Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015
✝ ArngrímurKonráðsson,
trésmiður á Laug-
um, fæddist 21.
ágúst 1929 í Lauga-
skóla í Suður-
Þingeyjarsýslu.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Norðurlands á
Húsavík 19. sept-
ember 2015.
Foreldrar hans
voru Konráð Erlendsson, kenn-
ari við Laugaskóla, f. 11. janúar
1885 á Brettingsstöðum,
Reykdælahr., d. 2. júlí 1957, og
Helga Arngrímsdóttir, f. 22.
nóvember 1890, Torfunesi,
Ljósavatnshr., d. 20. nóvember
1964. Systkini hans voru: Er-
lendur Konráðsson, f. 22. maí
1916, d. 5. des. 2001, og Jónína
Konráðsdóttir, f. 4. september
1921, d. 21. maí 1932.
Hinn 4. maí 1952 kvæntist
Arngrímur Rannveigu Huldu
Ólafsdóttur, bóksala á Laugum.
Hún fæddist á Patreksfirði 23.
apríl 1931, d. 15. desember
2009. Foreldrar hennar voru
Þröstur Þórarinsson, þau eiga
tvö börn. c) Þórarna, f. 6. júní
1994, sambýlismaður Ívar Örn
Clausen.
Arngrímur ólst upp á Laug-
um þar sem hann gekk í barna-
skóla og héraðsskólann á Laug-
um. Síðar lærði hann
húsgagnasmíði. Árið 1946 stofn-
aði hann, ásamt Snæbirni Krist-
jánssyn, trésmíðaverkstæðið
Norðurpól þar sem hann starf-
aði allan sinn starfsaldur. Hann
rak einnig bókaverslun ásamt
Rannveigu eiginkonu sinni.
Arngrímur og Ransý bjuggu öll
sín búskaparár á Laugum í
Reykjadal, fyrst í Laugabrekku
og síðar á Hólavegi 3.
Arngrímur tók virkan þátt í
sönglífi héraðsins, hann var fé-
lagi í Karlakór Reykdæla og um
skeið formaður hans. Hann söng
einnig í Karlakórnum Hreim á
síðari árum. Hann var félagi í
Lionsklúbbnum Náttfara, og sá
um kvikmyndasýningar ásamt
Snæbirni Kristjánssyni fyrir
klúbbinn og einnig fyrir Lauga-
skóla. Hann var einnig félagi í
ungmennafélaginu Eflingu og
vann þar m.a. að leiksýningum.
Þá var hann einnig félagi í
skógræktarfélagi Reykdæla.
Útför Arngríms fer fram frá
Einarsstaðakirkju í dag, 26.
september 2015, og hefst at-
höfnin kl. 14.
Ólafur Jósúa Jóns-
son sjómaður, f. 17.
júlí 1906, Eyr-
arhúsum í Tálkna-
firði, d. 3. júní
1971, og Lárents-
ína Guðrún Guð-
mundsdóttir, f. 8.
janúar 1909 í Kefla-
vík, Neshr., Snæf.,
d. 7. júní 1973.
Börn Rannveig-
ar og Arngríms
eru: 1) Helga Arngrímsdóttir, f.
14. júlí 1953, viðskiptafræð-
ingur í Reykjavík. Börn hennar
eru a) Rannveig Björk, f. 11.
október 1976, maki Arnar Már
Einarsson, þau eiga einn dreng,
og b) Níels, f. 18. janúar 1984,
hann á eina dóttur. 2) Ólafur
Arngrímsson, f. 10. maí 1957,
skólastjóri Stórutjarnaskóla í
Ljósavatnsskarði, kona hans er
Torfhildur Guðrún Sigurð-
ardóttir, f. 27. nóvember 1957.
Börn þeirra eru a) Rannveig
Hulda, f. 4. september 1978,
maki Ottó Freyr Jóhannsson,
þau eiga tvö börn. b) Jónína, f.
14. ágúst 1984, maki Eggert
Sólin er að setjast og það er
komið kvöld. Fuglarnir hætta
einn af öðrum að syngja og hægt
og hægt færist kyrrð yfir dalinn.
Dalinn þar sem allt er grænt og
lognið ræður ríkjum. Dalinn þar
sem afi minn og amma áttu
heima.
Hann sat á móti mér við dúkað
borðstofuborðið með fimm spil í
hendinni. „Nei, Þórarna mín,“
sagði hann „ég er alltof gamall til
að læra ný spil“. Ég hafði nefni-
lega enn eina ferðina gert örvænt-
ingarfulla tilraun til þess að
kenna afa nýtt spil. Og þó að ég
hefði vitað fyrirfram hver við-
brögð hans yrðu mótmælti ég
þeim nú samt og sagði honum að
hann væri hreint ekki gamall.
Áfram hélt ólsenólsen samkvæmt
þöglu samkomulagi þangað til
amma kallaði á okkur inn í eldhús
til að setjast að snæðingi.
Hann Arngrímur afi minn, eða
Aggi afi eins og hann var alltaf
kallaður, var mér afar mikilvægur
maður. Hann var allt í senn kenn-
ari, fyrirmynd og góður fé-
lagsskapur fyrir litla sonardóttur
sem reglulega var svo lánsöm að
fá að koma í dvöl til ömmu og afa.
Það var nefnilega mikil skemmt-
un en um leið afar fræðandi, að
sitja löngum stundum og hlusta á
afa segja með skemmtilegum og
líflegum hætti frá löngu liðnum
tímum. Frásagnarstíllinn gat þó
stundum orðið það litríkur að
amma fann sig knúna til að dempa
hann örlítið svo að ekki yrði nú
gengið fram af barnabarninu.
Þær áhyggjur ömmu voru senni-
lega óþarfar enda hafði barnið
stórgaman af, sat með eyrun
sperrt og undraðist hve afi vissi
mikið, kunni margar vísur og
þekkti marga menn.
Hann hreinlega hlyti að vera
með greindari mönnum á landinu
og þótt víðar væri leitað. Því trúði
allavega litla afastelpan hans ein-
læglega.
Afi var afar heimakær maður
og kunni sennilega best við sig í
rólegheitum heima með dagblað
við höndina, þess vegna var hann
oft tregur til að láta draga sig í
samkvæmi og á annars konar
mannamót.
Það hafðist þó oftast að lokum
því amma, sem sjálf var bæði
mannblendin og gaf af sér auð-
veldlega, var gjörn á að gefast
ekki upp fyrr en sá gamli hóf sig
loksins af stað. Amma þekkti sinn
mann vel og vissi að þegar á stað-
inn var komið yrði afi hrókur alls
fagnaðar. Það var hann svo sann-
arlega. Frá því hann var lítill
pjakkur, sem tók að sér að sýna
armréttur og beygjur fyrir stelp-
urnar í húsmæðraskólanum og al-
veg fram á síðustu stundir hans í
þessu lífi. Hvort það var kímni-
gáfan og frásagnargleðin sem því
réði eða einfaldlega hans sterki og
um leið óútreiknanlegi persónu-
leiki, veit ég ekki. Líklega hvort
tveggja. Ég veit hins vegar með
vissu að hans verður saknað.
Elsku Aggi afi – við þig vil ég
segja (ef þú heyrir):
Þú reyndist mér afar góður afi.
Þú varst mér mikil fyrirmynd,
góður félagi og af þér lærði ég svo
ótal margt. Ég mun sakna þín
sárt en þær stundir sem ég átti
með þér verða mér mikilvægt
veganesti í gegnum lífið.
Minningin um afa Agga lifir og
mun ætíð verma sorgmætt hjarta,
sem saknar afa. Þín afastelpa,
Þórarna.
Nú sit ég í Cambridge og horfi
á ljósmynd af afa og ömmu þar
sem þau sitja í stofunni í Melhús-
um í giftingunni okkar Eggerts
2009. Afi og amma misstu helst
aldrei af neinum atburðum hjá af-
komendum sínum, hvar á landinu
sem þeir áttu sér stað. Alltaf voru
þau gömlu mætt á Ravinum, enda
„ferðamenn að atvinnu“ seinni ár-
in. Það var nú reyndar þannig að
amma stjórnaði ferðinni, og afa
hefði ekki leiðst að ég tæki það
fram að það var amma sem átti
heiðurinn af ferðalögum þeirra
hjóna, því hún var mikil fé-
lagsvera og ævintýrakona. Afi var
reyndar líka félagsvera þó að
hann væri heldur svifaseinni en
amma við að hafa sig af stað.
Hann naut því góðs af kraftinum í
ömmu, enda dáðist hann að henni
fram í fingurgóma. Elskaði hana
út af lífinu og talaði fallega um
hana. Ég man oft eftir þeim hjón-
um að kvöldlagi ræða við mig um
heimsins mál. Þau voru góð í að
hlusta og vildu alltaf heyra hvað
ég hafði að segja. Samræðurnar
leiddu þó gjarnan á endanum út í
að þau játuðu ást sína og aðdáun
hvort á öðru. Táruðust yfir lífinu
og þeim gjöfum sem það hafði gef-
ið.
Afi Aggi var að eðlisfari létt-
lyndur og húmorískur maður,
glaðbeittur og smellinn en hann
átti það hins vegar líka til að vera
svolítið kvíðinn. Kvíðinn yfir lífinu
og því sem tæki við að því loknu.
Við veltum því öll fyrir okkur á
einhverjum tímapunkti, en afi
staldraði við slíkar hugsanir og
færði þær í orð. Eftir á að hyggja
held ég að það hafi verið þrosk-
andi fyrir barnabarnið að hug-
hreysta afa sinn og segja honum
að þetta yrði allt í lagi.
Afi var óskaplega góður maður.
Hann var alltaf reiðubúinn að
gera hvað sem var fyrir okkur.
Láta renna í sundlaugina seint að
kvöldlagi, leyfa tíu ára sonardótt-
ur að keyra eftir malarvegi, draga
fram kvikmyndatjaldið til að sýna
skyggnimyndir úr utanlandsferð-
um þegar klukkan sló í miðnætti,
skutla okkur hingað og þangað og
hírast á hörðu rúmi í bókaher-
berginu að næturlægi svo við
gætum kúrt hjá ömmu. Þetta
gerði afi fyrir hálft orð og kvart-
aði ekki. Að sjálfsögðu undir
styrkri stjórn ömmu – en þannig
voru bara amma og afi. Tvær ynd-
islegar manneskjur sem senni-
lega hefðu ekki getað hentað bet-
ur hvort fyrir annað. Amma sagði
til og afi gerði eins og hún bað – af
„fúsum og frjálsum vilja“ að sjálf-
sögðu, því ekkert vildi hann frek-
ar en að amma væri ánægð.
Eftir að amma dó flutti afi á
sjúkrahúsið á Húsavík þar sem
hann andaðist sl. laugardag um-
vafinn hlýrri nálægð frá börnun-
um sínum, Helgu, pabba og
mömmu. Þau héldu í höndina á
afa þar til yfir lauk og lásu fyrir
hann Davíðssálm 23.
Símtölin í gsm-símann þeirra
afa og ömmu verða víst ekki fleiri.
Síðastliðin ár var það afi sem var
við stjórnvölinn á símanum og
snéri honum gjarnan á hvolf eða
rangsælis. Þegar símtalið heppn-
aðist hins vegar var gott að geta
sagt góða nótt og Guð geymi þig
við afa.
Elsku afi minn, nú segi ég góða
nótt og Guð geymi þig í síðasta
sinn og kveð ég þig með þökk og
virðingu. Þú varst heiðursmaður
og kenndir mér svo ótal margt
sem ég mun varðveita ævilangt.
Þín
Jónína (Nína).
Elsku langafi minn. Takk fyrir
allar stundirnar sem við áttum
saman. Mig langar að segja þér að
þú varst besti langafi í heimi og
við vorum svo góðir vinir. Ég man
að þú talaðir oft um það við mig
hversu ánægður þú værir með
það að ég væri með blá augu eins
og þú, enda eini afkomandi þinn
með blá augu. Ég er líka glöð yfir
því að vera með eins augu og þú,
langafi minn. Ég man líka eftir því
að þú sagðir mér að ég væri með
svo fallega söngrödd. Ég skal
vera áfram dugleg að æfa mig að
syngja og kannski fer ég einhvern
tíma í kór eins og þú.
Ég mun sakna þín mjög mikið,
elsku langafi, en ég veit að
langamma verður mjög glöð að
hitta þig uppi hjá Guði. Knúsaðu
hana frá mér.
Þín langafastelpa,
Arnhildur Ottósdóttir.
Við erum stödd í eldhúsinu á
Hólaveginum hjá Agga afa og
ömmu Ransý. Það er kvöldkaffi
og á borðum er bleik glassúrkaka,
vínarbrauðslengja og tekex. Við
skolum bakkelsinu niður með
Melroses tei. Amma hringsnýst í
kringum okkur afa eins og hennar
er von og vísa. Við afi gerum kald-
hæðnislegt grín að lífinu, já og
jafnvel dauðanum líka. Ömmu
finnst við vera svartsýn. Við afi
köllum þetta kaldhæðnishúmor.
Við látum dæluna ganga og oftar
en ekki segi ég einhverja endemis
vitleysu og þá segir amma: „nú
ertu orðin alveg eins og hann
Aggi afi þinn“. Ég veit ekki hvort
ömmu þótti það í raun nokkuð svo
slæmt en ég held að við afi höfum
bæði verið nokkuð ánægð með
þessa samlíkingu. Á morgun ætl-
um við afi að læra saman. Afi er
hafsjór af fróðleik og segir mér
oft allskonar sem ekki stendur í
bókinni. Við afi höfum þann hátt-
inn á að við skiptumst á að lesa
upphátt hvort fyrir annað og
amma hlustar – með smá innskot-
um þó. Í pásu biður amma afa um
að spila á píanóið.
Afi er einstaklega músíkalskur
maður og hefur mjög gaman af
því að spila á píanó og harmóniku.
Þegar afi spilar ljómar amma. Því
miður hefur afi átt æ erfiðara með
spila eftir því sem árin hafa liðið
því fingur hans hafa kreppst. Mér
finnst afa þó takast vel upp.
Slíkar minningar ylja enn
stúlkunni sem eitt sinn las upp-
hátt og drakk Melroses te með afa
sínum og ömmu. Samverustund-
irnar með afa og ömmu í Reykja-
dal eru nefnilega einar af mínum
bestu og dýrmætustu minning-
um.
Stundirnar með þeim eru þó
ekki síst ógleymanlegar fyrir þær
sakir hversu skemmtilegar þær
voru. Þar sem Aggi afi var, þar
var ávallt gaman enda afi, að öll-
um öðrum ólöstuðum, mesti húm-
oristi sem ég hef kynnst. Afa var
einstaklega lagið að segja
skemmtilega frá. Frásagnir afa
voru nefnilega svo góðar að þær
þurftu alls ekki að líða fyrir sann-
leikann – að minnsta kosti ekki
nema að litlu leyti. Afi kunni alltaf
að koma fyrir sig orði og þá þótti
aldrei neitt það heilagt að ekki
mætti gera góðlátlegt grín að því.
Í síðustu heimsókn okkar til afa á
sjúkrahúsið á Húsavík nú í sumar
var afi sjálfum sér líkur. Hann lék
á als oddi og gerði óspart grín að
sjálfum sér en þó ekki síst dauð-
anum. Að sjálfsögðu veltust allir
viðstaddir um af hlátri. Þannig
gerði afi lífið alltaf miklu
skemmtilegra. En nú hlæjum við
ekki meira saman, elsku afi minn,
en minningarnar um mætan og
ekki síst góðan og skemmtilegan
mann munu lifa um ókomna tíð.
Ég veit það, afi minn, að amma
bíður þín handan þessa lífs með
opinn faðminn nú sem aldrei fyrr.
Þú kyssir hana kannski frá okkur
mér, Arngrími og Arnhildi. Ég
held svo að þú ættir að taka lag
fyrir hana á nikkuna, mikið yrði
hún glöð.
Guð geymi þig, elsku afi minn.
Þín sonardóttir,
Rannveig Hulda Ólafsdóttir.
Arngrímur hefur kvatt okkur í
hinsta sinn. Hann var hvers
manns hugljúfi bæði í leik og
starfi og hans verður því sárt
saknað. Hann hljóp ekki af sér
hornin heldur var hans aðal róleg-
heit og hlýtt viðmót. Slíkt er til
þess fallið að vekja traust í sam-
skiptum, bæði hjá ungum og öldn-
um. Arngrímur var afar barngóð-
ur. Barnabörnin áttu með honum
margar ánægjustundir, hvort
sem var í berjamó eða við sund-
laugarþrif, og fyrir langafabörn-
unum hafði hann alltaf mikinn
áhuga. Í þessum samskiptum
nýttust einnig vel tónlistarhæfi-
leikar Arngríms. Hann hafði afar
næmt eyra fyrir tónlist. Spilaði á
píanó og síðar harmonikku nánast
fram á síðasta dag, öllu samferða-
fólki sínu til yndisauka.
Arngrímur fæddist, ólst upp og
bjó alla sína tíð í Reykjadal. Þar
þekkti hann sérhvern stein og
þúfu. Hann hefði líklega aldrei
orðið jafn víðförull og hann varð
nema fyrir áorkan eiginkonu
sinnar Rannveigar, sem dreif þau
áfram í ferðalög bæði hérlendis
og erlendis. Þessi ferðalög mynd-
aði Arngrímur af miklum mynd-
arskap og átti talsvert safn
skyggnimynda frá þessum ferð-
um. Arngrímur var minnugur og
hafði góðan frásagnarstíl. Það var
unun að hlusta á hann segja frá
ferðalögum eða liðnum atburðum.
Síðustu minningarnar af Arn-
grími eru frá ferðum hans suður
til Reykjavíkur og af sjúkrahús-
inu á Húsavík. Þar naut hann sín
best með kaffibollann í annarri
hendinni og helst súkkulaðimola í
hinni. Arngrímur bar sig alltaf vel
og það var eins og maður hefði
alltaf hitt hann síðast í gær. Elsku
Arngrímur, þú tókst lífinu af
æðruleysi og lést hverjum degi
nægja sína þjáningu. Jarðbundn-
ari maður er vandfundinn. Takk
fyrir samfylgdina, hvíl í friði.
Eggert Þ. Þórarinsson.
Arngrímur
Konráðsson
HINSTA KVEÐJA
Þú varst yndislegur afi.
Við fórum oft að Goðafossi
saman, ég byrjaði seint að
tala og einhvern tímann
þegar við vorum saman við
fossinn sagði ég mitt fyrsta
orð: Goðafoss. Ég á eftir að
sakna þín. Guð blessi minn-
ingu þína.
Rannveig Björk
Helgudóttir.
✝ Áslaug BjarneyMatthíasdóttir
fæddist í Reykjavík
30. ágúst 1930. Hún
lést á heimili sínu, 4
Glenwood Road,
Toms River, New
Jersey, USA, 27.
maí 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Matthías
Matthíasson og
Kristín Kristjáns-
dóttir.
Hinn 29. apríl 1950 giftist Ás-
laug, Sigurbjarna Kristinssyni.
Foreldrar hans voru Kristinn
Halldórsson og
Margrét Þórdís
Víglundsdóttir.
Þau eignuðust þrjú
börn: 1. Margréti, f.
12. júlí 1950, 2.
Kristin Ragnar, f.
8. maí 1952, og
Bjarna, f. 19. októ-
ber 1957. Barna-
börnin eru þrjú og
tvö barnabarna-
börn.
Jarðsetning Áslaugar Bjarn-
eyjar verður í Gufunes-
kirkjugarði 24. september 2015,
kl. 14.
Eftir tíu ára búskap á Íslandi,
árið 1960, ákváðum við að byrja
nýtt líf í Bandaríkjunum. Við ferð-
uðumst um á milli skyldmenna og
á endanum settumst við niður í
Toms River, New Jersey, árið
1962. Við létum byggja fyrir okk-
ur hús og fluttumst inn í það í
1964. Ég vann í byggingarvinnu.
Á meðan bjó Áslaug börnin fyrir
betri menntun. Margrét útskrif-
aðist frá Glassboro College árið
1972, Kristinn Ragnar útskrifaðist
frá New York University árið
1974, og Bjarni útskrifaðist frá
Rutgers University árið 1979
Á okkar eldri árum byrjuðum
við að ferðast. Við fórum til Lond-
on, Parísar, Róm og Madrid. Við
ferðuðumst um Holland, Belgíu,
Þýskaland, og Sviss, og eins um
Kaupmannahöfn, Stokkhólm, og
Osló. Síðan til Istanbul í Tyrk-
landi, Buenos Aires í Argentínu og
Santiago í Chile. Síðan fórum við
að heimsækja syni okkar einu
sinni á ári. Bjarni bjó í Los Angel-
es í fimm ár og Kristinn Ragnar
bjó á Hawai í átta ár. Stuttu eftir
65 ára hjúskaparafmæli kvaddi
Áslaug Bjarney. Nú snúum við
aftur til Íslands. Ég er búinn að
panta tvo reiti í Gufuneskirkju-
garði og verður duftið hennar lagt
þar niður þann 24. september
2015, kl. 14.
Elsku Biddý mín, mjög fljót-
lega verður mitt duft lagt niður við
hliðina hjá þér svo við getum horft
til baka á sambúð okkar og ham-
ingju í öll þessu liðnu ár.
Sigurbjarni Kristinsson.
Mig langar að minnast Biddýar
eins og hún var alltaf kölluð. Ég
kynntist henni þegar ég kom inn í
fjölskyldu Birgis Víglundssonar, á
erfiðum tíma þegar Villi bróðir
Bjarna dó en hún tók svo vel á
móti mér. Það var alltaf gaman að
spjalla við hana um allt mögulegt.
Á leið okkar í gegnum lífið söfnum
við minningarperlum um ánægju-
legar stundir liðinna ára. Ein af
þessum perlum sem við munum
varðveita í minningunni var þegar
við dvöldum hjá fjölskyldu Bjarna
og Biddýar í Ameríku 2008, það
var draumur. Biddy var góð kona,
eiginkona, móðir, amma og vinur.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm,
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni
og nú ertu gengin á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson frá Gríms-
stöðum)
Ég votta Sigurbjarna, börnum
og barnabörnum samúð mína.
Marta Hauksdóttir,
Helgafelli.
Áslaug Bjarney
Matthíasdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann