Morgunblaðið - 11.09.2015, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015
Atvinnuauglýsingar
Heildsala
Starfsfólk óskast í afgreiðslu o.fl. í heildsölu í
Reykjavík . Þarf að tala íslensku. Umsóknir
sendist á box@mbl.is merkt ,,H-25940”.
Óskum eftir bílstjóra til starfa í næturvinnu.
Bílstjórarnir þarfnast ekki meiraprófs
og þurfa að geta hafið störf strax.
Íslenska er skilyrði og hreint
sakavottorð.
Sendið umsóknir ásamt ferilskrá á
netfangið sendibilarrvk@simnet.is
Bílstjórar óskast
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Efling – stéttarfélag
Fulltrúakjör
til 5. þings Starfsgreinasambands
Íslands
Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við
kjör fulltrúa á 5. þing Starfsgreinasambands
Íslands sem haldið verður í 14. -15. október
2015.
Tillögur vegna reglulegs 5. þings Starfs-
greinasambands Íslands með nöfnum 58
aðalfulltrúa og jafnmörgum til vara ásamt
meðmælum 120 fullgildra félagsmanna skulu
hafa borist skrifstofu Eflingar-stéttarfélags
fyrir kl. 16.00 föstudaginn 18. september
2015.
Kjörstjórn
Eflingar-stéttarfélags
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Arahólar 2, 204-9158, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Ómar Örn Karls-
son, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 15. september
2015 kl. 11:30.
Iðufell 2, 205-2521, Reykjavík, þingl. eig. Sani Ramaj og Valjdete
Ademi Ramaj, gerðarbeiðendur Gyðu-, Iðu- og Fannarfell, húsfél.,
Iðufell 2, húsfélag og Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., þriðjudaginn 15.
september 2015 kl. 10:00.
Úlfarsbraut 34, 230-2840, Reykjavík, þingl. eig. Róbert Jón Jack, gerð-
arbeiðendur Arion banki hf., Íbúðalánasjóður og Reykjavíkurborg -
eignasjóður, þriðjudaginn 15. september 2015 kl. 10:30.
Úr landi Mela 125723, 208-5347, Reykjavík, þingl. eig. Ólafur Valberg
Ólafsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjavíkurborg og
Tollstjóri, þriðjudaginn 15. september 2015 kl. 14:00.
Vesturberg 4, 205-0851, Reykjavík, þingl. eig. Einar Jósefsson, gerð-
arbeiðendur Íbúðalánasjóður, Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., Reykja-
víkurborg og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 15. sept-
ember 2015 kl. 11:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu,
10. september 2015.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.
Bólstaðarhlíð 43 Bingo kl. 13:00. Haustgleði á fimm. 17. september.
Dalbraut 27 Handavinnustofa kl.8, lestur úr dagblöðum vikunnar
kl.10.
Félagsmiðstöðin Hraunbæ 105 Kaffiklúbburinn – Allir velkomnir í
kaffi kl 8:30 Opin handavinna - Leiðbeinandi kl. 9:00 Útskurður kl. 9:00
Morgunleikfimi kl. 9:45 Boccia kl. 10.30 Hádegismatur kl. 11.30 Kaffi kl.
14.30
Félagsstarfið Þórðarsveig 1 - 3 Bingó kl. 13:30 Gott með kaffinu
að Bingói loknu. Allir velkomnir
Furugerði 1 Morgunmatur kl.08:10, morgunleikfimi 09:45,
hádegismatur kl.11:30, ganga kl. 13, Föstudagsfjör kl. 14, síðdegiskaffi
kl. 14:30 og kvöldmatur kl. 18-19. Nánari upplýsingar í síma 411-2740
Garðabæ Vatsleikfimi í Sjálandi kl.8 og 8.50, félagsvist FEBG kl.13,
bill frá Litlakoti kl.12 ef óskað er, frá Hleinum kl.12.30,frá Garðatorgi 7.
kl.12.40 og til baka að loknum spilum.
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, molasopi í
boði til kl. 10.30, blöðin, púsl og tafl liggja frammi, jóga kl. 8.30, 9.30
og 10.30, handavinnuhópur kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl.
11.30. Spilað bingó kl. 13.15 kaffisala í hléi, skráningarlistar í
félagsstarf vetrarins liggja frammi, nánari upplýsingar á staðnum eða
í síma 535-2720.
Íþróttafélagið Glóð Í Kópavogsskóla Salsa kl. 15.00 og Jóga kl.
16.00
Kópavogur Tiffanýgler kl 9, leikfimi kl 10, ganga kl 10, bingó kl 13.30.
Langahlíð 3 Bókmenntaspjall kl. 10:00, Spilað - Vist kl 13:00, Bingó
mánaðarlega kl. 13:30, Kaffiveitingar kl. 14:30, Myndbandssýningar af
og til kl. 15:00.
Norðurbrún 1 Mánud:Tréútskurður 13-16. Þriðjud:Tréútsk.9-12,
Námsk. í postulínsmálun, myndlist byrjuð 9-12, opið í Listasm.13-16,
leiðbeinandi á staðnum. Miðvikud:Tréútsk. 9-12. Bónusbíllinn 14:40.
Félagsvist 14-16. Fimmtud:Tréútsk. 9-12. Leirlistanámsk. 9-12. Opið í
Listasmiðja 13-16, leiðbeinandi á staðnum.Bókabíllinn 10-10:30
Föstud:Tréútsk. 9-12. Opið í Listasmiðju, allir velkomnir 9-12.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Spilað í króknum kl.
13.30. Syngjum saman með Ingu Björgu og Friðriki í salnum á
Skólabraut kl. 14.30. Allir velkomnir. Skráning hafin á haustfagnaðinn
sem verður í salnum á Skólabrautinni fimmtudaginn 24. september.
Skráningablöð liggja frammi á Skólabraut.
Sléttuvegur 11 - 13 Opið frá kl. 8.30 - 16.00. Kaffi, spjall og dagblöð
kl. 08.30. Gönguhópur kl. 09.45. Slökun kl. 10.30. Hádegisverður kl. 11.
30. Kynning á Hausdagskrá Sléttuvegar 11 - 13 frá kl. 14.00 - 16.00.
Kynning á námskeiðum sem verða í boði og þeim leiðbeinendum
sem verða á staðnum. Sighvatur Sveinsson mun leiða sönginn.
Soffía Jakobsdóttir kynnir bókmenntaklúbbinn. Kaffi, terta og annað
góðgæti.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík QIGONG föstudag kl. 10.30. DANS
sunnudag í Ásgarð í Stangarhyl kl. 20.00 - 23.00 Hljómsveit hússins.
DANSKENNSLA hefst mánudaginn 14. sept. Kennari Lizy Steinsdóttir
danskennari. - Byrjendur velkomnir - Kl. 17.00 verða kenndir
samkvæmisdansar Kl. 18.00 Framhaldsflokkur í línudansi. Kl. 19.00
Framhaldsflokkur í samkvæmisdönsum.
Vesturgata 7 Fótaaðgerðir kl. 09:00. Hárgreiðsla kl. 09:00. Enska kl.
10:15. Sungið við flygilinn kl. 13:00. Kaffi kl. 14:00. Dansað í aðalsal
kl.14:30.
Vitatorg Handavinna, Bingó fyrir alla kl. 13.30
Smáauglýsingar 569
Antík
Antíkhúsgögn og munir í úrvali.
Skoðið heimasíðuna.
Opið frá kl. 10 til 18 virka daga.
Þórunnartúni 6,
sími 553 0755 – antiksalan.isa
Sumarhús
Rotþrær-vatnsgeymar-
lindarbrunnar.
Rotþrær og siturlagnir.
Heildar lausnir - réttar lausnir.
Heitir Pottar.
Lífrænar skolphreinsistöðvar.
Borgarplast.is,
Mosfellsbæ, sími 561 2211
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
FASTEIGNA-
VIÐHALD
Við þjónustum þig með
lítil sem stór verk.
Tímavinna eða tilboð.
johann@jaidnadarmenn.is
S. 544-4444/777-3600
www.jáiðnaðarmenn.is
Til sölu
Patrol ‘85, langur, til sölu
Skoðaður. Þarfnast viðgerðar.
Upplýsingar í síma 894 0431.
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Ýmislegt
mbl.is
alltaf - allstaðar
✝ Hanna Krist-björg Guð-
mundsdóttir
fæddist 10. ágúst
1928 í Gíslabæ á
Hellnum. Hún lést
á Dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri 5.
september 2015
Foreldrar
hennar voru Júní-
ana Helgadóttir,
f. 13. júní 1887, d.
9. september 1966, og Guð-
mundur Pétursson, f. 31.
mars 1892, d. 30. janúar 1944.
Systir hennar var Helga Ingi-
björg, f. 5. júlí 1919, d. 26.
september 1975, hennar maki
var Björn Jónsson, f. 20. mars
1910, d. 6. júlí 1983.
Börn þeirra eru Pála Jóna,
sem er látin, Guðmundur, Jón
Trausti, Kristín, sem er látin,
Sigurður Björgvin, Hörður
Geir og Björg. Hanna var
fimm ára þegar foreldrar
hennar flytja búferlum til Ak-
ureyrar ásamt dætrum sínum.
Fjölskyldan sett-
ist að á Gránu-
félagsgötu þar
sem þau bjuggu í
nokkur ár þar til
Hanna og móðir
hennar fluttu í
Norðurgötu 2,
nokkrum árum
eftir lát föður
hennar. Hanna
fluttist síðan í
Skarðshlíð 4. Síð-
ustu árin bjó hún í Víðilundi
og Dvalarheimilinu Hlíð.
Hún byrjaði snemma að
vinna, meðal annars með
móður sinni við síld-
arvinnslu, vegavinnu og
kaupamennsku að Steins-
stöðum í Öxnadal. En meiri
hlutann af starfsævi sinni
vann hún við saumaskap ým-
iskonar, hjá Fataverksmiðj-
unni Heklu og Mokkask-
innastofu Sambandsins.
Útför Hönnu fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 11
september 2015, kl. 10.30.
Hjartkær móðursystir konu
minnar, hún Hanna Kristbjörg
Guðmundsdóttir, eða Hanna
frænka eins og hún var kölluð
af öllum í fjölskyldunni, er lát-
in. Hún var einhleyp allt sitt líf
en hún átti stóra systurfjöl-
skyldu sem hún helgaði allt sitt
líf.
Hún hafði saumaskap að at-
vinnu og þótti með eindæmum
vandvirk og þær voru ófáar
flíkurnar sem hún saumaði og
lagfærði fyrir fjölskylduna
gegnum árin.
Þær voru tvær systurnar,
Hanna og Helga, tengdamóðir
mín. Helgu kynntist ég ekki,
því hún var látin, sem og Björn
tengdafaðir minn, þegar ég
kynntist Björgu, konunni
minni.
Það má segja að ég hafi
þekkt Hönnu jafn lengi og
hana, vegna þess að þegar ég
fyrir margt löngu fór norður í
land á mannamót, þá hitti ég
Björgu mína í fyrsta sinn, sem
var þá með Hönnu frænku
sinni.
Eftir fráfall systur sinnar,
Helgu, þá má segja að Hanna
hafi að hluta til gengið syst-
urbörnum sínum í móður stað.
Þó flest þeirra væru komin á
fullorðinsár.
Björg er yngst systkinanna
og var aðeins 16 ára þegar
móðir hennar féll frá. Björg og
Hanna voru alla tíð nánar. Áttu
heima í sömu blokk, í Skarðs-
hlíðinni, í nokkur ár. Ég og
Björg hófum búskap í Reykja-
vík, en fórum á hverju ári norð-
ur á Akureyri og stundum oftar
en einu sinni.
Sú regla var ætíð höfð í
heiðri að heimsækja Hönnu
fyrst og síðan var hún kvödd
síðast þegar farið var úr bæn-
um heim á leið. Hönnu var
mjög annt um systurbörn sín
og var henni fátt óviðkomandi.
Umhyggja hennar og væntum-
þykja var endurgoldin af þeim
og þeirra afkomendum. Heilsu
hennar líkamlega hrakaði mikið
síðustu árin en hugsunin var
skýr fram á síðustu stund. Síð-
ustu árin bjó hún á Dvalar-
heimilinu Hlíð og var þar vel
hugsað um hana. Ég minnist
með mikilli hlýju allra tæplega
30 áranna sem ég fékk að
þekkja Hönnu frænku. Gest-
risni hennar og eldamennska
var rómuð.
Oft eftir köku- eða matarboð
var stofusófinn hennar oft not-
aður af okkur „strákunum“ til
að leggjast á meltuna eftir
kræsingarnar sem boðið var
upp á.
Ég kveð þig, Hanna mín,
með þá vissu í huga að við eig-
um eftir að hittast aftur yfir
kaffibolla og smákökum. Góð
kona er farin á annað tilveru-
stig og mun minning hennar
lifa í hjörtum okkar sem eftir
eru. Öllum systurbörnum henn-
ar, mökum og fjölskyldum
votta ég mína dýpstu samúð.
Magnús Ingólfsson.
Hanna Kristbjörg
Guðmundsdóttir
Þjónustuauglýsingar 569 1100
Smáauglýsingar
Húsviðhald
Tökum að okkur viðhald, við-
gerðir og nýsmíði fasteigna
fyrir fyritæki húsfélög og einstak-
linga. Fagmenn á öllum sviðum.
Tilboð/ tímavinna. S. 858 - 3373.
brbygg@simnet.is
Ríf ryð af þökum,
ryðbletta, hreinsa
þakrennur og tek að
mér ýmis smærri
verk.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com