Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015
...eru betri en aðrar
Hlíðasmári 19, 210 Kópavogi | Sími 514 1400 | sumarferdir.is
Kanarí
FLOTT FYRIR KANARÍFUGLA Aðeins 5.356 kr. á dag
Apartamentos Teneguia
Íbúð með einu svefnherbergi – einföld gisting, hentar vel fyrir pör.
FRÁ 133.900 KR.
m.v. tvo fullorðna.
Brottför: 28. nóv. – 22. des – 25 dagar
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar-
stjóri Seltjarnarness, upplýsti á
fjármálaráðstefnu sveitarfélag-
anna að forystusveit sveitarfé-
lagsins hefði hreyft við þeirri hug-
mynd að lána ungu fólki fyrir
útborgun í íbúð í tilteknum til-
vikum.
Spurð um tilefnið sagði Ásgerður
að hún hefði upplýst þetta í fyrir-
spurnartíma hjá Eygló Harðar-
dóttur, félags- og húsnæðismála-
ráðherra, á ráðstefnunni.
„Ég talaði um að laga þyrfti
byggingarreglugerðina til þess að
lækka húsnæðiskostnað. Ungt fólk
á Nesinu er að koma til mín og
spyrja hvort bærinn geti aðstoðað
það við að fjármagna sín fyrstu
kaup í íbúð vegna þess að það fái
ekki greiðslumat. Ég sagði við
hana [Eygló] að það væri ekki gott
að fólk sem er búið að alast upp í
sveitarfélaginu og bærinn búinn að
koma í gegnum leikskóla, grunn-
skóla og framhaldsskóla, og jafnvel
útvega sumarvinnu, lendi svo á
vegg þegar það ætlar að kaupa sína
fyrstu íbúð í bæjarfélaginu, vegna
þess að það á ekki fyrir útborg-
uninni, þessar 4 til 5 milljónir sem
það er að nefna … Ríki og bankar
verða að taka á þessu. Sveitarfélög
standa frammi fyrir því hvort þau
séu tilbúin að skoða hvort þau eigi
að fara að grípa þarna inn í,“ segir
Ásgerður, sem hyggst ræða málið
formlega við fulltrúa í bæjarstjórn
næstu daga.
Grétar Jónasson, framkvæmda-
stjóri Félags fasteignasala, telur að
reglur um greiðslumat hafi verið
hertar um of með nýjum neyt-
endalögum sem tóku gildi 2013.
Fólk sem hafi ágætis tekjur og
alla burði til að standa vel að mál-
um komist ekki í gegnum greiðslu-
mat, vegna skekkju í matskerfinu.
Bærinn láni fyrir íbúðum
Bæjarstjóri Seltjarnarness segir brýnt að styðja ungt fólk
Félag fasteignasala telur greiðslumatið orðið of strangt
Ásgerður
Halldórsdóttir
Grétar
Jónasson
kvæmt heimildum blaðsins er þetta
vanmat, enda sé vægi heimila í upp-
greiðslum í raun meira. Þá er hér
horft framhjá ráðstöfun séreigna-
sparnaðar til að greiða niður lánin.
Samkvæmt þessu lækka heildar-
uppgreiðslur heimila hjá sjóðnum á
þessu tímabili í 16,45 milljarða. Við
þá tölu bætast um 25,63 milljarðar,
sem er áætluð niðurfærsla lána hjá
sjóðnum vegna leiðréttingarinnar, á
fyrstu átta mánuðum ársins. Til
samanburðar voru ný íbúðalán til
heimila alls 2,65 milljarðar á tíma-
bilinu. Niðurstaðan er því lækkun
lánasafnsins um 39,43 milljarða á
fyrstu átta mánuðum ársins. Það er
um 15 milljörðum meira en öll verð-
tryggð íbúðalán hjá bönkunum á
tímabilinu.
Samsvarandi tala hjá Íbúðalána-
sjóði allt árið 2014 er 16,7 milljarðar
og rúmir 4,9 milljarðar allt árið 2013.
Samkvæmt þessum lauslegu út-
reikningum hefur lánasafnið hjá ÍLS
lækkað um 61 milljarð hjá heimilum
frá ársbyrjun 2013. Það stendur nú í
560 milljörðum. Trúnaður ríkir um
þessi gögn hjá sjóðnum en sérfræð-
ingur ÍLS veitti hins vegar ábend-
ingar sem útreikningarnir byggjast
á. Vegna leiðréttingarinnar eru
þessir útreikningar ekki einfaldir og
ber að taka viljann fyrir verkið.
Benda þessar tölur til að ný verð-
tryggð íbúðalán ÍLS og bankanna til
heimila haldi ekki í við uppgreiðslur
og áhrif skuldaniðurfærslunnar á
heildarfjárhæð verðtryggðra lána.
Tugmilljarða uppgreiðslur
Hlutfall óverðtryggðra lána af íbúðalánum eykst vegna mikilla uppgreiðslna á verðtryggðum lánum
Ný verðtryggð lán halda þannig ekki í við uppgreiðslur Leiðréttingin hefur mikil áhrif á þróun lána
Ný íbúðalán að frádregnum uppgreiðslum*
01
-13
05
-14
03
-13
07
-14
05
-13
09
-14
07
-13 11-
14
09
-13
01
-151
1-1
3
03
-15
01
-14
05
-15
03
-14
07
-15
16.000
14.000
12.000
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
-2.000
Heimild: Seðlabanki Íslands
Verðtryggð útlán – heimili – þar af með veð í íbúð
Óverðtryggð útlán – heimili – þar af með veð í íbúð
Milljónir króna
*Uppgreiðslur eru greiðslur umfram það sem getið er um í lánasamningi.
Ný íbúðalán að frádregnum uppgreiðslum*
Upphæðir í milljónum króna
Heimild: Seðlabanki Íslands*Uppgreiðslur eru greiðslur umfram það sem getið er um í lánasamningi.
2013 2014 2015
Verðtryggð 16.298 28.244 24.485
Óverðtryggð 26.072 15.749 15.806
Erlendir gjaldmiðlar -75 -61 -73
Samtals 42.295 43.932 40.218
Hlutfall verðtryggðra lána 38,5% 64,3% 60,9%
Hlutfall óverðtryggðra lána 61,6% 35,8% 39,3%
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Á Hverfisgötu Lítil verðbólga á þátt í að verðtryggð lán eru nú hagstæð.
Hæst hjá Arion banka
» Hjá Landsbankanum var
hlutfall verðtryggðra lána af
nýjum íbúðalánum 61,1%, mið-
að við lánsfjárhæð, 1.1 til 31.8.
» Hjá Íslandsbanka var hlutfall
verðtryggðra lána um 59% og
hjá Arion banka var hlutfall
óverðtryggðra lána rétt yfir
50% og var það hvergi hærra.
» Ekki var óskað eftir því að
tekið yrði tillit til uppgreiðslna
við samantekt nýrra íbúðalána.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hlutfall óverðtryggðra íbúðalána af
íbúðalánum til heimila, að frádregn-
um uppgreiðslum, hefur aukist í ár.
Meginástæðan er sú að ný verð-
tryggð íbúðalán halda ekki í við upp-
greiðslur og skuldaniðurfærsluna.
Hluti nýrra lána fer í að greiða upp
eldri lán, þ.e. í uppgreiðslur. Til
dæmis þegar lántaki tekur 20 millj-
óna verðtryggt lán, þar af 10 millj-
ónir til uppgreiðslu á eldra láni.
Efst hér til hliðar má sjá tvö gröf
sem byggjast á tölum úr bankakerf-
inu, að Íbúðalánasjóði og lífeyris-
sjóðum undanskildum.
Þessi gröf sýna ný íbúðalán að frá-
dregnum uppgreiðslum.
Samkvæmt þessum gögnum, sem
tekin voru saman af Seðlabankanum
að beiðni Morgunblaðsins, er hlutfall
verðtryggðra lána á fyrstu 8 mán-
uðum ársins um 61%. Hlutfall óverð-
tryggðra lána er hins vegar 39,3%.
Samkvæmt þessum gögnum hefur
hlutfall nýrra verðtryggðra íbúða-
lána til heimila minnkað lítillega milli
ára, eða úr 64,3% allt árið í fyrra í
60,9% fyrstu átta mánuði þessa árs.
Þetta er talsverð breyting frá
árinu 2013 þegar hlutföllin voru
þveröfug. Hlutfall óverðtryggðra
lána allt árið 2013 var þannig 61,6%.
Vegna verkfalls hjá BHM var
kaupsamningum ekki þinglýst í apr-
íl, maí og hluta júní. Það seinkaði lán-
tökum sem skýrir að hluta aukn-
inguna í lántökum í júlí og ágúst.
Á vissan hátt kemur á óvart að
hlutfall verðtryggðra lána sé ekki
hærra, enda er verðbólgan nú með
minnsta móti. Á móti kemur að fram-
an af árinu var spáð meiri verðbólgu
á síðustu mánuðum ársins, sem aftur
kann að hafa haft áhrif á lántökur.
Miklar uppgreiðslur hjá ÍLS
Þessar tölur segja hins vegar ekki
alla söguna. Þannig hafa miklar upp-
greiðslur hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS)
frá ársbyrjun 2013 haft mikil áhrif á
þróun nýrra verðtryggðra íbúðalána
til heimila á tímabilinu.
Samkvæmt lauslegum útreikning-
um blaðamanns lækkuðu verðtryggð
íbúðalán til heimila hjá Íbúðalána-
sjóði á fyrstu átta mánuðum ársins
um 39,4 milljarða króna.
Við þessa útreikninga er gengið út
frá að hlutfall heimila af heildarupp-
greiðslum á fyrstu átta mánuðum
ársins, sem voru 20,3 milljarðar, sé
81%, eða eins og hlutfall lána til ein-
staklinga af heildarlánasafni sjóðs-
ins, sem er nú 692 milljarðar. Sam-
Samkvæmt nýjum tölum Hagstofu
Íslands var verðbólgan 1,9% í
september, borið saman við 2,2% í
ágúst. Það er heldur meiri lækkun
en greiningardeildir bankanna
spáðu. Það hafði áhrif til lækkunar
að verð á flugfargjöldum til út-
landa lækkaði um 24,6% og verð á
bensíni og olíum um 5,3%.
Líkt og í fyrrahaust dregur
snörp lækkun olíuverðs úr verð-
bólgu og styrkir kaupmátt heimila.
Fram kemur í nýrri skýrslu
Greiningar Íslandsbanka að í ljósi
þessara nýju verðbólgutalna hafi
hún endurskoðað verðbólguhorfur
á 12 mánaða grundvelli.
Jón Bjarki Bentsson, sérfræð-
ingur hjá Greiningu bankans, segir
Greininguna nú spá því að verð-
bólgan verði að jafnaði undir 2,5%
verðbólgumarkmiði Seðlabankans
fram á mitt næsta ár. Samkvæmt
spánni, sem sé til bráðabirgða
(skammstafað brb. hér fyrir ofan),
verði það ekki fyrr en í lok árs
2016 sem verðbólgan verður orðin
talsvert yfir markmiðinu.
Þetta er veruleg breyting frá
spá Greiningar Íslandsbanka 12.
júní sl., þegar hún spáði því að
verðbólgan færi yfir markmið
Seðlabankans á 4. ársfj. í ár.
Gangi nýja spáin hjá Greiningu
Íslandsbanka eftir verður verð-
bólgan undir markmiði Seðlabank-
ans í um tvö og hálft ár, eða frá
febrúar 2014 til sumars 2016.
Markmiðið var tekið upp í mars
2001. Þar áður hafði markmiðið
náðst í 12 mánuði samfleytt frá
nóvember 2002 til október 2003.
Lengsta stöðugleikaskeiðið á
öldinni er því að lengjast frekar.
Spá nú minni verðbólgu
GREINING ÍSLANDSBANKA ENDURMETUR SPÁNA
Samanburður á verðbólguspá Seðlabankans
frá því í agúst sl. og nýjustu spá Íslandsbanka
4,5
%
4,0
3,5
3,0
1F 2F
2015 2016 2017
3F 4F 1F 2F 3F 4F 1F 2F 3F 4F
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
SÍ ágúst 2015
Verðbólgumarkmið
Brb. spá ÍSB
Þolmörk
Heimild: Seðlabanki
Íslands og Greining ÍSB