Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015
✝ Baldur Lofts-son fæddist 5.
október 1932 á
Sandlæk, Gnúp-
verjahreppi. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands 18. sept-
ember 2015.
Foreldrar hans
voru hjónin á Sand-
læk, þau Elín Guð-
jónsdóttir, hús-
freyja frá Unnarholti í
Hrunamannahreppi, f. 14.9.
1901, d. 2.2. 1991, og Loftur
Loftsson, bóndi frá Stóra-
Kollabæ í Fljótshlíð, f. 8.10.
1896, d. 14.3. 1978. Systkini
Baldurs eru: Erlingur, f. 22.6.
1934, Loftur, f. 5.4. 1937, d.
18.6. 1997, Sigríður, f. 11.4.
1940, d. 13.2. 1992, og Elínborg,
f. 26.8. 1947.
Hinn 30. janúar 1956 giftist
Baldur Elínu Jónsdóttur frá
Hrepphólum (þau skildu), börn
þeirra eru: 1. Jón, f. 23.10. 1955,
kvæntur Ingibjörgu Sigríði
Árnadóttur og eiga þau tvö
ur Jónínu K. Björnsdóttur og
eiga þau fjögur börn og 10
barnabörn. 3. Sigríður, f. 29.6.
1962, gift Þorkeli Þorkelssyni
og eiga þau tvö börn og fjögur
barnabörn. 4. Gunnar Kr.,
kvæntur Möggu S. Brynjólfs-
dóttur og eiga þau þrjú börn og
tvö barnabörn.
Baldur lauk landsprófi frá
Héraðsskólanum á Laugarvatni
1951 og tók meirapróf 1957.
Stundaði orgelnám hjá Kjartani
Jóhannessyni í nokkur ár. Reisti
nýbýlið Breiðás í landi Hrepp-
hóla árið 1957 og bjó þar til
1976 en flutti þá til Þorláks-
hafnar og reisti hús þar í Bása-
hrauni 6. Baldur stundaði
lengst af bifreiðaakstur hjá
Mjólkurbúi Flóamanna, Mjölni
og BM Vallá. Var alla tíð mikill
tónlistarmaður. Spilaði á harm-
onikku með Harmonikkufélagi
Selfoss í mörg ár ásamt að vera
virkur kórfélagi í Söngfélagi
Þorlákshafnar og kirkjukór
Þorlákshafnarkirkju. Sat einnig
um árabil í stjórnum og nefnd-
um ýmissa félaga.
Útför Baldurs fer fram frá
Þorlákskirkju í dag, 26. sept-
ember 2015, og hefst athöfnin
kl. 14.
börn og þrjú barna-
börn, fyrir á Jón
einn son. 2. María,
f. 4.4. 1957, gift
Sævari Hjálm-
arssyni og eiga þau
tvö börn og þrjú
barnabörn. 3. Elín
Elísabet, f. 19.12.
1958, gift Jóni Mar-
inó Guðbrandssyni
og eiga þau þrjú
börn og sex barna-
börn, 4. Bryndís, f. 22.8. 1960,
gift Eyþóri Brynjólfssyni og
eiga þau þrjú börn og þrjú
barnabörn, 5. Halla, f. 12.11.
1966, gift Ómari Þór Bald-
urssyni og eiga þau þrjú börn
og tvö barnabörn.
Hinn 21. júlí 1978 kvæntist
Baldur, Öldu Sigurrós Joensen
frá Eskifirði, barn þeirra er:
Erna Björk, f. 20.8. 1979, og á
hún eitt barn. Fyrir á Alda fjög-
ur börn. 1. Jóhann Unnar, f.
14.9. 1956, kvæntur Hlíf Sigurð-
ardóttur og eiga þau þrjú börn
og fjögur barnabörn. 2. Sig-
urður Hans, f. 4.1. 1959, kvænt-
Tengdafaðir minn hefur lagt
af stað í sitt síðasta ferðalag, síð-
asti tónninn á harmonikkuna
hefur verið sleginn. Baldur
Loftsson hafði gaman af því að
ferðast og var nikkan ætíð með í
ferðum, en hann spilaði á það
hljóðfæri í rúm sextíu ár. Ég
kynntist Baldri árið 1977 þegar
við Bryndís dóttir hans byrjuð-
um að draga okkur saman, hann
tók mér vel frá okkar fyrstu
kynnum og virkaði hann á mig
ætíð sem rólegur og yfirvegaður
maður. Ég tók upp á því á gam-
alsaldri að læra á harmonikku,
kannski hafði Baldur smitað mig
með sínum fallega harmonikku-
leik. Baldur lánaði mér gömlu
nikkuna sína fyrsta veturinn sem
ég lærði. Hann fylgdist með því
sem ég var að læra, vildi sjá nót-
urnar mínar og kom stundum
með athugasemdir en oftast góð
ráð. Þjórsárdalurinn var sameig-
inlegt áhugamál okkar, sögu
Þjórsárdals þekkti Baldur vel.
Við skoðuðum saman nokkur
bæjarstæði en merkilegast þótti
mér á ferðum okkar þegar Bald-
ur sýndi mér hvar Gaukssteinn í
Gaukshöfðanum stóð. Steinn
þessi hvarf um 1960, en Baldur
mundi vel eftir honum og lýsti
honum vel. Gaukssteinn var
steinn sem Gaukur Trandilsson
stökk upp á og barðist við menn
Ásgríms-Elliðagrímssonar. Við
Bryndís byggðum okku hús í Ár-
neshverfinu árið 2006, og kom
Baldur oft við hjá okkur til að
fylgjast með framkvæmdum þá
var hann í vikurkeyrslu. Síðustu
árin hringdi Baldur reglulega til
okkar hjóna og var bara að fylgj-
ast með hvernig við fjölskyldan
hefðum það og fá fréttir úr
gömlu sveitinni sinni. Baldri þótti
ekki ganga nógu vel að klára
húsasmíðina og kom hann til
okkar síðasta haust og setti horn-
spýtur á húsið ásamt dóttur
sinni. Talaði hann um það í vor
að nú ætti bara eftir að setja þak-
kantinn á húsið og vildi endilega
fara að byrja á því, en heilsan gaf
sig og Baldur lést 18. september
sl. Starfsfólki Sjúkrahúss Suður-
lands sendi ég þakklæti fyrir
góða umönnun í veikindum Bald-
urs. Elsku Alda, innilegar sam-
úðarkveðjur til þín, þinn missir
er mikill. Börnum Baldurs, börn-
um Öldu og öðrum ættingjum
sendi ég mínar samúðarkveðjur.
Eyþór Brynjólfsson.
Elsku afi.
Orð eru ósköp fátækleg á
svona stundu. Ég á rosalega
margar góðar minningar með
þér og ég er afar þakklát fyrir að
hafa fengið það hlutskipti að vera
barnabarn þitt. Sú hugsun kom
upp í koll minn að ég hefði unnið
í afalottóinu. Ég hef alltaf verið
stolt af því að vera ein af afleggj-
urum þínum, því þú varst svo
flottur karl, hávaxinn og reistur,
spilaðir á harmonikku og varst
góður við alla í kringum þig. Sér-
staklega þykir mér vænt um
hvað þér þótti vænt um fólkið í
kringum þig og langafabörnin
þín. Þú lést þig varða hvað Kar-
ítas Líf og Bergdís Heba voru að
gera og það segir svo mikið um
þinn karakter. Eins og komið
hefur fram eru minningarnar
margar en sérstaklega er mér
minnisstætt í fyrrasumar þegar
við Róbert vorum að keyra inn
Eyjafjörðinn og rákumst á þig,
Öldu og Ernu á förnum vegi.
Hafðir þú þá verið að skemmta
langt fram eftir nóttu og treystir
þér ekki á þessum tímapunkti að
keyra. Svona varstu, hraustur og
flottur. Ég er einnig þakklát fyrir
að þú skulir hafa spilað undir í
skírn Bergdísar Hebu um
páskana, það eiga ekki allir svona
flottan langafa eins og stelpurnar
mínar. En lífið er ekki alltaf dans
á rósum og nú ertu kominn í sum-
arlandið, of snemma að mínu
mati. Því ég er handviss um að ef
þú hefðir ekki fengið þennan
sjúkdóm þá hefðir þú orðið 100
ára að minnsta kosti. En minn-
ingin lifir og ég er svo þakklát
fyrir að hafa geta eytt með þér
tíma á sjúkrahúsinu í sumar, sem
og öðrum stundum fram að því.
Ég vona svo að þú hafir það gott
og að við sjáumst seinna. Þín
verður saknað hér en góðar
minningar munu varðveitast um
ókomna tíð. Þín,
Anna Björk.
Það er með djúpri virðingu og
þökk sem við í Söngfélagi Þor-
lákshafnar kveðjum góðan félaga
okkar, Baldur Loftsson, í hinsta
sinn.
Baldur söng með Söngfélaginu
í áratugi, svo lengi sem heilsa og
kraftar leyfðu. Ekki hafði hann
aðeins hlýja og fallega bassarödd,
heldur var hann líka einstaklega
músíkalskur, hafði næmt tóneyra
og djúpan skilning á túlkun tón-
listar og texta. Svo var hann ekki
síður mikilvægur hlekkur í hinni
félagslegu hlið kórstarfsins.
Hann sat í stjórn Söngfélagsins
til margra ára, var ævinlega með
þegar kórinn gerði sér glaðan
dag eða brá undir sig betri fæt-
inum og fór í ferðalög, innanlands
sem utan.
Og aldrei var harmonikkan
langt undan. Hvar sem við kom-
um saman var Baldur tilbúinn til
að spila undir fjöldasöng, oftast
svo lengi sem þau allra hörðustu
stóðu enn uppi.
Sjaldan hygg ég að hann, eða
við félagar hans, höfum notið
þess betur en á hótelbarnum
okkar í Toscana í ógleymanlegri
Ítalíuför árið 2002. Þá léku þeir
fyrir gesti og gangandi nokkur
kvöld í röð; Baldur á nikkuna,
Hemmi á gítar og Hilmar Örn á
hljómborð. Þar fengu að hljóma
íslenskar ballöður og slagarar í
bland við vandaðri tónlist og að
sjálfsögðu var hljómsveitin
nefnd „The Baldidos“ í höfuðið á
aldursforsetanum og hljómsveit-
arstjóranum.
Það var líka ógleymanlegt í
þessari ferð og reyndar ætíð, hve
snortinn Baldur var yfir þeirri
hrifningu sem lögin hans Lofts
bróður hans nutu meðal söng-
félaga og áheyrenda. Víst er, að
hér eftir munum við syngja
Húmljóð og Ljósar nætur af enn
meiri tilfinningu, gleði og vænt-
umþykju og minnast þannig
þeirra bræðra, Lofts tónskálds
og Baldurs félaga okkar og vin-
ar.
Við lútum höfði á kveðjustund
og þökkum Baldri fyrir sam-
veruna og samsönginn. Þökkum
fyrir tryggðina við Söngfélagið
til hinstu stundar, allar skemmti-
legu samverustundirnar í kirkj-
unni, á æfingum, tónleikum, á
ferðalögum og öðrum gleði-
stundum.
Öldu konu hans þökkum við
einnig samveruna í Söngfélaginu
og vottum henni og fjölskyldunni
okkar dýpstu samúð. Blessuð sé
minning Baldurs Loftssonar.
Fyrir hönd félaga í Söngfélagi
Þorlákshafnar,
Sigþrúður Harðardóttir.
Baldur Loftsson
AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur
Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju
syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Tekið við sam-
skotum til aðstoðar flóttafólki. Sunnudagaskóli í Safn-
aðarheimilinu kl. 11. Umsjón Tinna Hermannsdóttir og
Hjalti Jónsson.
ÁRBÆJARKIRKJA | Dægurlagamessa kl. 11 og sunnu-
dagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma í umsjón Fritz og
Valla. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Ing-
unn og Margrét, félagar í kirkjukór Árbæjarkirkju, syngja.
Kristina Kalló Szklenar organisti.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sigurður Jónsson
sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós
Gústafsdóttir djákni annast samveru sunnudagaskólans
ásamt guðfræðinemunum Jarþrúði Árnadóttur og Sigfúsi
Jónassyni. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús
Ragnarsson. Kaffi eftir messu.
ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Ástjarn-
arkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar tón-
listarstjóra. Meðhjálpari er Sigurður Þórisson og prestur
Hulda Hrönn Helgadóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma und-
ir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Hressing og samfélag að
lokinni messu.
BESSASTAÐAKIRKJA | Síðdegismessa kl. 17. Sr. Hans
Guðberg, Helga Björk og Guðjón Andri leiða stundina.
Hljómsveitin Lærisveinar hans spilar undir stjórn Bjarts
Loga organista.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1
kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Sigrún Ósk, Katrín, Arn-
grímur Bragi og sr. Hans Guðberg.
BORGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Elín Kristinsdóttir,
formaður Borgarfjarðardeildar Rauða krossins, flytur hug-
leiðingu um hlutskipti flóttamanna. Organisti Steinunn
Árnadóttir. Prestur Þorbjörn Hlynur Árnason.
BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Sunnudagaskóli
kl. 11. Sr. Árni Svanur, Rannveig Iðunn og Páll organisti
leiða unga og aldna í hreyfisöngvum.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Hausthátíð hefst með fjölskyldu-
guðsþjónustu kl. 11. Fermingarbörn vetrarins aðstoða yngri
börnin við ýmsar þrautir og leiki. Grillaðar pylsur, djús og
kaffi. Tómasarmessa kl. 20.
DIGRANESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11.
Prestur Magnús B. Björnsson. Organisti Sólveig Sigríður
Einarsdóttir. Félagar úr Drengjakór íslenska lýðveldisins
leiða safnaðarsöng. Súpa að athöfn lokinni.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson biskup
prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á kirkjuloft-
inu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Thelma og Hekla
lesa ritningarlestrana. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára
Þormar.
Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa kl.
10.30, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18,
og mánudag, miðvikudag og föstudag kl. 8, laugardag kl.
16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa.
FELLA- og Hólakirkja | Svavar Stefánsson predikar og
þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhild-
ar Valgarðsdóttur organista. Sunnudagaskólinn á sama
tíma í umsjá Péturs, Ástu og Guðlaugar. Kaffi eftir stundina.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Hljóm-
sveit kirkjunnar leiðir sönginn.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Hjörtur
Magni Jóhannsson safnaðarprestur predikar. Sönghópurinn
við Tjörnina leiðir tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni org-
anista.
GRAFARVOGSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.
Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og Þóra Björg Sigurðardóttir hafa
umsjón. Undirleikari er Stefán Birkisson. Hafdís og Klemmi
með leiksýningu.
GRAFARVOGUR – KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Guðþjón-
usta kl. 13. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar
fyrir altari. Vox Populi syngur. Organisti Hilmar Örn Agn-
arsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Umsjón hefur Rósa
Ingibjörg Tómasdóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, bænastund kl.
10.15. Barnastarf kl. 11. Messa kl. 11. Altarisganga. Sam-
skot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhópur þjónar. Fé-
lagar úr kirkjukór Grensáskirkju leiða söng. Organisti er
Ásta Haraldsdóttir. Prestur Ólafur Jóhannsson. Molasopi
eftir messu. Hversdagsmessa með léttu sniði á fimmtudag
kl. 18.10-18.50. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlist.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og
barnastarf kl. 11. Prestur Karl V. Matthíasson, organisti
Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Sunnudaga-
skóli í umsjá Aldísar og Ásbjargar, börn í 1. bekk úr barna-
kór Guðríðarkirkju koma og syngja. Meðhjálpari Kristbjörn
Árnason, kirkjuvörður Guðný Aradóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sunnudagaskóli og messa
kl. 11. Fermingarbörn taka virkan þátt í messunni. Prestar
Jón Helgi Þórarinsson og Þórhildur Ólafs. Organisti Guð-
mundur Sigurðsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja.
Sunnudagaskólinn byrjar í kirkjunni en síðan fara börnin inn
í safnaðarheimilið með leiðtogum barnastarfsins. Kaffisopi
og djús eftir stundina.
HALLGRÍMSKIRKJA | Skólamessa og barnastarf kl. 11 í
umsjá dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar. Sr. Sveinn Alfreðsson
skólaprestur prédikar og þjónar ásamt messuþjónum úr
KSS og KSF. Mótettukórinn syngur, organisti er Hörður Ás-
kelsson, barnastarf er í umsjá Ingu Harðardóttur æskulýðs-
fulltrúa. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarna-
sonar. Bænastund mánudaga kl. 12, fyrirbænamessa
þriðjudaga kl. 10.30, kyrrðarstund fimmtudaga kl. 12.
HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Bás-
únukvartettinn Fromage frá Noregi leikur á hljóðfæri sín.
Organisti Kári Allansson. Prestur Helga Soffía Konráðs-
dóttir.
Hátúnsheimilið | Guðsþjónusta kl. 13 í Betri stofunni, Há-
túni 12. Prestur og djáknar Laugarneskirkju þjóna ásamt
organista og meðhjálparanum Kristni Guðmundssyni.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Fjölskylduguðsþjónusta kl.
11. Hljómsveitin Sálmari spilar og leikur undir söng. Ferm-
ingarbörn aðstoða. Prestur Steinunn Arnþrúður Björns-
dóttir. Pylsur og djús í boði hússins eftir guðsþjónustuna.
HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Sunnudagaskóli kl.
11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Hólaneskirkju syngur undir
stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista. Nemendur
úr Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu syngja og leika á hljóð-
færi. Séra Bryndís Valbjarnardóttir prédikar og þjónar fyrir
altari.
HRAFNISTA | Hafnarfirði. Guðsþjónusta kl. 11 í Menning-
arsalnum. Hrafnistukórinn syngur. Organisti og kórstjóri
Böðvar Magnússon. Meðhjálpari Guðmundur Ólafsson.
Ritningarlestra lesa Ingibjörg Hinriksdóttir og Ingibjörg Páls-
dóttir. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari.
HRUNAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Tvennir tímar,
sönghópur eldri borgara í uppsveitunum, leiða sönginn.
Stjórnandi og organisti er Stefán Þorleifsson. Kaffi í safn-
aðarheimili á eftir.
HVALSNESKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 14. Barn borið til
skírnar. Steinar Guðmundsson við orgelið. Prestur Sigurður
Grétar Sigurðsson.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 13 með lofgjörð
og fyrirbænum. Ath. breyttan tíma. Bjarki Clausen segir frá
merkilegum vitnisburði. Barnastarf á sama tíma. Kaffi eftir
stundina.
KOLAPORTIÐ | Messa kl. 14 í Kolaportinu. Séra María
Ágústsdóttir, séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Ragn-
heiður Sverrisdóttir þjóna. Þorvaldur Halldórsson og Mar-
grét Scheving leiða sönginn.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón
Árni Eyjólfsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.
Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová,
kantors kirkjunnar. Sunnudagaskólinn hefst að venju í
kirkju og heldur í safnaðarheimilið Borgir eftir upphaf guðs-
þjónustu. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Bjarmi
Hreinsson, Þóra Marteinsdóttir og Oddur Örn Ólafsson.
LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Sr. Jó-
hanna Gísladóttir og Snævar Jón Andrjesson æskulýðs-
fulltrúi leiða stundina. Skólahópur Krúttakórs Langholts-
kirkju tekur lagið fyrir kirkjugesti undir stjórn Bjargar
Þórsdóttur og Thelmu Hrannar Sigurdórsdóttur. Birna Krist-
ín Ásbjörnsdóttir spilar undir. Í messunni verður tekið við
samskotum fyrir flóttamannahjálp Hjálparstarfs Kirkjunnar.
Kaffi, djús og epli í safnaðarheimili eftir stundina.
LAUGARNESKIRKJA | Aftansöngur á laugardag kl. 17 að
enskum sið (Evensong). Einnig kallað Kórvesper. Kór Laug-
arneskirkju, Arngerður María Árnadóttir og Kristín Þórunn
Tómasdóttir.
LAUGARNESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11.
Hinsegin kórinn stígur á pall ásamt kór Laugarneskirkju. Sr.
Kristín Þórunn Tómasdóttir flytur orðið og þjónar ásamt
messuþjónum Laugarneskirkju. Ræðumaður er Raggi Tur-
ner. Hjalti Jón og sunnudagaskólagengið. Reza og félagar
gefa kaffi og djús.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Kirkjubrall kl. 11. Ekki er
sunnudagaskóli í Boðaþingi. Guðsþjónusta kl. 20. Kór
Lindakirkju syngur undir stjórn tónlistarstjóra Lindakirkju,
Óskars Einarssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjón-
ar.
Maríukirkja við Raufarsel | Messutímar: Alla virka daga
kl. 18.30. Laugardaga (sunnudagsmessa) kl. 18.30 á
ensku. Sunnudaga kl. 11. Barnamessa (september-maí) kl.
12.15.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt
upphaf. Kór Neskirkju og Stúlknakór Neskirkju syngja og
leiða safnaðarsöng. Stjórnandi og organisti Steingrímur
Þórhallsson. Einsöngur Jóhanna Halldórsdóttir. Sr. Sigurvin
Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, sögur
og Nebbi í barnastarfinu. Umsjón Andrea, Katrín og Ari.
Kaffi og samfélag á Torginu eftir messu.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Sunnudagaskóli
kl. 11 í Ytri-Njarðvíkurkirkju.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Afmælismessa kl. 14. Hannes
Guðrúnarson leikur á gítar á undan messunni. Prestur Pétur
Þorsteinsson, organisti er Sólveig Anna Aradóttir. KÓSÍ-
kórinn leiðir sálmasöng og messusvör. Þorkell Helgi Sigfús-
son tenór syngur einsöng. Ómar Ragnarsson flytur ræðu til
heiðurs fyrsta presti safnaðarins, Emil Björnssyni, en um
þessar mundir eru 100 frá fæðingu hans. Geir Ólafsson
syngur eitt lag með Frank Sinatra, sem einnig fæddist fyrir
hundrað árum.
SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 14 í Kristniboðs-
salnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Ræðumaður Agnes
Tarassenko. Barnastarf.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Guðbjörg Arn-
ardóttir, organisti Jörg M. Sondermann, kirkjukórinn syngur.
Súpa og brauð gegn vægu gjaldi að messu lokinni.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Biblíusaga,
brúðuleikrit og bænagjörð. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur
Jóhann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór
Seljakirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti: Tómas Guðni Egg-
ertsson. Altarisganga. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 16. Sr.
Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Félagar úr Kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Á píanóið
leikur Tómas Guðni Eggertsson.
SELTJARNARNESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl.
11. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur þjónar. Pálína
Magnúsdóttir æskulýðsfulltrúi og leiðtogar sjá um sunnu-
dagaskólann. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar
úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safn-
aðarsöng. Kaffiveitingar.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Halldór
Reynisson og sr. Bragi Ingibergsson annast prestsþjón-
ustuna. Kór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Þ.
Guðmundsdóttur organista.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 17. Almennur
söngur. Prestur Sigurður Grétar Sigurðsson.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolla-
dóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og organisti er Jóhann
Baldvinsson. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu undir
stjórn Heiðars Arnar Kristjánssonar og Helgu Bjarkar Jóns-
dóttur. Djús og kaffi að lokinni messu.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl.
11. Umsjón: María og Bryndís. Messuferð í Skálholtskirkju,
messan hefst kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir
stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestar: Halldór
Reynisson og Bragi J. Ingibergsson. Fólk er hvatt til að sam-
nýta bíla. Mæting kl. 9 við Víðistaðakirkju og brottför kl.
9.15.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.
Kór Njarðvíkurkirkna syngur undir stjórn Stefáns Helga
Kristinssonar organista. Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá
Maríu og Heiðars. Kaffi, djús og kökur á eftir.
Jesús læknar á hvíldardegi.
(Lúk. 14)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Tálknafjarðarkirkja
Messur á morgun