Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015
Söfn • Setur • Sýningar
Síðasta sýningarhelgi: Að vefa saman DNA
Þriðjudagur 29. september: Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafnsins
– Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir fjallar um Bláklæddu konuna
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal
Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni
I Ein/Einn-Ljósmyndir Valdimars Thorlaciusar í Myndasal
Blaðamaður með myndavél á Veggnum
Weaving DNA á Torginu
Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna.
Safnbúð og kaffihús
Listasafn Reykjanesbæjar
Andlit bæjarins, 300 ljósmyndir
Hughrif náttúrunnar, finnskur textíll
7 kjólar eftir Örnu Atladóttur hönnuð
3. september – 8. nóvember
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Þyrping verður að þorpi
Kirkjan mín, kirkjan þín,
kirkjan okkar allra.
Bátasafn Gríms Karlssonar
Opið alla daga 12.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
LISTASAFN ÍSLANDS
NÍNA TRYGGVADÓTTIR - LJÓÐVARP 18.9. 2015 - 3.1. 2016
VALIN PORTRETT Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS
– FRÁ SVEITUNGUM TIL SJÁLFSKOTA 21.7. - 18.10. 2015
PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS;
JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015 - 11.9. 2016
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
GYÐJUR
Sýningin opnar laugardaginn 17. október
Opið laugard. og sunnud. kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
SPEGILMYND
Sýningin opnar 11. október
Opið sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Heimurinn án okkar
Björg Þorsteinsdóttir,
Brynhildur Þorgeirsdóttir,
Finnur Jónsson, Gerður Helgadóttir,
Marta María Jónsdóttir
Ragnar Már Nikulásson, Steina,
Vilhjálmur Þorberg Bergsson
Listamannaspjall
Sunnudag 27. september kl. 15
Marta María Jónsdóttir
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is, sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist,
plötuumslög, ljósmyndir, landakort og vaxmynd
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Veitingahúsi Kapers Hádegismatur, kaffi og meðlæti
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 10-17.
SAFNAHÚSIÐ
Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210
www.safnahusid.is Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
GEYMILEGIR HLUTIR
Að safna í söguna
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Utangarðs? Ferðalag til fortíðar
nefnist bók eftir Halldóru Kristins-
dóttur og Sigríði Hjördísi Jörunds-
dóttur sem væntanleg er frá bóka-
útgáfunni Uglu fyrir jólin. „Í
bókinni er sagt frá utangarðsfólki
og förufólki á Vesturlandi og Vest-
fjörðum frá síðari hluta 18. aldar og
fram á fyrstu ár 20. aldar. Saga ein-
staklinganna er rakin og dregin
fram skjöl og handrit sem tengjast
þeim. Slóð utangarðsfólks leynist
ótrúlega víða þegar betur er að gáð
– og fjöldi þeirra kemur á óvart.
Óhætt er að segja að þessi örlaga-
þrungna grasrótarsaga bregði nýju
og óvæntu ljósi á Íslandssöguna,“
segir m.a. í kynningu frá bókaútgáf-
unni. Þar kemur fram að bókin sé
ríkulega myndskreytt, þar á meðal
með teikningum Halldórs Bald-
urssonar.
Alls sendir Ugla frá sér sex titla
fyrir jólin, en áður hafa komið út
níu bækur á árinu. Þeirra á meðal
eru bókmenntaverkin 1984 eftir
George Orwell og Ef að vetrarnóttu
ferðalangur eftir Italo Calvino auk
fræðibókarinnar Listamaður á
söguslóðum eftir Vibeke Nørgaard
Nielsen í þýðingu Sigurlínar
Sveinbjarnardóttur með einstökum
teikningum danska listmálarans Jo-
hannesar Nilsens af söguslóðum Ís-
lendingasagna.
Tvær nýjar þýðingar
Meistarar skáksögunnar nefnist
ný bók eftir Jón Þ. Þór. Þar segir
höfundur sögu „helstu meistara
skáksögunnar frá Steinitz til Fisc-
hers og Friðriks Ólafssonar. Hann
rekur fjölbreytta og ævintýrilega
ævi meistaranna, bregður upp lif-
andi mynd af skákferli þeirra og
skýrir með fjölmörgum stöðumynd-
um eftirminnilegustu skákir
þeirra,“ segir í kynningu.
Tvær nýjar þýðingar úr smiðju
Jakobs F. Ásgeirssonar líta dagsins
ljós hjá Uglu fyrir jól. Annars vegar
er um að ræða sakamálasöguna
Morðið í Austurlandahraðlestinni
eftir Agöthu Christie og hins vegar
barnabókina Þar sem villidýrin búa
eftir Maurice Sendak. Loks má
nefna að allar sjö Öddubækurnar
eftir Jennu og Hreiðar verða senn
endurprentaðar og gefnar út saman
í kassa.
Ferðalag til fortíðar
Sex bókartitlar væntanlegir frá Uglu á næstu vikum
Jón Þ. Þór Jenna Jensdóttir Agatha Christie Maurice Sendak
„Það er afskaplega gaman að fá
tækifæri til þess að takast á við
þetta tónverk aftur og ekki síst á
söguslóðum þess,“ segir Einar Jó-
hannesson klarínettuleikari um
Gunnarshólma, tónverk Þórðar
Magnússonar við kvæði Jónasar
Hallgrímssonar, sem flutt verður á
tónleikum á Kvoslæk í Fljótshlíð í
dag kl. 15. Flytjendur eru Ingibjörg
Guðjónsdóttir sópran og Tríó Síra-
jón, sem auk Einars skipa þær Lauf-
ey Sigurðardóttir á fiðlu og Anna
Áslaug Ragnarsdóttir á píanó.
„Við frumfluttum tónverkið á
Listahátíð í Reykjavík í fyrra í
Hannesarholti og þá stjórnaði ég
verkinu frá púltinu, en að þessu
sinni heldur tónskáldið um tónsprot-
ann,“ segir Einar og tekur fram að
það sýni stórhug hjá tónskáldinu að
tónsetja kvæðabálkinn Gunnars-
hólma eftir Jónas Hallgrímsson.
„Þetta er glæsilegt verk og mjög
krefjandi, sérstaklega fyrir söngv-
arann,“ segir Einar um meginverk
tónleikanna sem flutt verður eftir
hlé. „Við leikum einnig nokkur af
Jónasarlögum Atla Heimis Sveins-
sonar eftir hlé,“ segir Einar, en fyrir
hlé hljóma verk eftir W.A. Mozart.
„Það er eitthvað við heiðríkjuna hjá
Jónasi að hann passar einstaklega
vel með Mozart, svo við höfum heið-
ríkjuna hjá Mozart fyrir hlé og heið-
ríkju Jónasar eftir hlé,“ segir Einar,
en fyrir hlé verða flutt Sónata í G-
dúr fyrir fiðlu og píanó KV 301;
Fantasía í d-moll KV 397 og Rondo í
D-dúr KV 485 fyrir píanó og arían
„Parto, parto“ úr óperunni La Clem-
enza di Tito fyrir sópran, klarínettu
og píanó.
„Þetta er afar góður hópur, þann-
ig að það geta allir spilað sóló líka.
Það er því gaman að bjóða upp á
nokkrar ólíkar hljóðfærasamsetn-
ingar áður en allir sameinast í flutn-
ingi á verki Þórðar.“
Menningarsetur á Kvoslæk
Sem fyrr segir fara tónleikarnir
fram á Kvoslæk, sem er aðeins
lengra en Hvolsvöllur, en þar reka
hjónin Björn Bjarnason og Rut Ing-
ólfsdóttir menningarsetur. „Þau
eignuðust bóndabæ fyrir þónokkr-
um árum og hafa umbreytt honum í
menningarsetur, þar sem tónleika-
salurinn er í gömlu hlöðunni. Við
hlökkum til að spila fyrir þau heið-
urshjón og samsveitunga þeirra,
enda hefur lengi staðið til að halda
þarna tónleika.“ silja@mbl.is
Listafólkið Einar Jóhannesson, Anna Áslaug Ragnarsdóttir, Laufey Sig-
urðardóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir og Þórður Magnússon.
Heiðríkja hjá
Mozart og Jónasi
Gunnarshólmi fluttur í Fljótshlíð
Leiksýningin Eddan snýr aftur í Austurbæ í kvöld kl. 20. Sýningin var
frumsýnd í Gamla bíói í upphafi árs, en í henni lítur Edda Björgvinsdóttir
leikkona yfir farinn veg og ferilinn í tilefni af 40 ára leikafmæli sínu. Leik-
stjóri sýningarinnar er Gunnar Helgason, en höfundar handrits eru Edda
og Björk Jakobsdóttir. Eddu til halds og trausts á leiksviðinu eru Bergþór
Pálsson og Björgvin Franz Gíslason, sonur Eddu, sem er nýsnúinn heim frá
Ameríku, en hann tekur við hlutverkinu af Gunnari Hanssyni.
„Kjarninn í þessu öllu er að ég er að gera grín að sjálfri mér, en mér
finnst það alltaf heppilegasta grínið og mest gaman að geta leyft fólki að
hlæja að skavönkum mínum, veikum hliðum og snöggum blettum,“ sagði
Edda um sýninguna í upphafi árs í samtali við Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Kristinn
Eddan Leikkonan Edda Björgvinsdóttir lítur yfir leikferilinn.
Eddan snýr aftur á leiksviðið
Höfundur sagnabálksins um galdrastrákinn Harry
Potter, J.K. Rowling, tilkynnti fyrir nokkru að til stæði
að frumsýna næsta sumar á West End í London leikrit
eftir óbirtri sögu hennar um sagnaheiminn, Harry Pott-
er and the Cursed Child. Rowling hefur nú tilkynnt að
sögunni verði skipt upp í tvær sýningar, rétt eins og þeg-
ar tvær kvikmyndir voru gerðar eftir lokabók hennar
um Potter, Harry Potter og Dauðadjásnin. Gestir munu
samt geta séð báða hluta leikritsins sama daginn þar
sem þeir verða frumsýndir samtímis; fyrri hlutann á eft-
irmiðdagssýningu og þann seinni um kvöldið. John Tiff-
any leikstýrir og Jack Thorne skrifar leikgerðina.
Leikrit um Potter sýnt í tveimur hlutum
J.K. Rowling