Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015
Vilt þú vita hvers virði
eignin þín er í dag?
Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga!
HRINGDU NÚNA 820 8080
Sylvía
Löggiltur fasteignasali
sylvia@fr.is
Brynjólfur
brynjolfur@fr.is
!
"!
"
!
!"
# !
$"!%
$!
%#!
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
!$!
"$
%
!$
!
#
$!
%!
%#$!
%
!!
"
#
!$#
!#
#!
$"#
%#%!
#""
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● 66°Norður opnaði nýja verslun í
Kaupmannahöfn í gær. Verslunin er í
Østergarde 6 á Strikinu í nálægð við
Kongengs Nytorv. Verslunin er um 90
fermetrar að stærð og verður boðið
upp á helstu vörur fataframleiðandans
þar. Þetta er önnur verslun 66°Norður í
miðborg Kaupmannahafnar en fyrir-
tækið rekur einnig verslun í Sværte-
gade í miðborg Kaupmannahafnar.
„Opnun verslunarinnar er rökrétt næsta
skref eftir góðar viðtökur vörumerkisins
í Danmörku. Það hefur verið mikill vöxt-
ur í verslun með fatnað á Strikinu og
þar hafa margar lúxusverslanir opnað
að undanförnu,“ segir Helgi Rúnar Ósk-
arsson, forstjóri 66°Norður.
66°Norður á Strikinu
í Kaupmannahöfn
STUTTAR FRÉTTIR ...
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Kjörnum endurskoðendum hluta-
félaga verður skylt að sitja hluthafa-
fundi og svara fyrirspurnum hlut-
hafa um allt sem varða kann
reikningsskil viðkomandi félags og
fjárhagsleg málefni þess, ef frum-
varp til laga um breytingu á hluta-
félagalögum, sem Vilhjálmur
Bjarnason alþingismaður hefur lagt
fram, nær fram að ganga.
Reynslan kallar á breytingar
Vilhjálmur segir að nokkrar
ástæður séu fyrir því að hann beiti
sér fyrir lagabreytingunni.
„Í fyrsta lagi þarf að skerpa á því
að hinn kjörni endurskoðandi er
kjörinn af hluthöfum og hann hefur
það hlutverk að fylgjast með rekstri
félagsins og það felur í sér eftirlit
með stjórninni einnig. Því er afar
óeðlilegt að hluthafar geti aðeins átt
í samskiptum við endurskoðanda fé-
lagsins í gegnum stjórnina. Nauð-
synlegt er að tryggja milliliðalaus
samskipti þarna á milli. Í öðru lagi
hef ég persónulega reynslu af því að
hafa beint spurningum til endur-
skoðanda á aðalfundi félags þar sem
ég var hluthafi. Hann hafði gögnin í
möppu fyrir framan sig en neitaði að
svara fyrirspurn minni. Það er ekki
hægt að hafa hlutina með þessu móti
lengur,“ segir Vilhjálmur.
Í greinargerð með frumvarpinu
kemur fram að tillagan byggist á því
fyrirkomulagi sem innleitt hefur ver-
ið í hlutafélagalög í Svíþjóð.
Fyrrnefnt frumvarp hefur ekki
komið til umsagnar hjá Félagi lög-
giltra endurskoðenda en Sturla
Jónsson, formaður félagsins, segir í
samtali við Morgunblaðið að það
gæti verið til bóta að skerpa á þeim
ákvæðum sem taka til upplýsinga-
skyldu kjörinna endurskoðenda.
„Tillagan sem lögð hefur verið
fram felur í sér viðbót við 91. grein
hlutafélagalaganna og fjallar um
upplýsingaskyldu endurskoðenda
varðandi málefni sem skipta máli um
mat á ársreikningi félags og stöðu
þess að öðru leyti eða geta haft áhrif
á afstöðu hluthafa til mála sem
ákvörðun á að taka um á aðalfundi.“
Sturla segist þó setja ákveðið
spurningarmerki við ákvæðið eins og
það standi í frumvarpinu. Tryggja
þurfi að það aflétti ekki trúnaði um
gögn eða upplýsingar sem nauðsyn-
legt er að trúnaður ríki um.
„Það má skilgreina nánar til hvaða
upplýsinga í rekstri félags ákvæðið á
að ná því ákveðnar upplýsingar verð-
ur að ríkja trúnaður um, svo sem
persónuupplýsingar,“ bætir Sturla
við.
Lítur einnig til lífeyrissjóða
Vilhjálmur segir að ákvæðið sem
hann vill bæta við 91. grein hluta-
félagalaganna ætti einnig mögulega
heima í lögum um ársfundi lífeyris-
sjóða.
„Það er full ástæða til að kanna
þann möguleika að innleiða sams-
konar ákvæði í þau lög sem gilda um
lífeyrissjóði. Það væri mjög til bóta
ef sjóðfélagar hefðu aðgengi að
kjörnum endurskoðanda síns sjóðs á
aðalfundi.“
Kjörnir endurskoðendur
munu sitja fyrir svörum
Morgunblaðið/Ómar
Aðalfundir Lagabreytingin á að auka aðgengi hluthafa að endurskoðendum.
Lagabreyting á dagskrá Alþingis sem auka mun aðgengi hluthafa að endurskoðendum
Rannsóknir sýna að frammistöðu-
mat skilar ekki tilætluðum árangri
og hafa mörg erlend stórfyrirtæki
hætt að framkvæma slíkt í sinni
starfsmannastjórnun. Þetta kom
fram á ráðstefnu sem Gallup hélt um
nýja sýn á frammistöðustjórnun á
Hótel Natura í gær.
Tómas Bjarnason, sviðsstjóri
starfsmannarannsókna hjá Gallup,
segir að í ljós hafi komið að ákveðnir
gallar séu í matinu. „Mælikvarðarnir
sem verið er að nota gagnast ekki og
geta jafnvel haft neikvæðar afleið-
ingar. Yfirmaður er þvingaður til að
dæma starfsmann út frá ákveðnum
kvörðum sem getur valdið því að
starfsmaður verði ósáttur og finnist
matið ósanngjarnt.“ Tómas hefur
skoðað þróun hróss og endurgjafar í
fyrirtækjum síðastliðin 15 ár og seg-
ir að gerbreyting hafi orðið í endur-
gjöf til starfsmanna á síðustu árum.
„Það eru greinileg jákvæð áhrif af
hrósi og fyrirtæki veita miklu meiri
endurgjöf til starfsmanna sinna.
Hvert fyrirtæki ætti því að byggja
upp fyrirtækjamenningu þar sem
umræða um frammistöðu er eðlileg
og eftirsótt.“
Flestir vilja ræða við yfirmann
Í nýrri rannsókn Gallup kemur
fram að 35% höfðu ekki rætt við yf-
irmann um frammistöðu síðustu 6
mánuðina. „Langflestir vilja ræða
oftar við yfirmenn um frammistöðu
þannig að það er ekki eins og fólk
vilji forðast umræðuna. Þá sýndu
niðurstöðurnar að 63% telja að sam-
tal við yfirmann hafi haft jákvæð
áhrif á frammistöðu.“
Tómas segir að hvert fyrirtæki
verði að ákveða hvað hentar fyrir
sinn rekstur. „Það eru margar að-
ferðir við að dreifa umbun og meta
hvort viðkomandi verði hækkaður í
stöðu eða fái bónus.“
Hann segir ljóst að þessir hefð-
bundnu kvarðar virki ekki og að
finna þurfi nýjar leiðir því það sé
ekki eingöngu til ein tegund af sam-
tölum milli yfirmanns og undir-
manns. margret@mbl.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Starfsmannastjórnun 63% telja samtal við yfirmann hafa jákvæð áhrif.
Frammistöðumat
skilar ekki árangri
Flestir vilja ræða oftar við yfirmann