Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Side 20
Evrópumeistaramótið í körfubolta, Euro-
Basket, verður haldið í fimm borgum í
fjórum löndum að þessu sinni, dagana 5.
til 20. september. Borgirnar eru Lille og
Montpellier í Frakklandi, Berlín í Þýska-
landi, Ríga í Lettlandi og Zagreb í
Króatíu. Mótið átti upphaflega að
fara fram í Úkraínu en horfið var
frá þeim áformum í fyrra vegna
spennustigsins í landinu.
Leikið er í
fjórum
sex
liða
riðl-
um
og er
Ísland
í riðli
með Þjóð-
verjum, Serbum, Spánverjum,
Tyrkjum og Ítölum. Sextán lið
komast áfram úr riðlunum,
það er fjögur efstu úr hverj-
um riðli, og upp frá því
verður mótið með útslátt-
arfyrirkomulagi. Allir leik-
irnir á því stigi mótsins
fara fram í Frakklandi.
Úrslitaleikurinn fer
fram í fjölnotahöllinni
Stade Pierre-Mauroy í
Lille sem tekur hvorki
fleiri né færri en 27
þúsund manns í sæti.
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2015
Ferðalög og flakk
E
ftirspurn eftir miðum á útileiki íslenska karlalandsliðsins í knatt-
spyrnu hefur aukist jafnt og þétt á síðustu misserum. Má þar nefna
leiki í Króatíu, Tékklandi og nú síðast Hollandi en óvígur her
áhangenda fylgdi liðinu í alla þessa leiki. Um 3.000 manns voru á
leiknum í Amsterdam á fimmtudaginn. Tvennt skýrir þessa þróun öðru
fremur. Í fyrsta lagi hefur liðinu aldrei gengið betur í undankeppnum fyrir
stórmót en undanfarin ár, það er fyrir HM í Brasilíu 2014 og EM í Frakk-
landi 2016. Liðið missti naumlega af farseðlinum til Brasilíu en á mjög góða
möguleika á að verða meðal þátttökuþjóða í Frakklandi næsta sumar eftir
sigurinn sögulega gegn Hollendingum. Í öðru lagi hefur íslenska karlalands-
liðið í knattspyrnu líklega aldrei leikið betri knattspyrnu. Menn sækjast
með öðrum orðum eftir að sjá það spreyta sig á erlendri grundu en ekki
bara stjörnum prýdd lið andstæðinganna. Öðruvísi mér áður brá.
Nái knattspyrnulandsliðið því langþráða takmarki að komast í fyrsta
skipti á EM má fastlega gera ráð fyrir að þúsundir stuðningsmanna muni
vilja fylgja liðinu til Frakklands. Mjög líklega komast færri að en vilja og
öruggara að hafa hraðar hendur við að tryggja sér miða.
Blað verður brotið í sögu körfuboltans á Íslandi í dag, laugardag, þegar
karlalandsliðið leikur sinn fyrsta leik í lokakeppni EM gegn heimamönnum í
Berlín. Allt að 1.000 Íslendingar verða vitni að þeim viðburði með berum
augum. Sama lögmál gildir um körfuna og knattspyrnuna, áhugi lands-
manna hefur snaraukist með betra gengi. Það er þó á forsvarsmönnum
körfuknattleikssambandsins og leikmönnum liðsins að skilja að þessi mikli
áhugi sé jafnvel vonum framar. Þess má geta að flestir áhangendurnir
munu styðja liðið fram á fimmtudag er riðlakeppninni lýkur. Ekki er vitað
hversu margir hyggjast fylgja því áfram komist það upp úr riðlinum.
Mögulega eiga borgirnar, Amsterdam og Berlín, einhvern þátt í ákvörðun
fólks um að skella sér utan. Og þó. Ekkert jafnast nefnilega á við að styðja
sína menn – gegnum eld og brennistein.
KNATTTÚRISMA VEX FISKUR UM HRYGG
Eftir bolta
kemur túristi
UM 4.000 ÍSLENDINGAR HÉLDU UTAN Í VIKUNNI TIL AÐ
STYÐJA VIÐ BAKIÐ Á KARLALANDSLIÐINU Í KNATTSPYRNU
Í AMSTERDAM OG KARLALANDSLIÐINU Í KÖRFUBOLTA Í
BERLÍN. ÓHÆTT ER AÐ FULLYRÐA AÐ BOLTAÍÞRÓTTIR
STJÓRNI FERÐALÖGUM LANDANS Í AUKNUM MÆLI SEM
ER BEIN AFLEIÐING AF BETRI ÁRANGRI LANDSLIÐANNA.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Stemningin var einstök þar sem Tólf-
an, stuðningsklúbbur knattspyrnu-
landsliðsins, stóð fyrir söng og gleði
alla leið frá Keflavík til Prag í fyrra.
Fimmtánda Evrópumeistaramótið í knatt-
spyrnu fer fram í Frakklandi dagana 10.
júní til 10. júlí 2016. Umfang mótsins hef-
ur ekki í annan tíma verið meira en þátt-
tökuþjóðirnar verða nú í fyrsta skipti 24.
Voru 16 á síðasta móti sem Pólland
og Úkraína héldu í sameiningu.
Svo við öndum nú í bréfpoka
liggur ekki fyrir hvort Ísland
verður í fyrsta sinn meðal
þátttakenda en líkurnar eru
vissulega góðar.
Riðlarnir eru sex og verð-
ur leikið á tíu stöðum, í
Bordeaux, Lens, Lille, Lyon,
Marseille, Nice, Paris, Sa-
int-Denis, St-Etienne og
Toulouse. Úrslitaleik-
urinn fer fram á
þjóðarleikvanginum í
Saint-Denis (sjá
mynd).
Undankeppninni
lýkur í nóvember og
dregið verður í riðla í
París 12. desember. Eftir
það liggur fyrir hvaða
þjóðir leiða saman hesta
sína og í hvaða borgum
og slagurinn um að-
göngumiðana hefst
með látum. Þá er
betra að draga
ekki ýsur!
UMFANGSMESTA
EVRÓPUMÓTIÐ
FJÖGUR LÖND KOMA
Í STAÐ ÚKRAÍNU