Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015 Tenerife 20.nóvember í 11 nætur Verð frá 119.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar Á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð á Tenerife Sur. Verð án Vildarpunkta 129.900 kr. VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444Flogið með Icelandair Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Við höfum ávallt gætt að því þegar verkefni eru flutt til sveitarfélaga að því fylgi tekjustofnar. Að því leytinu til ætti það ekki að eiga rætur sínar í tilflutningi verkefna að sveitarfélög- in telji sig þurfa að styrkja tekju- stofnana,“ segir Bjarni Benedikts- son fjármálaráðherra um það sem kom fram á fjármálaráðstefnu sveit- arfélaganna í vikunni að brýnt væri að auka tekjurnar og fá meiri hlut- deild í skattstofnum ríkisins. Á fjármálaráðstefnunni voru kynntar ýmsar hugmyndir um tekju- öflun, m.a. að öll mannvirki yrðu háð fasteignamati og núverandi undan- þágur frá fasteignaskatti yrðu af- numdar. Bjarni segist ætíð vera reiðubúinn til viðræðna um að fækka undanþágum og breikka skattstofna. „Mér sýnist að það sem þrengir einkum að sveit- arfélögunum núna séu þessar miklu launa- hækkanir sem samið hefur verið um. Fara þarf yf- ir hvernig hægt er að taka á því. Annars slær það mann ekkert sér- staklega vel ef all- ar hugmyndir eiga að ganga út á að ríkið gefi eftir af tekjum og þær fær- ist til sveitarfélaganna án þess að ný verkefni komi til,“ segir Bjarni en ítrekar að fullt tilefni sé til að ræða hugmyndir um breikkun skatt- stofna. Bjarni bendir jafnframt á að sveit- arfélögin hafi notið góðs af ýmsum aðgerðum stjórnvalda á seinni árum. Nefnir hann bankaskattinn sem dæmi, sá skattur hafi skilað miklum tekjum til sveitarfélaganna. Sama megi segja um úttöku séreignar- sparnaðar. Þá hafi skattar verið hækkaðir á undanförnum árum og sveitarfélögin fengið sína hlutdeild af því gegnum jöfnunarsjóðinn. Það sé því áhyggjuefni að þrátt fyrir þetta sé víða þröngt í búi hjá sveit- arfélögunum. Varðandi þær hugmyndir sveitar- félaganna að þau fái meiri tekjur af umferð og ferðaþjónustu segir Bjarni þau óbeint fá þátttöku í aukn- um umsvifum í ferðaþjónustu. Hins vegar er hann til í viðræður um end- urskoðun opinberra gjalda í sam- göngum. Gjaldtakan sé flókin og þurfi heildstæða skoðun. bjb@mbl.is Reiðubúinn í viðræður  Áhyggjuefni að þröngt sé í búi hjá sveitarfélögunum Bjarni Benediktsson Sá möguleiki er fyrir hendi að flýta opnun Norð- fjarðarganga frá því sem áætlanir gerðu ráð fyrir en í gær var lokið við að sprengja göngin. Áætl- anir gerðu ráð fyrir opnun ganganna árið 2017, en Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að verk- takar og Vegagerðin telji mögulegt að flýta opn- uninni án þess að til aukins kostnaðar komi. „Ég opna göngin fyrr. Vert sé að athuga þann mögu- leika. Göngin verða rúmir sjö og hálfur kílómetri að lengd og liggja í gegnum fjallgarðinn vestan þéttbýlisins í Eskifirði að Fannardal innst í Norð- firði. Nýir vegir verða lagðir og verða um 2 km Eskifjarðarmegin og 5,3 km Norðfjarðarmegin. vidar@mbl.is hef fengið þau skilaboð að það kunni að vera hægt að flýta opnun ganganna og jafnvel þannig að það hafi ekki áhrif á heildarkostnað, fyrst og fremst með því að hliðra til framkvæmdum,“ seg- ir Ólöf. Hún segir að búið sé að setja peninga fyrir framkvæmdunum til hliðar, en segir þó að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort hægt verði að Lokið við að sprengja fyrir Norðfjarðargöngum í gær Ljósmynd/Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson Hugsanlegt að flýta opnun án kostnaðar Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samningafundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á mánudag í kjaradeilu starfsmanna og vinnuveit- enda í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík (ÍSAL). Er það fyrsti samningafundurinn í deilunni síðan á föstudag í síðustu viku. Kurr er komin í stéttarfélög starfs- manna álversins eftir bréf sem Sam- tök atvinnulífsins, fyrir hönd ÍSAL, sendu félögunum í vikunni. Þar er því haldið fram að atkvæðagreiðsla um yfirvinnubann í álverinu, sem hefur verið í gildi frá 1. ágúst sl., hafi verið ólögleg. Félögin hafa svarað þessu bréfi, með aðstoð lögfræðings ASÍ, Magnúsar M. Norðdahl, en þar kem- ur fram að yfirvinnubanninu hafi ver- ið aflýst. Jafnframt er lýst óánægju með framkomu SA og ÍSAL og vitnað til fundar í húsakynnum ríkissátta- semjara 11. ágúst sl., þegar boðuðu allsherjarverkfalli var aflýst. Þar hafi engar athugasemdir verið gerðar af hálfu SA og ÍSAL við boðun og fram- kvæmd yfirvinnubannsins. Síðan þá hafi undanþágubeiðnir ÍSAL frá yf- irvinnubanni verið settar fram og af- greiddar athugasemdalaust. „Félögin mótmæla þeim lagarök- um sem fram koma í erindi SA varð- andi gildi atkvæðagreiðslu um boðun yfirvinnubanns og allsherjarverkfalls í einu lagi,“ segir m.a. í bréfi lögfræð- ings ASÍ. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samn- inganefndar verkalýðsfélaganna, er ósáttur við framkomu SA og ÍSAL. Engar athugasemdir hafi verið gerð- ar við yfirvinnubannið á fyrrnefndum fundi í ágúst með sáttasemjara. Trúnaðarbrestur „Mér finnst það alvarlegt þegar menn standa ekki við heiðursmanna- samkomulag og gefin loforð. Hér hef- ur orðið trúnaðarbrestur og þetta mun herða deiluna,“ segir Gylfi og útilokar ekki að félögin íhugi ein- hverjar aðgerðir ef samningafundur á mánudag skili engu. Félögin sem um ræðir eru Félag iðn- og tæknigreina, Félag rafeindavirkja, Félag íslenskra rafvirkja, Félag vélstjóra og málm- tæknimanna, MATVÍS, VR og Hlíf. Kurr í stéttarfélögunum  Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa hætt yfirvinnubanni  Óánægja með erindi SA um að bannið hafi verið ólögmætt  Samningafundur á mánudag Morgunblaðið/Ómar ÍSAL Kjaradeilur standa enn yfir. Veðurstofan var- ar við vatnavöxt- um sem búist er við á sunnan- og suðaustanverðu landinu í dag. Hvatt er til var- úðar við vatnsföll og að hugað sé að hættu á skriðuföllum á úrkomusvæðum. Búist er við vindhraða upp á 18- 23 m/s sunnan- og vestantil á land- inu og á miðhálendinu í dag. Vind lægir með kvöldinu samkvæmt spá en hiti verður um 6-10 stig suðvest- antil og 4-12 stig fyrir norðan og austan um helgina. Búist er við úrkomu sunnan- og vestantil yfir helgina en nokkuð þurru og hægu veðri norðaustantil. Varað við vatnavöxt- um sunnan- og suð- austanlands í dag Rok Varað er við stormi í dag. Átakinu Á allra vörum bárust um 14 milljónir króna í árlegri sjónvarps- söfnun þess í gærkvöldi. Við það bætast tekjur af sölu gloss tengdri átakinu en skipuleggjendur búast við rúmlega 20 milljónum króna af þeirri sölu. Endanlegar tölur liggja þó ekki fyrir fyrr en eftir helgi. Gróa Ásgeirsdóttir, ein skipu- leggjenda söfnunarinnar, segir féð sem safnaðist munu duga til rekst- urs í fjögur ár á samskiptasetri fyrir þolendur og gerendur eineltis, sem og fjölskyldur þeirra. Félagið Erindi mun sjá um rekstur setursins en ný- verið bauð fasteignafélagið Reitir fram endurgjaldslaus afnot af hús- næði fyrir reksturinn í tvö ár. „Það er mikil gleði meðal okkar með afraksturinn og við teljum markmiðinu náð,“ segir Gróa. Geta rekið setur í fjögur ár  Á allra vörum safn- aði um 35 milljónum Söfnun Eftir útsendingu í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.