Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ólöf Nordal innanríkisráðherra seg- ir að ástæða geti verið til að endur- skoða lög um skipan í embætti hæstaréttardómara. Sem stendur hafi ráðherra þá kosti að fara að ráðgjöf fimm manna dómnefndar, eða senda málið til Alþingis. „Mér er spurn hvort ástæða sé til þess að velta því upp hvort ráðherra hafi meira svigrúm til að velja umsækj- anda,“ segir Ólöf. Hún segir að allir umsækjendurnir hafi verið hæfir en Karl Axelsson var valinn umfram þau Ingveldi Einarsdóttur og Davíð Þór Björgvinsson. „Í þjóðfélaginu geta verið margvísleg sjónarmið sem mönnum finnst ekki endur- speglast í réttinum. Á ráðherra þá ekki að geta haft eitthvert svigrúm til þess að velja úr tveimur jafn hæfum einstaklingum? Mér finnst það vera sjónarmið sem ástæða er til að velta upp í ljósi þeirrar fimm ára reynslu sem við höfum af lög- unum,“ segir Ólöf. Lögin voru sett með það að markmiði að takmarka vald ráð- herra í kjölfar þess að upp komu umdeildar ráðningar í Hæstarétt þar sem ráðherra tók ákvarðanir um ráðningu sem var á skjön við ráðgjöf. Ólöf segist ekki halda því fram að endilega sé ástæða til þess að hverfa aftur til slíks háttalags, en veltir því fyrir sér hvort mögulegt sé að fara þriðju leiðina í þessu samhengi. „Er það eðlilegt að ráð- herra hafi ekkert um málið að segja?“ veltir Ólöf upp. Þungt í vöfum að leita til þings Hún segir það þungt í vöfum að leita til þingsins og það taki einnig ráðherra frá ákvörðuninni. „Engu að síður ber ráðherra ábyrgð á skipaninni,“ segir Ólöf. Spurð hvort hún vilji leita til Alþingis með skip- anina eins og heimild er fyrir í lög- um þá segist hún ekki vilja tjá sig um það að svo stöddu. „Lögin gera ráð fyrir því að ráðherra fari að nið- urstöðu nefndarinnar og að sinni held ég að það sé vert að skoða hvað við getum lært af þessu til að bæta þetta kerfi.“ Morgunblaðið/Ómar Ráðherra Ólöf veltir því fyrir sér hvort ástæða sé til að endurskoða lögin. Er eðlilegt að ráðherra geti ekkert sagt um málið?  Ólöf veltir end- urskoðun á lög- unum fyrir sér Skipun dómara » Félag kvenna í lögmennsku. harmar afstöðu Lögmanna- félags Íslands um að jafnrétt- islög gildi ekki við skipun nefndar um skipan hæstarétt- ardómara. » Ólöf Nordal, innanrík- isráðherra, veltir því upp hvort eðlilegt sé að ráðherra hafi ekkert að segja um skipan dómara. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir nýjar skipu- lagsbreytingar hjá bankanum munu auka hagræði í rekstri enn frek- ar. Framkvæmda- stjórar hjá bank- anum eru nú sex en þeir voru mest níu eftir að Stein- þór tók við bank- anum um mitt ár 2010. Bankastjór- inn myndar með þeim yfirstjórn bankans og eru því nú sjö í framkvæmdastjórn. Á þessu ári hefur sviðum og fram- kvæmdastjórum verið fækkað hjá Landsbankanum. Rótin að breyting- unum í þessari lotu er að sviðið þró- un og mannauður var lagt niður. Við það voru deildir sem heyrðu undir það færðar til innan bankans. Heyrðu undir þróunarsvið Markaðs- og samskiptamál og mannauðsmál heyrðu undir þróun- arsvið en heyra nú undir skrifstofu bankastjóra. Undir skrifstofuna heyrði áður regluvarsla og eru nú þrjár einingar undir skrifstofunni. Við þessa breytingu hefur Krist- ján Kristjánsson nú horfið á braut sem upplýsingafulltrúi. Hann kom til bankans eftir að hafa tekið þátt í krísustjórnun í stjórnarráðinu eftir efnahagshrunið 2008. Þá hafa aðrar deildir sem áður heyrðu undir svið þróunar og mann- auðs verið færðar undir svið rekstrar og upplýsingatækni. Breytingarnar voru kynntar starfsmönnum í júlí. Steinþór segir starfsmannafjölda bankans hafa náð hámarki í árslok 2011 er 1.311 manns störfuðu þar. Á miðju þessu ári hafi starfsmennirnir verið orðnir 1.088 og er það 17% fækkun. Þeim hefur fækkað meira síðan en trúnaður gildir um þá tölu þar til uppgjör er birt 5. nóvember. Fækkun útibúa á þátt í þessari þróun. Steinþór segir að starfs- mönnum bankans hafi fækkað nokk- uð jöfnum höndum í útibúum og mið- lægum einingum. „Það er stöðugt verið að breyta skipulagi bankans. Þegar ég kom inn í bankann um mitt ár 2010 fór ég fljótlega í skipulagsbreytingar. Ég auglýsti allar stöður framkvæmda- stjóra og við breyttum skipulaginu til að takast á við þær áherslur og áskoranir sem þá voru uppi. Þá til dæmis með því að stofna sérstakt svið sem vann eingöngu í endur- skipulagningu. Síðan breyttum við skipulaginu tveimur árum síðar. Þá hafði vinna við endurskipulagningu minnkað töluvert.“ Skipulagið eins og verkfæri „Ég sé skipulag sem verkfæri til að takast á við þau verkefni sem menn eru að fást við. Við breyttum skipulaginu 2012 og svo aftur í byrj- un þessa árs. Svo einfölduðum við skipulagið aftur í sumar og fækk- uðum sviðum. Nú eru sex fram- kvæmdastjórar. Markmiðið er að vera með hagkvæma einingu sem er mótuð af þeim verkefnum sem við blasa. Við erum að reyna að ná fram hagkvæmni og vera skilvirk í okkar verkum.“ Steinþór segir framkvæmdastjór- ana hafa verið sjö fyrir síðustu breytingar. Þeir voru átta þegar Steinþór tók við bankanum en fjölg- aði svo í níu þegar Landsbankinn tók yfir SP Fjármögnun og Avant. Þeim var svo fækkað aftur í átta og svo í sjö og loks sex í þessari lotu. Á þessu tímabili hafa SpKef, Sparisjóður Vestmannaeyja og Sparisjóður Norðurlands runnið inn í Lands- bankann. Landsbankinn hagræðir frekar  Fólki fækkað í yfirstjórn bankans  Sviðum hjá bankanum líka fækkað Steinþór Pálsson Spurður hvað þessi hagræðing hafi skilað bankanum miklu í krónum tal- ið segir Steinþór Pálsson bankastjóri að bankanum hafi tekist að auka markaðshlutdeild sína hjá einstaklingum úr 28% í 35%, án þess að kostnaður bankans af þjónustunni hafi aukist. Horfi beri til þess að laun hafi hækkað á síðustu misserum og umsvif bankans aukist, meðal ann- ars vegna samruna annarra fjármálastofnana við bankann. Þær upplýsingar fengust hjá Landsbankanum að á tímabilinu 30. júní 2010 til 30. júní 2015 hefðu hreinar rekstrartekjur bankans aukist um 62% miðað við meðalstöðugildi. Rekstrarkostnaður jókst á sama tíma um 39% miðað við meðalstöðugildi. Var hækkun rekstrarkostnaðar sögð hafa haldist nokkurn veginn í hendur við launavísitölu. Á saman- burðartímabilinu hafi launavísitalan þannig hækkað um 38%. Meiri tekjur á hvert stöðugildi ÞRÓUNIN FRÁ MIÐJU ÁRI 2010 Læknaráð Landspítalans telur það felast í fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar að spítalinn geti ekki staðið undir óbreyttri þjónustu og mætt nýlegum og væntanlegum launahækkunum heilbrigðisstétta. Reynir Arngrímsson, formaður ráðsins, segir ráðið líta málið alvar- legum augum. Verði spítalanum ekki veitt aukið fé hljóti hækkanirnar að ganga á rekstrarfé spítalans. „Spurningin er þá hvort við minnk- um þjónustuna til þess að mæta þessum mismun. Það eru umtals- verðar fjárhæðir sem vantar og enn á eftir að semja við stóra hópa innan spítalans eins og sjúkraliða og annað starfsfólk.“ Í ályktun ráðsins er vakin athygli á því að framlög til viðhalds húsa- kosts spítalans séu þau sömu að krónutölu milli ára en töluvert þurfi að bætast við þau framlög svo ástand bygginga geti talist viðunandi. 1,3 milljarðar til höfuðs biðlista Kristján Þór Júlíusson, heilbrigð- isráðherra, sagðist ekki geta lagt mat á fullyrðingar Læknaráðs um launakostnað án þess að nánari út- reikningar lægju fyrir en hans áhersla við fjárlagagerð hefði verið á að bæta stöðu heilsugæslu og heima- hjúkrunar á landinu. Eflingu þeirra væri m.a. ætlað að draga úr álagi á spítalann. Kristján sagði fleira mundu koma til. „Ég hef fengið vilyrði fyrir því í ríkisstjórn að unnið verði á þeim bið- listum sem eru í heilbrigðiskerfinu með fjárveitingu upp á 1,3 milljarða króna. Þær aðgerðir munu auka þjónustu við sjúklinga í landinu og létta álagi á heilbrigðisstofnunum, þar á meðal Landspítalanum.“ Kristján sagðist gjarnan vilja hafa svigrúm til þess að gera átak í við- haldi á húsakosti spítalans og hann hefði skilning á þeim sjónarmiðum Læknaráðs en slíkt væri ekki mögu- legt að svo stöddu. bso@mbl.is Hafa áhyggjur af fjár- mögnun Landspítala  Léttir á spítalanum með heilsugæslu og heimahjúkrun Reynir Arngrímsson Kristján Þór Júlíusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.