Morgunblaðið - 11.09.2015, Side 44
FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 254. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Hékk nakin neðan úr tré
2. Konan kom að manninum
3. Fólkið var enn inni í húsbílnum
4. Tap gegn Tyrkjum eftir …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kammerhópurinn Stilla og tón-
skáldið og gítarleikarinn Hallvarður
Ásgeirsson eiga stefnumót á tón-
leikum í Mengi í kvöld kl. 21. Á þeim
verður fluttur nýr strengjakvartett eft-
ir Hallvarð auk fleiri nýlegra verka eft-
ir hann. Kammerhópurinn Stilla var
stofnaður árið 2011 og er skipaður
fjórum strengjaleikurum. Í Stillu eru
þær Sigrún Harðardóttir, Margrét
Soffía Einarsdóttir, Þórunn Harðar-
dóttir og Gréta Rún Snorradóttir.
Á morgun munu Magnús Trygvason
Eliassen trommuleikari og Daníel Frið-
rik Böðvarsson gítarleikari bjóða til
óvissuferðar í Mengi, ferðar þar sem
allt getur gerst, eins og segir í tilkynn-
ingu. Magnús er með eftirsóttari
trommuleikurum landsins og leikur
m.a. með hljómsveitunum ADHD og
Moses Hightower. Daníel er einnig í
Moses Hightower og hefur að auki
tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi
og spilað með fjölda tónlistarmanna,
hér á landi sem erlendis.
Boðið til stefnumóts
og óvissuferðar
Rakel Steinarsdóttir myndlistar-
kona opnaði í gær sýningu á nýrri inn-
setningu sinni í Studio Stafni og er
efniviður Rakelar litrík föt barna henn-
ar, skv. tilkynningu. Rakel byggir
gjarnan verk sín á innsetningum í rými
þar sem umfjöllunarefnið er ýmiss
konar hversdagslegir hlutir sem eru
hluti af ferli eða hringrás
sem er skráð eða
varðveitt og sett í
annað samhengi.
Verkin eru því
oftast tengd
tíma og jafnvel
minningum, að
því er fram kemur í
tilkynningu.
Efniviðurinn litrík föt
barna listamannsins
Á laugardag Hæg suðlæg átt og lítilsháttar skúrir, en bjartviðri á
N-landi. Samfelld rigning allra austast. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast fyrir
norðan.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 8-15 m/s A-lands, annars hægari
vindur. Úrkomulítið v-til, en rigning í öðrum landshlutum, mikil á
SA-horni landsins. Hiti 7 til 14 stig.
VEÐUR
Erlingur Richardsson
þjálfari og Bjarki Már El-
ísson hornamaður eru
heimsbikarmeistarar í
handknattleik eftir að
Füchse Berlín sigraði
Veszprém, lið Arons
Pálmarssonar, í úrslita-
leik í gær. Þeir eru báðir
nýkomnir til félagsins
og hafa því fengið sann-
kallaða óskabyrjun í
Berlín. »1
Heimsbik-
armeistarar í
handbolta Dagný Brynjarsdóttir landsliðskona í
knattspyrnu hefur úr nokkrum til-
boðum að velja en fjögur af níu liðum
í bandarísku atvinnudeildinni vilja fá
hana í sínar raðir. Hún hefur þegar
hafnað einu þeirra og einnig Eng-
landsmeisturum Liverpool. „Mig
langar bara í öll liðin! Ég er lítið búin
að tala við þjálfarana í liðunum en
geri það núna og reyni að sjá
hvað mér líst
best á,“ segir
Dagný. »4
Fjögur bandarísk lið
vilja fá Dagnýju
ÍR-ingar leita nýrra leiða til að koma
sér í baráttuna um Íslandsmeist-
aratitilinn í handbolta eftir að þeirra
besti maður hvarf á brott í sumar og
flutti til Dubai. Þeir gerðu allavega
nóg til að sigra Akureyri í fyrsta
leiknum í gærkvöld. Í Mosfellsbæ fór
Árni Bragi Eyjólfsson á kostum með
Aftureldingu í sigri á Gróttu, í fyrstu
umferð Olís-deildarinnar. »2-4
ÍR leitar nýrra leiða og
Árni fór á kostum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Mér finnst algjörlega út í hött hvað Danir gera
lítið úr menningararfi sínum. Um alla Danmörku
eru einstakir staðir sem tengjast víkingaöldinni
og þeir gera mjög lítið með þá og hinn almenni
Dani veit lítið um víkingaforsögu sína. Danir
þurfa menningarlegt akkeri til að halla sér upp
að en það er mjög alþjóðlegur hugsunarháttur
ríkjandi hér. Þeir þurfa að vera betur meðvitaðir
um hvernig landið varð til, þjóðin og menningin.
Það vantaði einhvern til að tengja þessa punkta
saman,“ segir Bergdís Þrastardóttir spurð
hvernig hugmyndin að ferðum á víkingaslóðir í
Danmörku kviknaði.
Hún fer með Dani á víkingaslóðir og einnig er-
lenda ferðamenn. Í því samhengi bendir hún á að
82% Englendinga tengi Dani við víkinga. Enn
fremur gúggli 70% af Þjóðverjum, sem eru
stærsti ferðamannahópurinn í Danmörku, vík-
inga um leið og Danmörku. Þarna liggur því van-
nýtt auðlind, að mati hennar, sem Danir hafa ekki
nógu mikinn áhuga á.
Bergdís er vel kunnug víkingaöldinni, en hún
lauk nýverið doktorsgráðu í miðaldabókmenntum
frá Háskólanum í Árósum, þar sem hún hefur
verið búsett sl. átta ár. Eftir námið stofnaði hún
fyrirtækið Valkyrju, sem sér um að skipuleggja
ferðir, viðburði, ráðgjöf, fyrirlestra og fleira um
víkingatímann. Bergdís er með háleit framtíð-
arplön en fyrst um sinn mun hún bjóða upp á
ferðir í kringum Árósa. „Ég grínast stundum
með það að í framtíðinni ætli ég að eignast vík-
ingaskemmtiferðaskip sem myndi sigla leiðina
sem víkingarnir fóru, t.d. til Norður-Ameríku og
Grænlands,“ segir hún og hlær.
Vill miðla með því að leyfa fólki að upplifa
Ein af ástæðunum fyrir áhugaleysi Dana á vík-
ingatímunum er takmarkað aðgengi og fornlegar
þýðingar á fornsögunum almennt, að sögn Berg-
dísar, en nýjar þýðingar eru nú ýmist komnar út
eða eru í burðarliðnum. Þá bendir hún á að Danir
hafi ekki kynnst fjölbreyttri miðlun á efni frá vík-
ingatímanum.
„Ég hugsaði fyrst að ef ég fengi vinnu í háskól-
anum myndi ég ná til fólksins með kennslu og
greinaskrifum en það er ekki þannig. Ég vil
fræða fólk um víkinga og söguna með því að leyfa
því að prófa, sjá, reyna og finna, í samstarfi við
söfnin og staðina. Danir eru ekki meðvitaðir um
af hverju fortíð þeirra og víkingatímabilið skiptir
máli. Á sama tíma er gríðarleg samkeppni í af-
þreyingarbransanum og um tíma fólks og áhuga.
Það þarf því að vekja áhuga þess á hátt sem það
skilur og þannig að það vilji hlusta. Ég er ekki
minni fræðimaður fyrir vikið að vilja miðla á ann-
an hátt en í gegnum greinar sem eru skrifaðar til
annarra fræðimanna. Ég fann að það var þetta
sem vantaði, fólk sem býr bæði yfir faglegri þekk-
ingu, praktískri reynslu og miðlunarhæfileikum.“
Næg verkefni bíða Bergdísar, en í þessum
mánuði fer hún með stóran hóp nemenda sem eru
á svokallaðri víkingalínu í háskólanum í Árósum á
söguslóðir Haraldar blátannar, í virki sem hann
reisti. Nemendur fræðast um sögu Haraldar blá-
tannar ásamt því að fá innsýn í matargerð, hand-
verk og hvað þurfti til að lifa af á víkingatím-
anum.
Vill víkingaskemmtiferðaskip
Blöskraði áhugaleysi
Dana á sögu sinni og býð-
ur upp á víkingaferðir
Ljósmynd/Gísli Dúa
Víkingur Bergdís Þrastardóttir, doktor í miðaldabókmenntum, fræðir Dani um menningu sína.