Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015
tonn, en þá minnka möguleikar á
kælingu. Áhersla sé lögð á að kæla
allan afla á fullkominn hátt í tólf
tönkum. Er þá sama hvort aflinn
fer í frystingu í landi eða í bræðslu
og betra mjöl og lýsi fáist af kol-
munnanum sé hann kældur um
borð.
Mikill munur fyrir áhöfnina
Vinnan um borð fer að mestu
fram á einu dekki og segir Guð-
laugur það mikinn mun fyrir mann-
skapinn að þurfa ekki alltaf að vera
að príla upp og niður stiga og
tröppur. Tólf manns voru í áhöfn
Ingunnar hverju sinni, en stefnt er
að því að átta verði í áhöfn Venusar
og 16 ráðnir á skipið eða tvöföld
áhöfn. Í sumar voru þeir þó níu um
borð hverju sinni og 14 ráðnir á
skipið.
Skipverjar eru í eins manns klef-
um að undanskildum einum tveggja
manna klefa. Salerni og sturta er
með hverjum klefa. Góð aðstaða og
mikið rými er fyrir áhöfn um borð,
dagstofa, sjónvarpsherbergi, lík-
amsrækt og gufubað svo dæmi séu
tekin.
„Svo er brúin engin smásmíði, vel
yfir 100 fermetrar. Það er ágætis
dansgólf á milli tækjanna, enda gott
að hreyfa sig aðeins,“ segir Guð-
laugur. Stýrimaður og afleysinga-
skipstjóri á Venusi er Róbert Ax-
elsson og skiptu hann og Guðlaugur
sumrinu á milli sín.
Skipstjórinn þarf að vera vel með
á nótunum þegar kemur að tölvum
og tækni eins og vel sést í brúnni á
nýrri fiskiskipum í flotanum. En
það er ekki aðeins á þeim vettvangi
sem vel þarf að fylgjast með. Veið-
arfærin skipta höfuðmáli og Guð-
laugur og fleiri skipstjórar hafa
sinnt þróun veiðarfæra af lífi og sál.
„Ég hef unnið talsvert með
Hampiðjunni og í næstu viku förum
við til St. Johns í Nýfundnalandi.
Þar er fyrirhugað að prufa nýtt
troll í tanki, það er léttara þó að
það geti jafnvel verið stærra en
fyrri troll og verður spennandi að
sjá hvernig það reynist. Það er lyk-
ilatriði að veiðarfærin séu í lagi og
maður viti hvað maður er með aftan
í skipinu,“ segir Guðlaugur.
Veiðar á kolmunna, makríl og síld
eru stundaðar með trolli og er tog-
að við yfirborð á síld og makríl, en
dýpra og með stærra trolli á kol-
munna. Framan af loðnuvertíð er
einnig veitt í troll, en loðnunót þeg-
ar líður á. Það segir Guðlaugur vera
skemmtilegasta veiðarfærið. „Þá er
mestur hasar og mest að gerast,“
segir skipstjórinn.
Sérhver vertíð er sérstök
Töluverð breyting að taka við Venusi í vor Skipið hefur ekkert hikstað frá því að við byrjuðum
Skipstjórinn fylgist vel með þróun veiðarfæra Með á nótunum þegar kemur að tölvum og tækni
Ljósmynd/Kristjan Maack
Skipstjórinn í brúnni Guðlaugur leggur áherslu á að fylgjast vel með þróun veiðarfæra og tækniþróun. Brúin er yfir 100 fermetrar og hlaðin tækjum.
Morgunblaðið/Jón Sigurðarson
Nokkrar hæðir Hönnunin er nútímaleg og brúin minnir á skemmtiferðaskip.
„Ég kann rosalega vel við sjó-
mennskuna og hef alltaf kunnað
vel mig á sjó. Ég held að það hafi
allir gott af því að fara á sjó,“ segir
Guðlaugur, skipstjóri á Venusi.
Hann talar af reynslu því hann hef-
ur verið á sjó í hálfa öld, segir
reyndar óþarfa að nefna það.
„Ég hafði verið að þvælast sem
viðvaningur á bátum, en fékk fyrst
laun fyrir mína vinnu þegar ég var
15 ára. Svo var ég fastráðinn á Ás-
berg, sem Ísbjörninn gerði út árið
1967, þá 16 ára gamall. Björn bróð-
ir minn var þar skipstjóri, hann er
tíu árum eldri en ég og starfar enn
við kvótamiðlun hjá Samtökum
fyrirtækja í sjávarútvegi.
Þegar ég kom úr Stýrimanna-
skólanum fór ég sem stýrimaður á
Helgu II. og þar byrjaði ég að leysa
af sem skipstjóri 1974, en Haukur
Brynjólfsson var þá skipstjóri. Svo
fór ég aftur á Ásberg og á þessum
árum vorum við mikið á síld í
Norðursjónum.
Árið 1978 tók ég við Dagfara frá
Húsavík og var með hann í fimm ár
og þaðan fór ég á gamla Jón Finns-
son. Síðan tóku við tvö skemmti-
leg ár við afleysingar á ýmsum
skipum þar sem ég kynntist mörgu
góðu fólki. Þá tók ég við nýja Jóni
Finnssyni 1987 og var með hann í
tæp sex ár. Ég var alltaf í þessum
nótaslag og yfirleitt á uppsjávar-
veiðum.
Ég tók við Keflvíkingi 1993 og
síðan Elliða, en Miðnes gerði þessa
tvo báta út. Ég tók við formennsku
í Öldunni, stéttarfélaginu okkar,
1993 og var formaður í tíu ár sam-
hliða sjómennskunni. Á þessum
árum var ég að velta fyrir mér
hvort ég ætti að hætta til sjós og
fara í land, en af því varð ekki og
ég sé ekki eftir því. Á Elliða byrj-
uðum við að veiða síld í troll.
Svo var ég með Óla í Sandgerði
og tók við Ingunni þegar hún kom
ný til HB 2001 og síðan Venusi
þegar hann kom í vor. Flestir í
áhöfn Venusar voru með mér á Óla
í Sandgerði, þannig að það er
óhætt að segja að þetta sé sam-
heldinn hópur sem þekkist vel.“
Hefur verið til sjós í hálfa öld
„ÉG HELD AÐ ÞAÐ HAFI ALLIR GOTT AF ÞVÍ AÐ FARA Á SJÓ“
Ljósmynd/Viðar Sigurðsson
Venus NK 150 Komið inn til Vopnafjarðar á makrílvertíðinni í sumar.
VIÐTAL
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Skipið og búnaður um borð hefur
reynst vel í alla staði og ekkert
hikstað frá því að við byrjuðum,“
segir Guðlaugur Jónsson, skipstjóri
á Venusi NK 150. Þetta nýja skip
HB Granda kom nýtt til Vopna-
fjarðar í lok maí og hélt þegar á
kolmunna við Færeyjar og síðan á
makríl og norsk-íslenska síld. Hann
segir að sérhver vertíð sé sérstök
og þá sérstaklega á uppsjávar-
veiðum; aflinn, kvótinn, skipin, veið-
arfærin og blessað veðrið.
Í fyrsta túrnum fengust um 500
tonn af kolmunna, en þá var verið
að stilla græjurnar og læra á skipið,
en síðan kom 1.900 tonna túr. Guð-
laugur segir að veiðar á makríl og
síld hafi gengið ágætlega í sumar
og af þessum tveimur tegundum
var landað úr Venusi hátt í 10 þús-
und tonnum.
Mikið af makríl í lögsögunni
Hann segir að mikið hafi verið af
makríl í lögsögunni í ár en vertíðin
hafi verið sérstök að því leyti að
síld og makríll hafi verið mjög
blönduð lengi vel á Austfjarða-
miðum. Það sé erfiðara fyrir vinnsl-
una og síldin sé oft lélegri þegar
hún er saman við makrílinn. Hugs-
anlega hafi verið minna af makríl
fyrir austan heldur en síðustu ár
eða þá að hann hafi farið hraðar yf-
ir.
Mjög mikið hafi hins vegar verið
af makríl suður af landinu og á þau
mið gerði Venus fjóra góða túra. Þá
hafi verið farið í tvo túra norður í
Síldarsmugu fyrir sunnan Jan Ma-
yen með góðum árangri.
Erfiðleikar á makrílmörkuðum
settu svip á vertíðina í ár og var
heimilað að geyma 30% af aflaheim-
ildum á milli ára. Þá hafa aflaheim-
ildir í norsk-íslenskri síld verið
skornar niður síðustu ár og tók
Venus aðeins einn hreinan síldartúr
í sumar.
„Kvóti útgerðarinnar ræður
miklu og núorðið er þessu meira og
minna stýrt úr landi, hvað þú átt að
koma með og hvenær. Eðlilega er
verið að reyna að gera sem mest úr
hverju tonni, um það snýst þetta,“
segir Guðlaugur.
Eitt tekur við af öðru og næst er
það íslenska síldin eftir þriggja
vikna hlé. „Við byrjum á henni und-
ir miðjan október og mér finnst lík-
legt að við tökum stefnuna á Jök-
uldýpi eða í Kolluál. Hún var á
þeim slóðum í fyrra, en ekki inni á
Breiðafirði eins og árin á undan. Ég
var að spyrjast fyrir um hvort síldin
hefði sést inni á Breiðafirði, en svo
virðist ekki vera. Ég er þegar byrj-
aður að undirbúa þær veiðar í hug-
anum og þegar maður er ekki úti á
sjó er ekkert annað að gera en að
hugsa um þetta,“ segir Guðlaugur.
Nútímaleg hönnun
„Þegar ég tók við Ingunni AK
þegar hún kom árið 2001 fannst
mér hún flott og fullkomið skip,
sem hún er enn þá. Samt sem áður
var það töluverð breyting að taka
við Venusi því skipið sjálft, tæknin
og aðbúnaðurinn, allt er þetta
stærra og þægilegra við að eiga,“
segir Guðlaugur. Skipið er smíðað í
Tyrklandi og má áætla smíðaverðið
um 3,5 milljarða króna og það er
því engin smávegis fjárfesting sem
Guðlaugur og hans menn eru með í
höndunum.
Guðlaugur nefnir að nýja skipið
er 4½ metra breiðara og átta metr-
um lengra en Ingunn. Skipið sé
hærra á sjónum og nútímaleg hönn-
un skrokksins geri skipið öflugra,
en orkunýting sé samt minni. Skip-
ið getur borið tæplega þrjú þúsund