Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015 ✝ Hulda SvavaJónsdóttir fæddist í Reykavík 15. september 1922. Hún lést á Droplaugarstöðum 28. ágúst 2015. Foreldrar henn- ar voru þau María Sigurbjörnsdóttir, f. á Ísafirði 26. júní 1894, húsfreyja í Reykjavík, d. 30. desember 1960, og Geir Jón Jónsson, f. á Hvarfi í Bárðardal 26. nóvember 1894, fyrst kenn- ari og síðar gjaldkeri og bókari í Ísafoldarprentsmiðju, d. 18. Þorsteini Þorsteinssyni, f. 25. október 1914, d. 21. maí 2005, sem síðar varð eiginmaður hennar til 63 ára. Þau eignuðust þrjá drengi: 1) Bjarni, f. 5. des- ember 1942 , d. 2. janúar 2001, kona hans var Kolbrún Eiríks- dóttir og áttu þau þrjú börn, þau slitu samvistir. 2) Geir Jón, f. 19. júlí 1945, kona hans er Sigrún Emma Ottósdóttir og eiga þau fjögur börn. 3) Hallur, f. 12. mars 1952, kona hans er Þóra Lovísa Friðleifsdóttir og eiga þau einn son. Hulda gekk Þorsteini Sigurði, f. 17. júlí 1938, syni Þorsteins af fyrra hjónabandi, í móðurstað. Hulda og Þorsteinn bjuggu á Guðrún- argötu 4 allan sinn búskap. Hulda lætur eftir sig átta barna- börn, átján barnabarnabörn og þrjú barnabarnabarnabörn. Útför Huldu fór fram í kyrr- þey 2. september 2015. desember 1938. Hulda var yngst þriggja barna þeirra hjóna, elstur var Sigurjón, f. á Ísafirði 20. maí 1914, d. 27. mars 1941, svo Auður Helga, f. í Reykja- vík 8. september 1918, búsett í Kópavogi. Hulda sleit barnsskónum í miðbæ Reykja- víkur og eftir skóla starfaði hún við bókband í Ísafoldarprent- smiðju og síðar á Rannsókn- arstofu HÍ þar sem hún kynntist Hulda tengdamóðir mín var yngst þriggja systkina og ólst hún upp með fjölskyldu sinni á nokkr- um stöðum í miðbæ Reykjavíkur. Hún missti föður sinn aðeins fimm- tán ára gömul og þremur árum síð- ar missti hún bróður sinn sem var að ljúka námi í læknisfræði. Þeir feðgarnir voru Huldu alla tíð hug- stæðir og lifðu á vörum hennar, en hún var góður sögumaður og hafði mjög gott minni. Í frásögnum hennar urðu gamla Reykjavík og fólkið í bænum ljóslifandi og einnig ýmis uppátæki hennar og Auðar systur hennar. Þannig lifir til dæmis sagan af því þegar taka átti hálskirtlana úr Huldu ungri og von var á lækninum í heimsókn. Hún vissi hvað til stóð og faldi sig þess vegna á verkstæði líkkistusmiðsins í næsta húsi. Hún var enn með hálskirtlana þegar hún lést. Einnig sagan af heimsóknum Þórbergs Þórðarsonar, vinar pabba hennar, á heimili fjölskyldunnar í Banka- stræti. Hann kom alltaf inn bak- dyramegin því hann vildi ekki trufla draugana sem hann sagðist sjá í stiganum úr aðalinngangin- um. Hulda starfaði á Rannsóknar- stofu Háskólans þegar hún kynnt- ist Þorsteini Þorsteinssyni, sem einnig starfaði þar. Hann var ekkjumaður og átti ungan son sem hún tók að sér. Þau gengu í hjóna- band 11. júlí 1942 og fluttu inn í glænýja íbúð á Guðrúnargötu 4 þar sem þau bjuggu sér fallegt heimili. Þau eignuðust saman þrjá drengi, Bjarna, sem lést 2001, Geir Jón og Hall. Þau hjónin voru alla tíð mjög samhent og glæsileg. Þorsteinn lést 2006 og bjó Hulda áfram á Guðrúnargötunni þar til hún fór á Droplaugarstaði í byrjun júní síð- astliðins. Við Hallur byrjuðum okkar bú- skap í kjallaranum á Guðrúnargöt- unni og þar bjuggum við þegar Þorsteinn Arnar, sonur okkar, fæddist. Síðar bjuggum við nokkur ár utan þéttbýlis í Mosfellssveit og vil ég þakka Huldu sérstaklega fyr- ir að hafa ásamt Þorsteini á þeim árum passað Þorstein Arnar, sem þá var nemandi í Æfingadeild kennaraskólans. Hann átti sitt ann- að heimili hjá afa og ömmu, kom til þeirra þegar skóla lauk á daginn og naut atlætis þeirra. Hulda var mjög góður kokkur og margt sem hún reiddi fram algjört lostæti sem ekki var hægt að líkja eftir. Þannig höfum við Þorsteinn Arnar bæði reynt að búa til eggjabollurnar hennar, en án árangurs því hún hafði sérstaka hæfileika á þessu sviði. Við hjónin fórum í ótal minnis- stæð ferðalög um landið með Huldu og Þorsteini og hún ferðað- ist með okkur eftir að Þorsteinn dó. Ferðalögin voru gjarnan í kringum brúðkaupsdaginn þeirra, 11. júlí, og ég man ekki annað en það hafi alltaf verið sólskin þann dag. Demantsbrúðkaupi sínu fögnuðu þau á ferðalagi um Vest- firði með sonum sínum og tengda- dætrum í blíðskaparveðri. Takk fyrir allt kæra Hulda, minning þín lifir. Þóra Lovísa. Elsku Hulda, amma mín, er lát- in. Hún var falleg og glæsileg kona, hafði mjög smitandi hlátur og átti auðvelt með að sjá það spaugilega í lífinu. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um ömmu, t.d. morgunleik- fimi, göngutúr út í fiskbúð, kókið í kaldasta ísskáp sögunnar, sögur af bróður hennar og frænkum, Ni- vea-krem og margt, margt fleira. Hún var vön að segja hvað henni bjó í brjósti og lét mig líka alveg heyra hvað henni fannst um klæðaburð minn, sérstaklega þeg- ar ég var í Menntaskólanum við Hamrahlíð, henni fannst ég vera í of skræpóttum fötum, of áber- andi … þetta fannst mér alveg út í hött en þegar ég skoða myndir frá þessum tíma var ég eins og lifandi jólaskreyting, hún vildi hafa son- ardóttur sína smart. Hún hlustaði alltaf á hádegisfréttir og þegar ég söng síðasta lag fyrir fréttir hringdi hún undantekningarlaust í mig og lét mig vita og hrósaði mér um leið. Nú er elsku amma komin þangað sem hún hafði þráð svo lengi, til Þorsteins afa og Bjarna sonar síns. Góði Guð, viltu leyfa ömmu minni að hvíla í friði og okkur í fjölskyldunni hennar að lifa í kær- leik, umburðarlyndi og fyrirgefn- ingu þinni. Kærleikur er umhyggja fyrir öllu sem lifir. Kærleikur er að dæma ekki. Kærleikur er ljósið sem býr í hjarta þínu. Hulda Guðrún Geirsdóttir. Elsku amma Hulda, eða amma á götu eins og við kölluðum hana, er látin tæplega 93 ára. Við eigum margar góðar minn- ingar um ömmu og er varla hægt að sleppa afa í því samhengi því þau voru afar náin, en afi Þor- steinn lést árið 2006, þá 92 ára. Allar góðu stundirnar með þeim uppi í landi, eða Sólheima- koti, landinu sem þau áttu. Þaðan eigum við góðar minningar, gönguferðirnar þar sem amma kenndi okkur að ganga rösklega, ískalda kókið sem afi gaf okkur sem þau geymdu í læknum og svo ótal margt fleira. Þau undu sér vel saman uppi í landi. Amma var lánsöm að geta búið heima á Guðrúnargötu þar til í janúar sl. Hún vildi hvergi annars staðar vera enda búin að búa allan sinn búskap á Guðrúnargötu 4, eða í 73 ár. Það var alltaf gott að koma til ömmu sem tók alltaf svo vel á móti manni með bakkelsi og kaffi, já og ekki má gleyma ískalda kókinu sem maður fékk úr gamla góða ísskápnum hennar. En ynd- islegast var að spjalla við hana um heima og geima, amma fylgdist vel með öllu og var henni mikið í mun að vita allt um barnabörnin og þeirra fjölskyldur. Amma var glæsileg fram á síð- asta dag, með húð eins og á ung- lingi eins og við sögðum oft við hana og varla hægt að sjá hrukku á andlitinu. Ekki má gleyma hárinu á henni sem var alltaf vel lagt og þurfti að vera nákvæmlega á sínum stað. Amma lagði mikið upp úr því að vera vel tilhöfð og mikill snyrtipinni og hefur það erfst til afkomenda hennar. Cha- nel var hennar ilmvatn og finnum við enn lyktina hennar er við hugsum til hennar. Þau afi voru mikið fyrir útiveru og voru miklir göngugarpar og skilaði það þeim háum aldri og góðri heilsu. Það er yndislegt að þau gátu verið saman í tæp 65 ár á Guðrún- argötunni. Elsku amma okkar, takk fyrir allt, þín verður sárt saknað og minning þín og afa mun lifa að ei- lífu. Það verður skrítið að geta ekki droppað í uppáhellt kaffi, en við er- um þakklát fyrir þau ár sem við gátum það. Við vitum að afi og pabbi hafa tekið vel á móti þér og þú ert komin til þeirra, sem þú þráðir undir það síðasta. Guð geymi þig, elsku amma, og sjáumst síðar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín ömmubörn, Guðrún Bjarnadóttir og Þorsteinn Bjarnason. Elsku amma Hulda er fallin frá. Ég var það heppinn að hafa ömmu og afa í næsta húsi fyrstu átta ár ævi minnar og þaðan í frá hefur Guðrúnargatan verið mitt annað heimili. Þar var alltaf heitur matur í hádeginu og notfærði ég mér það óspart að lauma mér þangað í mat í gegnum árin, og kæmi ég ekki á matmálstíma var maturinn hitaður upp því ekki mátti ég fara svangur út. Þegar ég byrjaði svo að vinna úti í bæ birtist amma á vinnusvæðinu með sam- lokur, handviss um að ég borðaði ekki nóg og myndi farast úr hor. Þetta gerði það að verkum að ég var oft kallaður „ömmustrákur- inn“ og ekki leiddist mér það. Heima hjá afa og ömmu var alltaf ró og kyrrð. Svo rólegt að á ung- lingsárunum sofnaði ég þar oft í sófanum og missti af tímum í skól- anum. Þegar amma var spurð af hverju hún hefði ekki vakið mig svaraði hún því til að hvíldin væri jafn mikilvæg og skólabækurnar. Við amma vorum miklir félagar og gátum talað saman um hvað sem var. Við kölluðum okkur „trúnaðarvinina“, því allt sem var sagt var bara á milli okkar tveggja. Þrátt fyrir að rúmlega fimmtíu ára aldursmunur væri á okkur talaði ég við ömmu eins og félaga mína, og þegar ég sagði henni sögur af því sem við strák- arnir höfðum verið að bralla láku oft tárin þegar hún hló sínum smit- andi hlátri. Mun ég sakna mikið samtalanna okkar sem enduðu ávallt með stóru knúsi þegar við kvöddumst. Amma var alla tíð mikið fyrir göngur og útiveru og fannst mér fátt skemmtilegra í æsku en að ganga með henni. Skipti þá ekki máli hvort við gengum saman í hverfisbúðirnar til að kaupa inn, en það gat tekið óratíma þegar hún spjallaði við kaupmanninn og aðra kúnna, eða niður Laugaveg- inn og ég fékk sögur af öllum sem bjuggu þar og í Bankastræti upp úr 1930. Tuttugu og fimm árum síðar vorum við á harðahlaupum í miðbænum að versla saman rétt fyrir jól og hún hélt fast í höndina á mér og sagði mér sögurnar af gamla bænum með blik í auga. En aðalgönguferðirnar voru „uppi í landi“ þar sem við bjuggum í nokkur ár og amma og afi áttu lít- inn bústað sem var mikið notaður. Þar tók tíkin okkar hún Tinna á móti ömmu með miklum fagnaðar- látum og rölti svo með henni út í bústað. Þar lagðist Tinna með höf- uðið í kjöltu ömmu og vældi tím- unum saman, af því að hún hafði frá svo miklu að segja, sagði amma sem hlustaði þolinmóð. Amma var líka alltaf til í að leika við mig. Við fórum í fótbolta þar sem hún skaut ótrúlega föstum skotum, spiluðum á spil, lögðum kapla, þar sem þrjú- bíó var heitið ef kapallinn gengi upp, og skemmtum við okkur allt- af vel saman. Elsku amma mín. Ég kveð þig með söknuði og miklu þakklæti fyrir allt dekrið og hlýjuna sem var alltaf til staðar, fullviss um að þið afi eruð nú sameinuð hönd í hönd. Þorsteinn Arnar. Hulda Svava Jónsdóttir ✝ Indriði Sig-mundsson, Ár- dal, Strandasýslu, var fæddur 26. ágúst 1922. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vestur- lands á Hólmavík 16. september 2015. Foreldrar hans voru Sigmundur Lýðsson, f. 8. júlí 1880, d. 8. júní 1960, og Jóhanna Sigmundsdóttir, f. 23. ágúst 1886, d. 13. júní 1969. Indriði var yngstur fjögurra systkina, elstur var Lýður, f. 17. apríl 1911, svo Signý, f. 30. ágúst 1912, og Jón, f. 22. nóvember 1914. Þau eru öll látin. Indriði kvæntist 29. maí 1950 Guðfinnu Magnúsdóttur, f. 20. janúar 1925, og bjuggu þau fyrst á Einfætingsgili og svo í Árdal í Bitru- firði. Þau áttu einn son, Einar, f. 27. ágúst 1953, sam- býliskona hans er Ingibjörg Birna Sigurðar, f. 29. september 1971. Útför Indriða fer fram frá Hólmavíkurkirkju í dag, 26. september 2015, kl. 13. Jarð- sungið verður í Óspakseyrar- kirkjugarði. Jæja gamli minn, þá kom að því. Vagninn er kominn að sækja þig og þú loksins kominn aftur til Finnu þinnar. Mikið held ég að það sé gaman hjá öllum Birtungunum þarna uppi. Þó að sorgin og söknuðurinn sé mikill þá er þakklæti sú tilfinning sem ég finn hvað mest. Fyrst og fremst er ég svo þakklát fyrir það að þið Finna funduð hvort annað og ákváðuð að búa í Árdal. Öll skiptin sem við komum þangað þegar ég var barn eru mér svo mikils virði. Ég er líka ofboðslega þakklát fyrir sumrin sem ég vann á Hólmavík og gat hitt þig mörgum sinnum í viku og allar gönguferð- irnar okkar saman út að kirkju sumarið sem ég var í fæðingaror- lofi. Þú hafðir að vísu alltaf áhyggj- ur af því að þú værir eitthvað að tefja mig því þú fórst svo hægt yfir en sannleikurinn er sá að ég hefði ekki viljað skipta þessum mínútum út fyrir nokkuð annað. Það var gaman að spjalla við þig um alla heima og geima og rifja upp gamla tíma og það var alltaf stutt í grínið og hláturinn. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég „rændi“ þér af sjúkrahús- inu til að taka þig með mér í afmæl- ið hennar ömmu á Enni. Ég vand- aði mig svo við aksturinn inn í sveit og þú þuldir upp örnefni og sögur á leiðinni. Þér fannst síðan sérstak- lega skemmtilegt að ég hafði ekki látið vita af því að þú kæmir með mér og sagðir eitthvað á þá leið að fólkið á Enni myndi ekkert skilja hvaða fjallmyndarlega mann ég væri komin með upp á arminn. Ná- kvæmlega hvernig þú orðaðir það á sennilega ekki við á prenti. Mikið þótti mér vænt um að geta gert þetta fyrir þig, sérstaklega þegar ég sá hvað þú skemmtir þér vel. Hörpu þinnar, ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Það eru ekki allir svo heppnir að eignast svona frábæran aukaafa. Ég græddi svo mikið á nálægðinni við ykkur í sveitinni og það eru óteljandi minningar sem ég mun alltaf geyma hjá mér. Takk fyrir að vera þú. Bless í bili, Kristín Jónsdóttir. Það var traust handtak Indriða Sigmundssonar og úr andlitsdrátt- um hans mátti vel greina ákveðni, glettni og hlýju þegar við fyrst hitt- umst fyrir hartnær 35 árum á hlaði heimilis hans og eiginkonunnar, Guðfinnu Magnúsdóttur í Árdal í Krossárdal við Bitrufjörð. Þá höfðu þegar skapast vináttubönd þeirra sæmdarhjóna og tengdafjöl- skyldu minnar, hverra forréttinda- banda ég og fjölskylda mín nutu æ síðan. Þegar Indriði nú kveður er höfði lotið í djúpu þakklæti fyrir þessa dýrmætu vináttu og það sem hann gaf svo óspart úr gnægta- brunni mannkosta sinna. Þrátt fyrir oft takmörkuð efni og landsins gæði eins og oft er um í íslenskri sveit var í engu sparað í Árdal þegar gest bar að garði. Þannig reyndu ég og mínir þau hjónin þar sem alltaf í boði voru ríkulegar veitingar og ekki síst gefandi umræða um lífsins gagn og nauðsynjar. Í þeirri umræðu endurspegluðust rótgróin réttlæt- iskennd, auðmýkt og virðing Indr- iða fyrir umhverfi sínu. Þetta um- hverfi var fyrst og fremst bundið við heimahagana, fólkið og landið, en einnig hið víða samhengi hlut- anna. Þannig varð hver heimsókn í Árdal og samræður við kaffi- borðið þar dýrmætur lærdómur og veganesti, hvort sem var við leik eða starf heima og erlendis. Fyrir okkur var Indriði Sig- mundsson lýsandi fyrirmynd hins trausta, hins íslenska bústólpa og vakandi hirðis sem ávallt gaf án skilyrða. Ekki er unnt að ljúka þessari fátæklegu kveðju án þess að geta eiginkonu Indriða, lífsförunautar og besta vinar um meira en sex áratuga skeið, Guðfinnu Magnús- dóttur. Samheldni þeirra og stuðningi hvors við annað var við- brugðið og öllum besta fordæmi og þau bæði óspör á allt sitt. Guð- finna lést árið 2010 og urðu þá djúp skil í lífi Indriða. Í heimsókn- um til hans á Hólmavík síðan minntist hann hennar alltaf af miklum kærleik, söknuði og virð- ingu. Í síðustu heimsókn okkar til hans, hálfum mánuði fyrir andlát- ið, skein þetta þrennt í fallegu bliki augnanna sem mátti kannski skilja sem tilhlökkun til endur- funda við hana. Um leið og við yljum okkur við hlýjar minningar kveðjum við kæran vin og öðling með dýpsta þakklæti og virðingu, og biðjum góðan Guð að styrkja soninn Ein- ar og fjölskyldu hans, og biðjum um hans blessun við minningu Indriða Sigmundssonar. Benedikt Jónsson og Aðalheiður Óskarsdóttir. Indriði Sigmundsson Hinn 16. septem- ber sl. hefði elsku- leg systir mín orðið 50 ára. Í stað gleði yfir deginum fylltist ég söknuði yfir öllu því sem dagurinn hefði getað orðið. Ég fylltist trega og sorg yfir öllum þeim stundum sem við áttum eftir að upplifa saman og njóta sem systur og öllu því sem þú áttir eftir að upplifa með strákunum þínum og Geir og okkur öllum. Það er svo ótrú- lega ósanngjarnt að þú sért far- in frá okkur svo alltof ung í blóma lífsins. Þennan dag hefði ég hjálpað þér að skipuleggja afmælið og glatt hefði verið á hjalla hjá okkur, mikið skrafað og hlegið. Mín kæra systir, fjöl- Erna Jóna Eyjólfsdóttir ✝ Erna Jóna Eyj-ólfsdóttir fæddist 16. sept- ember 1965. Hún lést 18. janúar 2012. Útför Ernu fór fram 26. janúar 2012. skyldan öll heiðraði minningu þína og við hugsum til þín með hlýju, virðingu og þakklæti fyrir allt það sem þú varst okkur og við geymum öll dýr- mætu augnablikin sem við áttum sam- an og þökkum fyrir allt og allt. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus, utangátta’ og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm. (Halldór Laxness) Þín systir, Guðbjörg. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.