Morgunblaðið - 11.09.2015, Síða 6

Morgunblaðið - 11.09.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Byggingafélagið Sandfell er að undir- búa byggingu 200 herbergja hótels í landi eyðijarðarinnar Orustustaða á Brunasandi austan Kirkjubæjar- klausturs. Hótelið, sem rekið verður undir merkjum Stracta hótela, verð- ur í mörgum húsum sem reist verða ásamt þjónustubyggingum í kringum hóteltorg. Það líkist því þorpi, segir Hreiðar Hermannsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjanna. Heildarkostnaður er áætlaður rúmir þrír milljarðar króna. Hótelið verður í svipuðum stíl og hótel Stracta sem opnað var á Hellu á síðasta ári, en mun stærra. Byggt verður tveggja hæða hús fyrir mót- töku, þjónustu og veitingastaði og hótelálmur með mismunandi stórum herbergjum og íbúðum í kring. Auglýst í annað sinn Stracta hefur verið að undirbúa hótel á Orustustöðum og Húsavík. Hreiðar reiknar með að Orustustaðir verði næstir í röðinni ef tekst að ljúka skipulagsmálum. Það ferli hafi verið tafið óhóflega. Orustustaðir eru eyðijörð, um 20 kílómetrum austan við Kirkjubæjar- klaustur. Hreiðar keypti hana fyrir um tveimur og hálfu eða þremur ár- um og hefur síðan unnið að skipu- lagningu hótelsins. Með breytingu á aðalskipulagi var landinu breytt úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði með uppbyggingu hót- els í huga. Sandfell lét í framhaldi af því vinna deiliskipulag fyrir hótelið. Þegar það var auglýst bárust ýmsar athugasemdir, aðallega frá eigendum nágrannajarða en einnig frá nokkrum opinberum stofnunum. Ekki er föst búseta nema á einum bæ í nágrenn- inu. Athugasemdir eigenda nágrannajarða sneru einkum að málsmeðferð og að aðkomuvegur að hótelinu væri skipulagður yfir land þeirra. Einnig um áhrif hótelrekstrar og tilheyrandi umferðar á hagsmuni þeirra. Forsvarsmenn framkvæmdarinnar og sveitarstjórn svöruðu athuga- semdum og tóku tillit til þeirra eftir því sem ástæða þótti til. Jafnframt var gerð umhverfisskýrsla með deili- skipulaginu. Sveitarstjórn Skaftár- hrepps ákvað að auglýsa deiliskipu- lagið að nýju með áorðnum breytingum og umhverfisskýrslu, í óþökk forsvarsmanna Sandfells. Hreiðar segir að sveitarstjórn og yfirvöld skipulags- og byggingarmála virðist alfarið á móti uppbyggingu. Telur hann að verið sé að tefja málið til að reyna að láta hann gefast upp. Það komi ekki til greina. Segir hann að erlendur fjárfestir sem veitt hafi vilyrði fyrir þátttöku í fjármögnun verkefnisins hafi horfið frá þegar hann áttaði sig á andúð yfirvalda. Því þurfi að fjármagna fjárfestinguna upp á nýtt. Hann segist ekki skilja þessa afstöðu. Engum fornminjum verði raskað og öllum reglum fylgt. Húsunum sé þannig fyrirkomið að þau sjáist hvorki frá þjóðveginum né öðrum bæjum. „Þetta sveitarfélag á í erfiðleikum, íbúum hefur fækkað og það er í gjör- gæslu í fjárhagsmálum. Samt er staðið gegn uppbyggingu í sveitar- félaginu. Hins vegar eru íbúarnir áhugasamir. Þeir hringja í mig til að spyrja hvort ekki eigi að fara að byrja á uppbyggingu,“ segir Hreiðar. Hann segir lítið hafa gerst í skipu- lagsmálunum frá því í maí. Nú hafi verið ákveðið að auglýsa aftur og nýir athugasemdafrestir veittir. Væntan- lega taki það marga mánuði að vinna úr þeim málum og veltir Hreiðar því fyrir sér hvort skipulagið verði þá ekki auglýst í þriðja sinn. Þetta ætli engan endi að taka. Byggja þarf upp innviði Jörðin hefur verið í eyði frá 1950 og vantar því alla innviði á fyrirhugað hótelsvæði. Þar er hvorki vatnsveita, rafmagn, vegur né fráveita. Þessu þarf Sandfell að koma upp og hefur unnið að undirbúningi þess. Raf- strengur verður lagður í jörð með- fram vegi og gerð er krafa um þriggja þrepa hreinsun fráveitu. Fyrirhug- aður vegur er 1,7 km langur og á að liggja af núverandi vegi rétt vestan við Hraunból. Veglínan er skipulögð rúmlega hálfan kílómetra sunnan við bæjarstæðið þar til þess að umferð trufli sem minnst þá sem þar dvelja. Vegurinn liggur síðan meðfram skóg- ræktarsvæði og að hótellóðinni, sem er 300 metrum frá hraunjaðri og bú- setuminjum á Orustustöðum. Hreiðar segir að staðurinn sé ein- stakur og telur að ferðafólk muni njóta sín vel. Þar sé veðursæld mikil. Þá sé útsýni gott, það sjáist austur að Lómagnúp og vestur á Háfell í Mýr- dal og upp á jökul. Hótelið muni standa þannig að engin truflun verði af umhverfinu. Hreiðar segist hafa orðið var við mikla eftirspurn eftir stóru hóteli á Suðurlandi, hóteli sem geti tekið við stórum hópum. Þetta segi reynslan af rekstri Stracta hótels á Hellu honum. Nefnir hann að þangað hafi komið hópar sem þurfi 50-100 herbergi, til dæmis vegna kvikmyndagerðar. Slík- ir hópar þurfi margar gerðir af hót- elum eins og er á Hellu og fyrirhugað er að hafa á Orustustöðum. Þar verða einnig heitir pottar og sána, göngu- stígar verða lagðir um skógræktina og víðar um landareignina og stórar tjarnir með eyjum verða útbúnar til að hlúa að fuglalífinu. Gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir handverksfólk og listafólk til að auðga mannlíf í hótelþorpinu. Þar verði 3-4 gerðir af veitingastöðum. Segir Hreiðar að mikið líf verði í hótelþorpinu og það muni í sjálfu sér draga að gesti. 200 herbergja hótelþorp  Orustustaðir á Brunasandi verða vettvangur stórs sveitahótels með fjölbreyttri þjónustu  Skipulagning hefur dregist og telur framkvæmdastjórinn að yfirvöld vilji ekki uppbyggingu Garður Teikning af hótelgarðinum og næstu húsum. Fyrir miðju er móttöku- og þjónustubygging á tveimur hæðum. Feðgarnir Hermann og Hreiðar Hermannsson standa að Stracta. Nýtt hótel Kirkjubæjarklaustur Brunasandur Orustustaðir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Niðurstöðurnar eru það afgerandi að ég tel að áhættumatið hefði haft verulegt gildi í viðræðunum, ef það hefði verið lagt fram,“ segir Halldór Runólfsson, sem tók þátt í viðræðum um matvæli og heilbrigðismál, vegna framleiðslu matvæla, í aðildarvið- ræðunum við Evrópusambandið. Hann var þá yfirdýralæknir. Halldór segir að reglur ESB um frjálsan flutning lifandi dýra á milli landa hafi verið eitt aðal-ágreinings- efnið í viðræðunum. Búið var að rýna reglur beggja landanna og opna þennan kafla viðræðuáætlunarinnar. Vildu varanlega undanþágu Íslenska viðræðunefndin hélt fram þeirri afstöðu að Íslendingar gætu aldrei tekið upp reglur ESB vegna góðrar sjúkdómastöðu í bú- fjárstofnum hér á landi og vegna þess hversu viðkvæmir þeir væru gagnvart sjúkdómum vegna alda- langrar einangrunar. Gerð var krafa um að landið fengið varanlegar und- anþágur frá viðkomandi reglum Evrópusambandsins. Halldór segir að fulltrúar ESB hafi óskað eftir sönnun þess að það væri nauðsyn- legt. Þess vegna óskaði utanríkisráðu- neytið eftir gerð þess áhættumats sem kynnt var í fyrradag. Það sýndi fram á að mikil hætta væri á að ýms- ir sjúkdómar bærust strax í íslenska búfjárstofna með innflutningi og að þeir gætu valdið miklum usla í land- búnaði hér. Halldór segir að skýrslan um áhættumatið uppfylli öll skilyrði sem fulltrúar ESB settu fyrir slíkri vinnu. Hins vegar var hún aldrei lögð fyrir Evrópusambandið vegna þess að búið var að setja viðræðurnar á ís þegar hún var fullgerð. Þess vegna segir Halldór ekki hægt að fullyrða um viðbrögð ESB við niðurstöðum hennar, hvort fallist hefði verið á varanlega undanþágu frá reglunum eða hvort spilast hefði úr því máli á annan hátt. Vopn í samningum Erna Bjarnadóttir fylgdist grannt með viðræðunum sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og aðstoðar- framkvæmdastjóri. Hún segir ljóst að áhættumatið hefði fært íslensku samningamönnunum vopn í hendur. Það væri þó enganveginn víst að ESB hefði samþykkt að bann okkar við innflutningi væri eina leiðin til að halda áhættunni af því að sjúkdómar bærust til landsins innan ásættan- legra marka. Nefnir hún hugmyndir sem fram hafi komið um að nóg væri að loka á innflutning frá svæðum þar sem við- komandi sjúkdómar grasseruðu. Það teldu Bændasamtökin ekki nóg þar sem sjúkdómar sem ekki hefðu mikil áhrif í Evrópu gætu orðið að faraldri hér. Nefnir Erna nýlegar hrossa- pestir sem dæmi um það. Óvíst hvort áhættumat- ið hefði sannfært ESB  Bann við innflutningi lifandi dýra var aðal-ágreiningsmálið Erna Bjarnadóttir Halldór Runólfsson Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Á mesta hlýskeiði síðan hitamæl- ingar hófust hafa nú komið hér samfelldir níu mánuðir sem sverja sig algerlega í ætt við kuldaskeiðið 1961 til 1990.“ Þetta segir Páll Bergþórsson veðurfræðingar og fyrrverandi veðurstofustjóri í færslu á Facebook-síðu sinni, þar sem hann birtir gjarnan veðurspár og ýmsar kenningar og fróðleik um veðurfar hér á landi fyrr og nú. Þessir færslur njóta vinsælda og taka margir þátt í umræðum sem af þeim hljótast. Minni hlýnun Páll spáir því að áfram haldi það veðurfar sem hófst fyrir áratug og einkennist af minni hlýnun en í þrjátíu ár þar á undan. Hann segir í samtali við Morg- unblaðið að kenning sín um þrjátíu ára tímabil, þar sem kuldaskeið og hlýindaskeið skiptist á, njóti ekki viðurkenningar alþjóðlegrar veð- urfræði, en þetta sé engu síður sín kenning og byggist á hitamæl- ingum og reynsluathugunum. „Það var mikið hitaskeið hér á norðurslóðum á árunum 1975 til 2005 eða í þrjátíu ár, en síðan þá hefur hlýnun stöðvast,“ segir Páll. Hann telur að veðrið hér gangi í slíkum sveiflum. „Hlýn- unin hefur eigin- lega stöðvast og það bendir til þess að nýtt tímabil sé hafið og við getum ekki átt von á mikilli hlýnun næstu tvo áratugi,“ segir hann. Hafísinn er ástæðan Páll segir ástæðuna fyrir þessu vera virkni hafíss á norðurslóðum. Hann hafi þá náttúru að ýmist aukast eða minnka og hafi það síð- an áhrif á hitafar á hvorn veginn þróun hans sé. Páll kveðst ekki beinlínis vera að boða nýtt kuldaskeið á Íslandi. Áfram megi búast við hlýindum hér vegna mótáhrifa frá almennri hlýnun jarðar, en kólnunarsveiflan vinni þar á móti. Spurning sé hvor krafturinn verði áhrifameiri hér á landi. Veðrið hér minnir á fyrra kuldaskeið  Telur sveiflur í veðri á 30 ára fresti Páll Bergþórsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.