Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015 ✝ Jóhanna Gísl-ína Vigfúsdótt- ir fæddist á Grund í Þorvaldsdal á Ár- skógsströnd, Eyja- firði, 11. febrúar 1925. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 14. september 2015. Gíslína var dótt- ir hjónanna Vigfús- ar Kristjánssonar útvegsbónda á Grund og síðar Litla-Árskógi, Árskógshr., f. 7.2. 1889 á Litlu-Hámund- arstöðum, Árskógshr., d. 8.10. 1961, og Elísabetar Jóhanns- dóttur, húsfreyju, f. 18.10. 1891 í Svínárnesi, Grýtubakkahr., S- Gíslína eiginmanni sínum, Hjalta Bjarnasyni. f. 18. maí 1917, d. 13. júní 2010. Börn Gíslínu og Hjalta eru: 1) Bjarni Hilmir, f. 1944, kvæntur Önnu Guðrúnu Sigurðardóttur. 2) Bjarki Viðar, f. 1945. 3) Elín, f. 1947. 4) Reynir Gísli, f. 1953, kvæntur Helgu Ólöfu Finn- bogadóttur. 5) Vignir, f. 1956, kvæntur Eddu Björk Krist- insdóttur. 6) Vigdís Elísabet, f. 1964, eiginmaður hennar er Guðmundur Þórarinn Jónsson. Barnabörn Gíslínu og Hjalta eru 19 og barnabarnabörnin 27. Gíslína og Hjalti bjuggu fyrstu hjúskarparárin í Litla- Árskógi eða þar til þau hjónin byggðu íbúðarhúsið Sólvang á Árskógsströnd 1957 og bjuggu þar allt til ársins 2000 er þau fluttu til Akureyrar. Útför Gíslínu fer fram frá Stærra-Árskógskirkju í dag, 26. september 2015, og hefst at- höfnin kl. 14. Þing., d. 14.6. 1975. Bjuggu þau lengst af í Litla- Árskógi, Árskógs- strönd. Systkini Gíslínu: Hulda, f. 16.8. 1914, d. 31.5. 2007, Georg, f. 19.9. 1915, d. 6.4. 2015, Kristján Eldjárn, f. 28.7. 1917, d. 12.11. 2001, Hann- es, f. 28.3. 1919, d. 13.10. 2013, Jón, f. 25.5. 1920, Guðrún Jó- hanna, f. 3. 11. 1921, d. 9.2. 2015, Reynir, f. 6.11. 1926, d. 2.3. 1929, og Reynir, f. 17.9. 1929, d. 30.11. 1931. Hinn 2. janúar 1944 giftist Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir, eins og foldarblómin smá. Einn þú hefur allt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnig mér af ljósi þín. Anda þinn lát æ mér stjórna, auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Steingrímur Thorsteinsson) Elsku mamma mín, takk fyrir allt. Ég veit að pabbi hefur tekið vel á móti þér. Þín dóttir, Vigdís Elizabet Hjaltadóttir. Loksins er stríði elsku mömmu lokið eftir margra ára baráttu við Alzheimers-sjúkdóm- inn. Þrátt fyrir þennan erfiða sjúkdóm þá hélt mamma alltaf sínum yndislega og ljúfa per- sónuleika sem einkenndi hana alla tíð. Mamma hafði yndi af söng og var hún um árabil í kirkjukórnum og samkór í sveitinni. Allt fram á síðustu stundu hafði hún mikla ánægju af söngstundum á dval- arheimilinu og mundi alla texta og lög upp á 10 þrátt fyrir sjúk- dóm sinn. Mömmu féll aldrei verk úr hendi, enda í mörg horn að líta á átta manna heimili. Til fjölda ára sá hún að auki um heimili bræðra sinna sem bjuggu á uppeldis- heimili þeirra á næsta bæ, Litla- Árskógi. Hannyrðir, málun, garðrækt auk samvista við stórfjölskylduna voru hennar áhugamál og lífsfyll- ing. Sem dæmi flosaði hún falleg- ar „Drottinn blessi heimilið“- myndir handa öllum börnunum sínum. Ég naut góðs af prjónaskap mömmu því þegar ég fór ungur á sjóinn passaði hún upp á að ég ætti alltaf hlýjar ullarnærbuxur og húfu því ekki vildi mamma að mér yrði kalt. Húfan rataði þó stundum í vasann því ekki þótti nógu karlmannlegt að mæta með ullarhúfu til sjós í þá daga. Alltaf var hægt að treysta því að finna nægan mat í búrinu hennar mömmu og hún gat galdrað fram góðgæti á svip- stundu ef gesti bar að garði. Gull- tertan hennar og fjallagrasasúp- an var til dæmis í miklu uppáhaldi hjá barnabörnunum. Heimili mömmu og pabba var einstaklega fallegt og hlýlegt og bar þess vitni hversu samhent þau voru í einu sem öllu. Ynd- islegar samverustundir fjölskyld- unnar í stóra eldhúsinu í Sólvangi vekja ljúfar minningar en þar naut mamma sín vel við að dekra við fjölskylduna. Hjónaband mömmu og pabba var einstaklega hamingjusamt, þannig að eftir því var tekið. Ef ætti að lýsa hjónabandi þeirra með einu orði, þá kemur virðing efst í hugann. Framkoma þeirra hvors í garð annars einkenndist af væntumþykju og ekki síst þeg- ar veikindi mömmu og síðar pabba fóru að ágerast. Þau voru svo sannarlega fyrirmynd fyrir okkur öll. Þegar litið er til baka er mér efst í huga þakklæti fyrir alla um- hyggju hennar og kærleika. Þótt söknuðurinn sé sár er huggun í þeirri vissu að þau pabbi séu sameinuð á ný hjá Guði. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Blessuð sé minning þín. Þinn sonur, Bjarni, Anna og fjölskylda. Nú kveð ég ástkæra tengda- móður mína, hana Gíslínu. Það voru mikil forréttindi að fá að koma inn í þessa fjölskyldu og er mér minnisstætt þegar ég kom fyrst í Sólvang hvað mér var vel tekið, og hvað ég fann strax hlýjuna í kringum þau. Gíslína var einstök manneskja, svo indæl og góð. Hún var líka afbragðs- kokkur og var kjötsúpan hennar sú besta sem ég fékk. Tengdamamma hafði mjög gaman af því að syngja og hún átti mjög auðvelt með að muna ljóð og texta. Ég man vel þegar við yngsta dóttir hennar giftum okkur, þá fór hún með ljóð fyrir okkur í veislunni og hefur mér alltaf þótt vænt um það síðan. Eins og ég hef áður nefnt var Gíslína einstaklega góð og einna mest þótti mér vænt um hvernig hún var við börnin okkar fjögur og hvað hún var þeim frábær amma. Hjónaband þeirra Hjalta og Gíslínu var alveg einstakt og virðingin sem þau báru hvort fyr- ir öðru var mikil. Samband þeirra var mér þess vegna mikil fyrir- mynd í mínu eigin hjónabandi. Á dánarbeði Gíslínu sagði eitt af barnabörnunum hennar við mig: „Mikið væri gaman að sjá þegar Hjalti og Gíslína hittast aftur, það yrði falleg sjón.“ Þetta lýsir sambandi þeirra svo vel. Ég bið góðan guð að styrkja aðstandendur þína á þessum erf- iða tíma en við huggum okkur við að núna ert þú komin í faðminn til hans Hjalta þíns aftur, elsku besta tengdamamma í heimi. Þinn tengdasonur, Guðmundur Þ. Jónsson. Okkur systkinin langar til að minnast ömmu í nokkrum orðum, ömmu sem var yndisleg kona, svo hlý og góð. Við eldri systkinin eigum ynd- islegar minningar frá því þegar við komum í heimsókn og gistum hjá ömmu og afa í Sólvangi. Það var alltaf svo mikill friður og ró yfir ömmu. Hún bauð iðulega upp á kjúkling með appelsínusalati í hádeginu á sunnudögum og ekki skemmdi fyrir að fá ísblóm eða poppís í eftirrétt. Amma hafði un- un af því að syngja og í Sólvangi geymdi hún söngbók í eldhús- glugganum. Á meðan amma var að bardúsa í eldhúsinu fannst Guðrúnu æðislegt að sitja hjá henni og glugga í söngbókina. Það var sama hvaða lag var sung- ið, amma kunni þau öll. Þolinmæði ömmu virtist ómæld og hún gaf sér alltaf tíma fyrir okkur barnabörnin. Hún kenndi okkur til dæmis að reima skóna og var dugleg við að æfa okkur í lestri. Eftir að amma veiktist flutti hún á elliheimilið. Þrátt fyrir að glíma við erfiðan sjúkdóm var hún alltaf svo blíð og góð. Þegar maður kom að heimsækja ömmu á elliheimilið klappaði hún manni á kinnina og sagði hvað maður væri nú góður og fallegur og brosti svo. Enda var það umtalað á elliheimilinu hversu geðgóð og ljúf hún var. Okkur langar að enda þetta á lítilli bæn sem minnir okkur á ömmu. Hún var dugleg að fara með bænirnar með okkur og þessi var okkar uppáhalds. Elsku amma, núna ertu komin á betri stað og í fangið á afa. Takk fyrir allt, elsku amma. Hvíldu í friði. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Guðrún Jóna, Heiðmar, Hjalti Jón og Heiðrún. Yndislega, fallega og kærleiks- ríka móðursystir mín, Gíslína, hefur nú kvatt þessa tilveru, og mikill söknuður, en jafnframt þakklæti, gagntekur hjarta mitt. Ég varð þeirrar miklu gæfu aðnjótandi, þegar ég var á átt- unda ári, að vera komið í fóstur til Gíslínu og Hjalta, eða Gillu mömmu og Hjalta pabba, eins og ég kallaði þau gjarnan, á meðan foreldrar mínir fóru utan til árs- dvalar á Norðurlöndum. Árið í Sólvangi skipar sérstakan sess í lífi mínu fyrir margra huta sakir. Ég upplifði að vera hluti af stórum systkinahóp, sem tók frænku sinni frá Ísafirði með stökustu rósemi þótt dvöl hennar á heimilinu hefði í för með sér ýmis viðbótarhandtök fyrir Gillu mömmu, sem hafði í nógu að snú- ast fyrir. Hér má nefna tíðan hár- þvott á síðu hári fósturdótturinn- ar sem flóði uppúr stálfatinu, sem Gilla mamma fyllti með volgu vatni, og gætti þess vandlega að hitastigið væri rétt. Ómældur tími fór í að greiða hárflókann að loknum þvotti svo ekki sé minnst á vinnuna við að flétta hárið á hverjum morgni. Eins má nefna stundirnar þegar ég sat við eld- húsborðið í Sólvangi og Gilla mamma hjálpaði mér að stíla bréf til foreldra minna með reglu- bundnu millibili. Í minningunni var hún alltaf til staðar með sitt fallega viðmót og jafnaðargeð og virtist hafa nægan tíma fyrir aukaverkefni eins og þetta þrátt fyrir öll verkin sem fylgja því að sjá um stórt heimili. Eftirminnilegasta afmælisgjöf lífs míns kom úr fíngerðum hönd- um Gillu mömmu að morgni átt- unda afmælisdagsins míns. Hún rétti mér bleikt mjólkurglas, sem í var poki fullur af gráfíkjum, og óskaði mér til hamingju með af- mælið af allri sinni hlýju og ástúð. Hluti systkinahópsins í Sólvangi átti áþekk mjólkurglös í mismun- andi litum sem mér fannst einkar falleg. Ég man hvað ég gladdist mikið yfir gjöfinni. Árið í Sólvangi er það ár lífs míns sem ég varðveiti hvað best í minningunni. Gilla mamma og Hjalti pabbi voru einstakar fyr- irmyndir í mannlegum samskipt- um. Ástúðin sem ríkti þeirra á milli alla tíð var töfrum líkust og af þeim geislaði væntumþykja og nærgætni sem umvafði alla í ná- vist þeirra. Sólvangur er í mínum huga heimili kærleika og um- hyggju þar sem öllu var tekið af æðruleysi og jákvæðni á sama tíma og léttleiki og glaðværð réð ríkjum. Alltaf var stutt í sönginn hjá Gillu mömmu, enda lagviss og kunni alla texta, og Hjalti var æv- inlega hnyttinn í tilsvörum og mikill prakkari í eðli sínu. Það leiddist engum í Sólvangi. Dvölin þar færði mér ómetanlegt ríki- dæmi, sem ég gæti ekki hugsað mér að vera án, og þar var Gilla mamma í stærsta hlutverkinu. Ég, einkabarnið að vestan, hafði oft látið mig dreyma um að eignast systkini. Sá draumur rættist margfalt með systkina- hópnum í Sólvangi sem deildi með mér yndislegri móður og föður. Síðustu skiptin sem ég hitti Gillu mömmu var hún fljót að átta sig á hver var á ferð þegar ég nefndi stelpuna með flétturnar. Þá færðist bros yfir fallegt andlit- ið og augun töluðu sínu máli. Ég sendi ykkur kæru systkini og fjölskyldum ykkar mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Eyrún Ísfold. Ég held að móðursystir mín Gíslína, sem jarðsett verður í dag, myndi vilja koma skila- boðum til ástvina á þessari stund. Þegar nú lífinu lokið er hér, leggst ég á staðinn minn kunna. Þekki vel söknuð og sé fyrir mér, sorg hjá þeim er mér heitt unna. Verið ei sorgmædd því sál mín hún er, sameinuð ástvini mínum. Útsýnið það er svo yndislegt hér, hjá ættmennum mínum og þínum. (HR) Þessi hægláta, prúða fyrirmyndarfrænka hefur kvatt okkur. Þegar ég smápolli kynnt- ist henni í Litla-Árskógi, þá með móður minni, þá var hún ung og glæsileg dama. Ekki leið þó á löngu áður en hún hitti hinn eina sanna föru- naut, Hjalta Bjarnason, sam- sveitunga sinn, og hóf með hon- um búskap á loftinu í Litla-Árskógi. Þar var oftast margt um manninn og þröngt á stundum. Svo kom að því að börnum þeirra fjölgaði, þá keyptu þau land úr landi föður hennar sem þau nefndu Sólvang. Sólvangur var réttnefni, þar nutu þau víðáttunnar og sólar. Virðing og vinátta þeirra hjóna var á allra vörum, lipurð og hjálp- semi einkenndi þau hjón bæði, að ég tali ekki um samheldnina og snyrtimennskuna, utan húss sem innan og umtalað í sveitinni. Gíslína missti mann sinn fyrir nokkrum árum og hafði sjálf dvalið um árabil á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Akureyri. Að minnast góðrar frænku er mér ljúft, því Gíslína var svo ljúf, orðvör og blíðlynd, snillingur í útsaumi og annarri handavinnu, kom upp yndislegum börnum, sex að tölu, sem nú syrgja og sakna góðrar móður. Blótsyrði kunni hún ekki og notaði því aldrei. Hvíld er oft góð og í hennar til- felli, eftir löng veikindi, þá er bara að taka andláti hennar sem lausn frá kvöl, en snertir afkom- endur auðvitað sárast. Minning- arnar sem ég á spanna um 70 ár og allt of langt að rifja allt upp hér í minningargrein. Það var yndislegt að ganga með þér, þó á hliðarlínunni væri og ég gleymi aldrei þeim skemmtilegu stund- um, þegar þú og mamma (Hulda) komuð saman. Þá var gaman. Hljóða fagra fjóla, friðsæl, einskis spyr. Setur máða sóla, saman inn við dyr. Lauk nú starfi stríðu, stundar friði náð. Lent í ljúfri blíðu, á lífi, - ætíð dáð. (HR) Góða ferð, elsku frænka. Innilegar samúðarkveðjur til allra afkomenda Gíslínu og Hjalta. Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson og fjölskylda. Jóhanna Gíslína Vigfúsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19  210 Garðabær sími 842 0204  www.harpautfor.is Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR HARALDSSONAR, Yrsufelli 22, Reykjavík. Innilegar þakkir til þeirra sem önnuðust hann í veikindunum á deild 13E á Landspítalanum við Hringbraut. . Elísabet Ólafsdóttir, Haraldur Haraldsson, Wilailux Lumpha, Hafdís Haraldsdóttir, Helgi Sigurjónsson, Brynja Ásta Haraldsd., Magnús Ingimundarson, barnabörn, fjölskyldur þeirra og langafabörn. Við þökkum ykkur fyrir hluttekningu, hlýjar kveðjur og vináttu við andlát og útför elsku mannsins míns, pabba, tengdapabba og afa, GUNNARS INGIBERGS GUÐMUNDSSONAR. Starfsfólki hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítalans og heimahjúkrun Karitas er þökkuð umhyggja og hlýja. . Halldóra Hallfreðsdóttir, Díana Dröfn Ólafsdóttir, Guðmundur Karl Reynisson, Heimir Logi Gunnarsson, Guðlaug Harpa Guðmundur Tryggvi Gunnarsdóttir, Ólafsson og afabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.