Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 269. DAGUR ÁRSINS 2015
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 838 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Hinn látni var þekktur listamaður
2. „Þetta eru bara föt“
3. Tók illa eftir en fékk stóra …
4. Varað við stormi
Hinn 30. september næstkomandi
býður RÚV öllum í landinu að taka
upp myndavélina og segja í lifandi
myndum frá lífi sínu þann dag og er
markmiðið að búa til heimildamynd,
Dag í lífi þjóðar, sem verður svip-
mynd af þessum tiltekna degi í lífi
þjóðarinnar.
„Hvað ertu að fást við? Hvað er í
gangi í lífi þínu? Hver eru verkefni
dagsins? Sýndu það – segðu frá! Þú
getur myndað hvað sem er, en hafðu
það persónulegt og um eitthvað sem
skiptir þig máli,“ segir um verkefnið
á vef RÚV og að fólk geti t.d. fjallað
um það sem veiti því ánægju, staðinn
sem það búi á og það sem það hafi
gaman af að fást við. Myndin verður
frumsýnd á RÚV í tengslum við hálfr-
ar aldar afmæli ríkisútvarpsins 30.
september á næsta ári. Umsjónar-
maður verkefnisins er kvikmynda-
gerðarmaðurinn Ásgrímur Sverrisson
og má finna frekari upplýsingar á
ruv.is/thaettir/dagur-i-lifi-thjodar.
Dagur í lífi þjóðar á
50 ára afmæli RÚV
Gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og
kontrabassaleikarinn Tómas R. Ein-
arsson halda í 19 tónleika ferð um
landið til að kynna plötu sína
Bræðralag. Fyrstu tónleikarnir verða
haldnir annað kvöld kl. 20.30 í Garða-
holti í Garðabæ og á mánudaginn
leika Ómar og Tómas í Hljómahöllinni
í Reykjanesbæ, 29. sept. í
Bryggjunni, Grindavík, 30.
sept. í Ráðhúsinu í Þor-
lákshöfn, 1. okt. í
Systrakaffi á
Kirkjubæjarklaustri,
2. okt. í Pakkhúsinu á
Höfn í Hornafirði, 3.
okt. í Löngubúð á
Djúpavogi og 4. okt. í
Brjáni í Neskaupstað.
Ómar og Tómas
halda 19 tónleika
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 15-23 m/s og rigning, hvasst við suðvesturströndina.
Talsverð úrkoma sunnanlands, jafnvel mikil suðaustantil. Hiti 5 til 14 stig.
Á sunnudag Sunnan og suðvestan 8-13 m/s og skúrir, en léttir til norðan- og aust-
anlands. Hiti 6 til 12 stig að deginum, hlýjast norðaustantil. Á mánudag Sunnan 5-10
m/s og skúrir, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Vaxandi suðaustanátt með rigningu
sunnan- og austantil um kvöldið. Hiti víða 7 til 12 stig. Á þriðjudag Talsverð rigning.
Frakkinn ungi, Anthony Martial, hefur
komið eins og stormsveipur inn í
enska fótboltann en þessi 19 ára rán-
dýri táningur hefur nú skorað fjögur
mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum
með Manchester United á 225 mín-
útum. Lífið brosir við sóknarmann-
inum unga sem lék sína fyrstu A-
landsleiki fyrir Frakkland fyrr í þess-
um mánuði. »4
Táningurinn slær
í gegn á Old Trafford
Valur á ekkert erindi í bestu
lið Olísdeildar kvenna í
handknattleik ef marka má
frammistöðu liðsins gegn
Stjörnunni í gærkvöld. Með
öfluga vörn og Florentinu
Stanciu í fantaformi fögn-
uðu Stjörnukonur stórsigri,
23:14. Í Olísdeild karla vann
ÍBV enn stærri sigur á nýlið-
um Gróttu, 34:23, á Sel-
tjarnarnesi, í síðasta leik
fjórðu umferðar. »2 og 3
Stjarnan og ÍBV
með stórsigra
Fanndís Friðriksdóttir var besti leik-
maður Pepsi-deildar kvenna í fót-
bolta á nýliðinni leiktíð, samkvæmt
kosningu leikmanna deildarinnar en
niðurstaða hennar var kunngjörð í
gær. „Þessi viður-
kenning kemur
mér satt best
að segja ekki
á óvart. Ég
var búin að
gera ráð fyrir
þessu enda átti
ég gott tímabil
og það mitt
langbesta
frá upp-
hafi,“
sagði
Fanndís við Morg-
unblaðið. »1
Fanndís átti von á að
verða kjörin sú besta
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Guðrún Jóna Arinbjarnardóttir, arki-
tekt í Ósló og fyrrverandi landsliðs-
kona á skíðum, er handhafi Stál-
mannvirkjaverðlauna norskra
arkitektanema 2015 og í liðinni viku
tók hún á móti verðlaununum ECCS
European Student Awards for Archi-
tectural Design í Istanbúl fyrir sama
verkefni.
Fyrir tveimur árum útskrifaðist
Guðrún Jóna með mastersgráðu í
arkitektúr frá arkitektaháskólanum í
Bergen, en hún lauk BA-námi í arki-
tektúr við Listaháskóla Íslands 2010.
Skólinn í Bergen tilnefndi lokaverk-
efni hennar í samkeppni um Stál-
mannvirkjaverðlaun norskra arki-
tektanema, sem veitt eru annað hvert
ár. Fyrir skömmu var tilkynnt að hún
fengi verðlaunin í ár og fær hún þau
afhent í Ósló 19. nóvember næstkom-
andi. Norska stálsambandið sendi
verkefnið í samkeppni Evrópska stál-
sambandsins. Þar varð hún einnig
hlutskörpust.
Bætir umhverfið
Verkefnið heitir „Through the For-
est of Columns, Unfolding Urban
Blindspots“ og felur í sér hönnun á
göngubrú undir Puddefjarðarbrúna í
miðbæ Bergen. Guðrún Jóna segir að
núverandi brú skapi mörg vandamál
fyrir nærliggjandi umhverfi og gang-
andi vegfarendur og svæðið undir
brúnni kalli á betri nýtingu. Hún hafi
rannsakað svæðið frá mismunandi
sviðum og komist að þeirri niðurstöðu
að til þess að bæta ástandið fyrir
gangandi og hjólandi vegfarendur og
bjóða upp á betri nýtingu á hinum
10.000 fermetrum landsvæðis undir
fyrirliggjandi brú, myndi ný brú und-
ir þeirri gömlu bjóða upp á skemmti-
legt umhverfi og varpa ljósi á mögu-
leikana sem rýmið hefur upp á að
bjóða. „Aðalefnið í brúnni, sem ég
hannaði, er stál og þess vegna var ég
tilnefnd til þessara verðlauna og fæ
verðlaun fyrir gott vald á notkun stáls
og áhugaverða hönnun, sem einnig er
þáttur í því að skapa betra umhverfi á
svæðinu,“ segir hún.
Guðrún Jóna segir að verðlaunin
skipti mjög miklu máli. „Það er frá-
bært að fá svona viðurkenningu,“
segir hún. Bætir við að mikill tími hafi
farið í að vinna að hönnuninni og nán-
ast ekkert annað komist að á meðan.
Uppskeran sé þeim mun ánægju-
legri. „Þetta er líka mjög mikill heið-
ur og hefur sitt að segja í baráttunni
um að koma mér á framfæri.“
Fulltrúar Bergenborgar hafa skoð-
að verðlaunahönnunina en Guðrún
Jóna segist ekki hafa kynnt hana sér-
staklega fyrir ráðamönnum. Nú væri
hins vegar lag. „Hönnunin er þannig
að útfærslan er vel framkvæmanleg,“
segir hún.
Brú undir brú í Bergen
Guðrún með
norsk og evrópsk
hönnunarverðlaun
Hönnunin Grunnmynd af brúnni og myndir af líkönum í 1:50 á einstaka stöðum sem sýna stálvirkið.
Hátíð Guðrún Jóna Arinbjarnardóttir, í miðjunni, tekur við verðlaununum.