Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 37
svo yndislegt að koma til þín,
faðma þig og spjalla. Þú varst svo
opin, stríðni þín var alltaf til stað-
ar og við gátum spjallað um allt.
Mér fannst skemmtilegast þegar
þú sagðir mér frá yngri árum þín-
um, þegar Kristján þinn kom í
heiminn og þegar lífið breyttist
enn frekar þegar þú kynntist afa
Gústa og fluttir í Þykkvabæinn.
Það hefur svo sannarlega verið
mikið að gera hjá þér með stórt
heimili. Veit að þú ert á góðum
stað núna með Gústa þínum.
Hugur minn er hjá börnum þín-
um og barnabörnum sem svo
sannarlega sakna þín en við mun-
um halda áfram að spjalla um
góðar stundir og gleðjast yfir að
fá að hafa verið stór hluti af þínu
lífi. Hvíldu í friði, elsku amma
mín, ég mun ávallt elska þig.
Kveðja,
Nína Dóra.
Elsku amma, það er skrítið að
hugsa til þess að næst þegar ég
kem heim er engin amma í sveit-
inni. Ég veit að ég hef verið dekr-
uð, ég hef kynnst báðum öfum
mínum, báðum ömmum mínum
og tveim langömmum. Fyrir mér
er þetta fjársjóður sem ekki er
metinn til fjár. En ég er eigin-
gjörn því mig langar að koma
heim og fá ömmuknús og heyra
smitandi hláturinn a.m.k. einu
sinni enn. Á sama tíma veit ég að
þú ert með afa þar sem þú átt
heima, í sterka, yndislega faðm-
laginu hans afa Gústa. Ég mun
aldrei gleyma þér, þú munt alltaf
vera ein af fyrirmyndum mínum
og ég er svo stolt af því að eiga
þig sem ömmu. Þú varst svo
sterk, dugleg og elskaðir af öllu
hjartanu. Ég geymi fallegu minn-
ingarnar frá ykkur afa á sérstök-
um stað í minningakistunni. Ég
elska þig meira en allan heiminn
og aftur til baka. P.s. knúsaðu afa
frá mér. Þín,
Margrét.
Elsku amma,
Með þessu fallega haustljóði
kveðjum við þig hinstu kveðju.
Við þökkum þér fyrir alla þá
hlýju og umhyggjusemi sem þú
hefur gefið okkur. Góðar minn-
ingar um ömmu í sveitinni munu
lifa í hjörtum okkar um alla tíð.
Í rökkurró hún sefur
með rós að hjartastað.
Sjá haustið andað hefur
í hljóði á liljublað.
Við bólið blómum þakið
er blækyrr helgiró.
Og lágstillt lóukvakið
er liðið burt úr mó.
Í haustblæ lengi, lengi
um lyngmó titrar kvein.
Við sólhvörf silfrin strengi
þar sorgin bærir ein.
(Guðmundur Guðmundsson.)
Blessuð sé minning þín,
Guðrún Ásta, Harpa
Hrönn og Íris Erla.
Margs er að minnast, margs er
að sakna og ekki síst er mikið að
þakka, nú þegar ég kveð hinsta
sinni mína yndislegu systur,
Nínu Jennýju. Efst í huga er
þakklæti fyrir að hafa átt hana
að, alveg frá því að ég var lítil
stelpa heima á Kirkjubóli og hún
þá ung stúlka, allt til hinstu
stundar. Ég var litla systirin á
heimilinu og hún eins og litla
mamma mín, sérstaklega þegar
mamma okkar þurfti að bregða
sér frá. Þegar ég var átta ára
eignaðist hún Kristján Erling og
var það mikil gleði fyrir frænk-
una sem hafði þráð að eignast lít-
ið systkin. Síðan tveimur árum
seinna flytja þau í Þykkvabæinn,
hún þá heitbundin Ágústi Gísla-
syni í Suður-Nýjabæ. Árin líða og
átta árum síðar voru börnin orðin
fimm á heimilinu, auk aldraðra
tengdaforeldra hennar.
Margar átti ég ferðirnar til
þeirra sem krakki og unglingur.
Haustið 1961 var ég í kartöflu-
görðunum hjá þeim við upptöku,
þá var tæknin ekki meiri en svo
að rásunum var snúið við með vél
og við skriðum eftir þeim og tínd-
um kartöflurnar upp í körfur sem
sturtað var úr í poka. Þetta þótti
mér mjög gaman og var mikið
fjör. Seinna fórum við Jói minn á
hverju sumri í heimsókn í
Þykkvabæinn í sumarfríinu með
börnin okkar og verður það aldrei
fullþakkað, alltaf velkomin og
aldrei amast við neinu, sem er
ekki sjálfgefið. Seinna eftir að við
Jói vorum orðin tvö komum við
alltaf við hjá Nínu og Gústa, oft í
báðum leiðum, á ferð okkar til
Reykjavíkur og hjá henni eftir að
hún missti Gústa sinn. Þau komu
líka austur nokkrum sinnum sam-
an, hún oftar ein, og síðustu árin
sem mamma okkar lifði kom Nína
og hlúði að henni með okkur.
Síðasta ferðin hennar á Stöðv-
arfjörð var haustið 2012 í tilefni
80 ára afmælisins. Ég var þá hætt
að vinna og áttum við saman ynd-
islegar tvær vikur og Jói með
okkur. Ég hefði viljað fá hana
miklu oftar til okkar. Við heim-
sóttum hana síðustu sumrin á
húsbílnum okkar, gistum í
hlaðinu á Suður-Nýjabæ og Jói
eldaði eitthvað gott. Síðan borð-
uðum við í bílnum og fannst henni
eins og hún væri komin í útilegu
og hafði mikla ánægju af ekki síð-
ur en við. Mikið óskaplega á ég
eftir að sakna símtalanna sem
voru stundum á hverju kvöldi. Við
vorum ekki bara systur heldur
miklar vinkonur og gátum sagt
hvor annarri allt þrátt fyrir 14 ára
aldursmun.
Við Jói, börnin okkar og fjöl-
skyldur kveðjum elskulega syst-
ur, mágkonu og frænku með
hjartans þökk fyrir allt sem hún
var okkur alla tíð.
Elsku Kristján, Rúna, Sigga,
Gísli og Gestur, innilegar samúð-
arkveðjur til ykkar og fjölskyldna
ykkar. Megi Guð blessa allar
góðu minningarnar og gefa ykkur
styrk í sorginni.
Vertu Guði falin, elskulega
Nína mín.
Þín systir,
Guðný Elísabet
Kristjánsdóttir.
Nú sest ég hér niður með það
að markmiði að skrifa kveðjuorð
til yndislegrar frænku minnar,
Nínu Jennýjar föðursystur minn-
ar sem lést 16. september sl. Þeg-
ar pabbi hringdi í mig að morgni
afmælisdagsins síns og sagði mér
að líklega væri ekki langt eftir hjá
Nínu systur sinni, brá mér. Þó
vissi ég að hún væri mikið veik.
Ég er búin, síðan ég fékk frétt-
irnar af andláti hennar, að rifja
upp urmul af góðum, skemmtileg-
um og ljúfum minningum sem ég
á um hana. Ég kynntist henni
mjög vel á unglingsárunum þegar
ég var svo lánsöm að fá að vinna
nokkur haust í kartöfluupptöku
hjá henni og Gústa og þeirra fólki
og var það dýrmæt lífsreynsla,
alltaf gaman og einstaklega ljúft í
alla staði. Nína var kona sem ég
leit alla tíð upp til og bar ótak-
markaða virðingu fyrir, glaðvær
og félagslynd, skemmtileg að
vera í kringum en í sama stað ein-
staklega ljúf og góð manneskja.
Ég hafði yndi af að hjálpa henni
við það sem til féll og gera það
sem hún bað mig, hún kunni svo
vel að meta það við mann.
Með þakklæti í huga fyrir allar
samverustundirnar og tryggðina
við mig og alla fjölskylduna kveð
ég frænku mína og sendi börn-
unum hennar og þeirra fjölskyld-
um og systkinum hennar, pabba
mínum og Guðnýju hjartanlegar
samúðarkveðjur.
Ég leit eina lilju í holti,
hún lifði hjá steinum á mel.
Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk
en blettinn sinn prýddi hún vel.
Ég veit það er úti um engin
mörg önnur sem glitrar og skín.
Ég þræti ekki um litinn né ljómann
en liljan í holtinu er mín!
Þessi lilja er mín lifandi trú,
þessi lilja er mín lifandi trú.
Hún er ljós mitt og von mín og yndi.
Þessi lilja er mín lifandi trú!
Og þó að í vindinum visni,
á völlum og engjum hvert blóm.
Og haustvindar blási um heiðar,
með hörðum og deyðandi róm.
Og veturinn komi með kulda
og klaka og hríðar og snjó.
Hún lifir í hug mér sú lilja
og líf hennar veitir mér fró.
Þessi lilja er mér gefin af guði
hún grær við hans kærleik og náð,
að vökva hana ætíð og vernda
er vilja míns dýrasta ráð.
Og hvar sem að leiðin mín liggur
þá liljuna í hjartastað ber,
en missi ég liljuna ljúfu
Þá lífið er horfið frá mér.
(Þorsteinn Gíslason.)
Hvíl í friði, elsku Nína
frænka,
Aðalheiður Fanney (Alla
Fanney) og fjölskylda,
Hornafirði.
Tenginguna við mikilvæg ár
bernskunnar er ekki bara að
finna í minningum okkar og at-
burðunum sem leggja grunn að
tilvist okkar. Hana er líka að
finna í eldri kynslóðinni sem vís-
aði veginn og mótaði okkur, eldri
kynslóðinni sem fækkar í eftir
því sem við sjálf eldumst og tök-
um við því hlutverki. Þannig týn-
ist tíminn sagði einhver og þann-
ig eru þau horfin hvert af öðru
systkinin frá Suður-Nýjabæ í
Þykkvabæ og makar þeirra.
Hún Nína var síðasti hlekkurinn
í þeirri keðju og vissulega ein af
mikilvægustu manneskjunum í
bernsku minni. Hún var gift
Ágústi yngsta bróður mömmu,
bjó með honum og fimm börnum
þeirra, ásamt afa og ömmu á
sveitabænum þar sem rætur
ættarinnar liggja. Í Suður-Nýja-
bæ átti ég mitt annað heimili og
dvaldi oft í lengri eða skemmri
tíma, það hét stundum að það
væri til að hjálpa til við bústörf-
in, sérstaklega á vorin og haust-
in þegar setja þurfti niður kart-
öflur og taka þær upp, en oft var
það bara til að vera samvistum
við fjölskylduna, ekki síst börnin
sem voru mér sem systkini. Oft
var margt um manninn á heim-
ilinu, mikill gestagangur að
sunnan eins og það hét, enda
fjölskyldan stór og tengslin við
sveitina og innan fjölskyldunnar
ákaflega mikil og sterk. Í minn-
ingunni var alltaf pláss, það var
bara búið til og í dag furðar mað-
ur sig á þeim skara sem komst
fyrir í ekki stærra húsi. En alltaf
var tekið vel á móti gestum og
mikil gleði og glens einkenndi
samskiptin í stórfjölskyldunni.
Og Nína var húsfreyjan, var
alltaf að, hvort sem það var inn-
an- eða utandyra eins og algengt
er hjá konum í sveit. Ég minnist
ekki að hafa séð hana sitja oft til
borðs með okkur, enda oft svo
mannmargt að það var tvísetið
til borðs.
Hún var jafnan glaðlynd, en
ekki gefin fyrir gífuryrði, „það er
naumast“ átti hún til að segja við
mig og brosa við þegar tilfinn-
ingahiti og stór orð féllu í hita
leiksins og henni fannst nóg um.
Það sem gerði Nínu líka spenn-
andi og öðruvísi í augum barns-
ins var að hún kom langt að. Hún
átti reyndar systur í Þykkva-
bænum en aðrir úr fjölskyldunni
bjuggu alla leið austur á Stöðv-
arfirði. Þaðan var hún ættuð og
svo fékk hún stundum heimsókn
þaðan af fólkinu sínu og þvílíkt
ferðalag sem þau þurftu að
leggja á sig til að komst til okk-
ar! Alltaf talaði hún um bernsku-
slóðirnar af mikilli væntum-
þykju, fjöllin og náttúruna sem
voru svo ólík flatlendinu og mað-
ur sá þær fyrir sér. Þó samsinnti
hún því að fjallahringurinn væri
fagur á góðum degi og hún var
stolt af því að vera Þykkbæing-
ur. Hún hafði líka skilning á
ánægjustundum með Heima er
best sem hún átti innbundið og
var ásamt öðrum bókmennta-
verkum uppspretta margra
andvökunátta í kyrrðinni sem var
stundum rofin af sjávarniðinum.
Nína var afar stolt af afkom-
endum sínum, hjá þeim hefur við-
haldist sú samstaða og sterku
tengsl sem þau ólust upp við.
Ótal minningar streyma fram,
að koma af balli á Hellu eða Hvoli
og finna kleinur og annað góð-
gæti á borðum svo við færum
ekki svöng í bólið. Koma í heim-
sókn með mömmu og eiginmann
og börn síðar meir, sitja við eld-
húsborðið og horfa á Heklu, frá
„réttu“ sjónarhorni eins og það
heitir í ættinni. Það var líka van-
inn að koma með gesti, innlenda
sem erlenda. Og alltaf voru mót-
tökurnar höfðinglegar, góðgæti
eins og heimatilbúið vínarbrauð
lengi í minnum haft. Takk Nína.
Frændsystkinum mínum vott-
um við fjölskyldan samúð okkar.
Guðbjörg Sveinsdóttir.
Nína var mikil mannkosta-
manneskja. Maður vissi alltaf
hvar maður hafði hana, hún kom
alltaf til dyranna eins og hún var
klædd. Hún Nína var hörkudug-
leg kona, ósérhlífin, gat verið
ákveðin og vildi láta verkin
ganga. Það var lærdómsríkt og
gaman að vera hjá þeim hjónum,
Nínu og Ágústi, þau voru svo
yndisleg í alla staði. Þau hjónin
voru samtaka í búskapnum og
búnaðist vel. Þau báru líka svo
mikla virðingu hvort fyrir öðru.
Þau hjón voru höfðingjar heim að
sækja, öllum var tekið með fagn-
andi hendi. Það var líka mikill
gestagangur á því heimili. Nína
var mikil húsmóðir, kattþrifin, lá
við að hún væri alltaf með tusk-
una á lofti. Hún var alltaf að baka
og í pottunum að elda mat, samt
var hún í fjósinu og kartöflugörð-
unum, var alltaf að, stoppaði aldr-
ei. Þau hjón áttu fimm börn og
ólu upp með miklum myndar-
skap.
Nína var skemmtileg kona,
létt í lund, mannblendin og mikil
félagsvera. Það var alltaf svo
mikill léttleiki yfir heimilinu í
Suður-Nýjabæ. Það var mikil
vinna hjá henni Nínu að sjá um
stórt heimili. tengdaforeldrar
hennar dvöldu á heimilinu má
segja til dauðadags, nema
kannski sex mánuði sem þau voru
á Grund.
Þegar þau hjónin minnkuðu
við sig búskapinn fóru þau að
ferðast um landið og það þótti
Nínu minni gaman og hún mundi
það sem hún sá í þessum ferðum.
Hún var ekki eins og sumir sem
muna ekkert þegar heim er kom-
ið, þá er nú betra heima setið en
af stað farið.
Nína og Ágúst áttu fimm ynd-
isleg börn og dugleg, sem öll hafa
erft mannkosti foreldra sinna.
Nína var mikil móðir og góð, hún
var þeim góður félagi og mikil
vinkona þeirra. Nína var ástrík
og umhyggjusöm öllum sínum af-
komendum, hún var orðin marg-
föld amma. Tengdadætur og
tengdasynir voru henni Nínu
minni mikið góð eins og barna-
börnin og börnin þeirra, og það
kunni hún að meta.
Það er stutt síðan við Sæ-
mundur fórum að Suður-Nýjabæ
að heimsækja hana Nínu okkar.
Ekki datt mér þá í hug að við
myndum ekki sjá hana aftur í
þessu lífi. Það var eins og hann
Kristján sonur hennar sagði við
mig, þegar hann hringdi í mig á
fimmtudagsmorgninum að segja
mér að móðir þeirra systkina
væri dáin: „Maður veit aldrei
hvað morgundagurinn ber í
skauti sér.“
Elsku Nína mín, hjartans
þakkir fyrir allar okkar samveru-
stundir, þær voru oft skemmti-
legar. Við héldum líka svo upp á
hvor aðra.
Ég votta börnum hennar,
tengdabörnum og afkomendum
hennar öllum samúð mína. Þau
hafa mikið misst en minningin
um góða konu lifir. Vertu Guði
falin, elsku Nína mín.
Bjarney G. Björgvinsdóttir.
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996
Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
Kristín
Ingólfsdóttir
Hilmar
Erlendsson
Sverrir
Einarsson
Ástkær bróðir minn og mágur,
ÞORGRÍMUR EINARSSON
sýningarstjóri,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
þann 23. september. Útförin fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
2. október kl. 15.
.
Margrét Guðmundsdóttir, Sigrún Hermannsdóttir
og aðstandendur.
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og
afa,
EÐVARÐS JÓNSSONAR,
dvalarheimilinu Lögmannshlíð, áður til
heimilis að Byggðavegi 148, Akureyri.
.
Viðar Örn Eðvarðsson,
Margrét D. Eðvarðsdóttir, Arnar Guðmundsson,
Edda Rut Eðvarðsdóttir, Ríkarður B. Ríkarðsson,
Jón Eðvarð Viðarsson,
Gunnþórunn Sól Ríkarðsdóttir,
Elena María Ríkarðsdóttir,
Auður Berglind Arnarsdóttir,
Brynhildur Lára Ríkarðsdóttir.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNÍNA MARTEINSDÓTTIR
frá Ystafelli,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð 22. september.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 2. október klukkan 13.30.
Innilegar þakkir til starfsfólks á Víðihlíð
fyrir hlýja og góða umönnun.
.
Svandís Sigurðardóttir,
Klara S. Sigurðardóttir, Sigurður Ólafsson,
Sigurður M. Sigurðsson, Guðrún Stefánsdóttir,
Þormóður Sigurðsson, Ave Kara Síllaots,
Baldvin H. Sigurðsson, Anna Stefánsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.