Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015 Síðustu þrjú ár veiddust aðeins 369, 710 og 216 laxar í Laxá en á miðviku- daginn var stóð veiðin í 1.481 löxum og síðasta hollið hóf veiðar í gær. Haraldur Eiríksson hjá Hregg- nasa segir mikilvægar breytingar hafa verið gerðar á veiðifyrir- komulaginu. Maðkveiði er aflögð og í júlí veitt aðeins með fjórum stöngum í stað sex áður, eingöngu á flugu. „Svo er það grundvallarbreyting að af þeim nær 1.500 löxum sem hafa veiðst í ánni í sumar hefur um 1.000 verið sleppt,“ segir hann. Nú er að- eins leyft að taka einn lax á stöng á vakt. „Þegar þessar stóru aflahrotur koma og hollin hafa verið að veiða 130 til 150 laxa á þremur dögum þá eykst hlutfall sleppinga. Þetta þýðir að meðferðin á ánni er miklu betri en áður og það er veiði fyrir alla út veiðitímann.“ Hann bendir á að flestar vikur frá því snemma í ágúst og inn í miðjan september hafi gefið meiri veiði en allt sumarið í fyrra. „Veiðimenn sjá nú að það er verið að byggja stofnana upp til framtíðar og vilja taka þátt í því,“ segir Har- aldur. „Nú er í fyrsta skipti verið að skilja við Laxá í Dölum í lok veiðisumars sneisafulla af fiski. Áin hefur alltaf verið tæmd. Metveiði í Svalbarðsá Í Svalbarðsá í Þistilfirði hefur veiðst afar vel í sumar og segir Haraldur að um 780 laxar muni veiðast sem er met í ánni. Besta veiðin til þessa var 562 fyrir fjórum árum. Veitt er á tvær til þrjár stang- ir og sum hollin hafa veitt ævin- týralega vel. „ Menn voru niðri í ós í bullandi göngufiski fyrstu tíu dagana í sept- ember. Það er mjög óvenjulegt. En eftir svona gott smálaxasumar verð- ur spennandi að sjá hvort því verður ekki fylgt eftir með þrusugóðu stór- laxasumri,“ segir hann. Skilið við Laxá „sneisafulla af fiski“ Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is*Lokatölur **Tölur liggja ekki fyrir Ytri-Rangá & Hólsá (15) Miðfjarðará (10) Blanda (14) Norðurá (15) Eystri-Rangá (18) Langá (12) Þverá-Kjarrá (14) Laxá á Ásum (2) Haffjarðará (6) Víðidalsá (8) Laxá í Dölum (6) Laxá í Kjós (8) Vatnsdalsá (7) Grímsá og Tunguá (8) Hítará (6) Laxá í Aðaldal (18) Selá í Vopnafirði (8) Laxá í Leirársveit (6) Elliðaárnar (4) Flókadalsá (3) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra Á sama tíma 2013 Staðan 23. sept. 2015 2671 1694 1931 924 2430 580 1195 1006 821 692 190 505 707 507 480 849- 1004 363 457 343 5120 3667 2611 3351 4797 2775 3373 1062 2158 860 698 1202 1103 1486 ** 1009 1664 980 1145 930 7754 6028* 4829* 2886* 2665 2510 2364* 1795* 1660* 1572 1481 1303 1275 1251 1238- 1181* 1172* 1056 870* 815 Ljósmynd/Sveinn í Felli Þungur Sigurður Árni Sigurðsson með 100 cm langan hæng sem hann veiddi í Áveituhyl í Vatnsdalsá. Nokkrir slíkir veiddust í ánni í sumar.  Ævintýralegt veiðimet í Mið- fjarðará í sumar STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Veiði lýkur í hverri laxveiðiánni á fætur annarri þessa dagana og víð- ast hvar hefur verið fantafín veiði. Sums staðar hafa aflamet fallið og búast má við því að lokatala eins og blasir við úr Miðfjarðará muni ekki sjást í bráð úr veiðiá með náttúru- legum laxastofni: 6.028 laxar. Veiðin í ánni í sumar var með hreinum ólík- indum en fyrra aflamet úr öðrum ám en þeim þar sem hafbeit er stunduð var frá árinu 2005; 4.165 laxar veidd- ust þá í Þverá – Kjarrá. Það var þó nær þriðjungi minni veiði en í Mið- fjarðará í sumar og þar á vatnasvæð- inu var besta veiðin til þessa „að- eins“ 4.004 laxar sumarið 2009. „Veiðin hefur verið algjört rugl – í raun hefur verið allt of mikil veiði!“ sagði Rafn Valur Alfreðsson, leigu- taki Miðfjarðarár. Það má búast við að eftirspurn eftir veiðileyfum í ánni verði enn meiri en til þessa en þess má geta að Rafn telur að allt að 95 prósent veiddra laxa í Miðfirðinum sé sleppt aftur. Kúvending í Dölunum Óhætt er að tala um kúvendingu í Laxá í Dölum. Aðdáendur þessarar rómuðu veiðiár hafa haft áhyggjur af gangi mála og óttast að gengið hafi verið of nærri stofni árinnar með linnulausu drápi inn í haustið. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Það sem af er ári hafa 23 fangelsis- refsingar fyrnst. Í fyrra sluppu 32 við fangelsisvist af sömu sökum og 20 ár- ið 2013, en sakir fyrnast á tveimur til 20 árum samkvæmt hegningarlögum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að tölurnar komi ekki á óvart. Um 2008 hafi refsingar íslenskra dómstóla þyngst heiftarlega, um 35% á milli ára, og síðan hafi sá toppur hækkað. Fangelsismálastofnun hafi strax varað við því að framundan væri mjög alvarlegt ástand og við því þyrfti að bregðast. Á þeim tíma hafi menn verið uppteknir við að rífast um staðsetningu nýs fangelsis og sá póli- tíski leikur í nokkur ár hafi seinkað framkvæmdum. Jafnframt hafi Fangelsismálastofnun fært rök fyrir því að nýtt fangelsi yrði að vera stærra en á endanum hafi verið sam- þykkt. Um 450 manns bíða Hérlendis eru rúmlega 150 fang- elsispláss. Fangelsisstofnun er með samning um vistun fanga á áfanga- heimili Verndar, þar sem eru 20 til 25 pláss, um 200 manns eru á reynslu- lausn og um 450 manns bíða eftir að komast í afplánun. Stefnt er að því að nýtt fangelsi á Hólmsheiði með 56 plássum verði tilbúið um áramót, en á móti kemur að plássum fækkar eða hefur fækkað um 25 í Kópavogi og Reykjavík. Fleiri pláss vinna ekki á fyrningunum en hafa mikil áhrif. Páll segir að finna þurfi önnur úrræði til þess að fullnusta dóma. Skoða þurfi reglur um reynslulausn, samfélags- þjónustu og fleira. Vegna niðurskurðar á fjárlögum líðandi árs segir Páll að loka hafi þurft kvennafangelsinu í Kópavogi um mitt ár. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár sé gert ráð fyrir enn meiri niðurskurði og því blasi ekkert annað við en að loka fleiri plássum. „Það er pólitísk ákvörðun,“ segir hann og áréttar að ákveði Alþingi að skera niður til málaflokksins sé eðli- legt að það ákveði líka hvar á landinu eigi að fækka störfum. Forgangsraðað er inn í fangelsin. Þeir sem dæmdir eru fyrir alvarleg- ustu brotin eru í forgangi auk þeirra sem eru virkir í brotum eftir að dóm- ur er kveðinn upp. Þeir sem eru með tiltölulega vægar refsingar, teljast ekki hættulegir umhverfi sínu og eru til friðs eftir að dómur hefur verið kveðinn upp sitja eftir á boðunarlist- anum. Tugir sleppa við fangelsi  75 refsingar hafa fyrnst frá 2013 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fangelsi Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg verður lokað. HEILHVEITIKEXIÐ HEFUR EIGNAST FULLKOMINN JAFNINGJA – NÝJA HAUST HAFRAKEXIÐ HAUST FJÖLSKYLDAN STÆKKAR LJÚFFENGT PAR SEM ALLIR ELSKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.