Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015
Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð
og samþykkt af Mannvirkjastofnun.
Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna
og léttir þrif.
Stigahúsateppi
Mikið úrval!
Mælum og gerum tilboð
án skuldbindinga og kostnaðar
Ármúli 32, 108 Reykjavík
Sími 568 1888
www.parketoggolf.is
Sérverslun með teppi og parket
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Dagurinn í dag er ekki hentugur til
innkaupa. Treystu innsæi þínu en bíddu þó til
morguns með að hrinda hugmyndum þínum í
framkvæmd.
20. apríl - 20. maí
Naut Það getur verið erfitt að standast þá
freistingu að kaupa einhvern hlut. Er því er
lokið skaltu reyna að vera í einrúmi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Eitthvað gerir það að verkum að þú
ert ekki eins og þú átt að þér að vera svo aðr-
ir hafa áhyggjur af þér. Rétti tíminn til þess
að gera breytingar er núna.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er óþarfi að láta það stíga sér til
höfuðs þótt vinnufélagar þínir séu á einu máli
um ágæti þitt og velji þig til forystu. Núna er
þér óhætt að ráðgera stutt ferðalög og frí.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert næmur á líðan annarra og veist
hvað er viðeigandi að segja og hvað ekki.
Notaðu tækifærið til að sinna verkum sem
krefjast nákvæmni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Heimilið er gott að lagfæra í dag, sér-
staklega ef dytta þarf að einhverju sem krefst
listrænnar innsýnar. Sönnunin felst í því að
allt er á fullu hjá þér og mikið stuð í ástar-
málum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er margt sem hvílir á þér og þér
finnst erfitt að einbeita þér að hlutunum.
Endurtaktu þessa fullyrðingu oft og af mikilli
ákefð, ekki síst þegar ekkert virðist ætla að
ganga upp.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það eru alls konar tækifæri á
sveimi í kringum þig. Við getum ekki breytt
fólki, bara elskað það eins og það er. En að
draga sig algerlega í hlé er ekki rétta leiðin.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er óvenju mikið rót á hugs-
unum þínum í dag. Láttu ekkert trufla þig á
meðan því þá muntu verða sáttur við útkom-
una.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Eitthvað í fari félaga þíns vekur
með þér ugg enda á ýmislegt eftir að koma á
daginn. Ekkert liggur á og það eru margir
fiskar í sjónum. Þér berast óvæntar fréttir af
fjarlægum vinum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er tímabært að láta reyna á
sköpunargáfuna. Takist þér þetta mun bæði
andleg og líkamleg heilsa þín batna.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ekki vera feiminn við að útskýra mál
þitt í vinnunni. Haltu bara þitt eigið danspartí
heima í stofunni.
Síðasta gáta var sem endranæreftir Guðmund Arnfinnsson:
Við bakstur mælieining er.
Oss hann fyrir gjósti ver.
Nefnist klerkur norðanlands.
Notalegt er tárið hans.
Harpa á Hjarðarfelli svarar:
Bolli mælieining er
og í bolla skýli mér.
Bolli kunnur klerkur hér.
Kaffibolli yljar þér.
Elvar Einarsson, Williamsburg,
Virginíu, á þessa lausn:
Í bakstri mælir bollinn vel.
Í bolla skjól ég ágætt tel.
Séra Bolli sálma tónar,
súp’ úr bolla fínni rónar.
Helgi Seljan leysir gátuna þannig:
Bolla af hveiti er bezt að hafa,
í bolla grónum ég skjólið fann.
Séra Bolli er sæll án vafa,
„soldið“ kaffitár hressir mann.
Helgi R. Einarsson svarar:
Ég klóraði mér í kolli,
hvað sem að því nú olli,
hætti svo dundi og drolli,
á daginn kom þá bolli.
Sjálfur leysir Guðmundur gátuna
þannig:
Bolli af sykri, bolli af hveiti.
Bolli oss fyrir gusti ver.
Bolli klerks er kunnugt heiti.
Kaffi úr bolla drukkið er.
Og lætur limru fylgja:
Þeir telja, að Bolli bakari
sé betri maður og spakari
en hárskerinn Geir,
en hitt vita þeir,
að hárskerinn Geir er rakari.
Og loks er ný gáta eftir Guðmund:
Afrek vinnur öðrum fremur.
Aðeins lítill skammtur víns.
Oft í ljós á lofti kemur.
Ljós í enni Blesa þíns.
Svör þurfa að berast eigi síðar en
á miðvikudagskvöld.
Mér finnst hlýða að ljúka Vísna-
horni með stöku sem Jóhann frá
Flögu kenndi mér á sokkabands-
árum mínum á Laugaveginum:
Kaffibolla beindu mér
blíð og holl gulls eikin
því að hrollur í mér er
eftir skollaleikinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Bollar af ýmsu tagi
Í klípu
„LIFÐU BARA Í NÚINU. ÞAÐ LÆTUR
EILÍFÐINA VIRKA SEM MINNA MÁL.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„SKILDU BÍLLYKLANA EFTIR, SVONA EF
EITTHVAÐ SKYLDI GRÍPA ÞIG Í VATNINU.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að óska þess að finna
hlýjan andardrátt hans
á vanga þér.
ÉG ER MEÐ HUGMYND! HVERS VEGNA
GELTIR ÞÚ EKKI Á MIG Í DAG?
EF ÉG ÆTTI MINN
EIGIN HEST ÞYRFTUÐ
ÞIÐ TVÖ ALDREI AÐ
SKUTLA MÉR ÚT UM
ALLT!
ÞAÐ ER MJÖG
HUGULSAMT AF
ÞÉR, HUNANG...
EN EF ÞÚ
VIRKILEGA VILT
BÆTA LÍF OKKAR...
...VERTU
ÞÁ BARA
HEIMA!
ÞETTA VAR
AUMKUNARVERT
ÓKEI
GELT LÍKT OG HEIMSKU-
LEG HUGMYNDIN
ÞÍN!
Er hakkið orðið steikt þegar það erbrúnt?“ spurði betri helmingur
Víkverja nýverið símleiðis, þegar sá
síðarnefndi var á kvöldvakt og gat
því ekki af augljósum ástæðum séð
um kvöldmatinn. Það skal tekið
fram strax að sá sem bar upp
spurninguna er kominn hátt á fer-
tugsaldur.
x x x
Þetta litla símtal sýnir verkaskipt-inguna á heimilinu. Víkverji sér
um eldamennskuna í svona 99% til-
fella. Víkverji hefur meiri áhuga á
matargerð en sambýlingurinn. Það
afsakar þó ekki að geta ekki steikt
hakk hjálparlaust eins og þetta sím-
tal sem vitnað er til hér að ofan sýn-
ir glögglega.
x x x
Það er svo gaman þegar þú bítur áöngulinn og spriklar af öllu afli.“
Þetta hefur maðurinn sem Víkverji
býr með sagt margsinnis. Oftast
kemur næsta setning á eftir í
gamansömum tón: „Þú ert svo skap-
mikil“.
x x x
Kannski var þetta símtal eitt afþeim sem eiga að skaprauna
Víkverja. Svarið sem Víkverji kom
með var eitthvað á þessa leið: „Ha?
Þú hlýtur að vera að grínast? Þú
kannt að steikja hakk er það ekki?
hundgamall maðurinn?“
Tónninn sem fylgdi þessum
spurningum ætlar Víkverji að láta
lesendum eftir að geta hvernig hafi
verið.
x x x
Víkverji veit í hjarta sínu að sann-leikurinn er sá að umræddur
maður kunni ekki að steikja hakk
fyrr en hann reyndi það fyrir alvöru.
Það eru nefnilega þrír í heimili og
einn klækjarefur til situr við stjórn-
völinn. Það er lítið leikskólabarn
sem brosir undurblítt til pabba síns.
Það bað um hakk í matinn í staðinn
fyrir enn eina eggjakökuna sem fað-
irinn reiðir alltaf fram á kvöldvökt-
um móðurinnar. Hver getur neitað
því? Enginn og því lét heimilisfaðir-
inn hendur standa fram úr ermum.
Spurning um að stinga að barninu
að biðja föðurinn um flóknari rétti í
framtíðinni. víkverji@mbl.is
Víkverji
Því að þín vegna býður hann út engl-
um sínum til þess að gæta þín á öllum
vegum þínum. (Sálm. 91:11)
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/