Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 43
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015
Íslands 1987-91, var formaður Sam-
bands breiðfirskra kvenna 2000-2012
og hefur setið í fjölda nefnda á vegum
samtaka kvenfélaganna á Vest-
fjörðum. Hún sat í ritstjórn frétta-
blaðs Sambands vestfirskra kvenna, í
Pilsaþyt, blaði Kvennalistans á Vest-
fjörðum, og er nú í ritstjórn tímarits-
ins Listin að lifa, sat í stjórn Heilsu-
gæslunnar í Búðardal, í flugráði
1994-98, sat í byggðanefnd forsætis-
ráðuneytisins 1999-2000, í stjórn
Fjórðungssambands Vestfirðinga
2000-2002 og stjórn AtVest 2002-
2008, var formaður stjórnar Mark-
aðsstofu Vestfjarða 2005-2007, sat í
samvinnunefnd um skipulag miðhá-
lendisins 2002-2010, er formaður
Krabbameinsfélags Breiðfirðinga frá
2005, sat í stjórn Landssambands
eldri borgara 2009-2011 og formaður
2011-2015, er nú varaformaður Öldr-
unarráðs Íslands og á sæti í nefndum
á vegum Landssambands eldri borg-
ara.
Jóna Valgerður var sæmd riddara-
krossi fálkaorðunnar 2011 fyrir fé-
lagsstörf á landsbyggðinni.
Fjölskylda
Jóna Valgerður giftist 29.12. 1957
Guðmundi H. Ingólfssyni, f. 6.10.
1933, d. 19.3. 2000, framkvæmda-
stjóra og sveitarstjóra í Reykhóla-
hreppi 1996-2000. Hann var sonur
Ingólfs Jónssonar, verkamanns í
Hnífsdal, og k.h., Guðbjargar Torfa-
dóttur, húsfreyju og verkakonu.
Börn Jónu Valgerðar og Guð-
mundar eru Gylfi Reynir, f. 16.3.
1956, vélstjóri og þjónustustjóri Meit-
ils hf., búsettur á Akranesi, kvæntur
Fjólu Ásgeirsdóttur sjúkraliða, og á
Gylfi fjögur börn; Halldór Sigurður,
f. 14.2. 1959, félagsráðgjafi og fram-
kvæmdastjóri Öldrunarheimila Akur-
eyrar, býr á Þelamörk, kvæntur Ingi-
leif Ástvaldsdóttur skólastjóra og
eiga þau þrjú börn; Kristján Jóhann,
f. 1.6. 1962, rafmagnsverkfræðingur
hjá Orkuvirki, búsettur í Mosfellsbæ,
kvæntur Rannveigu Halldórsdóttur
þroskaþjálfa, og á hann fimm börn;
Ingibjörg María, f. 16.1. 1967, kennari
og sálfræðingur, búsett í Hafnarfirði
og á hún þrjár dætur en eiginmaður
hennar er Jónas Jónmundsson
byggingatæknifræðingur; Jóhannes
Bjarni, f. 13.5. 1974, flugstjóri hjá Ice-
landair, búsettur í Garðabæ og á
hann þrjú börn en kona hans er
María Kristjánsdóttir lögfræðingur.
Langömmubörni Jónu Valgerðar
eru orðin 13 en afkomendur eru 36 og
af þeim 35 á lífi.
Systkini Jónu Valgerðar: Þrúður, f.
21.7. 1938, var skólastjóri í Búðardal;
Fjóla Guðrún, f. 25.8. 1939, var skrif-
stofumaður í Reykjavík; Laufey Erla,
f. 17.9. 1940, var matráður á leikskóla
í Reykjavík; Freyja Nörgaard, f. 3.5.
1942, var kaupmaður í Danmörku;
Guðjón Arnar, f. 5.7. 1944, skipstjóri
og fyrrv. alþm. í Mosfellsbæ; Matt-
hildur Herborg, f. 12.3. 1946, skrif-
stofumaður í Reykjavík; Jakob Krist-
ján, f. 2.2. 1952, prófessor í
lífefnafræði, var framkvæmdastjóri
Prokaria í Reykjavík; Anna Karen, f.
28.7. 1957, fulltrúi Tryggingastofn-
unar á Ísafirði.
Foreldrar Jónu Valgerðar: Krist-
ján Guðjónsson, f. 17.11. 1911, d.
22.12. 1989, trésmiður á Ísafirði, og
k.h., Jóhanna Jakobsdóttir, f. 16.10.
1913, d. 9.12. 1999, húsfreyja.
Jóna Valgerður fagnar þessum
tímamótum með fjölskyldu og vinum.
Úr frændgarði Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir
Ketilríður Jóhannesdóttir
frá Kvíum í Jökulfjörðum
Benedikt Hermannsson
b. í Reykjafirði
Matthildur Herborg
Benediktsdóttir
húsfr. í Reykjafirði
Finnbogi Jakob
Kristjánsson
b. í Reykjafirði í
Grunnavíkurhreppi
Jóhanna Jakobsdótir
húsfr. á Ísafirði
Sigríður Gideonsdóttir
húsfr. í Ávík
Guðrún Jakobsdóttir húsfr.
í Reykjahlíð í Mývatnssveit
Erla Jóhannes-
dóttir
lengi kennari á
Þórshöfn
Guðrún María
Valgeirsdóttir
fyrrv. sveitarstj.
í Mývatnssveit
Jóhannes Jakobsson
smiður og kennari á Ísafirði
Jakobína
Eiríksdóttir
Eiríkur Guðmundsson b. á
Dröngum í Strandasýslu
Ingigerður Guðjónsdóttir
gestgjafi í Bjarkarlundi og
skólastj. á Staðarfelli í Dölum
Guðmundur Guðjónsson
útgerðarm. á Ísafirði
Eiríkur Guðjónsson
kirkjuvörður á Ísafirði
Eyvindur Eiríksson
rithöfundur
Jónas Guðjóns-
son húsasmiður
á Ísafirði
Kristján
Jónasson
forstjóri Djúp-
bátsins hf.
Einar Valur
Kristjáns-
son forstjóri
Gunnvarar í
Hnífsdal
Kristín Guðmundsdóttir
húsfr. á Þóroddsstöðum
Jónas Eiríksson
b. á Þóroddsstöðum í Hrútafirði
Anna Jónasdóttir
húsfr. í Skjaldarbjarnarvík
Guðjón Kristjánsson
b. í Skjaldarbjarnarvík
við Geirólfsgnúp
Kristján Guðjónsson
trésmiður á Ísafirði Ólína Sigurðardóttir
húsfr. frá Eyri
Kristján Loftsson
b. í Litlu–Ávík
Þröstur Jóhann-
esson smiður
og kennari á
Ísafirði
Brynjúlfur Jónsson, rithöf-undur og fræðimaður fráMinna-Núpi í Gnúpverja-
hreppi, fæddist 26.9. 1838. Hann var
sonur Jóns Brynjólfssonar að
Minna-Núpi og k.h., Margrétar
Jónsdóttur húsfreyju, dóttur Jóns,
bónda á Baugsstöðum Einarssonar.
Jón var sonur Brynjólfs, bónda
Jónssonar Thorlacius, klausturhald-
ara á Kirkjubæjarklaustri.
Brynjúlfur ólst upp í fátækt við al-
menn sveitastörf þess tíma, elstur
sjö systkina. Hann naut engrar
skólagöngu í æsku utan hálfs mán-
aðar tilsagnar hjá presti, í dönsku,
reikningi og skrift, er hann var 17
ára. Það sama ár fór hann til sjós og
var á vetrarvertíð í Grindavík við út-
róðra til þrítugs, þrátt fyrir fremur
bága heilsu.
Brynjúlfur var á vorvertíðum frá
Reykjavík þar sem hann komst í
kynni við menntamenn og skólabæk-
ur. Þar tileinkaði hann sér allan
þann skólalærdóm sem hann komst
yfir og varð á endanum vel læs á
dönsku, sænsku, þýsku og ensku.
Þrátt fyrir enga formlega skóla-
göngu varð hann einn kunnasti al-
þýðufræðimaður þjóðarinnar á
nítjándu öld.
Brynjúlfur missti heilsu til erfiðis-
starfa er hann var um þrítugt og hóf
þá barnakennslu sem hann sinnti
síðan flesta vetur til dauðadags. Auk
þess vann hann mörg sumur í þjón-
ustu Fornleifafélagsins við fornleifa-
rannsóknir og ítarlegar skýrslugerð-
ir sem birtust í Árbók félagsins en
það var Sigurður Guðmundsson mál-
ari sem vakti athygli hans á forn-
leifum.
Brynjólfur safnaði fjölda þjóð-
sagna sem margar hverjar eru í
þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar, og
samdi frásagnir, s.s. Söguna af Þur-
íði formanni og Kambsránsmönnum,
og Sögu Natans Ketilssonar og
Skáld-Rósu. Hann sendi líka frá sér
þrjár ljóðabækur, dulrænar smásög-
ur og tók saman einhvers konar
heimspekilegar hugleiðingar sem
bera yfirskriftina Saga hugsunar
minnar um sjálfan mig, en þær
komu út 1912.
Brynjúlfur lést 16.5. 1914.
Merkir Íslendingar
Brynjúlfur
Jónsson
Laugardagur
90 ára
Björg S. Jónasdóttir
Rósa Pálmadóttir
85 ára
Elías Eyberg Ólason
Sigrún Ólöf Sveinsdóttir
80 ára
Bragi G. Bjarnason
Guðrún Þorsteinsdóttir
Ingibjörg Árnadóttir
Jón Jónsson
Norma Norðdahl
Páll Jónsson
Rannveig H. Jónasdóttir
Sigurlína Jónsdóttir
75 ára
Axel Stefán Axelsson
Elín Matthildur Jónsdóttir
Herdís Tegeder
Soffía Mary Sigurjónsdóttir
Steinþór Grönfeldt
Þorsteinn Kjartansson
70 ára
Georg Viðar Hannah
Guðný S. Kristjánsdóttir
Halldóra Árndís Ingvadóttir
Oktavía S. Helgadóttir
60 ára
Anna Sigurbjörg Gilsdóttir
Ásta Jónsdóttir
Elín Geira Óladóttir
Eyrún Inga Pétursdóttir
Geirlaug Ingólfsdóttir
Guðrún Steinarsdóttir
Hannes Rúnar O .Lárusson
Ingibjörg Ringsted
Karl Ágúst Gunnarsson
Kristinn Rafn Hjaltason
Lára Thors
Lukka Á. Sigurðardóttir
Margrét Haraldsdóttir
Pétur G. Thorsteinsson
Sigmar Atli Ingvarsson
Sigurður Kristinsson
Vilborg Elísdóttir
50 ára
Brynhildur Kristjánsdóttir
Dariusz Jan Ciepielewski
Dusanka Mackic-Pataki
Guðný A.T. Sigurðardóttir
Guðrún Ísberg
Hildur Gunnarsdóttir
Jón Heiðar Frímannsson
Karl O.J. Petersson
Kolbeinn G. Engilbertsson
Óskar Ólafsson
Páll Erlingsson
Þórður Guðni Hreinsson
40 ára
Atli Steinn Davíðsson
Árni Rúnar Magnússon
Bergþór Ólason
Dan Iulian Brasoveanu
Edda Jörundsdóttir
Elín Sumarrós
Davíðsdóttir
Friðrik Atli Sigfússon
Garðar Árnason
Hildur Jónasdóttir
Krzysztof Jan Wielgosz
Þórður Ingi Guðnason
Þórlaug S. Sigbjartsdóttir
30 ára
Árni Snæbjörn Magnússon
Elena-Felecia Furdui
Erna Rún Magnúsdóttir
Eva Lind Gígja
Fannar Steinn Steinsson
Guðný Þorgilsdóttir
Guðrún Sigríður Pálsdóttir
Jón Bjarni Kristjánsson
Ragnar Björgvinsson
Rannveig Hrund Ólafsdóttir
Rannveig Reynisdóttir
Regína Björk Ingþórsdóttir
Símon Sigurðsson
Stefán Ólafsson
Sunnudagur
90 ára
Sesselja Guðmundsdóttir
85 ára
Steinunn Halldórsdóttir
Svava Guðmundsdóttir
Þórarinn Elmar Jensen
80 ára
Nína Sæunn Sveinsdóttir
Ragnhildur G. Pálsdóttir
Regína Ingólfsdóttir
Sigurlaug Sigurðardóttir
75 ára
Bragi Guðlaugsson
Gylfi Thorlacius
Inga Dóra Jóhannesdóttir
Ingibjörg Eðvarðsdóttir
Páll Geir Möller
Sigurbjörg Gunnarsdóttir
Sigurður Eiríksson
Þorbergur Guðmundsson
Þorsteinn Vilhjálmsson
70 ára
Elías Ragnar Gissurarson
Lilja Þórey Jónsdóttir
60 ára
Elsa Valgeirsdóttir
Guðmundur D. Pétursson
Heimir Sigurgeirsson
Hulda Ríkharðsdóttir
Ingunn Björnsdóttir
Lea Oddsdóttir
Ólína Elísabet Jónsdóttir
Sólrún Jónsdóttir
Steinþór Ingi Þórisson
50 ára
Alma Hlíðberg
Birgir Mikaelsson
Bjarnheiður Magnúsdóttir
Fernanda M. Ferreira Roda
Gylfi Gunnarsson
Ingibjörg Sigurþórsdóttir
Jan Aksel Harder Klitgaard
Jón Ingi Bjarnfinnsson
Kristín Ármannsdóttir
María Dóra Þórarinsdóttir
Sverrir I. Ingólfsson
40 ára
Berglind Steina
Ingvarsdóttir
Birgir Gunnarsson
Fjóla Sigríður Bjarnadóttir
Gunnar Ásgeir
Sigurjónsson
Joseph Oyeniyi Ajayi
Jón Ásgeir Guðjónsson
Jón Knútur Ásmundsson
Kári Gunnlaugsson
Monika Citko
Óðinn Sævar
Gunnlaugsson
Rakel Sif Logadóttir
Þráinn Guðbjörnsson
30 ára
Arnbjörg Heiðudóttir
Benjamin Hunter
Brynja Björg Jóhannsdóttir
Brynjar Bergsteinsson
Davíð Þór Jónsson
Einar Már Stefánsson
Erla Björk Baldursdóttir
Grímur Sveinn Erlendsson
Guðmundur H.
Gunnlaugsson
Heba Rut Kristjónsdóttir
Ívar Már Ottason
Kristín Lilja Friðriksdóttir
Kristján Helgason
Marcin Skiba
Óskar Svanur Erlendsson
Sigrún Kristbjörg
Jónsdóttir
Sóley Birna Baldursdóttir
Súsanna Halla
Guðmundsdóttir
Til hamingju með daginn
SÉRBLAÐ
Bílablað
Í þessu blaði verða kynntar
nýjar gerðir bíla, umhverfis-
vænir bílar - rafmagn, vetni og
metan, atvinnubílar af
öllum stærðum, vinnuvélar
og vörubílar, varahlutir, og
margt fleira spennandi.
PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 12 mánudaginn 28. september.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
Morgunblaðið
gefur út glæsilegt
sérblað um
fjölskyldu-
atvinnu- og
umhverfisvæna bíla,
jeppa og fleira
þriðjudaginn
29. september