Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 11
Dansinn dunar Harmonikkubandið spilaði fyrir dansi gömlu góðu réttarlögin og stiginn var dans.
þremur árum hef ég verið hjá Sig-
fúsi og Lilju fjárbændum á Borg-
arfelli, en ég fer núna á fjall fyrir
Hrífunes,“ segir Gísli Páll og bætir
við að fjallferðin taki átta daga,
hann fari að heiman á fimmtudags-
kvöldi og komi til byggða á föstu-
dagskvöldi viku síðar. Réttað var
síðastliðinn laugardag í Skaftár-
tungurétt og smalarnir komu með
um fjögur þúsund fjár af fjalli.
„Þetta er dásamlega skemmti-
legt, það eina sem ég veit
skemmtilegra er að fara á hrein-
dýra- og fuglaveiðar, en ég kynnt-
ist einmitt Inga bónda þegar ég
fór að skjóta gæs hjá honum á sín-
um tíma.“
Kjötsúpa á Sveinstindi
Eins og fyrr segir er enginn á
hestum af þeim tuttugu fjall-
mönnum sem sjá um smala-
mennskuna í þennan vikutíma.
„Fimm konur voru í hópi fjall-
manna þetta haustið og tólf af
okkur smölunum voru á fjórhjóli,
sex eða sjö voru gangandi og þrír
fóru um á bílum. Við förum yfir
stórt svæði á þeim átta dögum
sem við erum á fjalli, við förum í
Tungnaárbotna sem eru austan
megin við Tungnaá og sunnan við
Vatnajökul og við smölum það
svæði upp að rótum jökulsins. Síð-
an smölum við Fögrufjöllin daginn
eftir, Faxasund daginn þar á eftir,
Skælinga á mánudegi, milli syðri
og nyrðri Ófæru á þriðjudegi,
Ófærudal á miðvikudegi, utan í
fjöllunum á fimmtudegi og heim á
föstudegi. Við gistum í tvær nætur
í kofa við Sveinstind og þar er allt-
af kjötsúpa í kvöldmat og stundum
líka í morgunmat. Þaðan fórum við
í Hólaskjól og gistum þar. Þetta er
mikil törn,“ segir Gísli Páll og
bætir við að þetta sé frábær fé-
lagsskapur og hann hafi kynnst
mörgu skemmtilegu fólki í gegnum
smalastarfið.
Velti hjólinu í fyrstu ferð
Í þau tíu skipti sem Gísli Páll
hefur smalað Skaftártunguafrétt
hefur hann öðlast reynslu og lært
bæði á landslagið, kindurnar og
vélfákinn.
„Ég velti hjólinu í fyrstu
smalamennskunni, en maður sjóast
með árunum og það gengur á
ýmsu, þetta gengur misvel. En
smalamennskan gekk rosalega vel
þetta árið og það viðraði vel á okk-
ur, þetta var með allra besta móti.
En fjallferðinni og réttunum var
frestað um viku þetta árið vegna
kulda í vor og lakrar sprettu á af-
rétti. Sem betur fer var frestað,
því veðrið hafði ekki verið gott í
vikunni áður og það smalast ekki
eins vel í slæmu veðri, fyrir nú ut-
an hvað það er meira gaman að
vera í góðu veðri í heila viku á
fjalli.“
Nóg að gera Stundum verður féð of þreytt til að rekast og þá þarf Gísli Páll
að reiða það á hjólinu. Hér aðstoða Ella í Úthlíð og Bergur í Austurhlíð.
Smali Gísli mætti skeggjaður eftir fjallferð, hér með kind réttarballsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kvenskörungur Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna bjó heim-
ilisfólkið til kvenkyns smala og setti á hann ljósmynd af andliti Jóhönnu.
Stund milli stríða Við Sveinstind eftir smölun Fögrufjalla. Gísli Páll skelli-
hlæjandi ásamt Sigga Þór, Sæmundi, Baldri smala og Ellu í Úthlíð.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015
Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í
stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma,
ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á
slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef
útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem
börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Viltu meðhöndla liðverkinn
án þess að taka töflur?
150g50%
meira m
ag
n!
Prófaðu að meðhöndla liðverkina
með Voltaren geli.
Lyfjaauglýsing
Á morgun, sunnudag, verður þátt-
tökuleikhússýning fyrir börnin kl. 13
á KEX-hosteli við Skúlagötu. Sýn-
ingin er um Skringil skógarálf og
Bríeti blómálf. Hún var sett saman af
vinkonunum Halldóru Markúsdóttur,
jógakennara og leikkonu, og Arn-
björgu Kristínu Konráðsdóttur jóga-
kennara. Þær hafa báðar starfað við
barnajógakennslu og bjóða nú öllum
að taka þátt í ævintýralegri upplifun í
fjörugum heimi Skringils og Bríetar.
Komið með bros í hjarta í þægilegum
fötum og Skringli þætti ekkert verra
ef krakkarnir kæmu með köngul.
Ókeypis fyrir alla!
Þátttökujógaleikhús á Heimilislegum sunnudegi á Kexinu
Ævintýri Arnbjörg og Halldóra.
Skógarálfur og blómálfur
Í dag kl. 14-16 verður haldið upp á
evrópska tungumáladaginn í Gerðu-
bergi. Töframaðurinn Einar einstaki
treður upp og litháíski barnakórinn
tekur nokkur lög. Allir eru velkomnir í
þessa ókeypis tungumálasmiðju.
Café lingua í Gerðubergi
Tungumála-
smiðja í dag