Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015 ✝ Nína JennýKristjánsdóttir fæddist á Kirkju- bóli á Stöðvarfirði 27. september 1932. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi 16. september 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristján Erlendur Jónsson, f. 18. mars 1906, d. 17. janúar 1965, og Ingunn Sigríður Sigfinnsdóttir, f. 23. apríl 1908, d. 13. júní 2007. Systkini Nínu Jennýjar eru Sigurjóna Sigurjónsdóttir, f. 28. ágúst 1930, d. 15. mars 2008, Björn Kristjánsson, f. 16. september 1937, Guðný El- ísabet, f. 16. janúar 1946. Hinn 24. júní 1956 giftist Nína Jenný Ágústi Gíslasyni frá Suður-Nýjabæ, Þykkvabæ, f. 27. nóvember 1929, d. 14. Elfa Ósk, sambýlismaður Gísli Svan Magnússon, þau eiga dótt- urina Svanhildi Ósk. Bára Sif, sambýlismaður Árni Magn- ússon, þau eiga soninn Rúrik Leví. 4) Gísli, f. 1. ágúst 1960, kvæntur Erlu Þorsteinsdóttur, dætur þeirra eru Guðrún Ásta, sambýlismaður hennar er Birk- ir Snær Fannarsson, þau eiga Freydísi Erlu, Telmu Gerði og Kristján Ara. Harpa Hrönn, sambýlismaður hennar er Einar Ottó Antonsson, þau eiga dótt- urina Erlu Sif. Yngst er Íris Erla. 5) Gestur, f. 20. apríl 1964, kvæntur Birnu Guðjónsdóttur, börn þeirra eru Guðjón, sam- býliskona Hanna Vilhjálms- dóttir, Egill, Árný og Dagmar, auk þess á Gestur soninn Jacob, sambýliskona hans er Mille Nautrup Christensen. Nína Jenný ólst upp á Stöðvarfirði en flutti til eig- inmanns síns að Suður-Nýjabæ, Þykkvabæ, í júní 1956 og bjó þar alla tíð síðan. Útför Nínu Jennýjar fer fram frá Þykkvabæjarkirkju í dag, 26. september 2015, og hefst at- höfnin kl. 11. janúar 2005. Nína Jenný og Ágúst eignuðust fjögur börn auk þess sem Ágúst gekk syni Nínu í föðurstað. 1) Kristján Er- ling Kjartansson, f. 16. júlí 1954, kvæntur Pálínu Auði Lárusdóttur, börn þeirra eru, Ágúst Erling, sambýliskona Rósa Jónsdóttir og eiga þau soninn Lárus. Gísli Þór, Ingi Björn og Nína Jenný. 2) Guðrún, f. 15. desember 1956, gift Óskari G. Jónssyni, dætur þeirra eru Margrét, gift Merritt Morgan, og Nína Dóra, sonur hennar er Óskar Atli Örvarsson. 3) Sigríður Ingunn, f. 8. apríl 1959, fyrrverandi eiginmaður Guðlaugur Gunnar Jónsson, börn þeirra eru Jón, Rúnar, Fyrir fjörutíu árum fór ég að kíkja í Þykkvabæinn og mæla mér mót við dóttur hennar Nínu Jennýjar, Guðrúnu eða Rúnu. Al- veg frá fyrstu kynnum höfum við Nína átt gott og ánægjulegt sam- band. Á tímum sem þessum koma minningarnar fram, en Nína Jenný, tengdamóðir mín, andað- ist í faðmi fjölskyldunnar á Sjúkrahúsinu á Selfossi miðviku- daginn 16. september sl. Nína ólst upp með foreldrum og systk- inum á Stöðvarfirði. Fluttist ung að árum með soninn Kristján í Þykkvabæinn, fljótlega kynntist hún tilvonandi eiginmanni sínum, Ágústi Gíslasyni frá Suður-Nýja- bæ, en það var einmitt þar sem Nína og Gústi eyddu árunum saman, fjölskyldan stækkaði fljótt og fyrr en varði voru börnin orðin fimm. Auk þess voru tengdafaðir og tengdamóðir hennar á heimilinu í yfir tuttugu ár. Alla tíð var mannmargt í Nýjabæ, ekki hvað síst um helgar og á sumrin. Í minningunni teng- ist því stór hluti tilfinninganna mat, þvotti og húsverkum þegar hugsað er til tengdamóður minn- ar. Alltaf var verið að þvo, hengja upp þvott en fyrr á árum var ekki til staðar þvottvél eins og við þekkjum í dag. Ef ekki var verið að þvo þvott var verið að skúra og gera heimilið snyrtilegt á sama tíma var verið að hugsa um mat, baka, gera vöflur, pönnukökur, klatta, já klatta með sykri, nefndu það. Hún hafði einstaka verklagni við öll störf er gerði að verkum að maður varð ekki bein- línis var við hvað var í gagni á hverjum tíma, fór frekar að velta fyrir sér hvaða lag hún væri að söngla eða hlátrinum. Ef við unga fólkið fórum á ball í sveitinni var klárt að ísskápurinn og búrið var fullt af mat til að borða þegar við kæmum í hús, ekki bara þegar við vorum ung, alla tíð eftir þorrablótin eða kartöfluböllin. Barnabörnin voru orðin 18 og barnabarnabörnin átta og fleiri á leiðinni. Hún naut þess að fylgj- ast með börnunum, afmælisdög- um barnanna, hvað þau væru að gera, hvernig gengi í skólanum, í lífinu. Sama með okkur fullorðna fólkið, við heyrðumst ekki á seinni árum án þess að hún spyrði um móður mína, hvernig hún hefði það. Nokkra undan- farna vetur höfum við Rúna notið þess að fá Nínu í heimsókn um áramótin og síðan átti hún það til að dvelja hjá okkur nokkra daga yfir mesta skammdegið. Eftir nokkra daga fann maður að hún þyrfti að fara í sveitina og kíkja á eitt og annað. Nokkur undanfarin ár fór Nína að heimsækja Dval- arheimilið Lund á Hellu einu sinni í viku þar sem hún hitti fólk úr sveitinni, verið var að föndra eða gera eitthvað skemmtilegt, auk þess fékk hún nokkrum sinn- um hvíldarinnlögn á Lundi og fann ég oft hlýjar tilfinningar frá Nínu til Lundar. Það er erfitt að sjá á bak jafn glaðlyndri og skemmtilegri konu og Nínu, þó að ég haldi og hafi sumpart á tilfinningunni að hún hafi á margan hátt verið tilbúin fyrir næsta skref. Far í friði, Nína Jenný, takk fyrir samfylgd- ina og góða nærveru gegnum líf- ið. Óskar G. Jónsson. Eins og aldan við ströndina rís, hnígur og rennur síðan á ný sam- an við endalaust hafið er líf hvers manns. Líf hvers manns er aðeins augnablik í eilífðinni, er við fæð- umst inn í þennan heim drögum við andann í fyrsta sinn og þegar þessu öllu er lokið hljóðnar allt og kyrrist og við skilum andanum aftur út í eilífðina. Tengdamóðir mín Nína Jenný Kristjánsdóttir hefur lokið vist sinni hér á jörð. Á stundum sem þessari lítum við til baka, rifjum upp gamla tíma og kemur þá margt upp í hugann. Þar má nefna minningu um haust í Þykkvabænum, þegar undir- búningur fyrir garða stóð sem hæst, karlarnir sáu um það sem gera þurfti utandyra en innan- dyra var það Nína sem sá um að skipuleggja og framkvæma. Allt skyldi gert af miklum myndaskap frá grunni, fiskibollur, kæfa, flat- kökur, kleinur, vínarbrauð og brúnar lengjur. Að því loknu hófst kartöflu upptakan, langir vinnudagar, glens, grín og mikið af fólki í vinnu. Nínu var umhug- að að allir fengju nóg að borða, þannig að þegar lúinn mannskap- urinn settist til borðs reiddi hún fram veislumat í hvert mál. Ég efast nú reyndar um að hún Nína mín myndi fallast á að þetta hefði verið veislumatur því ekki var hún mikið fyrir sjálfshól, en veislumatur var það. Það er í raun alveg ótrúlegt hve margir gátu á góðum degi sest til borðs í litla borðkróknum í Suður-Nýja- bæ. Nína Jenný var stolt af sínu fólki, fylgdist vel með afkomend- um sínum og hringdi ætíð í mann- skapinn á afmælisdögum. Stöðv- arfjörður og allt fólkið hennar fyrir austan var henni einnig mjög kært og hvergi voru berin blárri en fyrir austan. Blessuð sé minning Nínu Jennýjar Kristjánsdóttur. Erla. Falleg, góð, hjartahlý, um- hyggjusöm. Þetta eru nokkur af þeim orðum sem koma upp í hug- ann þegar við hugsum um ömmu. Amma Nína var yndisleg kona sem heillaði alla upp úr skónum með góðmennsku sinni og inni- lega hlátrinum sínum. Hún var hreinskilin, vildi manni allt það besta og gerði allt til að manni liði vel. Hún var góð við alla og hafði engan á móti sér. Þetta hafa verið erfiðir tímar. Við finnum fyrir mikilli sorg og söknuði. En við eigum svo marg- ar góðar minningar til að hjálpa okkur að fá smá frið. Þær eftir- minnilegustu eru að fara yfir til ömmu og fá kakó, suðusúkkulaði og tyggjó, spjalla um allt milli himins og jarðar og jafnvel stundum spila á spil. Vera í pöss- un hjá henni og dansa með henni mestallan tímann, því að það var eitt af því sem amma elskaði mest, að dansa. Vínarlengjurnar hennar og hvað hún hún var dug- leg að bjóða manni til sín að baka piparkökur. Skötuveislan hennar og aðfangadagskvöld. Hvað hún hafði miklar áhyggjur af að mað- ur myndi detta í myrkrinu á leið- inni heim og bauð manni alltaf vasaljós og sagðist ætla að kveikja á útiljósinu. Okkur finnst þessar minning- ar lýsa henni svo vel. Hvað hún var góð og hugsaði vel um mann. Við viljum fá að enda þessa kveðju á vísu sem amma kenndi okkur og þótti svo vænt um. Kisa kann að mala, köku handa sér. Hún hefur langan hala, hún því falleg er. Gul, hvít og svört að sjá. Fuglar, mýs og flugurnar, fróni veiðir á. Árný og Dagmar. Elsku amma Nína. Ég gæti skrifað heila ritgerð, mikið ofboðslega er þetta erfitt, sárt og hreinlega skrítið, dauðinn er alltaf svo stutt frá okkur. Að hugsa sér, fjórum dögum áður en þú kvaddir okkur varstu úti við snúru, já að hengja út þvottinn. Þú elskaðir að þvo og að geta gert hlutina sjálf, það vitum við svo sannarlega öll. Þegar ég hugsa aðeins aftur í tímann minnist ég strax þegar ég kom til þín í sum- ar, við vorum þarna hjá þér litla fjölskyldan, Gísli Þór. Þú varst að tala um þennan svefnsófa uppi á lofti, þig langaði að henda honum út. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um, þú værir nú með hrausta karlmenn í heimsókn sem gætu reddað þessu. Þið fóruð upp, þú, Árni og Gísli. Svo veit ég ekki fyrr en ég heyri þvílík læti og hlátur. Hláturinn var klárlega þinn. Ég hleyp að stiganum og spyr hvað sé um að vera, þú labb- ar á móti mér niður stigann í hlát- urskasti og segir mér að strák- arnir séu að brjóta sófann og þeir séu svo sterkir að það sé hrein- lega allt að verða í méli og þú ætl- ir að forða þér. Það besta við þessa minningu er að ég stalst til að taka vídeó af þér. Það sem er sárast þessa daga er söknuðurinn! Þú dast laugar- daginn 12. september, ég hitti þig uppi á sjúkrahúsi um kvöldið til að smella á þig einum kossi og sem betur fer smellti ég meira að segja á þig nokkrum kossum og ég fann hvernig þú hallaðir höfð- inu að mér og sagðir „hæ elskan“ áður en ég knúsaði þig kom hjúkrunarkona og sagði. „Nína mín á skalanum 1-10 hvað er þér illt?“ Þú varst fljót að svara og sagðir „nei, ég finn aðeins til hérna“ og bentir á höndina. Að- eins amma? Höndin á þér var á stærð við læri útaf bólgu og í þokkabót mölbrotin. Þú varst hörkutól. Á sunnudeginum var ég farin. Ég þurfti að fara í vinnu- ferð! Ég þurfti svo að fá frétt- irnar í gegnum símann, fjórum dögum síðar. Óraunverulegar, erfiðar og ósanngjarnar fréttir! Sú spurning fór strax á loft, en ef, bara ef? Ef svo margt hefði verið öðruvísi! Það er svo margt sem er ósanngjarnt. Þú kenndir mér svo margt, þú varst svo flott fyrir- mynd! Ég get ekki lýst þér í einu orði, það er svo margt! Þú varst góðhjartaðasti einstaklingur sem ég hef kynnst, þú vildir öllum vel. Þú fannst það góða í öllu. Í ófá skipti kom maður með neikvætt umræðu efni og þú tókst aldrei undir það, alltaf fannstu jákvæð- an punkt! Það sem ég er líka þakklát fyr- ir er að þú varst langamma hans Rúriks, að hafa þig í skírninni, að koma til ömmu og langömmu í sveitina. Mér fannst það svo dýr- mætt. Það dýrmætasta sem við eigum er minningar. Ég vona svo innilega að þú hafir það gott í dag, þurfir ekki að hafa áhyggjur af neinu. Afi hefur tekið vel á móti þér, hann hefur raulað „dad- aradar“ eins og hann var vanur að gera þegar hann rölti inn í eld- hús í kartöflugallanum þegar maður var í heimsókn. Svo hefur hann sagt „Nína mín, mikið var að þú komst“ og hlegið! Nú kemur tímabil af mikilli sorg, En ég er alltaf með pláss bæði fyrir þig og afa heima hjá mér ef þið viljið kíkja í heimsókn, eins á rúminu mínu. Ég passa alltaf pláss á rúminu mínu ef þið viljið tylla ykkur og segja mér eitthvað. Mér þætti vænt um að fá að vita hvort þér, elsku amma, líði ekki vel. En eitt er víst, við munum hittast aftur. Sama hve- nær það verður, þá verður sko gaman. Vonandi verð ég mjög svöng þá, allar lummurnar og vínarlengjurnar. Bára Sif Guðlaugsdóttir. Elsku amma mín, það verður skrítið að koma í Suður-Nýjabæ og fá ekki stórt knús frá ömmu Nínu. Hlýja þín, hlátur og vænt- umþykja hefur ávallt skipað stór- an sess í lífi mínu. Alltaf svo gott að fara í sveitina til ömmu og afa, þið kennduð okkur svo sannar- lega margt, við barnabörnin upp- lifðum mikla ást, hlátur, stríðni og gleði í nærveru ykkar. Ótal minningar koma upp frá þessum tíma m.a. leikur með systkina- börnunum uppi á lofti, tískusýn- ingar, áramótagleði, smíða kofa, drullumalla, taka upp kartöflur, heyskapur og gefa kálfunum sem ég og Jón vorum búin að nefna. Ekki má gleyma kvöldsnarlinu sem við barnabörnin fengum áð- ur en við fórum að sofa. Amma Nína passaði alltaf upp á að barnabörnin yrðu aldrei svöng í návist hennar. Ég leit svo sann- arlega upp til ykkar og á tímabili kom ekkert annað til greina en að búa í sveitinni með ykkur afa og vera með búskap. Þessi plön breyttust reyndar þegar ég var komin á unglingsárin en Suður- Nýibær mun samt sem áður allt- af eiga stóran hluta af hjarta mínu. Síðustu ár bjóstu ein í stóra húsinu, okkur Óskari Atla fannst Nína Jenný Kristjánsdóttir Elskulega amma okkar, þú gladdir alltaf sálir okkar. Með brosi þínu og væntumþykju, þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Jákvæðni þín og dugnaður kenndi okkur margt, það fær okkur til að líta upp og þakka þér fyrir allt. Minningar sem aldrei gleymast, bros á vör en aldrei skeifa. Nú ertu komin upp til himna. Fallegur engill á himnum hér, við munum aldrei gleyma þér. Þínar, Bertha María og Eva María. Amma mín var yndisleg kona. Fáir hafa veitt mér jafn mikla ást og gleði og hún amma mín veitti mér. Þegar ég hugsa til hennar man ég aðeins eftir henni brosandi og hlæjandi. Ég hef aldrei hitt ömmu og afa án þess að finna fyrir gífurlegri ást og umhyggju. Amma gerði alla daga betri. Ég mun sakna þess sérstaklega að heyra í henni koma inn um útidyrnar heima og segja hátt og skýrt, glöð í bragði halló eins og hún var vön að gera. Alltaf var jafn gaman að heyra ömmu koma því gleði, ást og umhyggja var það helsta sem yndislega amma mín bauð uppá. Stundum tók hún samt líka með sér köku eða ís. Amma mín var alltaf flottasta konan hvert sem hún tók mig með sér, enda gull- falleg. Mér fannst alltaf gaman að kynna vini mína fyrir henni því ég vildi að allir fengju að sjá hversu skemmtileg kona amma mín var. Ég mun minnast hennar allt mitt líf, leitun er að annarri eins konu. Mér finnst gott að hugsa til þess að hún sé komin á betri stað og langar að þakka henni fyrir allt sem hún hefur gefið mér. Amma okkar, við sjáumst. Helgi Sævar, Hlynur Logi og Birkir Örn. Það fór ekki fram hjá neinum þegar hún kom á vertíð í Eyjum, ung og skverleg skvísa frá Ak- ureyri sem heillaði samferða- fólkið frá fyrsta degi með skemmtilegu fasi og dugnaði. Helga Víglunds var mætt til Eyja og hafði keypt miða aðra leiðina. Eins og hundruð manna og kvenna í Eyjum á þessum ár- um bjó hún á verbúð í Fiskiðj- unni. Helga sá Heimaklett út um gluggann þegar hún var að græja sig í vinnuna eða mála sig fyrir ball í Höllinni. Leiðir þeirra áttu eftir að liggja saman næstu áratugi. Það var líf í tuskunum Helga Víglundsdóttir ✝ Helga Víg-lundsdóttir fæddist hinn 15. ágúst 1944. Hún lést 18. september 2015. Útförin fór fram hinn 25. september 2015. og unnið öll kvöld og flestar helgar. Þetta var á þeim tíma sem fólk gaf ekkert eftir, alvöru- fólk sem vann lang- an vinnudag, en samt gat það létt sér upp og farið á böll flestar helgar. Yfirmaðurinn í Fiskiðjunni var líka glæsimenni á velli. Hann var ákveðinn þegar það átti við, en svo ljúfur þegar á þurfti að halda og hann var mik- ilsmetinn af samstarfsfólki sínu. Það leiddi því nánast af sjálfu sér að þau drógust hvort að öðru og beddinn hennar Helgu á ver- búðinni stóð ónotaður út vertíð- ina. Helga var farin heim með Stebba Run. Það var lán okkar Siggu að kynnast þeim hjónum og vinátt- an var djúp fyrir lífstíð. Það var svo líflegt að vera í kringum hana Helgu á Ásaveginum og þaðan eru margar góðar minn- ingar. Sjálf var hún fimmta í röð 13 systkina og var því vön að það væri líf í tuskunum á heim- ilinu. Þannig var það hjá Helgu hún var kappsöm og fylgdist með íþróttum barnanna og þar voru mjög hreinar línur. Fjöl- skyldan var öll í Þór og Helga mjög áköf í stuðningi sínum alla tíð. Gallinn var að þau héldu öll með Liverpool, voru alltaf sam- taka og athugasemdirnar sem ég fékk stundum frá henni og fleir- um í fjölskyldunni þegar ég ræddi fótbolta, ekki endilega birtingarhæfar. Helga var mjög fylgin sér, trú sínu og það var ekki fyrir nokkurn mann að snúa henni. Helga vildi komast á vinnu- markaðinn og fór aftur í fiskinn í Vinnslustöðinni þegar börnin fóru í skóla. Hún vildi vera innan um sitt fólk, fiskvinnslufólkið sem stóð undir undirstöðuat- vinnugrein þjóðarinnar. Þar var hún líka á heimavelli, Helga var ein af þeim og þrátt fyrir fín- legan vöxtinn vildi hún vera þar sem atið var mest og það rót- aðist undan henni í aðgerðinni, síldinni eða hverju sem hún tók sér fyrir hendur. Og í kaffistof- unni var hún líka hrókur alls fagnaðar, eða mesta baráttukon- an og tók virkan þátt í um- ræðum um réttindi fólksins og bar hag þess fyrir brjósti. Helga var trú uppruna sínum og þeim jarðvegi sem hún spratt úr, barðist með sínu fólki og gaf ekkert eftir og það skipti engu máli þó að Stefán væri orðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þar voru þau líka samtaka þegar kom að hagsmunum fiskvinnslu- fólksins og velferð þess. Í mínum huga var þessi fín- gerða kona eins og fjallið sem hún sá út um gluggann á verð- búðinni þegar hún kom fyrst til Eyja. Hún var stór að innan, hjartahlý við fjölskyldu og vini, baráttukona fyrir réttlátu sam- félagi þar sem dugnaður var dyggð og staðfesta lífsmáti. Við vottum Stefáni og fjöl- skyldu samúð. Ásmundur Friðriksson og Sigríður Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.