Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015 8.30-10.00 SJÁLFBÆR NÝTING AUÐLINDA Setning Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA Ábyrg nýting og hagsmunir atvinnulífsins Daði Már Kristófersson, umhverfis- og auðlindahagfræðingur og forseti félagsvísindasviðs HÍ Auðlindagarðurinn á Suðurnesjum Kristín Vala Matthíasdóttir, efnaverkfræðingur Þorskurinn, pólitíkin, sagan og vísindin í 40 ár Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og rithöfundur Forseti Íslands afhendir umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2015 Umhverfisfyrirtæki ársins útnefnt og framtak ársins verðlaunað Kaffi og með því 10.15-12.00 MÁLSTOFUR SAMTAKA Í ATVINNULÍFINU SAF, SFS, SFF, SI, Samorka og SVÞ bjóða upp á fjölbreytta dagskrá, umræður og reynslusögur um atvinnulíf og umhverfismál Dagskrá lýkur með léttri hádegishressingu og netagerð Ráðstefnustjóri er Sigurborg Arnarsdóttir, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Össuri Vinsamlegast skráið þátttöku á vef SA: www.sa.is Umhverfisdagur atvinnulífsins 2015 MIÐVIKUDAGINN 30. SEPTEMBER KL. 8.30-12.00 Á HILTON REYKJAVÍK NORDICA Allir velkomnir – ekkert þátttökugjald. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleði Heimilisfólkið klæddi sig upp í tilefni dagsins og sumir settu upp hatta, aðrir komu í lopapeysum. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Valdi kokkur hér í Mörk-inni ber ábyrgð á því aðég er með þessa smala-kynningu hér, hann stakk upp á því að krydda réttar- ballið með þessu innleggi, enda gaman fyrir heimilisfólkið að sjá og heyra af smalamennsku þar sem nútíma vélfákar eru notaðir. Ég geri ráð fyrir að margt af því fólki sem hér býr hafi komið ná- lægt smalamennsku í sinni bernsku, en þau þekkja eflaust ekki smalamennsku á fjórhjóli. Það er virkilega gaman að leyfa þeim að sjá gripinn og segja þeim frá reynslu minni,“ segir Gísli Páll Pálsson, forstjóri hjúkrunarheimil- isins í Mörkinni, sem kom askvað- andi á réttarballið og hélt erindi um smalamennsku á fjórhjóli og varpaði fjölmörgum myndum upp á vegg frá nýliðinni ævintýraferð. Hann stillti upp útbúnaði smalans, hjólinu og klæðunum þar sem m.a. voru tvær lopapeysur, önnur prjónuð af móður hans en hin af eiginkonunni. Mörg pör af vett- lingum voru með í för, enda þarf að eiga þurra til skiptanna ef rign- ir og nóg var af hlífðarfatnaði að ógleymdum ullarnærklæðum. „Þó að þetta sé ekki vaðmál eins og í gamla daga, þá kemur ullin sér ævinlega vel á fjalli,“ segir Gísli Páll sem er með starfsheitin for- stjóri og smali skráð við nafn sitt í símaskránni. Dásamlega skemmtilegt „Ég er hreinræktað borgar- barn, alinn upp á mölinni og fékk ekki að vera í sveit þegar ég var strákur. En ég var svo heppinn að kynnast vini mínum Inga bónda á Snæbýli fyrir tveimur áratugum og það var í gegnum hann sem ég fékk að fara fyrst á fjall á Skaft- ártunguafrétt fyrir tíu árum og ég hef gert það árlega síðan. Frá því Ingi flutti til Raufarhafnar fyrir Smali deildi reynslu sinni á réttarballinu Harmonikkuspil ómaði á réttarballinu sem haldið var á hjúkrunarheimilinu Mörkinni í vikunni og heimilisfólkið þar á bæ skemmti sér konunglega. Forstjór- inn Gísli Páll gerði sér lítið fyrir og kom á fjórhjólinu sínu akandi inn í salinn og sagði frá vikulangri fjallferð sinni á vélfáknum um Skaftártunguafrétt. Hann hef- ur verið smali á þeim slóðum undanfarin tíu ár og veit fátt skemmtilegra. Blessuð börnin kunna flest afskap- lega vel við að fá að fara á bókasafn og njóta þess sem þar er í boði, hvort sem það eru bækurnar eða eitthvað annað. Umhverfið er örvandi og alltaf eitthvað skemmtilegt að sjá. Borgar- bókasafnið býður upp á ýmsa við- burði allt árið um kring og í dag er margt skemmtilegt á ólíkum söfnum borgarinnar. Í dag kl. 14-16 í aðalsafni Borgarbókasafnsins í Tryggvagötu verður boðið upp á smiðju fyrir börn sem er kölluð „Skemmtilegir skógar, dagur lítilla málara.“ Það fá börnin meðal annars tækifæri til að feta í fótspor listmálarans Pekka Halonen og skapa sína eigin list með inn- blæstri frá skógunum. Fjölbreyttur efniviður verður í boði á staðnum. Dagskrá dagsins inniheldur leiðsögn við skapandi vinnu þar sem ímynd- unaraflið fær að njóta sín. Sigurbjörg „Sibba“ Karlsdóttir verður einnig á staðnum og segir börnunum heillandi sögur um töfra og leyndardóma skóganna. Frásögnin verður bæði á íslensku og ensku eftir þörfum. Börn eru beðin um að koma með tómar mjólkurfernur eða annað áþekkt sem notað verður til að byggja fuglahús. Allt annað efni fyrir smiðjuna verður í boði á staðnum. Smiðjan skemmtilegir skógar, er hluti af sýningunni Í íslensku skóg- unum sem stendur yfir á Reykjavík- urtorgi, sýningarsal í Grófinni frá 21- 27. september. Sýningin og smiðjan eru opnar almenningi og ókeypis að- gangur. Í bókasafninu í Sólheimum er Ljúf- ur laugardagur síðasta laugardag í mánuði kl. 11-12. Þá er boðið upp á föndur, spil eða annað skemmtilegt sem börn og fjölskyldur þeirra geta dundað sér við saman. Markmiðið er að búa til notalega umgjörð um sam- eiginlega stund þar sem sköpunar- gleðin ræður ríkjum. Í dag verður boðið upp á klippiljóð. Safnið býður upp á orðin og pappírinn en þátttak- endur leggja fram sköpunarkraftinn og hugvitssemina. Klippiljóðin henta krökkum sem eru byrjuð að lesa, en pappír og litir verða fyrir yngri börn. Í bókasafninu í Spönginni verður krakkabingó í dag kl. 14. Allir eru hvattir til að taka þátt í hinu sívin- sæla bingói með fjölskyldunni eða góðum vinum. Skemmtilegir vinn- ingar fyrir þá sem hafa heppnina með sér. Bingódagarnir eru sívinsælir og nokkrir slíkir á dagskrá í menningar- húsum Borgarbókasafnsins í haust. Fylgist með á vefsíðunni: www.borgarbokasafn.is Vefsíðan www.borgarbokasafn.is Föndur Börn eru með opinn huga og þeim finnst gaman að skapa eitthvað. Fjölskylduvænir laugardagar í bókasöfnum borgarinnar Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.