Morgunblaðið - 26.09.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015
19.–22. NÓV.
ÓPERUFERÐ TIL BERLÍN MEÐ PÉTRI GAUT
Fararstjóri er myndlistarmaðurinn
og óperuunnandinn Pétur Gautur
sem hefur verið með annan fótinn
í Berlín síðastliðin 10 ár.
VERÐ FRÁ
148.900 KR.
Innifalið er miði á 2 óperusýningar í mjög vel
staðsett sæti og skoðunarferð um óperuhúsið.
Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is
Íslandsmeistarinn í skattahækk-unum ræddi fjárhagsstöðu
sveitarfélaga við innanríkis-
ráðherra á Alþingi í fyrradag.
Íslandsmeistarinnhafði áhyggjur
af fjárhagsstöðunni
og spurði innanrík-
isráðherra hvort
ráðherrann styddi
að „tekjuleg sam-
skipti ríkis og sveit-
arfélaga verði end-
urskoðuð til styrktar afkomu
sveitarfélaganna“.
Þó að Steingrímur J. Sigfússonhafi látið af embætti fjár-
málaráðherra fyrir nokkru hefur
ekkert dregið úr áhuga hans á
skattahækkunum.
Þess vegna greip hann tækifæriðí þessari umræðu til að finna
að hóflegum skattalækkunum rík-
isstjórnarinnar og hélt því fram að
það væri „óskynsamlegt“ í „efna-
hagslegu tilliti í þenslunni“ að
lækka skatta.
Íslandsmeistarinn Steingrímur létþað ekki halda aftur af sér í
skattahækkunum á síðasta kjör-
tímabili að efnahagsástand væri
erfitt. Þá var efnahagsástandið
raunar notað sem röksemd fyrir því
að hækka skatta upp úr öllu valdi.
Nú, þegar Steingrímur er horf-inn úr ráðherrastóli og efna-
hagurinn er tekinn að batna, er
bætt staða orðin röksemdin fyrir
því að halda sköttum háum.
Ætli Steingrímur hafi einhverntímann upplifað það efna-
hagsástand sem réttlætti skatta-
lækkanir eða getur verið að hann
telji að sköttum megi aðeins breyta
til hækkunar?
Steingímur J.
Sigfússon
Íslandsmeistarinn
kveður sér hljóðs
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 25.9., kl. 18.00
Reykjavík 9 skýjað
Bolungarvík 7 skýjað
Akureyri 6 skýjað
Nuuk 2 skýjað
Þórshöfn 11 léttskýjað
Ósló 12 léttskýjað
Kaupmannahöfn 15 heiðskírt
Stokkhólmur 13 heiðskírt
Helsinki 15 léttskýjað
Lúxemborg 15 heiðskírt
Brussel 16 léttskýjað
Dublin 13 skýjað
Glasgow 12 skýjað
London 17 heiðskírt
París 16 heiðskírt
Amsterdam 15 léttskýjað
Hamborg 16 léttskýjað
Berlín 17 skýjað
Vín 12 skúrir
Moskva 22 heiðskírt
Algarve 22 léttskýjað
Madríd 30 heiðskírt
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 23 léttskýjað
Róm 21 skýjað
Aþena 25 léttskýjað
Winnipeg 17 skýjað
Montreal 12 alskýjað
New York 21 heiðskírt
Chicago 22 skýjað
Orlando 28 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
26. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:22 19:17
ÍSAFJÖRÐUR 7:28 19:22
SIGLUFJÖRÐUR 7:10 19:05
DJÚPIVOGUR 6:52 18:47
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Starfsmenn Hvalfjarðarsveitar
skoðuðu heimasíður þar sem sumar-
hús og íbúðir voru boðnar ferða-
mönnum til leigu. Í ljós kom að tugir
sumarhúsa og íbúða í sveitarfélaginu
stóðu ferðamönnum til boða.
Sveitarfélagið ákvað að innheimta
hærri fasteignagjöld af fasteignum
sem leigðar voru ferðamönnum. Sú
ákvörðun skilaði því að skatttekjur
Hvalfjarðarsveitar jukust um nærri
2,5 milljónir á ári. Skúli Þórðarson,
sveitarstjóri, greindi frá þessu á
fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í
gær.
Snýst um réttlæti og sanngirni
Íbúðarhúsnæði og sumarbústaðir
falla undir A-hluta fasteignaskatts
og er álagningin í Hvalfjarðarsveit
0,44% af fasteignamati. Mannvirki
sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu
falla undir C-hluta og er álagningin á
eignir í þeim flokki 1,65% af fast-
eignamati. Um 460 sumarhús eru í
sveitarfélaginu. Stjórnendur Hval-
fjarðarsveitar komust að því að tugir
sumarhúsa og eins íbúða í sveitarfé-
laginu stóðu ferðamönnum til boða.
Athugunin leiddi til þess að sveit-
arfélagið hækkaði álagningarhlut-
fallið á tíu fasteignir um áramótin
2014/2015 úr A í C-hluta. Farið var í
frekari aðgerðir og fengu eigendur
19 sumarhúsa og íbúða til viðbótar
bréf þar sem þeim var boðað að
álagningu fasteignagjalda á tiltekn-
ar fasteignir þeirra yrði breytt frá
15. ágúst 2015. Náði hækkunin til
tveggja síðustu gjalddaga ársins.
Eigendurnir höfðu andmælarétt og
kom í ljós að álitaefni voru mörg.
Fallið var frá hækkun fasteigna-
gjalda í nokkrum tilfellum.
Skúli sagði í ræðu sinni að málið
snerist ekki um tekjurnar sem slíkar
heldur um réttlæti og sanngirni
gagnvart öðrum í ferðaþjónustu.
Hann sagði í samtali við Morgun-
blaðið að í sveitarfélaginu væri t.d.
rekið hótel sem opið er allt árið. Af
því eru borguð fasteignagjöld upp á
1,65%, sama hvernig nýtingin er eða
hvernig árar í ferðaþjónustunni.
Skúli kallaði eftir því að regluverk
um útleigu og skattlagningu sumar-
húsa verði endurmetið og einfaldað.
Skýrar heimildir vanti í lög um tíma-
bundna útleigu. Sumir leigja sumar-
hús sín út í nokkra daga, vikur eða
mánuði en aðrir árið um kring.
Þá hvatti Skúli stjórnendur ann-
arra sveitarfélaga til að kanna þetta
hjá sér, enda séu miklir hagsmunir í
húfi fyrir sveitarsjóðina. Aðalatriðið
sé þó að allir sitji við sama borð og
greiði þá skatta sem þeim ber.
Hækkuðu fasteignagjöldin
Leituðu að sumarhúsum og íbúðum sem leigðar voru ferðamönnum á netinu
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hvalfjarðarsveit Hækkaði gjöld á húsnæði sem leigt var ferðamönnum.
Aðeins sjö vitaverðir eru eftir í land-
inu og enginn þeirra í fullu starfi. Í
nágrannalöndunum eru fáir vita-
verðir og hérlendis eins og þar líður
ekki á löngu þar til þeirra verður
ekki þörf, að sögn Sigurðar Áss
Grétarssonar, framkvæmdastjóra
siglingasviðs Vegagerðarinnar.
Vegagerðin annast rekstur lands-
vitakerfisins og sér stofnunin um
rúmlega 100 ljósvita. Landsvitar eru
í eigu og umsjá ríkisins en hafnar-
vitar, sem vísa leið inn til hafnar, eru
í eigu og umsjá sveitarfélaga. Á vef
Vegagerðarinnar kemur fram að
Hafnarvitakerfið er byggt upp af
tæplega 20 ljósvitum, um 90 innsigl-
ingarljósum á garðsendum og
bryggjum, rúmlega 80 leiðar-
ljósalínum og
tæplega 50 bauj-
um er vísa leið í
innsiglingum að
höfnum.
Í mars sem
leið var sagt upp
19 vitavörðum
með tímavinnu-
samninga og
tóku uppsagn-
irnar gildi 1. júlí.
Nú eru tveir vitaverðir eftir í hluta-
starfi hjá Vegagerðinni, á Bjarg-
töngum og í Dyrhólaey, og fimm
með tímavinnusamninga án fast-
ráðningar, í Grímsey, Vestmanna-
eyjum, á Gjögri, Sauðanesi og Dala-
tanga.
Sjö vitaverðir starfa
í vitum landsins
Starfið heyrir brátt sögunni til
Viti Dyrhólaey.