar-
dóms. Menn eru mjög fastir á því,“
sagði Árni Stefán Jónsson, formaður
SFR, að loknum fundi trúnaðar-
manna af öllu landinu í gær.
Allt situr fast í kjaradeilu SFR,
Sjúkraliðafélags Íslands og Lands-
sambands lögreglumanna við ríkið
og hefur ekki verið boðað til nýs
fundar.
Alls sátu um 120 trúnaðarmenn
fund SFR sem haldinn var í gær til
að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp
er komin. Ákveðið hefur verið að
boða til baráttufundar í Háskólabíói
á þriðjudag og segir Árni Stefán að
fljótlega í framhaldi af honum verði
væntanlega aftur boðað til trúnaðar-
mannaráðsfundar, sem taki endan-
lega ákvörðun um hvort farið verður
í atkvæðagreiðslu um verkfall.
Brot Forlagsins stað-
fest, en sekt lækkuð
Hæstiréttur hefur staðfest brot
Forlagsins á samkeppnislögum og
dæmt félagið til að greiða 20 millj-
ónir króna í sekt. Upphæðin er
fimm milljónum lægri en sú stjórn-
valdssekt sem Samkeppniseftirlitið
lagði á Forlagið árið 2011. Sam-
keppniseftirlitið komst að þeirri
niðurstöðu í ákvörðun í júlí 2011 að
Forlagið ehf. hefði brotið gegn skil-
yrðum í ákvörðun eftirlitsins.
Fimm dómarar dæmdu í málinu
og skiluðu tveir þeirra sératkvæði.
Töldu þeir að einnig ætti að stað-
festa niðurstöðu héraðsdóms um
brot Forlagsins og 25.000.000 kr.
sekt.
Hluti Berlínarmúrs-
ins til Reykjavíkur
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti
í gær að þiggja boð listamiðstöðv-
arinnar New West Berlin um að
taka við hluta úr Berlínarmúrnum
til eignar og varanlegrar uppsetn-
ingar í Reykjavíkurborg.
Í tillögu staðgengils borgarstjóra
kemur fram að kostnaður er áætl-
aður 1,5 milljónir króna og mun
verkefnið rúmast innan gildandi
fjárhagsáætlunar.