Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 35
Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Kæra mágkona, minning þín er ljós í lífi okkar, sjáumst. Alfreð Halldórsson. Elsku frænka mín, mér þykir svo erfitt og sárt að kveðja þig, þú ert núna komin á betri stað þar sem bíða þín ótal verkefni. Þú varst í alla staði yndisleg og frá- bær. Elsku Dóra mín, þú mikla bar- áttukona, barðist eins og hetja til síðasta dags og varst alltaf svo já- kvæð og dugleg. Við erum öll ótrúlega stolt af þér og ég er heppin að hafa átt þig að. Það var alltaf stutt í húmorinn og grínið hjá þér, mikið hlegið þegar þú varst nálægt og þú áttir svo sannarlega ekki erfitt með að skemmta okkur hinum sem í kringum þig vorum. Söknuðurinn er mikill en ég mun halda yndislegu minningun- um sem við áttum saman á lofti. Þú verður alltaf í hjarta mínu og ég mun hugsa um þig hvern einasta dag. Hlakka til að hitta þig aftur þegar minn tími kemur. Elska þig að eilífu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín frænka, Eygló Dís Alfreðsdóttir. Elsku besta Dóra okkar. Við eigum eftir að sakna þín svo mik- ið, þú varst svo yndisleg frænka sem allt vildir fyrir okkur gera. Alltaf hafðir þú tíma til að tala við okkur og fíflast með okkur. Við fengum svo oft að gista hjá þér, alveg sama hvort þú varst veik eða ekki, og það var svo gott að fá að kúra hjá þér og þá var nú oft gaman. Okkur fannst leitt að sjá þig svona mikið veika en nú líður þér vonandi betur og fylgist með okk- ur og gætir okkar. Nú er ljósið dagsins dvín, þótt dauðinn okkur skilji, mér finnst sem hlýja höndin þín hjarta mínu ylji. Myndin þín hún máist ei mér úr hug né hjarta. Hún á þar sæti uns ég dey og auðgar lífið bjarta. Þótt okkur finnist ævin tóm er ástvinirnir kveðja, minninganna mildu blóm mega hugann gleðja. (Ágúst Böðvarsson) Við lofum að passa alla fyrir þig, elsku besta Dóra okkar. Við elskum þig og söknum þín. Elliði Snær og Rakel Perla. Við sendum þér okkar hinstu kveðju, elsku Dóra. Við geymum allar þær góðu minningar sem við eigum um þig í hjarta okkar. Takk fyrir að vera okkur alltaf svo góð. Þær eru margar og góðar stundir sem við áttum með þér frá því við vorum litlir guttar heima hjá þér og við vorum að leika við krakkana í playmo, þegar við komum í heim- sókn til ykkar til Grindavíkur á meðan þið bjugguð þar, á fót- boltamótunum sem við fórum á, já við eigum svo margar góðar minningar um þig, elsku Dóra okkar, og fyrir þær erum við þakklát. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Við biðjum algóðan Guð um að styrkja fjölskyldu og vini Dóru Bjarkar á þessum erfiðu tímum. Minning þín lifir. Elskum þig, Egill Aron, Arnar Smári og Guðrún Bára. Elsku hjartans Dóra mín. Guð minn góður hvað það er erfitt að sitja hérna og skrifa kveðjuorð til þín. Ég hef aldrei upplifað annan eins sársauka og sorg og þegar ég frétti að þú værir dáin, samt vissi ég alveg í hvað stefndi hjá þér. Þú, hjartans engillinn minn, barðist eins og hetja í níu ár og varst alltaf svo jákvæð en varðst að lokum að láta í minni pokann. Það hefur bara greinilega vantað enn einn fallegan engil í hópinn þarna uppi. Dóra var yndislegur persónu- leiki, hún var má segja allra. Allt- af vildi hún gera allt fyrir alla, al- veg sama hvað það var. Okkar kynni hófust þegar þú fluttir hingað til Eyja með mömmu þinni og systkinum 1982. Þú varst frekar feimin til að byrja með og ein frægasta setn- ingin þín þá var „ef þú ætlar að fá þér“. Ég á heilan hafsjó af minning- um um okkur og eru þær minn- ingar efni í heila bók. Minnisstæðast er þegar við vorum alltaf að stelast á Selfoss á djammið, sögðum alltaf að við ætluðum að gista saman en að sjálfsögðu komst upp um okkur. Erum við búnar að hlæja mikið að þessu í gegnum tíðina. Manstu líka þegar þú varst ný- komin með bílprófið og við á rúntinum á gráu þrumunni, sem afi þinn átti þegar löggan setti bláu ljósin á okkur? Við vorum nýbúnar að kaupa okkur fullt af nammi en við panikkeruðum svo að við hentum namminu út um gluggann á bílnum og „stungum“ lögguna af. En þá var þetta bara hann Pétur lögga aðeins að stríða okkur. En elsku engillinn minn, nú ætla ég að láta staðar numið en minningarnar um þig mun ég geyma í hjarta mér. Ég veit að við munum hittast á ný þegar minn tími mun koma. Elsku Jón Óli, Daníel Freyr, Tanja Rut, Guðný Ósk, Einar Þór, litla ömmugullið Svava Björk og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Elsku hjartans engillinn minn, mikið ofboðslega á ég eftir að sakna þín mikið, þú munt alltaf vera í hjarta mínu að eilífu Guð geymi þig, elsku Dóra mín. Gulli og perlum safna sér sumir endalaust reyna vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. Gull á ég ekki að gefa þér og gimsteina ekki neina en viltu muna að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson.) Þín vinkona, Þórína Baldursdóttir. Elsku vinkona, ég á erfitt með að trúa því að þú sért farin, að þessi illvígi sjúkdómur hafi haft betur eftir hetjulega baráttu í níu ár. Þú varst alltaf svo jákvæð og vildir allt fyrir alla gera. Síðasta samtalið okkar var í júlí, stuttu eftir að ég kom heim af spítalan- um, þá spurðir þú hvernig ég hefði það, svo þegar ég spurði þig sagðist þú hafa það fínt og að við myndum massa þetta, sem ég vonaði innilega að þú myndir gera því það er sárt að horfa á eftir þér. Þó að það hafi ekki verið mik- ill samgangur á milli okkar síð- ustu ár var alltaf eins og við hefð- um talað saman á hverjum degi þegar við hittumst. Nú sit ég hér heima og hugsa um allar þær stundir sem við áttum saman, hvað það var gaman og mikið brasað, minningar um þessar stundir mun ég geyma og halda vel í. Fyrir þremur árum varðst þú amma og þú ljómaðir öll þegar þú talaðir um ömmusnúlluna þína, enda hafa börnin þín, barna- barn og já öll börn sem þekktu þig vitað að þú elskaðir öll börn. En nú ert þú ekki kvalin lengur og ég veit að þú fylgist vel með börnunum þínum og fjölskyldu og passar vel upp á þau öll. Elsku Jón Óli, Daníel, Tanja, Guðný, Einar, Svava Björk, foreldrar, systkini og fjölskyldur, megi góð- ur Guð styrkja ykkur í sorginni. Helga Henrysdóttir. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvel- ur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. óþekktur) Hetjan okkar er farin. Þvílíkt sem hægt er að leggja á eina manneskju í níu ár en aldrei kvartaði hún. Allt í rétta átt og hún að hressast, alltaf jákvæð. En að lokum þurfti hún að lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómnum ill- víga. Dóra Björk var í stjórn Krabbavarnar í Vestmannaeyj- um, tók þátt í fjáröflun fyrir fé- lagið og var dugleg að mæta á fundi og á skrifstofuna meðan heilsan leyfði. Góða ferð, kæra vinkona, þín verður sárt saknað og þökkum við fyrir góða samveru alla tíð. Fjöl- skyldunni allri sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. Krabbavarnar Vest- mannaeyja, Ester Ólafsdóttir. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015 ✝ Elín Elivarðs-dóttir fæddist í Stykkishólmi 6. september 1930. Hún lést á Dval- arheimili aldraðra 13. september 2015. Foreldrar henn- ar voru Elivarður Jónsson, f. 1881, d. 1930, og Gróa Jó- hannesdóttir, f. 1901, d. 1963. Systkini Elínar eru Sigrún, f. 1922, d. 2011, Há- kon, f. 1925, d. 1972, Klara, f. 1928, d. 2005, Vil- berg, f. 1937, Stella, f. 1940, upp- eldisbróðir er Fjölnir, f. 1949. Elín fæddist og ólst upp í Stykk- ishólmi, hennar starfsvettvangur var hjá Sigurði Ágústssyni ehf. í yfir 30 ár. Útför Elínar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 26. september 2015, og hefst athöfnin kl. 14. Megi lífsins vegur von þér gefa, hver varða sýna þér að þú munt rata ljóssins leið án efa, þá leið sem fegurst er. Megi dagsins birta frið þér færa og faðma hvert eitt sinn, megi ávallt lífsins ljósið skæra leiða huga þinn. Megi sólin eilíft á þig skína, sem ást um himingeim. Megi innra ljós þér lífið sýna og lýsa veginn heim. (Kristján Hreinsson) Okkar ástkæra Ella. Hlýjar minningar leiða okkur í gegnum dagana. Jólapakkar sem áttu eng- an sinn líka – jafn mikilvægir og jólin sjálf, brauðristin sem líktist geimfari fangaði hugann tímunum saman, ilmurinn af snúðum og vín- arbrauðum sem vöktu gestina, all- ar berjatínsluferðirnar, innilegi og smitandi hláturinn, einlæga hjart- að – hetjan okkar, Ella. Með hjartanlegu þakklæti fyrir samfylgdina í gegnum árin og megi Guð geyma þig fyrir okkur þar til næst. Stella, Ólafur Pétur, Agnar Þór, Díana María og fjölskyldur. Elín Elivarðsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNASÍNA ÞRÚÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Fremri-Hjarðardal í Dýrafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Grund 17. september. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 29. september kl. 13. . Steinar Gunnarsson Margrét Björgvinsdóttir Styrmir Gunnarsson Börkur Gunnarsson María Jónsdóttir Gunnar Steinarsson Janne Andreasen Þrúður Steinarsdóttir Orri Steinarsson Hlynur Steinarsson Johanna Stumm Gunnar Freyr Barkarson Freyja Barkardóttir Steinar Stefánsson Mette Dahlman Christensen Ísey Orradóttir Lightart Salka Sofie H. Steinarsd. Nói Orrason Ligthart Merle Röttger Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA GRÓA SIGURÐARDÓTTIR, fyrrverandi borgarfulltrúi, Sléttuvegi 31, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 17. september síðastliðinn. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 29. september klukkan 13. . Guðmundur Jónsson, Ingunn G. Guðmundsdóttir, Magnús Andrésson, Sigurður Guðmundsson, Guðný Ívarsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Jóhann Gíslason, Auður Björk Guðmundsdóttir, Ægir Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR, Stillholti 12, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 20. september. Útför hennar fer fram miðvikudaginn 30. september klukkan 14. . Helga Jónsdóttir, Einar Ásgeirsson, Hrannar Einarsson, Guðbjörg Ö. Einarsdóttir, Jón Valur Einarsson, Hildigunnur Einarsdóttir, Guðjón Jóhannesson, Andri Þór Einarsson, Einar Magni, Arnar Pálmi. Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, VIGFÚS MAGNÚSSON læknir, Sóltúni 10, Reykjavík, varð bráðkvaddur á fjöllum mánudaginn 21. september. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 30. september klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim er vildu minnast hans er bent á líknarfélög. . Kristín Vigfúsdóttir, Finnur Ingólfsson, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Hafliði Helgason, Ástríður Vigdís Vigfúsdóttir, Árni Leifsson, Guðrún Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898 5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.