Morgunblaðið - 11.09.2015, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.09.2015, Qupperneq 8
Morgunblaið/Börkur Faxi RE Á loðnuveiðum 2014. Von var á Faxa RE til Vopnafjarðar síðdegis í gær með um 500 tonn af síld til vinnslu. Þetta er fyrsta hreina síldarlöndunin á Vopnafirði á þessu hausti en mest áhersla hefur verið lögð á makrílveiðar fram að þessu, segir á heimasíðu HB Granda. Nú þegar makrílkvótinn er á þrot- um taka við veiðar á norsk-íslenskri síld. Vegna skerðingar norsk-íslenska síldarkvótans er ekki búist við því að skip HB Granda fari nema í um tvær síldveiðiferðir hvert á miðunum fyrir austan. Fram undan eru svo veiðar á íslenskri sumargotssíld og hugsan- lega verður farið til kolmunnaveiða fyrir áramót. Haft er eftir skipstjóranum á Faxa að síldin virðist vera vel haldin og meðalvigtin í þessum túr var um 380 grömm. Síldin veiddist aðeins eftir að skyggja tók á kvöldin og yfir nóttina. Beinar síldveiðar að lokinni makrílvertíð 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015 Fæst íapótekum,heilsubúðum,Krónunni, HagkaupogNettó.Umboð:Celsus. Meiri... Þarf aðeins 1/3 tsk til að fá 350mg af hreinu magnesium. Duftið leysist upp í KÖLDU vatni. Hámarksupptaka í líkamanum. Þægileg inntaka fyrir börn og fullorðna. Gerið verðsamanburð. virkni BRAGÐLAUST! NÝTT mánaða5 skammt ur Styrmir Gunnarsson spyr á vefsínum: „Hvernig ætla stjórn- arflokkarnir að útskýra fyrir kjósendum svik sín í ESB- málinu?“ Hann bendir á þögn um stöðu aðild- arumsóknar Ís- lands að ESB í um- ræðum um stefnuræðu for- sætisráðherra og segir nokkuð ljóst að núverandi ríkis- stjórn og stjórn- arflokkar ætli að láta hér við sitja „og gera ekki frekari tilraunir til að draga aðildarumsóknina til baka með afgerandi hætti.    Það þýðir að komist aðild-arsinnuð ríkisstjórn til valda á ný á Íslandi mun slík ríkisstjórn leita eftir því við Evrópusam- bandið að þráðurinn verði tekinn upp þar sem frá var horfið.“    Styrmir bendir á að veturinn2014 hafi ríkisstjórnin ætlað að ljúka málinu með þingsályktun en hafi gefist upp við það.    Haustið 2014 hafi verið gefiðskýrt til kynna að ný þingsályktunartillaga yrði lögð fram og snemma á þessu ári hafi verið talað á sama veg. Í mars hafi verið ákveðið að draga um- sóknina til baka með einhliða bréfi til ESB. Bréfið hafi verið ófullnægjandi og að auki hafi ESB svikið samkomulag um svör við bréfinu.    Svo segir Styrmir: „Vísbend-ingar eru um að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætli að láta hér við sitja. Framundan er landsfundur flokksins. Fróðlegt verður að fylgjast með því, hvort svæfingin mun einnig ná til lands- fundar og hvort landsfund- arfulltrúar láta gott heita.“ Styrmir Gunnarsson Verður þetta látið gott heita? STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.9., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 14 léttskýjað Akureyri 15 léttskýjað Nuuk 5 skýjað Þórshöfn 13 skýjað Ósló 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 17 léttskýjað Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 20 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 20 léttskýjað London 18 heiðskírt París 22 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 18 heiðskírt Berlín 15 þrumuveður Vín 17 heiðskírt Moskva 11 skýjað Algarve 22 heiðskírt Madríd 27 léttskýjað Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 12 skýjað Montreal 22 skýjað New York 23 alskýjað Chicago 21 skýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:39 20:11 ÍSAFJÖRÐUR 6:40 20:20 SIGLUFJÖRÐUR 6:23 20:03 DJÚPIVOGUR 6:08 19:41 Seltjarnarnesbær tilbúinn að taka við flóttafólki Á fundi bæj- arstjórnar Sel- tjarnarness á miðvikudag lýsti bæjarstjórn Sel- tjarnarness yfir áhuga á að taka á móti flótta- fólki. Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra, var falið að ræða við starfsmann flóttamannanefndar um framkvæmd mála. Bókun bæjarstjórnar Seltjarn- arness er svohljóðandi: „Bæj- arstjórn samþykkir að leggja fram aðstoð við að taka á móti flóttafólki sem nú dvelur m.a. í flóttamannabúðum í ýmsum lönd- um Evrópu eftir að hafa flúið stríðsátök og hörmungar í löndum sínum, ekki síst Sýrlandi, og felur bæjarstjóra að tilkynna velferð- arráðuneytinu þennan vilja sinn. Bæjarstjórn felur bæjarráði að leggja mat á möguleika og úrræði bæjarins í þessu skyni, ásamt því að móta tillögur um hvernig best sé að virkja og samhæfa mögu- legan vilja og áhuga bæjarbúa til þess að leggja málinu lið og leggja fyrir bæjarstjórn ekki síðar en um miðjan október næstkom- andi.“ Bæjarráð Mosfells- bæjar hefur samþykkt að verða við er- indi Heilsu- vinjar Mos- fellsbæjar um framleiðslu og dreifingu fjöl- nota innkaupapoka á öll heimili í Mosfellsbæ. Ákveðið hefur verið að pokunum verði dreift helgina eftir dag íslenskrar náttúru þann 16. september næstkomandi. Í frétt frá Mosfellsbæ kemur fram að pok- unum fylgi heilsueflandi skilaboð frá Landlæknisembættinu, sem er samstarfsaðili Mosfellsbæjar og Heilsuvinjar í verkefninu um Heilsueflandi samfélag. Fjölnota innkaupa- poki á hvert heimili

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.