Morgunblaðið - 11.09.2015, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.09.2015, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015 ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu                        Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ekki er vitað hve margar konur hér á landi hafa gengist undir brjóstastækkunaraðgerðir og fengið ígrædda púða. Ástæðan er sú að lýtalæknar hafa ekki afhent Embætti landlæknis gögn um starfsemi sína. Samkvæmt lögum ber Embætti landlæknis að halda utan um slík gögn. Í ljósi þess er erfitt að draga upp mynd af umfangi og fjölda þeirra kvenna sem eru með í- grædda brjóstapúða. Samkvæmt tölum Krabbameins- félagsins í hópleit með brjósta- myndatöku á konum á aldrinum 40-69 ára á árunum 2010-14 hefur brjóstapúðum líklega fjölgað síð- ustu ár. Árið sem konur verða fer- tugar er þeim boðið að koma í brjóstamyndatöku og eftir það koma þær á tveggja ára fresti. Árið 2010 voru 2,9% kvenna með púða en til samanburðar voru 4,3% kvenna sem komu í hópleit með ígrædda púða. Inni í þessari tölu gætu þó einhverjar konur verið tvítaldar. Þegar konur koma í brjósta- myndatöku á Leitarstöðina skrá þær sjálfar hvort þær eru með púða. Á bilinu 7-20% kvenna sem eru með púða gefa það ekki upp við komuna. Í mars árið 2012 byrjaði Krabbameinsfélagið að skrá hvort það sæist á myndinni að púðinn hefði mögulega lekið. Í stuttu máli var ástæðan sú að í einu tilfelli þá sást á myndum í röntgenmynda- töku að púðinn hafði lekið. Kon- unni var ekki greint frá því, þar sem krabbameinslæknir taldi sér ekki skylt að greina frá því þar sem hann var eingöngu að leita að brjóstakrabbameini. Á árinu 2012 var merkt við að 16% púða hefðu lekið, samkvæmt skráningu Krabbameinsfélagsins. Líklegt er að hluti af þessum leku púðum hafi verið hjá þeim sem höfðu fengið ígrædda svokallaða PIP-brjóstapúða. Þeir púðar voru gallaðir og stór hluti þeirra lak. Árið 2013 voru skráðir lekir púðar 11% en voru komnir niður í 7% ár- ið 2014. Röntgenmyndir ónákvæmar Rannsóknir benda til að líklega sjáist um 30% af lekum púðum á röntgenmynd sem tekin er í hóp- leit; 70% af lekum púðum myndu líklega ekki sjást á slíkri mynd. Þetta er því rannsókn með lítið næmi fyrir lekum púðum, segir Kristján Oddsson, yfirlæknir Leit- arstöðvar Krabbameinsfélagsins. Kristján tekur fram að markmiðið með hópleitinni sé að skima eftir krabbameini en ekki lekum púð- um. Öllum konum sem koma í hóp- leit þar sem grunur er um leka púða er sent bréf þar sem þeim er bent á að leita til heimilislæknis eða lýtalæknis til frekara eftirlits. „Þetta er athyglisverð þróun sem þarf að skoða í víðara sam- hengi,“ segir Kristján spurður út í fjölda kvenna sem eru með púða. Í ljósi þess bendir hann á mikilvægi þess að konur skoði vel kosti og galla sem fylgir brjóstastækkunar- aðgerðum. Eftirlit eftir ígræðslu undir konunum komið Getty Images/Hemera Púðar Misjafnt eftirlit er með púðunum eftir ígræðslu. 672 Hópleit Krabbameinsfélagsins Heimild: Krabbameinsfélagið 16.464 17.270 17.768 17.770 17.982 Merktar með lekan púðaKrabbameinsskoðun Gefa upp að séu með púða *Ekki byrjað að merkja hvort púðar leki 2010* 2011* 2012 2013 2014 800 600 400 200 0 476 109 76 52 576 713 768  Engin niðurstaða um æskilegt eftirlit með brjóstapúðum eftir PIP-málið Eftirlit með púð-um eftir ígræðslu er misjafnt milli lýtalækna. Ekki eru komin nein tilmæli þar sem mælt er með til- teknu reglu- bundnu eftirliti. „Ég sé mína skjólstæðinga viku eftir að- gerð, aftur eftir 4 vikur og síðan eftir 6 mánuði. Þeir eiga að líta við eftir 10 ár. Ef það kemur eitthvað upp á í millitíðinni þá eiga þeir að koma. Ég hef fylgt þessu eftir að ég kom heim úr námi,“ segir Ágúst Birgisson lýtalæknir, spurður um eftirlit með brjóstapúðum eftir ígræðslu. „Eftir PIP-málið þá var mikil um- ræða um eftirfylgni eftir ígræðslu. Það eru ekki komnar niðurstöður úr því hverju er mælt með. Þá var rætt um allt á milli þess að konur færu í segulómskoðun á tveggja ára fresti og niður í ekkert eftirlit,“ segir Ágúst. Segulómskoðun best Ef grunur leikur á um lekan púða eftir skoðun hjá lýtalækni þá er far- ið í ómskoðun og þá segulómskoðun til staðfestingar sem gefur ná- kvæmustu myndina. Kostnaðinn við ómskoðun og segulómskoðun greiðir skjólstæðingurinn sjálfur. Ágúst tekur fram að ómskoðun geti gefið falska niðurstöðu um rof- inn púða og rofið reynist svo ekki rétt. Í því samhengi nefnir hann að það gæti mögulega verið í um 5-7% tilfella. „Það er ekki samasem merki á milli vísbendingar um rof í ómskoðun og að púðinn reynist lek- ur,“ segir Ágúst. Þá bendir hann á að ekki sé hægt að nota röntgen- mynd sem staðfestingu á því hvort púði sé lekur eða ekki því það sé ekki áreiðanlegt tæki. Eiga ekki að geta sprungið „Það er ábyrgð á þessum púðum og þeir eiga ekki að geta sprungið, þó að sjálfsögðu geti allt gerst,“ segir Ágúst spurður út í hversu al- gengt það sé að púði leki. Nýverið hefur hann tekið út einn púða sem reyndist leka, tveimur árum eftir að hann var settur í. Þá greiddi fyr- irtækið sem framleiddi púðann all- an kostnað við aðgerðina. Hann hefur þó framkvæmt fleiri aðgerðir þar sem hann hefur tekið leka púða úr brjóstum sem ekki voru PIP- púðar heldur eldri gerð af púðum sem reyndust ekki eins góðir og þeir sem eru á markaði í dag, að sögn Ágústs. thorunn@mbl.is Misjafnt milli lýta- lækna Ágúst Birgisson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.