Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 1
Af h
10LEIÐIRTILVELLÍÐUNARÍVINNUNNI
SUNNUDAGUR
GÆLUDÝR ÁAÐVELJAEFTIRALDRI BARNA
SJARMERANDI SKYRTUR
LEIKUR Í BRESKRIMYND Á RIFF
INNLIT ÍLEIKMYNDASTÚDÍÓ 24
FJÖLSKYLDAN 30
TÍSKA 36
GUÐMUNDUR INGI 4
HÖNNUNTILFINNINGA
27. SEPTEMBER 2015
PAST ENN VIÐ ÞEGAR HEYRIST Í FLUGVÉL ENDA SPRENGJUREGN
T BRAUÐ ÞEGAR JARRAN-FJÖLSKYLDAN FLÚÐI SÝRLAND. FLÓTTINN
NDS TÓK MÁNUÐ, GÚMMÍBÁTNUM HVOLFDI OG ÞAU MÁTTU ÞOLA
ÐAR Í UNGVERJALANDI. NÚ ÞRÁ ÞAU AÐ FÁ AÐ BÚA VIÐ ÖRYGGI. 40
TIL ÍSLA
BARSMÍ
*
Í MÁNUÐ Á FLÓTTA
L A U G A R D A G U R 2 6. S E P T E M B E R 2 0 1 5
Stofnað 1913 226. tölublað 103. árgangur
NÝJA SKIPIÐ
VENUS HEFUR
EKKI HIKSTAÐ
SPILAÐ Á
NIKKU Á
RÉTTARBALLI
SMALI SEGIR FRÁ 10FYLGST MEÐ NÝRRI TÆKNI 18
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hæstiréttur Skipan hæstaréttardómara
hefur vakið umræður í samfélaginu.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra
segir að hugsanlega sé ástæða til
þess að endurskoða lög um skipan í
embætti hæstaréttardómara. Sem
stendur fer fimm manna dómnefnd
með ákvörðunina en ráðherra get-
ur þó sent hana til meðferðar Al-
þingis. „Er það eðlilegt að ráðherra
hafi ekkert um málið að segja?“
spyr Ólöf.
Í aðsendri grein sinni í Morgun-
blaðinu í dag skrifar Reimar Pét-
ursson, formaður Lögmannafélags
Íslands, að dómnefnd megi ekki
láta hæfnismat ráðast af kynferði.
Slíkt rýri traust dómstóla en skipun
þess hæfasta auki það. Í lögum segi
að velja skuli konu ef hún teljist
jafnhæf karli til starfsins. „Konum í
Hæstarétti mun því fjölga þegar
fram í sækir,“ segir í grein Reim-
ars. »12
Mögulega tilefni til
að endurskoða lög
um dómaraskipan
Fleiri standast matið
» Þær upplýsingar fengust í
Landsbankanum að hlutfall
fólks sem stóðst greiðslumat
hefði aukist töluvert 2013-14.
» Það var nokkru hærra 1.1. til
31.8 í ár en allt árið í fyrra.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vægi óverðtryggðra lána af íbúða-
lánum til heimila er að aukast og
eiga miklar uppgreiðslur hjá Íbúða-
lánasjóði þátt í þeirri þróun. Hjá Ar-
ion banka eru óverðtryggðu lánin ei-
lítið vinsælli í ár en verðtryggð lán.
Vegna mikilla uppgreiðslna geng-
ur hratt á lán Íbúðalánasjóðs til
heimila. Má lauslega áætla að þau
lán hafi minnkað um tæpa 40 millj-
arða á fyrstu átta mánuðum ársins.
Leiðréttingin skýrir það að hluta.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar-
stjóri á Seltjarnarnesi, hyggst kanna
hvort bæjarfélagið eigi að fara að
lána ungu fólki fyrir innborgun í
íbúð. Greiðslumatið sé of strangt.
Grétar Jónasson, framkvæmda-
stjóri Félags fasteignasala, telur líka
að greiðslumatið sé of strangt. Það
sé vegna skekkju í matskerfinu.
Greining Íslandsbanka telur í ljósi
nýrra verðbólgutalna, sem eru lægri
en spáð var, að verðbólga verði að
jafnaði undir 2,5% markmiði Seðla-
bankans fram á mitt ár 2016. Það
yrði langlengsta stöðugleikaskeið
síðan markmiðið tók gildi 2001.
Óverðtryggðu lánin í sókn
Hlutfall óverðtryggðra lána af íbúðalánum eykst vegna uppgreiðslna eldri lána
Íslandsbanki spáir nú 30 mánaða stöðugleikaskeiði Mesti stöðugleiki á öldinni
MTugmilljarða uppgreiðslur »4
Morgunblaðið/Ásdís
Flóttafólk Irina frá Úsbekistan og sonur hennar komu hingað í ágúst.
Ásdís Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
Á hverjum degi streymir til landsins
fólk frá hinu stríðshrjáða Sýrlandi,
Balkanskaganum og öðrum löndum
þar sem fátækt og eymd ríkir. Fólk-
ið kemur hingað með flugi og sækir
um hæli og þarf að vona það besta,
en flestir sjá enga framtíð í heima-
landinu. Í Sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins er rætt við fjölskyldu frá
Sýrlandi sem upplifði skelfingar
stríðsins og lenti í ólýsanlegum
raunum á flóttanum til Íslands.
Einnig er rætt við fimm manna fjöl-
skyldu frá Úsbekistan sem flúði
vegna trúarofsókna. Faðirinn var
tekinn höndum og barinn og sveltur
í fangelsi en þau segja spillingu vera
allsráðandi í landinu.
Útlendingastofnun leikur stórt
hlutverk í móttöku hælisleitanda og
rætt er við verkefnastjórana Björk
Håkansson og Karen Theodórs-
dóttur til að fá innsýn í hvað gerist
þegar hælisleitandi knýr dyra og
biður um vernd.
Leita skjóls frá stríði og trúarofsóknum
300 hælisleitendur bíða svara hér
á landi Tvær fjölskyldur segja frá
Stefnt er að því að hafa Þríhnúkagíg opinn lengur í ár en í fyrra þegar
komast mátti í gíginn langt fram í september. Björn Ólafsson, forsvars-
maður Þríhnúka, segir að veður ráði því hvort hægt verði að hafa opið
fram í október. „Dagurinn er styttri og því förum við færri ferðir á hverj-
um degi en í sumar. Engu að síður eru fleiri ferðamenn og því grundvöllur
til að halda rekstri áfram. Við spilum þetta með veðrinu,“ segir Björn.
Þrammað í Þríhnúkagíg
Morgunblaðið/Golli
Þríhnúkagígur opinn ferðamönnum lengur en í fyrra
Læknaráð
Landspítalans
telur að í fjár-
lagafrumvarpi
ríkisstjórnarinn-
ar sé fjárþörf
spítalans vegna
nýlegra og
væntanlegra
launahækkana
ekki mætt. Ráð-
ið telur að
óbreyttu að þetta muni bitna á
þjónustu spítalans. Heilbrigðis-
ráðherra segir að heilsugæsla og
heimahjúkrun verði efld í fjár-
lögum og fé veitt í að vinna á bið-
listum. Þannig verði aflétt hluta af
álaginu á spítalann. »12
Læknaráð telur LHS
vanfjármagnaðan
Spítali Deilt er um
fjárlög ársins.
„Mælikvarðarnir sem verið er að
nota gagnast ekki og geta jafnvel
haft neikvæðar afleiðingar. Yfir-
maður er þvingaður til að dæma
starfsmann út frá ákveðnum kvörð-
um og það getur valdið því að
starfsmaður verði ósáttur og finnist
matið ósanngjarnt,“ segir Tómas
Bjarnason, sviðsstjóri starfsmanna-
rannsókna hjá Gallup, en rann-
sóknir sýna að frammistöðumat
skilar ekki tilætluðum árangri og
hafa mörg erlend stórfyrirtæki
hætt að framkvæma slíkt.
Í nýrri rannsókn Gallup kemur
fram að 35% höfðu ekki rætt við yf-
irmann um frammistöðu síðustu 6
mánuðina. Flestir vilja eiga slík
samtöl við yfirmenn oftar og telja
að það gæti haft jákvæð áhrif á
frammistöðu. »22
Frammistöðumat
skilar ekki árangri